Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Tímabilið hefur gengið ótrúlega vel, verið eitt ævintýri,“ segir handknattleikskonan Lovísa Thompson sem lék afar stórt hlutverk í liði þrefaldra meistara Vals í handknattleik á keppnistímabilinu sem lauk á sunnudaginn var. Lovísa kom til Vals á síðasta sumri eftir að hafa yfirgefið uppeldisfélag sitt, Gróttu, þar sem hún var einnig sigursæl og varð m.a. þrefaldur meistari 2015, þá 15 ára gömul, Íslandsmeistari árið eftir og í sigurliði í Meistarakeppni HSÍ haustið 2016.
Meira