Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Auðvitað viljum við sem hér búum lengst halda hér úti sjálfstæðu sveitarfélagi,“ segir Guðrún Karólína Reynisdóttir, oddviti Helgafellssveitar. „Skyldurnar sem sveitarfélagið þarf að mæta verða hins vegar æ meiri og kostnaðurinn þar með. Alltaf bætast við nýir liðir, til dæmis bættist við ráðning persónuverndarfulltrúa á siðasta ári. En mér virðist því sem stefnan sé að fáeinum sveitarfélögum verði gert að sameinast öðrum, innan fárra ára, hvernig sem að því verður svo staðið.“
Meira