Greinar þriðjudaginn 4. júní 2019

Fréttir

4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

47% fleiri með erlenda reikninga

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Tryggingastofnun birti nýlega ársskýrslu vegna starfsemi stofnunarinnar árið 2018. Athygli vekur að greiðslur vegna lífeyris inn á erlenda reikninga hafa hækkað um 47% á síðasta ári. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Aðalatriðið að þjónustan standi til boða

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Þingsályktunartillaga um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda var samþykkt á Alþingi í gær. Flutningsmaður tillögunnar var Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 162 orð

Árekstrarhætta við flugvöllinn við Hellu

Árekstrarhætta varð suður af flugvellinum við Hellu 13. október 2017 milli flugvélar og þyrlu. Þetta kemur fram í bókun rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA). Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Berjast um að bjóða best verð

Verð á eldsneyti lækkaði töluvert á nokkrum sjálfsafgreiðslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í gær eftir að Atlantsolía tilkynnti að verð á stöð við Sprengisand í Reykjavík hefði verið lækkað. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Búin í New York en ferðast áfram

„Það er ótrúlegt hve langt ferðalag við erum búin að fara í,“ segir Björk Guðmundsdóttir um samstarf hennar, hóps hljóðfæraleikara og Hamrahlíðarkórsins en á laugardaginn var lauk átta tónleika röð þeirra, sem stóð í tæpan mánuð í hinu nýja... Meira
4. júní 2019 | Erlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Forsetinn kominn til Bretlands

Donald Trump Bandaríkjaforseti tekur hér í hönd Elísabetar Bretlandsdrottningar á fyrsta degi opinberrar heimsóknar forsetahjónanna til Bretlands. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Hari

Viðhaldsvinna Íbúar í Hlíðahverfi í Reykjavík hafa eflaust margir glaðst yfir þeim stórvirku vinnuvélum sem þar eru nú, en verið er að sinna viðhaldi gatna og voru sumar orðnar ansi... Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Hlýtt var í veðri í maímánuði milli tveggja kuldakasta

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Meðalhiti í maí var sá sami og í apríl að því er fram kemur í færslu á vef Trausta Jónssonar veðurfræðings um veðurfarið í maí. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Hægir á hækkun fasteignamats

Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er öllu hóflegri en í fyrra, þótt hún sé almenn og nái yfir sex sveitarfélög. Þetta má ráða af nýju fasteignamati fyrir árið 2020 á vef Þjóðskrár Íslands. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Í ævintýraleit á sólríku sumarkvöldi

Hann tókst hressilega á við aflið í Kára, drengurinn sem í gærkvöldi varð á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins skammt frá Gróttuvita á Seltjarnarnesi. Eftir nokkra viðureign var úlpunni sleppt og tók sá stutti því næst á rás. Meira
4. júní 2019 | Erlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Kröfu saksóknara hafnað

Sænskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að ekki væri ástæða til þess að veita saksóknurum handtökuheimild á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vegna nauðgunar sem hann á að hafa framið árið 2010, þar sem Assange væri nú þegar í haldi... Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Landsmenn virðast ólmir vilja rafhjól

Rafhjól seljast um þessar mundir sem aldrei fyrr, en samkvæmt upplýsingum frá reiðhjólaverslunum hér á landi hefur á þessu ári orðið sprenging í sölunni. Líkur eru á því að í Evrópu seljist rafhjól betur en hefðbundin hjól áður en langt um líður. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 186 orð

Lífeyrisþegar á faraldsfæti

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Lífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar inn á erlenda reikninga fjölgaði um 47% milli áranna 2017 og 2018. Þá varð fjölgun í hópi viðskiptavina með erlendan reikning um 33%. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Lúpínan blómstrar snemma í ár

Vorið er hlýtt og lúpínubreiður á sunnanverðu landinu eru flestar komnar í fullan blóma, öllu fyrr en vanalega. Það sést vel á stórum bláum breiðum, svo sem við Vífilsstaðavatn í Garðabæ þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Meira
4. júní 2019 | Erlendar fréttir | 441 orð | 1 mynd

