Greinar föstudaginn 24. maí 2019

Fréttir

24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 81 orð

Ákærður fyrir fjárdrátt og svik

Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 549 orð | 4 myndir

Borgin horfir til Hvassahrauns

Baksvið Baldur Arnarson baldur@mbl.is Fluglest er einn af þeim kostum sem vert er að skoða til að efla almenningssamgöngur frá Keflavíkurflugvelli og draga um leið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, en hann gerði hátt hlutfall ferða með bílaleigubílum frá flugvellinum, alls 55%, að umtalsefni á ráðstefnu um skipulagsmál í Ósló. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Eggert

Sumarið er tíminn Það hefur verið rjómablíða í höfuðborginni undanfarna daga og þessar ungu stúlkur létu ekki bjóða sér tvisvar að fá að spóka sig á ylströndinni í... Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 102 orð

Fjórir í gæslu vegna stórs fíkniefnamáls

Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Það á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Fleiri fara um Víkurskarð en áætlað var

Tæplega níu af hverjum tíu bílum fóru um Vaðlaheiðargöng í vetur, eftir opnun þeirra, og rúmlega einn af hverju tíu fór um Víkurskarð. Þetta breyttist þegar leið á veturinn. Hlutfall þeirra sem fóru um Víkurskarð hækkaði á kostnað ganganna. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 417 orð | 3 myndir

Formaður bæjarráðs á móti borgarlínu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég vil draga strik í sandinn. Það hefur verið fjallað um þetta mál og því mjakað áfram hægt og rólega. Það var skýrt í síðustu kosningum að við ætluðum ekki að taka þátt í þessu verkefni nema allt væri uppi á borðinu. Því miður er enn ekki allt komið upp á borðið,“ segir Magnús Örn Guðmundsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi og formaður bæjarráðs. Hann lét bóka andstöðu sína gegn undirritun samninga um borgarlínu sem kynntir voru á fundi bæjarráðs í gærmorgun. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Gengið frá við Vaðlaheiðargöng

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Framkvæmdir við lokafrágang og snyrtingu utan Vaðlaheiðarganga eru hafnar. Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri sagði stefnt að því að ljúka því verkefni í sumar. Síðan yrði farið í að fjarlægja vinnubúðir og tækjabúnað. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Göngufólk sækir hátíð í veðurblíðu á Úlfarsfelli

Fjöldi göngufólks tók þátt í hátíðinni Úlfarsfell 1000 sem Ferðafélag Íslands stóð fyrir á fjallinu í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði samkomuna og tónlistarfólk skemmti fólki með söng og hljóðfæraleik. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 638 orð | 2 myndir

Heilbrigðisþjónustan verður aldrei rekin sem átaksverkefni

Sviðsljós Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Til að stytta bið og fækka á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum dugar ekki að fjölga slíkum aðgerðum. Þörf er á samstilltu átaki heilbrigðisyfirvalda, Embættis landlæknis og heilsugæslunnar. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Hvassahraun besti kostur

Baldur Arnarson baldur@mbl.is Hvassahraun er ekki eini raunhæfi kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll, að sögn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Athuganir hingað til bendi hins vegar til þess að það sé besti kosturinn. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Icelandair fellir niður fleiri flug

Flugfélagið Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína fyrir seinni hluta sumarsins vegna þess að útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla félagsins muni vara lengur en áður var áætlað. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Íslandsvinur verðlaunaður á Spáni

Bandaríski rithöfundurinn Siri Hustvedt hlaut hin virtu bókmenntaverðlaun Asturias á Spáni á dögunum fyrir höfundarverk sitt. Hún hefur gefið út sex skáldsögur, ljóðabók og greinasöfn. Meira
24. maí 2019 | Erlendar fréttir | 754 orð | 2 myndir

