Greinar laugardaginn 15. júní 2019

Fréttir

15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

2.677 fleiri á atvinnuleysisskrá í maí nú en í fyrra

Skráð atvinnuleysi í maí mældist 3,6% og minnkaði um 0,1 prósentustig frá því í apríl. Að því er fram kemur í yfirliti Vinnumálastofnunar voru 2.677 fleiri á atvinnuleysisskrá í maí á þessu ári en í maí á síðasta ári. 6. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 376 orð | 3 myndir

Afsteypa Afrekshugar í farvegi

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Vinna við að koma afsteypu af Afrekshug, styttu Nínu Sæmundsson, í Nínudal í Fljótshlíð er í réttum farvegi, að sögn Friðriks Erlingssonar rithöfundar. Hann kynnti þá hugmynd fyrir sveitarstjórn Rangárþings eystra fyrir nokkrum árum en nú stefnir allt í að hugmyndin verði að veruleika. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Dánaraðstoð mikilvægt frelsismál

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Níu þingmenn úr átta þingflokkum hafa lagt fram á Alþingi beiðni um skýrslu frá heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Eftirlit með heimagistingu hert

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Alþingi samþykkti í vikunni breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem eykur eftirlit sýslumanns með heimagistingum. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 169 orð

Fækkar um 4 sveitarfélög

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarfélögum landsins fækkar um fjögur fyrir eða um næstu kosningar ef viðræður á Austurlandi og í Þingeyjarsýslum leiða til sameiningar. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 272 orð | 2 myndir

Golfkúlnahríðin gæti skemmt glerhýsið

Ekki verður við það unað að starfsfólk Laufskála fasteignafélags og eignir þess séu í hættu vegna golfkúlnahríðar frá golfvelli Golfklúbbs Mosfellsbæjar í Mosfellsdal. Meira
15. júní 2019 | Erlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Krefjast sömu launa og karlar

Konur í Sviss lögðu niður vinnu í gær og tóku þátt í fjölmennum göngum í borgum landsins til að krefjast þess að fá sömu laun og karlar. 28 ár voru þá liðin síðan hálf milljón svissneskra kvenna fór í sams konar kröfugöngur og verkfall. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Kveikt á vitanum á bjartasta degi ársins

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stefnt er að því að kveikja ljósin á nýja innsiglingarvitanum við Sæbraut föstudaginn 21. júní kl. 12.00. Þess má geta að þennan dag verða sumarsólstöður og því er þetta bjartasti dagur árins. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 195 orð

Markaðsverð á við um 10-15 íbúðir

Formaður byggingarsamvinnufélags Samtaka aldraðra segir að dómar sem féllu í Landsrétti í síðustu viku um að erfingjum eigenda íbúða sé heimilt að selja þær á markaðsverði eigi við um 10-15 íbúðir af um 500 sem félagið hafi selt. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Merkel Þýskalandskanslari til Íslands

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er væntanleg til Íslands í ágúst næstkomandi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins stendur til að Merkel verði viðstödd fund forsætisráðherra Norðurlandanna, sem fram fer hér á landi dagana 19. til 21.... Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 488 orð | 1 mynd

Miðlar af reynslunni

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sjálfstyrkingarspilin „Champions of Football Deck“ eftir Arnór Guðjohnsen, einn besta fótboltamann Íslandssögunnar, eru komin á markað eftir um tveggja ára undirbúningsvinnu. Markmiðið er að hjálpa fótboltafólki að auka færnina en Arnór segir að í raun gagnist það öllum. „Miklu skiptir að læra að stjórna hugarfarinu og finna sitt jafnvægi,“ segir hann. „Meistaraspilin eru hugsuð til þess að leiða fólk áfram.“ Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Mikið þarf að rigna til að gróður jafni sig á afréttum

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ástand gróðurs á afréttum er slæmt vegna langvarandi þurrka. Sviðsstjóri hjá Landgræðslunni telur að mikið þurfi að rigna til að gróðurinn nái sér aftur á strik. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