Mótmælin leyst upp með ofbeldi

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Herstjórnin í Súdan sat undir ámæli í gær eftir að hún lét með ofbeldi brjóta á bak aftur setumótmæli, sem höfðu staðið yfir í höfuðstöðvum hersins í Khartoum undanfarnar vikur. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Ný brú yfir Steinavötn senn í útboð

Vegagerðin stefnir að því að bjóða út síðar í þessum mánuði byggingu tveggja nýrra brúa í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu, það er yfir Steinavötn og Fellsá. Áformað er að bjóða smíði beggja brúnna út í einum pakka með hagkvæmni í huga. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 448 orð | 1 mynd

Rammi settur um heilbrigðismálin

Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Reglurnar þykja of almennar

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Á ráðherrafundi OECD-ríkja í síðasta mánuði var samþykkt stefnuyfirlýsing samtakanna um svokallaða gervigreind, þar sem m.a. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Reglur of almennar en góðra gjalda verðar

Reglur stefnuyfirlýsingar um gervigreind, sem samþykkt var á ráðherrafundi OECD-ríkja, eru of almennar að mati Kristins Rúnars Þórissonar, prófessors við tölvunarfræðideild HR. Í reglunum kemur m.a. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 667 orð | 2 myndir

Sextán leyfi til fornleifarannsókna veitt

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Falleg perla með gyllingu fannst efst í gólflagi fornskálans í Ólafsdal í Gilsfirði þegar tekið var ofan af rústinni fyrir nokkrum dögum. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 450 orð | 1 mynd

Sérstök útgáfa þjóðlaga

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bókin Íslensk þjóðlög í útsetningum Guitar Islancio kemur í verslanir á föstudag. Um er að ræða safn 22 íslenskra þjóðlaga, en Guitar Islancio hefur gefið út um 60 þjóðlög á fjórum diskum til þessa. Öll lögin eru skrifuð með nótum og ljóðin birt í heild sinni. Auk þess er töluvert mikill texti á íslensku, ensku og þýsku um þjóðlögin. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Sprenging í sölu rafmagnshjóla

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Sannkölluð sprenging hefur orðið í sölu rafknúinna reiðhjóla á árinu ef marka má tölur reiðhjólaverslana í landinu. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Tjáir sig ekki um gagnrýni Þórólfs

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vildi aðspurður ekki tjá sig um gagnrýni Þórólfs Árnasonar, forstjóra Samgöngustofu, vegna skipunar Jóns Gunnars Jónssonar í stöðuna. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Vöruval hætt rekstri

Kaupmaðurinn á horninu í Vestmannaeyjum gafst upp fyrir lágverðsverslunum á laugardag þegar versluninni Vöruvali, sem hefur verið í kúluhúsi í miðbæ Vestmannaeyja, var lokað. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Þingið að störfum fram eftir kvöldi

Alþingi var enn að störfum þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi og stóðu þá yfir umræður um breytingu á fjármálastefnu til ársins 2022. Þriðji orkupakkinn var einnig meðal mála á dagskrá, en hlé var gert á umræðum um hann í síðustu viku. Meira
4. júní 2019 | Innlendar fréttir | 529 orð | 1 mynd

Ætla að syngja við leiði Káins

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég fékk bakteríuna fyrir Íslendingaslóðum í Vesturheimi þegar ég fór þangað fyrir þremur árum með danshópnum Sporinu. Þá fórum við á slóðir Stephans G. Stephanssonar skálds í Klettafjöllunum og það var alveg einstakt að koma þarna og upplifa áhuga fólks á öllu sem tengist Íslandi. Ættjarðarástin er engu lík, fólk keyrir mörg hundruð kílómetra til að sjá menningarviðburði með Íslendingum. Meira

Ritstjórnargreinar

4. júní 2019 | Staksteinar | 182 orð | 2 myndir

Aðgerðir í stað orða

Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær innti Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra eftir fyrirhuguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að sporna gegn þeirri vaxandi skipulögðu glæpastarfsemi sem lýst er í nýlegri skýrslu ríkislögreglustjóra. Meira
4. júní 2019 | Leiðarar | 669 orð

Enn kurl ókomin til grafar

Búrókratar í Brussel hafa ímigust á lýðræði og mega eiga það að þeir leyna því aldrei Meira