Jók fylgið með þjóðernisáherslum

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Úrslit þingkosninganna á Indlandi – fjölmennustu kosninga í sögu lýðræðisins í heiminum – eru mikill sigur fyrir Narendra Modi forsætisráðherra og þjóðernisflokk hindúa, BJP. Forsætisráðherrann og flokkur hans lögðu áherslu á þjóðernishyggju í kosningabaráttunni og töluðu minna um efnahagsumbætur en í kosningunum fyrir fimm árum þegar Modi komst til valda. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Kringlan án plastpoka á næsta ári

Verslunarmiðstöðin Kringlan stefnir að því að verða plastpokalaus á næsta ári, strax frá 1. janúar nk. Verður verslunum Kringlunnar þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 160 orð

Landlæknir vill skoða útvistun aðgerða

Átak til að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerðum á hnjám og mjöðmum bar ekki tilætlaðan árangur m.a. vegna þess að sífellt yngra fólk fer í slíkar aðgerðir og offita fer vaxandi. Meira
24. maí 2019 | Erlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Löng biðröð á Everest

Löng biðröð myndaðist við tind Everestfjalls í gær eftir að skýrt var frá því að tveir fjallgöngumenn hefðu látið lífið á fjallinu. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 511 orð | 1 mynd

Martha í 7. sinn á Smáþjóðaleika

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Martha Ernstsdóttir, einn fremsti hlaupari landsins um árabil, er í hópi þjálfara frjálsíþróttafólksins sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní næstkomandi. Dagbjartur Daði Jónsson, sonur hennar, keppir í spjótkasti á leikunum, en eiginmaður hennar og annar sonur þeirra hafa líka verið með á Smáþjóðaleikum. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 655 orð | 3 myndir

Málþóf eitt einkenna íslenska þjóðþingsins

Sviðsljós Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að málþóf getur skilað árangri, sérstaklega undir þinglok þegar mjög liggur á að ljúka þingstörfum. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 232 orð

Óljóst um arftaka Álfsness

Snorri Másson snorrim@mbl. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Sami kostnaður hér og erlendis

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Sá kostnaður sem ríkið greiðir vegna skurðaðgerða á brjóstum kvenna, sem greinst hafa með krabbamein, er sá sami hvort sem aðgerðin er gerð á Landspítala eða erlendis. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 700 orð | 4 myndir

Selfyssingar stoltir af strákunum

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Eins og frægt er nú þegar orðið hampaði meistaraflokkur karla í handknattleiksliði Ungmennafélags Selfoss, UMF Selfoss, Íslandsmeistaratitlinum síðastliðið miðvikudagskvöld. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Sigldi í einum rykk til Patreksfjarðar

Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Leið hans lá nokkuð langt norður fyrir landið og síðan suður með Vestfjörðum. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Sigurboginn hættir

Verslunin Sigurboginn á horni Laugavegar og Barónsstígs heyrir senn sögunni til, en eftir er að taka ákvörðun um framtíð netverslunar fyrirtækisins. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 72 orð

Tap Eimskips 347 milljónir króna

Eimskipafélagið tapaði jafnvirði 347 milljóna króna á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 219 milljóna tap á sama fjórðungi í fyrra. Meira
24. maí 2019 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Varar við afnámi frystiskyldu

Agnes Bragadóttir agnes@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

24. maí 2019 | Leiðarar | 246 orð

„Ættaróðalið“ tapast

Modi styrkir stöðu sína í kosningunum á Indlandi Meira
24. maí 2019 | Staksteinar | 196 orð | 1 mynd

Kerfi sem framleiðir sóun

Örn Arnarson, sérfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, skrifar baksíðupistil á Viðskiptablaðið þar sem hann skopast að Samkeppniseftirlitinu fyrir undarlegan úrskurð um búðakaup suður með sjó. Meira
24. maí 2019 | Leiðarar | 354 orð

Lengi beðið úrslita

Talið er víst að ESB-kosningarnar muni setja punktinn aftan við dapurlegan forsætisráðherraferil Theresu May Meira