Mjög góð æfing að baki

Tæplega þrjátíu slökkviliðsmenn tóku þátt í æfingu í Skorradal í gærkvöldi, en æfingunni var meðal annars ætlað að æfa viðbrögð ef upp kæmu gróðureldar í dalnum. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja undir kvöld

Nýr og glæsilegur Herjólfur kom til Vestmannaeyja undir kvöld í gær eftir siglingu frá borginni Gdynia í Póllandi. Áætlað er að ferjan hefji siglingar milli lands og Eyja í kringum næstu mánaðamót. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 415 orð | 2 myndir

Óvissa ástæðan fyrir svartsýni

Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Ég er ekkert hissa á því að ferðaþjónustufyrirtæki séu ekki bjartsýn. Eins og allir vita hefur orðið töluverður samdráttur í fjölda ferðamanna á þessu ári og menn sjá fram á mikla óvissu.“ Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Ragna til skrifstofu þingsins

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, en tilkynnt var í gær að hún myndi taka við starfi skrifstofustjóra Alþingis 1. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Ræddu um Wikileaks í ríkisstjórn

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra fjallaði um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum á ríkisstjórnarfundi í gær, með hliðsjón af þeirri umræðu sem hefur verið uppi í fjölmiðlum að undanförnu, að því er fram kemur í skriflegu svari... Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 396 orð | 1 mynd

Ræða þinglokin áfram um helgina

Stefán Gunnar Sveinsson Freyr Bjarnason Ekki náðist samkomulag á milli flokkanna á Alþingi í gær um að ljúka þinginu um helgina. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Slógu í gegn í Þýskalandi

Fjórar systur á aldrinum 9-14 ára hafa undanfarin ár gert garðinn frægan í Þýskalandi fyrir klassískan hljóðfæraleik. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Spila saman á hverjum föstudegi

Opið hús var hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík í Mjóddinni í gærkvöldi, en þar hafa verið haldin spilakvöld á hverju föstudagskvöldi um nokkra hríð. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 234 orð

Stefna ríkinu fyrir úthlutun makrílkvótans

Sex fyrirtæki í sjávarútvegi hafa stefnt íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta á árunum 2015-2018. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 710 orð | 3 myndir

Stefnir í meira en helmingsfækkun

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarfélögum landsins mun fækka um fjögur ef þær viðræður sem nú standa yfir á Austurlandi og í Þingeyjarsýslu leiða til sameiningar. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 92 orð

Söluaukning nemur 60-70% í sólinni

„Það hefur gengið frábærlega hjá okkur á þessum tíma og hefur einstakt veðurfar á suðvesturhorninu þar mikið að segja,“ segir Vigfús G. Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger lita, við Morgunblaðið. Meira
15. júní 2019 | Erlendar fréttir | 658 orð | 3 myndir

Titringur vegna ótta um átök

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Klerkastjórnin í Íran sagði í gær að ekkert væri hæft í ásökunum stjórnvalda í Bandaríkjunum um að hún hefði staðið fyrir árásum á tvö tankskip í Ómanflóa, nálægt Hormuz-sundi, í fyrradag. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 536 orð | 2 myndir

Tónelskar systur unnu til sex verðlauna í Þýskalandi

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Íslenskar systur náðu á dögunum þeim merka áfanga að vinna til sex verðlauna í landskeppni Þýskalands í klassískum hljóðfæraleik ungmenna sem haldin er árlega og stóð yfir 6.-13. júní sl. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 590 orð | 2 myndir

Umhverfismat vegna reglna frá Evrópu

Fréttaskýring Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Frétt Morgunblaðsins í gær um að breikkun Vesturlandsvegar þyrfti að fara í umhverfismat kom mörgum í opna skjöldu. Meira
15. júní 2019 | Innlendar fréttir | 760 orð | 3 myndir

Öld frá fyrsta Atlantsflugi

Sviðsljós Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Tveir breskir flugmenn brutu blað í sögu flugsamgangna er þeir flugu fyrstir manna yfir Atlantshafið fyrir hundrað árum. Glímdu þeir John Alcock og Arthur Whitten Brown við frostkalda slyddu og svartaþoku í meira en 16 klukkustundir á tvíþekju sinni. Meira

