Snorri Másson snorrim@mbl.is „Það munar um minna,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Morgunblaðið um vaxtabreytingar bankanna sem gerðar voru fyrir helgi. „0,5% vaxtalækkun á hverja milljón eru 5.000 krónur á ári. Þeir sem skulda þrjátíu milljónir til dæmis borga þá 150.000 krónum minna af vöxtum á ári við þessar breytingar. Það er dágóð búbót fyrir hinn almenna neytanda,“ segir Breki.
Meira