Menning

24. maí 2019 | Fjölmiðlar | 200 orð | 1 mynd

Af ömurlegum endalokum

Flestir sem komist hafa í kynni við hina mögnuðu þætti Breaking Bad vita að þættirnir eru þeir bestu sem gerðir hafa verið. Margir hafa gefist upp eftir hæga byrjun en þeir sem þrauka nýta hvert tækifæri til að bera út fagnaðarerindið. Meira
24. maí 2019 | Dans | 148 orð | 1 mynd

Frumsýna Aiõn í Gautaborg í kvöld

Íslenski dansflokkurinn heimsfrumsýnir dans- og tónverkið Aiõn eftir Ernu Ómarsdóttur danshöfund og Önnu Þorvaldsdóttur tónskáld á Point-tónlistarhátíðinni í Gautaborg í kvöld við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Gautaborgar. Meira
24. maí 2019 | Menningarlíf | 523 orð | 2 myndir

Hafa skal það sem svalara reynist

Leikstjóri: Chad Stahelski. Handrit: Derek Kolstad, Shay Hatten, Chris Collins og Marc Abrams. Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Halle Berry, Laurence Fishburne, Mark Dacascos, Asia Kate Dillon, Lance Reddick, Anjelica Huston og Ian McShane. Bandaríkin 2019, 131 mínúta. Meira
24. maí 2019 | Tónlist | 58 orð | 1 mynd

Hatari kemur fram í Edinborgarhúsinu

Fjöllistahópurinn Hatari mun troða upp í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun, laugardag, en hópurinn hefur ákveðið að flakka landshorna á milli eftir að hafa landað tíunda sæti í Eurovision. Meira
24. maí 2019 | Tónlist | 67 orð | 1 mynd

Ítalskt barokk leikið í Skálholtskirkju

Vorinu verður fagnað með tónleikum í Skálholtskirkju á morgun kl. 15. Þar verður flutt ítölsk barokktónlist en flytjendur eru Hólmfríður Jóhannesdóttir mezzósópran, Victoria Tarevskaia sellóleikari og Julian Hewlett, orgel- og píanóleikari. Meira
24. maí 2019 | Tónlist | 69 orð | 1 mynd

Mezzoforte leikur á Græna hattinum

Eftir óteljandi tónleikaferðir um heiminn síðastliðin ár mun hljómsveitin Mezzoforte snúa aftur á Græna hattinn á Akureyri og halda þar tónleika í kvöld kl. 22. Hljómsveitin mun þar flytja öll sín þekktustu lög. Meira
24. maí 2019 | Tónlist | 166 orð | 1 mynd

Siri Hustvedt hlaut hin spænsku bókmenntaverðlaun Asturias

Bandaríski rithöfundurinn Siri Hustvedt hlaut á miðvikudaginn hin virtu bókmenntaverðlaun Spánverja kennd við prinsessuna af Asturias fyrir höfundarverk sitt. Dómnefnd segir verk Hustvedt með þeim allra metnaðarfyllstu í heimi bókmenntanna í dag. Meira
24. maí 2019 | Tónlist | 95 orð | 1 mynd

Tvær Radiohead-rokkmessur

Radiohead-rokkmessur verða haldnar í kvöld og annað kvöld, sú fyrri á Hard Rock Cafe í Reykjavík kl. 22 og sú seinni á Græna hattinum á Akureyri, einnig kl. 22. Meira
24. maí 2019 | Myndlist | 877 orð | 1 mynd

Þetta er enn ein varðan á leiðinni

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það er mjög gott að setja upp svona yfirlitssýningu. Meira

Umræðan

24. maí 2019 | Aðsent efni | 1086 orð | 3 myndir

Ávinningur aðildar að Evrópsku efnahagssvæði

Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Verkaskipting í stað sjálfsþurftarbúskapar hefur skapað þau lífskjör sem við búum við í dag. Verkaskiptingin er grundvöllur auðhyggjunnar." Meira
24. maí 2019 | Aðsent efni | 735 orð | 1 mynd