Ritstjórnargreinar

15. júní 2019 | Leiðarar | 325 orð

Réttindi sjúklinga

Hagur sjúklinga á að vera miðdepill heilbrigðisstefnu Meira
15. júní 2019 | Leiðarar | 262 orð

Skaðsemi smálána

Margir hafa farið illa á að taka smálán Meira
15. júní 2019 | Staksteinar | 215 orð | 1 mynd

Út í sólina

Þingmönnum liggur töluvert á að komast út í sumarið og skyldi engan undra. Blíðan er með nánast óþekktu móti og allir sem geta vilja frekar vera úti en inni. Það sérkennilega við inniveru þingmanna nú er að hún er alveg óþörf. Engin mál liggja fyrir sem ekki má annaðhvort afgreiða hratt eða fresta. Meira
15. júní 2019 | Reykjavíkurbréf | 1716 orð | 1 mynd

Ættarvitar fara illa í sólgosum og í nálægð segulmagnaðra manna

Styrmir Gunnarsson, sem lengi var einn af ritstjórum þessa blaðs, segir í pistli sínum í gær: „Ný könnun MMR um afstöðu kjósenda til orkupakka 3 er þungt áfall fyrir stjórnarflokkana þrjá, Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og VG og þá ekki sízt forystusveitir og þingmenn þessara flokka. Hún sýnir að einungis þriðjungur stuðningsmanna stjórnarflokkanna er hlynntur orkupakkanum.“ Meira

Menning

15. júní 2019 | Myndlist | 324 orð | 1 mynd

Áþreifanlegir kraftar

Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Sýning á verkum myndlistarmannsins Jóhanns Eyfells, Jóhann Eyfells: Áþreifanlegir kraftar , verður opnuð í dag kl. 16 í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Meira
15. júní 2019 | Tónlist | 59 orð | 1 mynd

Djasssveifla og dillandi latíntaktur

Gunnar Gunnarsson og Tómas R. Einarsson stilla saman strengi sína og bregða fyrir sig norrænum vísum, klassískri djasssveiflu og dillandi latíntakti á stofutónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, klukkan 16.00. Meira
15. júní 2019 | Fólk í fréttum | 72 orð | 1 mynd

Dómsátt vegna nauðgunarmáls

Svo virðist sem bandaríski leikstjórinn Bryan Singer, sem á m.a. að baki kvikmyndina The Usual Suspects , muni gera dómsátt upp á 150.000 dollara til að leysa mál vegna ásakana um að hann hafi nauðgað sautján ára dreng árið 2003. Meira
15. júní 2019 | Tónlist | 97 orð | 1 mynd

Hagnast á lagi Tyler, The Creator

Mick Ware, 71 árs fyrrverandi meðlimur bandarísku hljómsveitarinnar Czar, unir vel við sitt eftir að rapparinn Tyler, The Creator tók sig til og notaði bút úr „Today“, lagi sem Ware samdi fyrir 50 árum. Meira
15. júní 2019 | Fólk í fréttum | 955 orð | 3 myndir

Hindranir og sigrar kvenkyns rappara

Gróskan í rappi íslensku kvenþjóðarinnar hefur verið mikil undanfarið. Hér verður því farið yfir það helsta sem er að frétta af kvenhetjum íslensks rapps. Meira
15. júní 2019 | Tónlist | 58 orð | 1 mynd

Hjálmar á hlöðuballi í Havaríi í Berufirði

Hjómsveitin Hjálmar er nú á sinni fyrstu tónleikahringferð um landið og kemur við í Havaríi í Berufirði í kvöld með það að markmiði að halda alvöru hlöðuball sem hefst um kl. 21. Meira
15. júní 2019 | Tónlist | 52 orð | 1 mynd

