Greinar mánudaginn 20. maí 2019

Fréttir

20. maí 2019 | Erlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

12 rútufarþegar særðir í sprengingu

Að minnsta kosti 12 særðust í Kaíró eftir að sprengja sprakk í námunda við rútu í gær. Flestir farþegarnir sem slösuðust voru túristar frá Suður-Afríku en einnig slösuðust fjórir Egyptar í bíl sem ekið var á eftir rútunni. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Arfberar greiða fyrir þróun manna

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einn af þeim sem héldu erindi á opnu húsi Brakkasamtakanna í gær. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 657 orð | 1 mynd

Atvinnan er auðlind

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við eigum að ráðast á orsakir örorku en ekki á afleiðingarnar,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Á vegum bandalagsins var fyrir helgina haldið málþingið Allskonar störf fyrir allskonar fólk þar sem rætt var um stöðu og möguleika fatlaðs fólks á vinnumarkaði. Stjórnvöld vinna nú að breytingum á framfærslukerfi almannatrygginga þar sem að leiðarljósi er haft að taka upp mat á starfsgetu í stað örorku. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Borgin endurnýjar gönguleiðir

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum á árinu 2019. Alls verða endurnýjaðir um 2,1 kílómetrar af gangstéttum og öðrum gönguleiðum. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Dregin í höfn eftir rússíbanareið í kjölfar elds um borð

Rækjutogarinn Sóley Sigurjóns GK-200 var dreginn til hafnar á Akureyri síðdegis í gær, en eldur kom upp í vélarrúmi skipsins á föstudagskvöld þegar það var um 90 sjómílur norður af landinu. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Fá að upplifa veröld sem var á Árbæjarsafni

Heimsókn á Árbæjarsafnið vekur jafnan mikla lukku á meðal skólabarna sem fá þar að skyggnast aftur til fortíðar og upplifa, þó ekki sé nema í smástund, hvernig var að vera barn fyrr á tímum. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Fengu Áttavitann fyrir stuðninginn

Um 600 sjálfboðaliðar frá slysavarnadeildum og björgunarsveitum af öllu landinu komu saman á Egilsstöðum um helgina en þar var haldið 11. landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fjórir ráðherrar með 169 nefndir og ráð

Fjórir af ellefu ráðherrum í ríkisstjórn Íslands hafa svarað fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um hve margar nefndir, ráð, starfshópar og faghópar störfuðu á vegum hvers ráðuneytis og hver kostnaður hafi verið af þeim á síðasta ári. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Forsætisnefnd hafi ekki verið samkvæm sjálfri sér

Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segist ekki skilja þau fyrirmæli sem forsætisnefnd gefur varðandi siðareglur alþingismanna. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Frítt inn í Ásmundarsafn á afmælisdegi

Í tilefni þess að í dag eru 126 ár síðan Ásmundur Sveinsson fæddist verður frítt inn á Ásmundarsafn í dag. Í safninu stendur nú yfir yfirlitssýning á verkum Ásmundar og sýning á verkum Brynhildar Þorgeirsdóttur. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Fyrsti Þristur kom í gær og 11 koma í dag

Fyrsti Þristurinn, af gerðinni DC-3/C-47, í leiðangrinum D-Day Scuadron, kom til Reykjavíkur í gær á leið sinni frá Bandaríkjunum til Frakklands til að taka þátt í athöfn í Normandí 6. júní nk. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 566 orð | 2 myndir

Kostar skildinginn að setja málið í nefnd

Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Málið er komið í nefnd. Skipaður hefur verið starfshópur, með aðkomu allra hagsmunaaðila. Þessar setningar hljóma kunnuglega og koma gjarnan af vörum ráðherra, sem hafa í gegnum tíðina verið duglegir að skipa nefndir og starfshópa til að skoða hin margvíslegustu mál. Kostnaður við þetta hefur verið töluverður (en í seinni tíð hefur hann ekki verið tekinn saman með markvissum hætti). Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Fuglaskoðun Boðið var upp á fuglaskoðun fyrir krakka í Grasagarðinum í Laugardal um helgina. Fjöldi fólks mætti og lét rigninguna ekki aftra sér. Núna iðar dalurinn af... Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 554 orð | 2 myndir

Langt seilst í túlkunum

Stefán Gunnar Sveinsson Hjörtur J. Guðmundsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ástæðu til að þingið taki af allan vafa um stöðu aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu og hyggst leggja fram þingsályktunartillögu þess... Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 618 orð | 3 myndir

