Viðtal Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á laugardagskvöldið var lauk í nýja menningarhúsinu The Shed í New York-borg átta tónleika röð Bjarkar Guðmundsdóttur undir heitinu Cornucopia eða Gnægtahorn, sem byggði á tónlistinni á síðustu plötu hennar, Utopia. Tónleikarnir eða sýningin sem sett var upp var glæsilegt sjónarspil, veisla fyrir augu sem eyru, þar sem auk Bjarkar komu fram hljómsveit hennar skipuð íslenska flautuseptettinum viibra, Bergi Þórissyni á tölvur og ýmis hljóðfæri, Katie Buckley á hörpu og ásláttarleikaranum Manu Delago.
Meira