Kryddpíuteiknimynd væntanleg

Vinna að teiknimynd með Kryddpíunum (e. Spice Girls) í aðalhlutverkum er komin af stað hjá kvikmyndarisanum Paramount. Allar fimm upprunalegu kryddpíurnar munu ljá persónum myndarinnar raddir sínar og mun söguþráður myndarinnar m.a. Meira
15. júní 2019 | Tónlist | 67 orð | 1 mynd

Kvartett Reynis djassar á Jómfrúnni

Þriðju tónleikar sumardjasstónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu fara fram í dag kl. 15 og að þessu sinni kemur fram kvartett víbrafónleikarans Reynis Sigurðssonar. Meira
15. júní 2019 | Tónlist | 307 orð | 1 mynd

Nick Cave í Eldborg

Ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave kemur fram í Eldborgarsal Hörpu 31. ágúst á tónleika- og spjallviðburði sem nefnist Conversations with Nick Cave: An Evening of Talk & Music , eða Samtöl við Nick Cave, kvöldstund með tali og tónum . Meira
15. júní 2019 | Tónlist | 511 orð | 2 myndir

Ó, þér unglinga fjöld ...

Það er ýmislegt á seyði í íslensku grasrótinni, og mulningshart rokk streymir úr bílskúrum landsins eins og enginn sé morgundagurinn. Meira
15. júní 2019 | Myndlist | 417 orð | 3 myndir

Sú lengsta 15 klukkustundir

Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Sýningin Hvernig hefurðu það? Meira
15. júní 2019 | Fjölmiðlar | 160 orð | 1 mynd

Svefnherbergis-popparar

Ég er ekki einn um unun mína af streymiþjónustunni Spotify. Streymiþjónustan, sem upprunnin er í því ágæta landi Svíþjóð, hefur kollvarpað hlustunarvenjum tónlistarunnenda um heim allan og auðveldað aðgengi að nýrri og áhugaverðri tónlist. Meira
15. júní 2019 | Tónlist | 608 orð | 2 myndir

Veit ekkert hvað ég er að fara að gera

Viðtal Árni Matthíasson arnim@mbl.is Enn eimir eftir af þýsku tónlistarbylgjunum sem risu eftir miðja síðustu öld, fyrst bylgja tilraunakenndrar rokk- og raftónlistar sem hófst undir lok sjöunda áratugarins og í upphafi þess áttunda og svo „þýska nýbylgjan“, Neue Deutsche Welle, sem reis áratug síðar — meira popp og meiri raftónlist. Meira
15. júní 2019 | Tónlist | 145 orð | 1 mynd

Þjóðlagagrúppan á Íslandi í fyrsta sinn

Sænska þjóðlagabandið Groupa heldur tónleika í fyrsta skipti á Íslandi í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.00. Meira

Umræðan

15. júní 2019 | Pistlar | 840 orð | 1 mynd

Hvað er að í skólakerfi okkar?

Hvernig stendur á því að samfélagið er ekki í uppnámi yfir svona fréttum? Meira
15. júní 2019 | Aðsent efni | 742 orð | 1 mynd

Höfuð bitið af skömminni

Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: "Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið manninn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áframhaldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höfuðið af skömm sinni." Meira
15. júní 2019 | Aðsent efni | 574 orð | 1 mynd

Íslandi allt

Eftir Werner Ívan Rasmusson: "Því skyldum við treysta Alþingi núna, í þriðja orkupakkanum, sem meirihlutinn segir að sé fullræddur og kannaður?" Meira
15. júní 2019 | Aðsent efni | 268 orð | 1 mynd

Kvennahlaup sem skiptir máli, fyrr og nú

Eftir Lilju Alfreðsdóttur: "Kvennahlaupið sameinar tvo mikilvæga þætti í lífi okkar allra – samveru og hreyfingu." Meira
15. júní 2019 | Pistlar | 464 orð | 2 myndir

Mál og menning

Okkur er tamt að hugsa um tungumál og þjóðir sem sjálfstæðar einingar sem vaxi fram og þróist á sínum innri forsendum. Við hugsum um sögu tungunnar frá fornmáli með rætur í gotnesku og svo aftur til indóevrópskunnar í endurgerðri forneskju. Meira
15. júní 2019 | Aðsent efni | 433 orð | 1 mynd