Lundar sestir upp í Hrísey

Sviðsljós Sigurður Ægisson sae@sae.is Settir hafa verið upp um 150 plastlundar á þremur stöðum á Hrísey í þeirri von að félagar þeirra, hinir lifandi, sem fljúga orðið í miklum mæli inn í Eyjafjörð til að afla sér fæðu, setjist þar að. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Lýsa yfir stuðningi við þjóðleikhússtjóra

Þjóðleikhúsráði og mennta- og menningarmálaráðuneytinu barst í byrjun mánaðarins yfirlýsing frá deildarstjórum allra deilda Þjóðleikhússins þar sem lýst var yfir stuðningi við Ara Matthíasson þjóðleikhússtjóra. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Mikil uppbygging áformuð í Skaftafelli

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur auglýst breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðs verslunar- og þjónustusvæðis um 1.500 metra sunnan við þjónustumiðstöðina í Skaftafelli. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Minni áhugi á matreiðslunemum

Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Dæmi eru um að veitingahús hafi minni áhuga á að taka við matreiðslunemum en áður og nemarnir eru færri en áður, að sögn Björns Braga Bragasonar, forseta Klúbbs matreiðslumeistara. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín

Ljóðlínur Stephans G. Stephanssonar koma í hugann þegar nýtt líf kviknar að vori og vonin með. Á þessum árstíma standa sauðfjárbændur um allt land vaktina við sauðburð, nótt sem dag, og verða oft vitni að náttúrufegurð sem aðrir sofa af sér. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 337 orð | 2 myndir

Nýbyggingin kynnt þingmönnum

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Við ákváðum að gera eitthvað sameiginlega og það mæltist mjög vel fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um Alþingisdaginn sem haldinn var sl. föstudag, en þar var fundað með bæði þingmönnum og starfsfólki þingsins og farið yfir ýmis mál sem snerta þingið sem sameiginlegan vinnustað. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Nýi bakkinn fær heitið Sundabakki

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu um að nýr hafnarbakki utan Klepps fái heitið Sundabakki, en eldri bakki með því nafni verði kallaður Vatnagarðabakki. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Óvissa um þátttöku Íslands

Eftir síðasta útspil Hatara í Eurovision, þar sem meðlimir sveitarinnar héldu á lofti fána Palestínu, er uppi óvissa um hvort Ísland fær að keppa að ári. Stjórn Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, er að skoða málið og afleiðingar þess. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Siglfirðingur varð 40 milljónum ríkari

Siglfirðingurinn Andri Hrannar Einarsson var með allar tölur réttar og vann 40 milljónir króna í lottóútdrætti í síðasta mánuði. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Skákmenn þjálfa hugann vikulega í TR

Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Atskákmót hafa verið fátíð hér á landi undanfarin ár og því fór Taflfélag Reykjavíkur að efna til vikulegra atskákmóta í húsakynnum félagsins. Mótin byrjuðu í mars sl. og hafa fengið mjög góðar viðtökur. Meira
20. maí 2019 | Erlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Stjórnarslit í Austurríki

Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Boðað hefur verið til þingkosninga í Austurríki í september næstkomandi í kjölfar þess að samstarf stjórnarflokkanna tveggja fór út um þúfur. Meira
20. maí 2019 | Erlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Svisslendingar herða byssulög

Svisslendingar kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að samþykkja nýja strangari skotvopnalöggjöf í samræmi við breyttar reglur hjá Evrópusambandinu. Um tveir þriðju kjósenda samþykktu nýju löggjöfina í atkvæðagreiðslunni. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 643 orð | 5 myndir

Uppátækið kallaði fram andúð og aðdáun

Jóhann Ólafsson Ragnhildur Þrastardóttir Hatrið sigraði ekki í Eurovision sem fór fram síðastliðið laugardagskvöld. Framlag Hollands, lagið Arcade, fór með sigur af hólmi en framlag Íslands, lagið Hatrið mun sigra, hreppti tíunda sætið. Dómnefndir evrópsku landanna voru lítt hrifnar af íslenska laginu en það fékk einungis 48 stig frá dómnefndum og komu engin þeirra stiga frá dómnefndum hinna Norðurlandaþjóðanna. Almenningur virðist þó hafa heillast af laginu enda hlaut Ísland 186 atkvæði frá almenningi. Meira
20. maí 2019 | Erlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Útgönguspár segja Modi líklegan til endurkjörs

Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Kosningum í Indlandi, stærsta lýðræðisríki heims, lauk í gær. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Vill umræðu um álit Trausta

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 781 orð | 4 myndir

Þakklátur fyrir traustið

Baksvið Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 190 orð

Þingið árétti afstöðu Íslands

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
20. maí 2019 | Innlendar fréttir | 89 orð

Þriðja orkupakkanum mótmælt á ný

Samtökin Orkan okkar hafa kallað til mótmæla gegn innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Mótmælin eiga að fara fram á Austurvelli á sama tíma og umræða um málið hefst að nýju á Alþingi kl. 16:30 í dag. Meira

Ritstjórnargreinar

20. maí 2019 | Leiðarar | 403 orð

Gríðarleg inngrip

Ríkisútvarpið veldur óviðunandi skekkju á fjölmiðlamarkaði Meira
20. maí 2019 | Leiðarar | 179 orð

Kjánaspark

Enn bætist í sarpinn sem geymir spurningafjöld um hvers vegna enn sé rekinn hér hlutdrægur ríkisfjölmiðill Meira
20. maí 2019 | Staksteinar | 225 orð | 1 mynd

Krónan er ekki ein um að sveiflast

Sigurður Már Jónsson blaðamaður vekur í pistli sínum á mbl.is athygli á viðtali Viðskiptablaðsins við David Witzer, framkvæmdastjóra Fossa markaða í London. Meira

Menning

20. maí 2019 | Hönnun | 179 orð | 5 myndir

Módernísk meistaraverk

Stjörnuarkitektinn I.M. Pei, sem lést fyrir helgi 102 ára gamall, hefur sett merkilegan svip á fjölmargar borgir og samfélög, enda einn virtasti og mikilvirkasti arkitekt seinni hluta síðustu aldar. Meira
20. maí 2019 | Myndlist | 69 orð | 1 mynd

Seldu Rotkho og kaupa ný verk

Margir velunnarar Nútímalistasafnins í San Francisco voru ósáttir við þá ákvörðun stjórnenda að selja málverk eftir Mark Rothko, einn dáðasta myndlistarmann síðustu aldar, og kaupa fyrir andvirðið samtímaverk. Meira
20. maí 2019 | Myndlist | 132 orð | 1 mynd

Susan Meiselas hreppti virt verðlaun

Bandaríski heimildaljósmyndarinn Susan Meiselas hlýtur hin virtu Deutsche Börse-verðlaun sem veitt eru árlega fyrir framúrskarandi framlag til ljósmyndunar. Meira
20. maí 2019 | Bókmenntir | 1220 orð | 1 mynd

Ætlaði að verða geim-rithöfundur

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Síðasta sumar hafði ég verið að skrifa sögur og átti sex smásögur sem mig langaði að gefa út. Ég var að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að gera það, hef náttúrlega aldrei gefið út áður, þegar mér barst til eyrna þessi samkeppni. Ég ákvað bara að slá til og senda sögurnar inn,“ segir Birnir Jón Sigurðsson, sigurvegari í rafbókasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir. Meira

Umræðan

20. maí 2019 | Aðsent efni | 467 orð | 1 mynd

Dvalar- og hjúkrunarrými fyrir aldraða

Eftir Sigurjón Arnórsson: "Ein alvarlegasta vanræksla stjórnvalda gagnvart eldri borgurum er skortur á dvalar- og hjúkrunarheimilum í landinu." Meira
20. maí 2019 | Aðsent efni | 449 orð | 1 mynd

Mannanna verk

Eftir Eyþór Arnalds: "Það sem hefur verið byggt undir hans stjórn eru fyrst og fremst dýrar íbúðir sem eru einmitt ekki á færi „venjulegs fólk“. Fólk hefur því þurft að fara annað." Meira
20. maí 2019 | Aðsent efni | 721 orð | 1 mynd

Sjálfstæðisflokkur í 90 ár

Eftir Viðar Guðjohnsen: "Orkupakkinn sem slíkur virðist vera ein stór óvissuferð með fáa kosti en marga galla." Meira
20. maí 2019 | Aðsent efni | 505 orð | 1 mynd

Sæstrengur samþykktur á Alþingi 2021?