Menning

4. júní 2019 | Tónlist | 369 orð | 1 mynd

„Alltaf gaman að keppa“

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Hin ellefu ára Emilía Árnadóttir hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegu Oskar Rieding-fiðlusamkeppninni fyrir unga fiðluleikara sem haldin var í Celje í Slóvakíu um helgina. Auk þess hlaut Emilía verðlaun frá styrktaraðila keppninnar, strengjaframleiðandanum Thomastik – Infeld í Vínarborg. Þar spilaði Emilía tvo konserta, annan eftir Oskar Rieding og hinn eftir Joseph Haydn. Meira
4. júní 2019 | Leiklist | 47 orð | 1 mynd

Kristín leikstýrir söngleik með lögum Bubba

Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, mun leikstýra söngleik með lögum Bubba Morthens sem verður sýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins á næsta ári en handritið skrifar Ólafur Egill Egilsson. Meira
4. júní 2019 | Tónlist | 859 orð | 2 myndir

Orkan mjög hrá og „íslensk“

Viðtal Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á laugardagskvöldið var lauk í nýja menningarhúsinu The Shed í New York-borg átta tónleika röð Bjarkar Guðmundsdóttur undir heitinu Cornucopia eða Gnægtahorn, sem byggði á tónlistinni á síðustu plötu hennar, Utopia. Tónleikarnir eða sýningin sem sett var upp var glæsilegt sjónarspil, veisla fyrir augu sem eyru, þar sem auk Bjarkar komu fram hljómsveit hennar skipuð íslenska flautuseptettinum viibra, Bergi Þórissyni á tölvur og ýmis hljóðfæri, Katie Buckley á hörpu og ásláttarleikaranum Manu Delago. Meira
4. júní 2019 | Fólk í fréttum | 117 orð | 1 mynd

Ólafur hlaut heiðursverðlaun Sagna

Sögur , verðlaunahátíð barnanna, fór fram í sjónvarpssal RÚV í fyrrakvöld og var sýnt frá henni í beinni útsendingu. Meira
4. júní 2019 | Tónlist | 176 orð | 2 myndir

Ragga og Björn í We Will Rock You

Söngleikurinn We Will Rock You , sem byggður er á lögum hljómsveitarinnar Queen, verður settur á svið í Háskólabíói í ágúst á þessu ári. Meira
4. júní 2019 | Tónlist | 170 orð | 1 mynd

Rauða bókin á Kirkjulistahátíð

Tónlistarhópurinn Umbra flytur Rauðu bókina, þ.e. Llibre Vermell handritið frá Katalóníu, á tónleikum á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 21. Umbra hefur fengið til samstarfs við sig gestaleikara, m.a. Meira
4. júní 2019 | Fjölmiðlar | 162 orð | 1 mynd

Þetta er nefnilega ekki svo auðvelt

Þriðja þáttaröð bandarísku netflixþáttanna Easy varð nýlega aðgengileg á streymisveitunni sívinsælu. Eins og nafnið gefur til kynna eru þættirnir auðveldir, þ.e.a.s. áhorfs, en það sama er ekki hægt að segja um viðfangsefni þeirra: sambönd. Meira

Umræðan

4. júní 2019 | Aðsent efni | 751 orð | 1 mynd

Fiskeldi og sveitarfélögin

Eftir Gauta Jóhannesson: "Fiskeldi er umdeilt. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa kappkostað að nálgast málið af yfirvegun og sanngirni." Meira
4. júní 2019 | Aðsent efni | 528 orð | 1 mynd

Hvað kom fyrir?

Eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur: "Þeir ganga jafnframt gegn samþykktum og ályktunum sem þeirra eigin flokksmenn hafa sett fram." Meira
4. júní 2019 | Aðsent efni | 858 orð | 1 mynd

Icesave og orkupakkarnir – sami grauturinn í sömu skálinni

Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur: "Þjóðin hefur lifað Icesave af þrátt fyrir hótanir frá Brussel og við getum lifað þetta stríð af og átt okkar auðlindir í friði fyrir frekjunum á þeim bænum" Meira
4. júní 2019 | Velvakandi | 159 orð | 1 mynd