Notkun upprunamerkinga í markaðssetningu skilar árangri

Eftir Hafliða Halldórsson: "Með auknum innflutningi á fersku kjöti er mikilvægt að standa vörð um markaðsstöðu íslenska lambakjötsins." Meira
15. júní 2019 | Pistlar | 282 orð

Stoltenberg, Hallvarður gullskór og Loðinn leppur

Smáríki eru notalegar, mannlegar einingar, þar sem gæði eins og samheldni og gagnsæi njóta sín miklu betur en í stærri ríkjum. En smæðin veldur tvenns konar vanda. Í fyrsta lagi er markaðurinn lítill í smáríkjum. Meira
15. júní 2019 | Aðsent efni | 482 orð | 1 mynd

Styrkjum og aukum björgunarþrótt Landhelgisgæslunnar

Eftir Gunnar Alexander Ólafsson: "Að takast á við að bjarga stóru skemmtiferðaskipi í hafsnauð er risaáskorun fyrir íslenska björgunaraðila." Meira
15. júní 2019 | Aðsent efni | 453 orð | 1 mynd

Til fyrirmyndar

Eftir Sigurð Hannesson: "Með jákvæðri ímynd getum við því náð forskoti í samkeppni við aðrar þjóðir og skapað aukin verðmæti." Meira
15. júní 2019 | Aðsent efni | 633 orð | 1 mynd

Tíminn og eilífðin

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Tíminn tifar áfram og tærir okkur smám saman upp líkt og tímasprengja sem komið hefur verið fyrir í tilveru okkar og farangri, líkama og náttúru." Meira
15. júní 2019 | Aðsent efni | 412 orð | 1 mynd

Úr álögum

Eftir Eyþór Arnalds: "Háar álögur, skattar og gjöld gera borgina ekki eftirsóknarverða. Hér þarf að snúa við þessari öfugþróun." Meira
15. júní 2019 | Pistlar | 416 orð | 1 mynd

Við erum ríkust allra þjóða

Íslendingum finnst alltaf áhugavert að tala um veðrið. Þegar ættingar eða vinir hringja á milli landsvæða er algengt að spurt sé um veðrið í upphafi eða um mitt símtal. Meira
15. júní 2019 | Aðsent efni | 833 orð | 1 mynd

Þagnarskylda eða þöggun?

Eftir Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur: "Gamalt veikt fólk er afgangsstærð og olnbogabörn í samfélagi okkar. Samt getur hvert og eitt okkar átt eftir að lenda í þessum hópi eða að eiga ástvini þar." Meira

Minningargreinar

15. júní 2019 | Minningargreinar | 172 orð | 1 mynd

Erna Aspelund

Erna Aspelund fæddist 15. júlí 1949. Hún lést 26. maí 2019. Útförin fór fram 6. júní 2019. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2019 | Minningargreinar | 351 orð | 1 mynd

Gréta Óskarsdóttir

Gréta Óskarsdóttir fæddist 19. nóvember 1936. Hún lést 24. maí 2019. Útför hennar fór fram frá Kópavogskirkju 5. júní 2019. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2019 | Minningargreinar | 1225 orð | 1 mynd

Herdís Tegeder

Herdís Tegeder fæddist í Vestmannaeyjum 26. september 1940. Hún lést 8. júní 2019 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Hans Tegeder, f. 17. október 1911 í Þýskalandi, d. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2019 | Minningargreinar | 524 orð | 1 mynd

Jóhann Hafberg Óskarsson

Jóhann Hafberg Óskarsson fæddist í Ólafsvík 22. janúar 1952. Hann lést 8. júní 2019. Foreldrar hans eru Óskar Hafberg Þorgilsson, f. 25. febrúar 1928, og Ingibjörg Elísabet Þorgilsson Regenberg, f. 3.apríl 1931 í Þýskalandi, d. 3. nóvember 1986. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2019 | Minningargreinar | 203 orð | 1 mynd