Raforkumarkaður og framleiðandi til þrautavara

Eftir Skúla Jóhannsson: "Nauðsynlegt er sem allra fyrst að koma á fót raforkumarkaði í samræmi við þriðja orkupakkann." Meira
24. maí 2019 | Pistlar | 414 orð | 1 mynd

Stóraukin aðsókn í kennaranám

Nú berast þær góðu fréttir að umsóknum fjölgi mjög um kennaranám í háskólum hér á landi. Meira

Minningargreinar

24. maí 2019 | Minningargreinar | 1394 orð | 1 mynd

Grétar Þór Friðriksson

Grétar Þór Friðriksson fæddist á Sauðárkróki 16. júní 1959. Hann lést 12. maí 2019. Foreldrar hans eru Guðrún Þórðardóttir, f. 21. maí 1939, og Friðrik Valgeir Antonsson, f. 31. janúar 1933, d. 17. júlí 2017. Grétar Þór var elstur fimm systkina. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2019 | Minningargreinar | 1093 orð | 1 mynd

Hafþór Þórarinsson

Hafþór Þórarinsson fæddist 20. apríl 1976 á Akureyri. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 10. maí 2019. Foreldrar hans eru Sigurbjörg Jónsdóttir, skrifstofumaður og sjúkraliði, f. 7.8. 1956, og Þórarinn Stefánsson stýrimaður, f. 11.10. 1945, d. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2019 | Minningargreinar | 608 orð | 1 mynd

Helga Sæþórsdóttir

Helga Sæþórsdóttir fæddist 21. apríl 1931 á Kraunastöðum í Aðaldal. Hún lést 15. maí 2019 á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Foreldrar hennar voru Sæþór Kristjánsson og Ragna Gísladóttir. Systkini Helgu eru Kristján, f. 1929, d. 2011, Gunnsteinn, f. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2019 | Minningargreinar | 899 orð | 1 mynd

Hilmar E. Guðjónsson

Hilmar E. Guðjónsson fæddist í Skarðshlíð, A-Eyjafjöllum, 15. nóvember 1938. Hann lést á dvalarheimilinu Eir 15. maí 2019. Foreldrar hans voru Jón Hjörleifsson, bóndi og oddviti í Skarðshlíð, og kona hans Guðrún Sveinsdóttir frá Selkoti. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2019 | Minningargreinar | 833 orð | 1 mynd

Ingibjörg Steinunn Kristjánsdóttir

Ingibjörg Steinunn Kristjánsdóttir fæddist 5. mars 1925 í Borgarnesi. Hún lést 16. maí 2019 á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Kristján Magnússon, f. 25. ágúst 1895 að Breiðabólsstað á Skógarströnd, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2019 | Minningargreinar | 1096 orð | 1 mynd

Petrea Guðmundsdóttir

Petrea Guðmundsdóttir fæddist á Sigurðsstöðum, Kirkjubraut 53 á Akranesi, 24. nóvember 1921, og bjó þar til 30. apríl 2017. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi 7. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2019 | Minningargreinar | 1416 orð | 1 mynd

Sigurlaug R. Líndal Karlsdóttir

Sigurlaug R. Líndal Karlsdóttir fæddist í Reykjavík 26. september 1932. Hún lést á Landspítalanum 15. maí 2019. Foreldrar hennar voru Karl Gíslason, f. 1897, d. 1975, og Guðríður Lilja Sumarrós Kristjánsdóttir, f. 1903, d. 1952. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. maí 2019 | Viðskiptafréttir | 444 orð | 2 myndir

Annað besta ár í sögunni

Baksvið Þóroddur Bjarnson tobj@mbl.is Síðasta ár var annað besta ár frá upphafi í rekstri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sé horft til veltufjár frá rekstri, sem var 1,5 milljarðar króna árið 2018, 88% meira en 2017. Meira
24. maí 2019 | Viðskiptafréttir | 49 orð