Ólafur Thors og fordæmi hans

„Nú kynntist ég manni, sem var mikill alvörumaður, vildi kanna og skilja hvert mál til hlítar, bar saman sínar skoðanir og annarra, var augljóslega að leita að réttri lausn á hverju máli, en hafði þó gert sér fullkomna grein fyrir því, að á sviði... Meira
4. júní 2019 | Pistlar | 410 orð | 1 mynd

Svæfingaþjónusta Alþingis

Nú líður að þinglokum og enn og aftur fer mikil vinna í ruslið á Alþingi. Allir flokkar hafa náð að mæla fyrir hinum fjölbreyttustu málum; góðum, slæmum og allt þar á milli. Meira
4. júní 2019 | Aðsent efni | 455 orð | 1 mynd

Til forystu Sjálfstæðisflokksins

Eftir Jón Hjaltason: "Ég óttast að flokkurinn okkar eigi sér lengri fortíð en framtíð" Meira

Minningargreinar

4. júní 2019 | Minningargreinar | 793 orð | 1 mynd

Guðbjörg Edda Guðmundsdóttir

Guðbjörg Edda Guðmundsdóttir, Didda, fæddist í Keflavík 20. janúar 1936. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Garðabæ 24. maí 2019. Foreldrar hennar voru Guðmundur Alfreð Finnbogason, fræðimaður og ættfræðingur frá Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík, f. Meira  Kaupa minningabók
4. júní 2019 | Minningargreinar | 3332 orð | 1 mynd

Guðlaug Hinriksdóttir

Guðlaug Hinriksdóttir fæddist 4. janúar 1924 á Framnesvegi 34 í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu á Dvalarheimilinu Höfða 15. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók
4. júní 2019 | Minningargreinar | 3977 orð | 1 mynd

Gunnar Ragnarsson

Gunnar Ragnarsson fæddist í Lokinhamradal í Arnarfirði 20. júní 1926. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. maí 2019. Gunnar var sonur hjónanna Kristínar Sveinbjörnsdóttur húsfreyju, f. 8.12. 1899, d. 13.8. Meira  Kaupa minningabók
4. júní 2019 | Minningargreinar | 1680 orð | 1 mynd

Helgi Vilberg Jóhannsson

Helgi Vilberg fæddist 22. maí 1952. Hann lést 20. maí 2019. Útför hans fór fram 29. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. júní 2019 | Viðskiptafréttir | 500 orð | 3 myndir

Engey til Rússlands

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Útgerðarfyrirtækið HB Grandi hefur selt ferskfisktogarann Engey RE 91 til Murmansk Trawl Fleet í Rússlandi. Verður skipið afhent nýjum eigendum fyrri hluta þessa mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu HB Granda til Kauphallar Íslands. Þar segir einnig að ísfisktogarinn Helga María AK 16 verði tekinn aftur í rekstur, en honum var lagt í febrúar sl. Þá segir að skipverjum í áhöfn Engeyjar verði boðið pláss á öðrum skipum félagsins. Meira
4. júní 2019 | Viðskiptafréttir | 163 orð | 1 mynd

Forðast þoturnar

Á bókunarsíðunni Kayak er nú boðið upp á valmöguleika þar sem hægt er að útiloka flugferðir með vélum af gerðinni Boeing 737 MAX. Meira
4. júní 2019 | Viðskiptafréttir | 150 orð

Þotur WOW höfðu mikil áhrif á vöruskiptajöfnuð

Viðskiptaafgangur við útlönd á fyrsta ársfjórðungi nam 35,1 milljarði króna í samanburði við 6,7 milljarða króna afgang í fyrra og hrein staða þjóðarbúsins batnaði um 270 milljarða á fjórðungnum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Seðlabankans . Meira

Fastir þættir

4. júní 2019 | Fastir þættir | 181 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 e5 4. Bc4 Be7 5. d3 d6 6. Rd2 Rf6 7. Rf1 Rd7...