Jón Reynir Hilmarsson

Jón Reynir (Jónsi) Hilmarsson fæddist 24. júní 1982. Hann lést 10. maí 2019. Útförin fór fram 29. maí 2019. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2019 | Minningargreinar | 219 orð | 1 mynd

Kristján A. Sigurðsson

Kristján Aðalsteinn Sigurðsson fæddist á Akureyri 27. október 1959. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 23. febrúar 2019. Foreldrar hans eru hjónin Sigurður Eggerz Jónasson bóndi á Efstalandi í Öxnadal, f. 11. maí 1923, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2019 | Minningargreinar | 1435 orð | 1 mynd

Páll Jakobsson

Páll Jakobsson fæddist á Hamri á Barðaströnd 13. september 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði 6. júní 2019. Foreldrar hans voru Ólöf Pálsdóttir, f. 24.2. 1905, d. 3.10. 1955, og Jakob Jakobsson, f. 15.2. 1904, d. 14.12. Meira  Kaupa minningabók
15. júní 2019 | Minningargreinar | 334 orð | 1 mynd

Sólrún Elíasdóttir

Sólrún Elíasdóttir fæddist á Siglufirði 9. maí 1960. Hún lést á heimili sínu 20. maí 2019. Sóla var dóttir hjónanna Elíasar Bjarna Ísfjörð, f. 30.8. 1927, d. 12.9. 1988, og Aðalheiðar Sólveigar Þorsteinsdóttur, f. 26.3. 1925, d. 13.1. 2000. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. júní 2019 | Viðskiptafréttir | 267 orð | 2 myndir

147 luku námi í sjúkraflutningum

Á dögunum voru 147 nemendur brautskráðir frá Sjúkraflutningaskólanum, það er 66 með grunnréttindi sem sjúkraflutningamenn, 19 nemendur luku framhaldsnámskeiði í sjúkraflutningum og 62 eru nú komnir með réttindi sem vettvangsliðar. Meira
15. júní 2019 | Viðskiptafréttir | 161 orð | 1 mynd

Háskóli Íslands fær nú jafnlaunavottun

Háskóli Íslands hefur fengið jafnlaunavottun og er hann langfjölmennasta stofnunin hér á landi til þess til að fá slíkan stimpil. Vottunin fékkst að undangenginni ítarlegri úttekt á launamálum skólans sem náði til hartnær 5.000 starfsmanna. Meira
15. júní 2019 | Viðskiptafréttir | 241 orð | 1 mynd

Sala á tjöldum hefur tekið kipp

„Við erum að fá einhvern allt annan markhóp inn í tjöldin. Sem eru bara Íslendingarnir,“ segir Arnór Gíslason, rekstrarstjóri Ellingsen, þar sem salan hefur tekið gríðarlegan kipp að undanförnu. Meira
15. júní 2019 | Viðskiptafréttir | 97 orð | 1 mynd

Samdrátturinn skýrist af lægri arðgreiðslum

Áætluð tekjuafkoma hins opinbera er neikvæð um 8,7 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi, sem nemur 1,3% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Skýrist samdrátturinn að mestu af lægri arðgreiðslum fjármálafyrirtækja. Meira
15. júní 2019 | Viðskiptafréttir | 113 orð | 1 mynd

Semja um kolefnin

Hagstofan og Kolviður hafa gert með sér samning um að binda kolefni vegna losunar sem hlýst af starfsemi Hagstofunnar. Kolefnisbindingin á sér stað í gróðri og jarðvegi með landgræðslu og skógrækt sem Kolviður hefur umsjón með. Meira
15. júní 2019 | Viðskiptafréttir | 476 orð | 2 myndir

Útivörur hafa rokið út hjá Flügger litum í sumar

Baksvið Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Metsala hefur verið í útvörum hjá Flügger litum það sem af er ári og nemur söluaukningin um 60-70% milli ára. Þetta segir Vigfús G. Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger lita, í samtali við Morgunblaðið. Meira
15. júní 2019 | Viðskiptafréttir | 164 orð | 1 mynd