Ein viðskipti drógu Heimavelli niður um 8%

Aðeins ein viðskipti áttu sér stað með bréf leigufélagsins Heimavalla í Kauphöll Íslands í gær. Námu viðskiptin ríflega fimm milljónum króna og dró það gengi félagsins niður um tæp 8%. Er markaðsvirði félagsins nú 13,2 milljarðar króna. Meira

Fastir þættir

24. maí 2019 | Fastir þættir | 162 orð | 1 mynd

1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. 0-0 c5 5. c4 dxc4 6. Ra3 Rc6 7. Rxc4...

1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. 0-0 c5 5. c4 dxc4 6. Ra3 Rc6 7. Rxc4 Be7 8. b3 0-0 9. Bb2 Dc7 10. d4 Hd8 11. Hc1 b5 12. Rcd2 Bb7 13. Dc2 Rd7 14. Re4 Rb4 15. Db1 Bxe4 16. Dxe4 Rxa2 17. Ha1 Rb4 18. dxc5 Rd5 19. b4 a5 20. Rd4 R7f6 21. Rxe6 fxe6 22. Meira
24. maí 2019 | Í dag | 137 orð | 1 mynd

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
24. maí 2019 | Í dag | 82 orð | 1 mynd

Á toppnum 1997

Á þessum degi árið 1997 fór lagið „MMMBop“ með Hanson bræðrum í toppsæti bandaríska smáskífulistans. Lagið vakti gríðarlega lukku og landaði toppsætinu í 27 löndum, meðal annars Bretlandi, Þýskalandi og Ástralíu. Meira
24. maí 2019 | Árnað heilla | 60 orð | 1 mynd

Bjarney Anna Sigfúsdóttir

40 ára Bjarney er Grímseyingur en býr á Dalvík. Hún er þroskaþjálfi á leikskólanum Krílakoti. Maki : Gunnar Reimarsson, f. 1975, sjómaður á Björgúlfi. Börn : Tvíburarnir Heiðar Andri Gunnarsson og Hilmar Örn Gunnarsson, f. Meira
24. maí 2019 | Fastir þættir | 172 orð

Fleisher á HM. N-Enginn Norður &spade;Á42 &heart;Á73 ⋄D93...

Fleisher á HM. N-Enginn Norður &spade;Á42 &heart;Á73 ⋄D93 &klubs;D986 Vestur Austur &spade;KG963 &spade;D875 &heart;D4 &heart;K9 ⋄ÁG54 ⋄1072 &klubs;K7 &klubs;10532 Suður &spade;10 &heart;G108652 ⋄K86 &klubs;ÁG4 Suður spilar 4&heart;. Meira
24. maí 2019 | Í dag | 272 orð

Frá Burtistan til sauðburðar

Hjálmar Jónsson sendi mér þennan póst: „Fremsti kappakstursmaður heims lést nú í vikunni. Hann hafði lifað af ótrúlegt slys í kappakstri og hélt áfram að vinna titla.“ Eftir honum allir sjá, eldraun þold' og skelli. Meira
24. maí 2019 | Árnað heilla | 64 orð | 1 mynd

Inga Eiríksdóttir

50 ára Inga er Akureyringur en býr í Ólafsfirði. Hún er fjármálastjóri og kennari í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Maki : Rúnar Kristinsson, f. 1968, sjómaður á Sólberginu. Börn : Kristinn Örn Barkarson, f. 1986, og Brynjar Bjarkason, f. 1993. Meira
24. maí 2019 | Í dag | 52 orð

Málið

Maður sagði málfarir sínar ekki sléttar. Hafði notað orðasambandið harla gott og verið vændur um bull. Hafði svo komið til snarprar deilu, þótt hvorugur snýtti rauðu. En harla merkir mjög , afar , er bráðskylt harður enda líka ritað harðla . Meira
24. maí 2019 | Árnað heilla | 705 orð | 3 myndir

Söngunnandi og golfáhugamaður

Sólveig Jónsdóttir fæddist 24. maí 1949 á Hringbraut 101 í Reykjavík. Þar bjó hún til sjö ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan í Hlunnavog þar sem hún átti heima þar til hún giftist 1971. Meira

Íþróttir

24. maí 2019 | Íþróttir | 234 orð | 1 mynd

Alltaf er það ánægjulegt þegar nýtt félag kemur fram á sjónarsviðið og...