Eftir Guðna Ágústsson: "Landsvirkjun verður að víkja af markaði eins og ríkisbankarnir um aldamótin. Rafmagnsreikningurinn hækkar, gróðurhúsin með grænmetinu góða slökkva ljósin." Meira
20. maí 2019 | Pistlar | 415 orð | 1 mynd

Takk fyrir að nota sviðsljósið

Hatari hafði orðið. Þau voru í sviðsljósinu og nýttu sér það til að koma skýrum skilaboðum á framfæri. Vissulega eru ekki allir sammála þeim og þeirra afstöðu en áfram er ég djúpt þakklát fyrir allt það sem þau hafa áorkað með sínu hugrekki. Meira
20. maí 2019 | Velvakandi | 159 orð | 1 mynd

Var allt gert vitlaust?

Stundum les maður eða heyrir í ungu fólki sem finnur flestu í atvinnulífinu allt til foráttu. Það sem þjóðin vann til framfara, eins og virkjanir, verksmiðjur og uppbygging atvinnulífs, er vegið og léttvægt fundið. Skiptir þá engu máli að t.d. Meira

Minningargreinar

20. maí 2019 | Minningargreinar | 609 orð | 1 mynd

Guðbjörg Elentínusdóttir

Guðbjörg Elentínusdóttir fæddist á Búðareyri við Reyðarfjörð 1. ágúst 1929. Hún lést 7. maí 2019 á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Foreldrar Guðbjargar voru Guðrún Guðmundsdóttir, fædd 27. september 1894, og Elentínus Jónsson, fæddur 15. apríl... Meira  Kaupa minningabók
20. maí 2019 | Minningargreinar | 153 orð | 1 mynd

Matthildur Kristensdóttir

Matthildur Kristensdóttir fæddist 4. ágúst 1943. Hún lést 27. apríl 2019. Útför Matthildar fór fram 8. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók
20. maí 2019 | Minningargreinar | 1811 orð | 1 mynd

Reimar Charlesson

Reimar Charlesson fæddist á Eskifirði 22. janúar 1935. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. maí 2019. Foreldrar Reimars voru hjónin Charles Magnússon, f. 10. ágúst 1908, d. 26. okt 1984, vegaverkstjóri og Helga Hjartardóttur, húsmóðir f. Meira  Kaupa minningabók
20. maí 2019 | Minningargreinar | 4730 orð | 1 mynd

Stefán Friðbjarnarson

Stefán Friðbjarnarson fæddist á Siglufirði 16. júlí 1928. Hann lést á líknardeild Landspítalans 2. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók
20. maí 2019 | Minningargreinar | 2497 orð | 1 mynd

Svanur Elísson

Svanur Elísson fæddist í Reykjavík 18. janúar 1955. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 3. maí 2019. Foreldrar hans voru Kristrún Guðnadóttir, f. 10.2. 1927, d. 4.4. 2009, og Elís Bjarnason skipstjóri, f. 23.7. 1926, d. 9.9. 1983. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

20. maí 2019 | Viðskiptafréttir | 491 orð | 3 myndir

Ósamhverf verðaðlögun að aukast á bensínmarkaði

Baksvið Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hópur viðskiptafræðinema við Háskólann á Bifröst lauk nýlega við óvenju metnaðarfullt misserisverkefni, og hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir. Meira
20. maí 2019 | Viðskiptafréttir | 102 orð | 1 mynd

Sádar vilja draga úr olíuforðanum

Khalid al-Falih, orkumálaráðherra Sádi-Arabíu, kvaðst á sunnudag vera hlynntur því að draga jafnt og þétt úr olíubirgðum enda framboð á olíu gott um þessar mundir. Meira
20. maí 2019 | Viðskiptafréttir | 206 orð | 1 mynd

Vilja áfram hafa þægilega skatta

Í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag samþykktu svissneskir kjósendur með 66,4% atkvæða að gera breytingar á skattalögum sem eiga að tryggja að alþjóðleg fyrirtæki njóti áfram hagfellds skattaumhverfis í landinu. Meira

Fastir þættir

20. maí 2019 | Fastir þættir | 159 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Rd5...