Vegabréfin vinsæl

Metþátttaka hefur verið í sumarleik N1 sem nú stendur yfir. Á fyrstu viku leiksins skráðu 10.000 manns sig til leiks í honum og hafa aldrei fleiri tekið þátt. Vegabréfaleikur N1 hófst 6. Meira

Daglegt líf

15. júní 2019 | Daglegt líf | 247 orð | 1 mynd

Dansað til að safna fyrir Jónu sem slasaðist

Kátt í Kramhúsinu heitir dans- og fjölskylduhátíð sem haldin verður á morgun sunnudag. Þar verður fjölbreytt dagskrá fyrir fullorðna og börn. Meira
15. júní 2019 | Daglegt líf | 925 orð | 5 myndir

Hún elti Guðmund í heilt ár

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hún fékk hugmyndina þegar hún þurfti að slást við hann um síðustu rjómadropana í búðinni. Vigdís festi á filmu störf rófnabóndans Guðmundar á Sandi sem nú lætur af störfum eftir hálfa öld í rófnabúskap. Meira

Fastir þættir

15. júní 2019 | Í dag | 72 orð | 2 myndir

10 til 14 100% helgi á K100 Stefán Valmundar rifjar upp það besta úr...

10 til 14 100% helgi á K100 Stefán Valmundar rifjar upp það besta úr dagskrá K100 frá liðinni viku, spilar góða tónlist og spjallar við hlustendur. 14 til 18 Algjört skronster Partíþáttur þjóðarinnar í umsjá Ásgeirs Páls. Meira
15. júní 2019 | Fastir þættir | 177 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rf3 Be7...

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rf3 Be7 8. Bc4 O-O 9. O-O Be6 10. Bb3 b5 11. Bg5 Rbd7 12. He1 Hc8 13. a3 h6 14. Bxf6 Rxf6 15. Rd2 Bg4 16. f3 Db6+ 17. Kh1 Be6 18. Rf1 Hc5 19. Re3 Hfc8 20. He2 Hxc3 21. bxc3 Hxc3 22. Meira
15. júní 2019 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

Borgarnes Elís Karl Adamsson fæddist 15. október 2018 kl. 15.03 á...

Borgarnes Elís Karl Adamsson fæddist 15. október 2018 kl. 15.03 á Akranesi. Hann vó 4.198 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Adam Orri Vilhjálmsson og Erla Rún Rúnarsdóttir... Meira
15. júní 2019 | Fastir þættir | 552 orð | 4 myndir

Boris Spasskí varð heimsmeistari fyrir 50 árum

Fyrir 50 árum, nánar tiltekið þann 17. júní árið 1969, rættist spádómurinn um Boris Spasskí – að hann myndi einn daginn verða heimsmeistari í skák. Meira
15. júní 2019 | Í dag | 248 orð

Fækkar nú um fengsama drætti

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Heppinn þann á færið færðu. Frestur merkir eða bið. Með sogi upp í nefið nærðu. Nætur einnar gamanið. Meira
15. júní 2019 | Árnað heilla | 752 orð | 3 myndir

Glaðlynd og galvösk

Sigrún fæddist 15. júní 1944 í Miðtúni 70 í Reykjavík en ólst upp í Skipasundinu. „Langholtshverfið var að byggjast upp og var dásemdarheimur fyrir börn. Við vorum umvafin vaxandi borg við sjóinn, en einnig var sveitabúskapur handan götunnar. Meira
15. júní 2019 | Í dag | 95 orð | 1 mynd

Jónsi í Sigur Rós túrar um heiminn

Jón Þór „Jónsi“ Birgisson, oftast kenndur við hljómsveitina Sigur Rós, hefur tilkynnt um endurútgáfu af plötu sem hann vann í samstarfi við tónlistarmanninn Alex Somers árið 2009. Meira
15. júní 2019 | Árnað heilla | 78 orð | 1 mynd