Alltaf er það ánægjulegt þegar nýtt félag kemur fram á sjónarsviðið og bætist í hóp þeirra sem fá að upplifa þá gleði og stemningu sem fylgir því að vinna Íslandsmeistaratitil. Meira
24. maí 2019 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

Argentína 16-liða úrslit, fjórði leikur: San Martin – Regatas...

Argentína 16-liða úrslit, fjórði leikur: San Martin – Regatas (2frl.) 124:128 • Ægir Þór Steinarsson skoraði 5 stig fyrir Regatas, tók 4 fráköst og átti eina stoðsendingu en hann lék í 22 mínútur. *Regatas vann einvígið... Meira
24. maí 2019 | Íþróttir | 186 orð | 1 mynd

Ágætur hringur Ólafíu í Virginíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í baráttu um að komast í gegnum niðurskurðinn á Pure Silk mótinu í Virginíu. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni þar sem Ólafía var áður með fullan keppnisrétt. Ólafía lauk leik seint í gærkvöldi og var á 72 höggum. Meira
24. maí 2019 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Erfið staða hjá Pick Szeged

Stefán Rafn Sigurmannsson og samherjar í Pick Szeged eru í erfiðri stöðu í úrslitarimmunni um ungverska meistaratitilinn í handknattleik og það fremur óvænt eftir gott gengi í vetur. Liðið fékk skell gegn Veszprém í fyrri úrslitaleiknum í gær. Meira
24. maí 2019 | Íþróttir | 754 orð | 4 myndir

Geta gleymt titilbaráttu

4. umferð Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ef einhver ein niðurstaða liggur fyrir að lokinni fjórðu umferð í úrvalsdeild kvenna í fótbolta sem fram fór í vikunni, þá er hún sú að Þór/KA verður ekki með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Meira
24. maí 2019 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

Inkasso-deild karla Njarðvík – Keflavík 0:0 Haukar – Þróttur...

Inkasso-deild karla Njarðvík – Keflavík 0:0 Haukar – Þróttur R 2:4 Sean De Silva 2., 20., – Jasper Van Der Hayden 25., 61., Ágúst Leó Björnsson 18., Lárus Björnsson 21. Afturelding – Fjölnir 1:3 Róbert Orri Þorkelsson 13. Meira
24. maí 2019 | Íþróttir | 251 orð | 1 mynd

Keflavík taplaus á toppnum

Keflvíkingar eru taplausir eftir fjóra leiki í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni. Í gærkvöld fór fram grannaslagur í bítlabænum á milli Njarðvíkinga og Keflvíkinga. Meira
24. maí 2019 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 1. deild karla, Inkasso-deildin: Ólafsvíkurv.: Víkingur Ó...

KNATTSPYRNA 1. deild karla, Inkasso-deildin: Ólafsvíkurv.: Víkingur Ó. – Þór 19.15 Vivaldi-völlur: Grótta – Leiknir R 19.15 2. deild karla: Sauðárkr.: Tindastóll – Dalvík/Rey 19.15 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Kópavogsv. Meira
24. maí 2019 | Íþróttir | 194 orð | 3 myndir

*Portúgalska handknattleikskonan Maria Ines Pereira er farin frá Haukum...