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Rd5 Rxd5 8. exd5 Rb8 9. c4 Be7 10. Be2 a6 11. Rc3 0-0 12. 0-0 Rd7 13. Be3 f5 14. f3 Bg5 15. Bf2 Df6 16. b4 Bf4 17. g3 e4 18. gxf4 Dxc3 19. Hb1 exf3 20. Bd3 a5 21. Hb3 Df6 22. Meira
20. maí 2019 | Í dag | 119 orð | 2 myndir

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
20. maí 2019 | Í dag | 83 orð | 1 mynd

Á toppnum í 10 vikur

Fyrir tólf árum komst smellurinn „Umbrella“ á toppinn í Bretlandi. Þar sat lagið samfleytt í 10 vikur en slíkum árangri hafði lag ekki náð síðan árið 1994 þegar „Love is all around“ með Wet wet wet gerði slíkt hið sama. Meira
20. maí 2019 | Í dag | 285 orð

Fuglalimrur og kolefnisjöfnun

Hér koma fyrst þrjár fuglalimrur eftir Pál Jónasson í Hlíð. Fyrst er „Steinklappan“: Klappstýru þessa ég þekki (þó að hún klappi mér ekki) Á kvöldin í leyni klappar hún Steini, ég fæ ekki „kökk heldur kekki“. Meira
20. maí 2019 | Í dag | 58 orð

Málið

Að hafa ekkert upp á e-n að klaga merkir að hafa ekkert undan e-m að kvarta . Og „það er ekkert undan honum að klaga“ merkir: „það er ekkert undan honum að kvarta“. Meira
20. maí 2019 | Árnað heilla | 749 orð | 3 myndir

Rannsakar eigið minni og annarra

Pétur Jónasson fæddist 20. maí 1959 í Reykjavík en ólst upp í Bandaríkjunum frá fjögurra mánaða aldri til sex ára, nánar tiltekið Minneapolis, Worcester og Boston. Fjölskyldan bjó síðan í Reykjavík en flutti svo í Garðabæ. Meira
20. maí 2019 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Sandgerði Óskírð Elísdóttir fæddist 31. mars 2019 kl. 23.31. Hún vó...

Sandgerði Óskírð Elísdóttir fæddist 31. mars 2019 kl. 23.31. Hún vó 2.835 g og var 47 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigrún Svava Thoroddsen og Elís Gunnþórsson... Meira
20. maí 2019 | Árnað heilla | 84 orð | 1 mynd

Selma Rut Þorsteinsdóttir

40 ára Selma er Reykvíkingur og ólst upp í Árbæjarhverfinu. Hún er með BA-gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og er hönnunarstjóri (CD) hjá Pipar/TBWA og einn af eigendum fyrirtækisins og situr í stjórn þess. Maki : Árni Davíð Skúlason, f. Meira
20. maí 2019 | Fastir þættir | 171 orð

Smolen. N-Allir Norður &spade;Á62 &heart;G6 ⋄ÁK762 &klubs;Á76...

Smolen. N-Allir Norður &spade;Á62 &heart;G6 ⋄ÁK762 &klubs;Á76 Vestur Austur &spade;10 &spade;9873 &heart;ÁD93 &heart;K102 ⋄G85 ⋄D1043 &klubs;D10932 &klubs;G8 Suður &spade;KDG54 &heart;8754 ⋄9 &klubs;K54 Suður spilar 4&spade;. Meira
20. maí 2019 | Árnað heilla | 78 orð | 1 mynd

Sævar Birgisson

50 ára Sævar ólst upp í Efra-Breiðholt en býr í Kópavogi. Hann er sjálfvirkniverkfræðingur að mennt frá Háskólanum í Skövde og Háskólanum í Loughborough og MBA frá HR. Hann er verkefnastjóri hjá Isavia í þróunar- og rannsóknadeild. Meira

Íþróttir

20. maí 2019 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

1. deild kvenna Fjölnir – ÍA 1:3 Haukar – Þróttur R 1:2 ÍR...

1. deild kvenna Fjölnir – ÍA 1:3 Haukar – Þróttur R 1:2 ÍR – Augnablik 0:2 Grindavík – Afturelding 2:1 Tindastóll – FH 4:6 Staðan: Þróttur R. Meira
20. maí 2019 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

20. titill Alfreðs með Kiel

„Alfreð, Alfreð, Alfreð“ sungu stuðningsmenn Kiel eftir sigur liðsins gegn Füchse Berlín 26:22 í úrslitaleik EHF-keppninnar í handknattleik sem fram fór í Sparkassen-höllinni í Kiel á laugardagskvöldið. Þetta var 20. Meira
20. maí 2019 | Íþróttir | 190 orð | 3 myndir

* Daníel Þór Ingason , landsliðsmaður úr Haukum, hefur gert þriggja ára...

* Daníel Þór Ingason , landsliðsmaður úr Haukum, hefur gert þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg og verður þar með liðsfélagi Rúnars Kárasonar hjá félaginu. Meira
20. maí 2019 | Íþróttir | 289 orð | 1 mynd

England Úrslitaleikur bikarkeppninnar: Manchester City – Watford...