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 e5 4. Bc4 Be7 5. d3 d6 6. Rd2 Rf6 7. Rf1 Rd7 8. Re3 Rb6 9. Rcd5 0-0 10. 0-0 Rxd5 11. Rxd5 Be6 12. f4 exf4 13. Bxf4 Rb4 14. Rxe7+ Dxe7 15. c3 Rc6 16. Bb5 Had8 17. d4 cxd4 18. cxd4 d5 19. e5 Hc8 20. Be3 f6 21. exf6 Hxf6 22. Meira
4. júní 2019 | Í dag | 114 orð | 1 mynd

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
4. júní 2019 | Í dag | 291 orð

Á sauðburði og sitt lítið af hverju

Helgi R. Einarsson tók sér „hádegislúr á sauðburði“: Þegar að þreyttur er þá fer og halla mér. Eftir ½ tíma kríu ég hress er að nýju og hugsa til hreyfings fer. Meira
4. júní 2019 | Árnað heilla | 94 orð | 1 mynd

Grímur Hergeirsson

50 ára Grímur er Selfyssingur. Hann er yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi og staðgengill Lögreglustjóra. Hann er aðstoðarþjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Selfoss í handbolta. Maki : Björk Steindórsdóttir, f. Meira
4. júní 2019 | Í dag | 85 orð | 1 mynd

Hressandi heimsmet

Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg kom fram á tónlistarhátíðinni BottleRock Napa Valley í Kaliforníu í lok maímánaðar. Hann rappaði ekki einungis á sviðinu heldur sló á létta strengi þegar hann bjó til risastóra kokteilblöndu og sló þar með heimsmet. Meira
4. júní 2019 | Í dag | 59 orð

Málið

Önn er m.a. annríki og fleirtalan annir líka; að vera önnum kafinn er að hafa mikið að gera. Svo er sögnin: að anna e-u er að ráða við e-ð, koma e-u í verk, eða komast yfir e-ð. Að anna eftirspurn er (t.d. Meira
4. júní 2019 | Árnað heilla | 83 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir

60 ára Sigurbjörg er Akureyringur en býr í Hveragerði. Hún er stuðningsfulltrúi í Grunnskólanum í Hveragerði. Hún er í kirkjukórnum í Hveragerði. Maki : Haraldur Guðmundsson, f. 1959, skógfræðingur og sjálfstætt starfandi verktaki. Meira
4. júní 2019 | Árnað heilla | 589 orð | 4 myndir

Skemmtilegar skepnur og menn

Sigurður Reynir Halldórsson fæddist 4. júní 1949 á Krossi í Lundarreykjadal og ólst þar upp. Sigurður var bóndi og tamningamaður á Krossi í sex ár, á Skarði II í átta ár og á Gullberastöðum frá 1989. Meira
4. júní 2019 | Fastir þættir | 156 orð

Talningarárátta. S-AV Norður &spade;64 &heart;K7 ⋄ÁK952...

Talningarárátta. S-AV Norður &spade;64 &heart;K7 ⋄ÁK952 &klubs;G1097 Vestur Austur &spade;ÁKG1087 &spade;92 &heart;D82 &heart;G1053 ⋄107 ⋄DG83 &klubs;D3 &klubs;542 Suður &spade;D53 &heart;Á964 ⋄64 &klubs;ÁK86 Suður spilar 5&klubs;. Meira

Íþróttir

4. júní 2019 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Albanía saknar leikmanna

Miðvörðurinn Berat Djimsiti verður ekki með Albaníu gegn Íslandi á laugardag, í undankeppni EM í fótbolta. Eftir að hafa fagnað meistaradeildarsæti með Atalanta á Ítalíu í maí fór Djimsiti í aðgerð vegna meiðsla sem hafa plagað hann. Meira
4. júní 2019 | Íþróttir | 199 orð | 3 myndir

* Anton Ari Einarsson , markvörður Vals í fótbolta, blæs á þær...

* Anton Ari Einarsson , markvörður Vals í fótbolta, blæs á þær sögusagnir að hann sé á leið til Breiðabliks. Meira
4. júní 2019 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Bandaríkin Portland Thorns – Chicago RS 3:0 • Dagný...