*Portúgalska handknattleikskonan Maria Ines Pereira er farin frá Haukum eftir að hafa spilað með liðinu í fjögur ár. Hún er búin að semja við Bad Wildungen sem leikur í efstu deild Þýskalands. Meira
24. maí 2019 | Íþróttir | 50 orð

Samúel Kári skoraði tvívegis

Samúel Kári Friðjónsson skoraði tvívegis fyrir Viking frá Stavangri í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær. Viking heimsótti Hinna og sigraði 4:1 en leikurinn var í 2. umferð keppninnar. Viking er því komið áfram í 3. umferð en Hinna er úr leik. Meira
24. maí 2019 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Stórveldi fær þunga refsingu

Gríska úrvalsdeildin í körfubolta hefur ákveðið að senda lið Olympiacos niður um deild vegna mótmælaaðgerða félagsins en forráðamenn Olympiacos neita að láta lið sitt spila við Panathinaikos nema erlendir dómarar dæmi. Meira
24. maí 2019 | Íþróttir | 543 orð | 1 mynd

Uppskorið eins og til var sáð

Selfoss Ívar Benediktsson iben@mbl.is Árangur nýkrýndra Íslandsmeistara Selfoss í handknattleik karla er hvorki tilviljun né keyptur með fjölda aðkomumanna. Árangurinn er afrakstur af markvissu starfi innan handknattleiksdeildar félagsins um árabil. Meira
24. maí 2019 | Íþróttir | 852 orð | 3 myndir

Við lékum bara eins og kóngar

Selfoss Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Það var líf og fjör við hótelið á Selfossi í gærkvöld þar sem margt fólk kom saman og Ingó veðurguð hélt uppi fjörinu auk þess sem boðið var upp á karókí þar sem ég söng dúett með Alexander Már Egan í laginu „Hlið við hlið“ með Frikka Dór,“ sagði Sverrir Pálsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í handknattleik karla með félögum sínum í Selfoss-liðinu, þegar Morgunblaðið tók púlsinn á varnarjaxlinum sem fór á kostum í hjarta Selfossvarnarinnar í úrslitarimmunni við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Meira
24. maí 2019 | Íþróttir | 98 orð | 1 mynd

Þýskaland RN Löwen – Göppingen 33:27 • Guðjón Valur...

Þýskaland RN Löwen – Göppingen 33:27 • Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Löwen en Alexander Petersson er frá keppni vegna meiðsla. Leipzig – Erlangen 26:25 • Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen. Meira

Ýmis aukablöð

24. maí 2019 | Blaðaukar | 220 orð | 5 myndir

72 tíma afstressun í glerhúsi

Langar þig að afstressa þig í Svíþjóð og koma endurnærð/ur til baka? Hvernig myndi þér lítast á að njóta 72 tíma í glerhúsi í Svíþjóð? Marta María | mm@mbl.is Meira
24. maí 2019 | Blaðaukar | 888 orð | 6 myndir

„Ég er og vil vera frjáls“

Þjóðin þekkir Jón Axel Ólafsson, útvarpsstjörnu á K100, en það vita kannski ekki allir að hann er handlagnari en gengur og gerist og er nú kominn með sína eigin húsgagnalínu. Með því að smíða öðlast hann hugarró og frelsi. Meira
24. maí 2019 | Blaðaukar | 566 orð | 6 myndir

„Gróðurinn dregur mann til sín“

Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
24. maí 2019 | Blaðaukar | 985 orð | 2 myndir

„Plönturnar urðu fljótlega eins og börnin mín“

Sóley Kristjánsdóttir, plötusnúður, fyrirsæta, vörumerkjastýra og baráttukona í Krafti, er garðálfur af guðs náð og elskar allt sem er grænt og grær. Margrét Hugrún Gústavsdóttir margret.hugrun@gmail.com Meira
24. maí 2019 | Blaðaukar | 790 orð | 6 myndir

Blómapottar geta létt lífið

Mörgum þykir þægilegra að vinna með plöntur í blómapottum frekar en í beðum, en Margrét Ása í Blómavali segir áríðandi að ganga þá rétt frá pottunum. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
24. maí 2019 | Blaðaukar | 461 orð | 4 myndir