England Úrslitaleikur bikarkeppninnar: Manchester City – Watford 6:0 Meistaradeild kvenna Úrslitaleikur í Búdapest: Lyon – Barcelona 4:1 Werder Bremen – RB Leipzig 2:1 • Aron Jóhannsson kom inná á 87. Meira
20. maí 2019 | Íþróttir | 181 orð | 1 mynd

Fyrsti titill Nadals á árinu

Spánverjinn Rafael Nadal fagnaði sigri í gær á sínu fyrsta tennismóti á þessu ári þegar hann bar sigurorð af Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleik á opna ítalska meistaramótinu. Meira
20. maí 2019 | Íþróttir | 986 orð | 9 myndir

ÍA lagði kjarklausa Blika

Fótboltinn Bjarni Helgason Sindri Sverrisson Þórður Yngvi Sigursveinsson Nýliðar ÍA sitja einir á toppnum í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, eftir 1:0-sigur gegn Breiðabliki í toppslag 5. Meira
20. maí 2019 | Íþróttir | 20 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Meistaravellir: KR...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Meistaravellir: KR – HK 19.15 Mustad-völlur: Grindavík – Fylkir 19.15 Kaplakriki: FH – Valur 19. Meira
20. maí 2019 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

Lyon Evrópumeistari fjórða árið í röð

Franska liðið Lyon varð Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu fjórða árið í röð og í sjötta skipti í sögu félagsins þegar liðið lagði Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 4:1 en leikurinn fór fram í Búdapest í Ungverjalandi. Meira
20. maí 2019 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd

Messi kominn með 50 mörk

Lionel Messi skoraði sitt 50. mark á tímabilinu þegar Barcelona gerði 2:2-jafntefli á útivelli gegn Eibar í lokaumferð spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í gær. Meira
20. maí 2019 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

Olísdeild karla Þriðji úrslitaleikur: Haukar – Selfoss 30:32...

Olísdeild karla Þriðji úrslitaleikur: Haukar – Selfoss 30:32 *Selfoss er 2:1 yfir. EHF-bikar karla Úrslitaleikur í Kiel: Kiel – Füchse Berlín 26:22 • Alfreð Gíslason þjálfar Kiel en Gísli Þ. Kristjánsson er frá keppni vegna meiðsla. Meira
20. maí 2019 | Íþróttir | 174 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild karla ÍBV – Víkingur R 1:1 Stjarnan – KA 0:2...

Pepsi Max-deild karla ÍBV – Víkingur R 1:1 Stjarnan – KA 0:2 Breiðablik – ÍA 0:1 Staðan: ÍA 541010:413 Breiðablik 53118:410 Stjarnan 52217:78 FH 42116:57 KA 52036:76 Fylkir 41216:45 KR 41216:45 Grindavík 41215:65 Valur 41125:64 HK... Meira
20. maí 2019 | Íþróttir | 521 orð | 4 myndir

Sá fyrsti í augsýn hjá mögnuðum Selfyssingum

Á Ásvöllum Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Fyrsti Íslandsmeistaratitill Selfoss í handbolta er í augsýn eftir 32:30-útisigur á Haukum í framlengdum þriðja leik liðanna í úrslitum Íslandsmóts karla í gærkvöldi. Meira
20. maí 2019 | Íþróttir | 107 orð | 1 mynd

Sjöunda árið í röð hjá Bayern

Bayern München tryggði sér sjöunda Þýskalandsmeistaratitilinn í fótbolta í röð á laugardaginn var. Liðið burstaði Eintracht Frankfurt á heimavelli í lokaumferð þýsku Bundesligunnar, 5:1. Meira
20. maí 2019 | Íþróttir | 195 orð | 1 mynd

Þrennan fullkomnuð

Manchester City varð á laugardag fyrsta liðið til að vinna ensku úrvalsdeildina, enska deildabikarinn og enska bikarinn á sama tímabili. City vann afar sannfærandi 6:0-sigur á Watford í úrslitaleik enska bikarsins á Wembley. Meira
20. maí 2019 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Þýskaland Átta liða úrslit, fyrsti leikur: Alba Berlín – Ulm...

Þýskaland Átta liða úrslit, fyrsti leikur: Alba Berlín – Ulm 107:78 • Martin Hermannsson skoraði 14 stig, tók 1 frákast og gaf 4 stoðsendingar fyrir Alba. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.