Bandaríkin Portland Thorns – Chicago RS 3:0 • Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með Portland. *Efstu lið: Washington 16, Portland 14, Utah Royals 13, North Carolina 12, Chicago Red Stars 11, Houston 11, Reign 10. Meira
4. júní 2019 | Íþróttir | 175 orð | 1 mynd

Bjarni kominn í 400

Bjarni Ólafur Eiríksson, reyndasti leikmaður Íslandsmeistara Vals, náði stórum áfanga á sunnudagskvöldið þegar lið hans sótti Stjörnuna heim í sjöundu umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta. Hann lék þar sinn 400. Meira
4. júní 2019 | Íþróttir | 848 orð | 2 myndir

Fæ frið í Eyjum til að einbeita mér að fótbolta

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta var mjög erfiður tími. Það hafa nú ekki margir spurt mig um hvernig mér leið. Fólk vill bara einhverjar brjálæðislegar sögur en þannig var þetta ekki,“ segir Gary Martin, nýjasti liðsmaður knattspyrnuliðs ÍBV. Eftir skamma dvöl hjá Val, sem leysti enska framherjann undan þriggja ára samningi á dögunum, vonast Gary til þess að finna hamingjuna í fótboltanum á nýjan leik fjarri höfuðborginni á eyjunni grænu. Meira
4. júní 2019 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd

Ísland ekki sams konar lið og áður

Freddie Veseli, miðvörður Empoli á Ítalíu og albanska landsliðsins í knattspyrnu, segir ljóst að íslenska landsliðið hafi verið á niðurleið síðustu misseri og það ætli Albanar að nýta sér á laugardag. Meira
4. júní 2019 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

Íþróttir og íþróttafélög eru ekkert án fólksins sem stendur þeim að...

Íþróttir og íþróttafélög eru ekkert án fólksins sem stendur þeim að baki. Starfsfólk, sjálfboðaliðar og stuðningsmenn mynda órjúfanlega heild sem stendur saman, félaginu sínu til heilla. Æði oft myndast sterk tilfinningabönd milli félaganna og fólksins. Meira
4. júní 2019 | Íþróttir | 10 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 2. deild kvenna: Leiknisvöllur: Leiknir R. – Grótta...

KNATTSPYRNA 2. deild kvenna: Leiknisvöllur: Leiknir R. – Grótta 19. Meira
4. júní 2019 | Íþróttir | 675 orð | 2 myndir

Kom sterkur til baka eftir mótlætið

Frakkland Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson lauk sínu fyrsta tímabili sem leikmaður Dijon í Frakklandi á blendnum nótum. Meira
4. júní 2019 | Íþróttir | 185 orð | 3 myndir

* Kristján Helgason sigraði Francisco Sanchez-Ruiz frá Spáni, 4:1, í...

* Kristján Helgason sigraði Francisco Sanchez-Ruiz frá Spáni, 4:1, í úrslitaleik á alþjóðlegu snókermóti í Belgrad í Serbíu um síðustu helgi. Hann fékk 1.600 evrur í verðlaunafé og keppnisrétt á Gíbraltar Open. Meira
4. júní 2019 | Íþróttir | 161 orð | 1 mynd

Mun sakna hundsins mest

Hin 18 ára gamla Ragnhildur Helga Kjartansdóttir, landsliðskona í íshokkí, er gengin til liðs við sænska félagið Färjestad. Färjestad leikur í næstefstu deild og komst í umspil um sæti í úrvalsdeild nú í vor en féll þar úr leik. Meira
4. júní 2019 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

Óskar mætir Njarðvíkingum

Óskar Örn Hauksson, fyrirliði og leikjahæsti leikmaður KR-inga, mætir uppeldisfélagi sínu í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í fótbolta, Mjólkurbikarsins, en dregið var til þeirra í gær. Meira
4. júní 2019 | Íþróttir | 770 orð | 4 myndir

Ráðgátan á Hlíðarenda

7. umferð Víðir Sigurðsson vs@mbl. Meira
4. júní 2019 | Íþróttir | 629 orð | 2 myndir

Sólríkt en krefjandi í Eyjum

Maí Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Cloé Lacasse, leikmaður ÍBV, er leikmaður maímánaðar í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Meira
4. júní 2019 | Íþróttir | 24 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA Annar úrslitaleikur: Toronto – Golden State...

Úrslitakeppni NBA Annar úrslitaleikur: Toronto – Golden State 104:109 *Staðan er 1:1 og þriðji leikurinn fer fram á heimavelli Warriors í Oakland aðfaranótt... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.