Blómstrandi plöntur hafa sjaldan verið vinsælli

Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum. Marta María | mm@mbl.is Meira
24. maí 2019 | Blaðaukar | 769 orð | 4 myndir

Ekkert grín að fella tré

Fólk ætti alls ekki að ráðast til atlögu við tré án þess að ráðfæra sig fyrst við fagmann. Hjörleifur Björnsson segir að það að fella voldugt tré á öruggan hátt geti verið ákaflega vandasöm aðgerð. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
24. maí 2019 | Blaðaukar | 752 orð | 6 myndir

Fjölbreytnin ræður ríkjum

Hvort sem gamaldags og rómantískar eða stílhreinar og nútímalegar hellur verða fyrir valinu þarf að vanda til verka þegar hellurnar eru lagðar og hafa undirlagið eins og það á að vera. Ásbjörn Ingi Jóhansson er á heimavelli þegar kemur að hellulögn. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
24. maí 2019 | Blaðaukar | 626 orð | 6 myndir

Fólk vill grill sem endist

Vönduð þjónusta og góður varahlutalager skiptir kaupendur æ meira máli við val á grilli. Einar Long segir hvorki gott fyrir jörðina né veskið að ætla að endurnýja heimilisgrillið með nokkurra ára millibili. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
24. maí 2019 | Blaðaukar | 816 orð | 10 myndir

Fær útrás fyrir að fegra umhverfið í garðinum

Kolbrún Kristleifsdóttir kennari býr ásamt fjölskyldu sinni í 105 Reykjavík. Hún hefur unun af því að hugsa vel um garðinn sinn. Meira
24. maí 2019 | Blaðaukar | 464 orð | 3 myndir

Hangsa meira, sperra sig minna

Garðrækt hefur oft og tíðum þótt sport miðaldra fólks en nú virðist það vera að breytast svolítið. Í samfélagi þar sem fólk neyðist til þess að hugsa á umhverfisvænni hátt færist það í vöxt að fólk rækti sitt eigið grænmeti. Meira
24. maí 2019 | Blaðaukar | 781 orð | 5 myndir

Hægt að lágmarka fyrirhöfnina

Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is Meira
24. maí 2019 | Blaðaukar | 873 orð | 4 myndir

Kynntist möguleikum ræktunar í Noregi

Á Ísafirði hefur verið starfræktur svokallaður félagslandbúnaður í nokkur ár undir heitinu Gróandi en stofnandi félagsins, Hildur Dagbjört Arnardóttir, er mikil talskona umhverfisverndar og sjálfbærrar ræktunar hvers konar. Nína Guðrún Geirsdóttir | ninagudrun@gmail.com Meira
24. maí 2019 | Blaðaukar | 967 orð | 7 myndir

Styrkir mæðgnasambandið að stússa í þessu saman

Mæðgurnar Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Ása Kristín Oddsdóttir hafa einstakan áhuga á garðyrkju, en sú síðarnefnda nam kúnstina af móður sinni sem kom henni á sporið í garðinum við fyrrverandi ættaróðal... Meira
24. maí 2019 | Blaðaukar | 101 orð | 4 myndir

Súpersvöl og umhverfisvæn

Ef það er hægt að tala um eitthvað sem er nýtt af nálinni þá eru það basthúsgögn í garðinn. Bastið hefur verið að ryðja sér til rúms síðustu tvö þrjú ár. Meira
24. maí 2019 | Blaðaukar | 380 orð | 3 myndir

Það duga engin vettlingatök

Garðar Erlingsson málarameistari sem starfar hjá Slippfélaginu gefur lesendum góð ráð varðandi viðhaldið á pallinum. Hann segir að það sé aldrei það heitt á Íslandi að það sé vandamál að lita pallinn svartan. Marta María | mm@mbl.is Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.