María Guðfinna Davíðsdóttir

40 ára María er Reykvíkingur en býr í Hafnarfirði. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfar á skurðganginum 12CD á Landspítalanum. Hún er að þjálfa sig upp í að verða skurðhjúkrunarfræðingur. Maki : Kári Gunndórsson, f. Meira
15. júní 2019 | Í dag | 52 orð

Málið

Hvað gerir maður sé það einlægur vilji manns að bíll hætti að ganga? Maður drepur á honum . Honum, í þágufalli, annars virkar það ekki. En að „drepa á viðskiptum sínum við lánastofnanir“ afmáir ekki skuldir manns. Meira
15. júní 2019 | Í dag | 884 orð | 1 mynd

Messur

ORÐ DAGSINS: Kristur og Nikódemus. Meira
15. júní 2019 | Árnað heilla | 85 orð | 1 mynd

Óðinn Gestsson

60 ára Óðinn er Súgfirðingur, fæddur á Suðureyri, en býr á Ísafirði. Hann er með skipstjórnarmenntun og hefur lokið námskeiðum í stjórnun við Háskólann í Reykjavík. Hann er framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Íslandssaga á Suðureyri. Meira
15. júní 2019 | Árnað heilla | 149 orð | 1 mynd

Þorsteinn Guðmundsson

Þorsteinn Guðmundsson fæddist 15. júní 1817. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Þorsteinsson, bóndi í Skarfanesi í Landsveit, Rang. og Hlíð í Gnúpverjahreppi, Árn., og Guðlaug Gunnarsdóttir. Þorsteinn nam bókband en var snemma drátthagur. Meira

Íþróttir

15. júní 2019 | Íþróttir | 258 orð | 1 mynd

Geta fagnað EM-sæti og hjálpað Erlingi

Aðeins með einbeittum vilja er hægt að teikna upp þá sviðsmynd að íslenska karlalandsliðið í handbolta komist ekki á EM í janúar. Meira
15. júní 2019 | Íþróttir | 54 orð | 1 mynd

Gott hljóð í Gísla eftir vel heppnaða aðgerð

Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleiksmaður hjá THW Kiel í Þýskalandi, er bjartsýnn á að ná fullum bata eftir axlarmeiðsli sem hafa plagað hann í rúmt ár. Meira
15. júní 2019 | Íþróttir | 246 orð | 1 mynd

Karlalandsliðið í handbolta er komið með níu fingur á farseðilinn í...

Karlalandsliðið í handbolta er komið með níu fingur á farseðilinn í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Austurríki, Svíþjóð og Noregi 10.-26. janúar á næsta ári. Meira
15. júní 2019 | Íþróttir | 205 orð | 3 myndir

Norðmaðurinn Karsten Warholm setti á fimmtudag nýtt Evrópumet í 400...

Norðmaðurinn Karsten Warholm setti á fimmtudag nýtt Evrópumet í 400 metra grindahlaupi á Bislett-leikunum í Ósló sem eru hluti af Demantamótaröðinni. Warholm, sem er 23 ára gamall, kom í mark á 47,33 sekúndum. Meira
15. júní 2019 | Íþróttir | 637 orð | 2 myndir

Opna þurfti Gísla til að greina meiðslin í öxlinni

Handbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik hjá THW Kiel, er bjartsýnn á að hann verði jafngóður og áður í öxlinni. Meira
15. júní 2019 | Íþróttir | 1176 orð | 2 myndir

Sögulegur sigur Toronto í Oakland

Í Oakland Gunnar Valgeirsson gval@mbl.is Toronto Raptors vann fyrsta meistaratitil sinn í NBA deildinni eftir sigur á Golden State Warriors 114:110 í sjötta leik liðanna í lokaúrslitarimmunni í fyrrakvöld. Liðið vann því þessi lokaúrslit 4:2. Meira

Sunnudagsblað

15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 78 orð

10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir stýra líflegum...

10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir stýra líflegum þjóðmálaþætti í beinni útsendingu á K100 alla sunnudagsmorgna. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 110 orð | 15 myndir

Allir út á pall!

Það er ekki seinna vænna að fara að taka til á pallinum fyrst sumarið ákvað að láta sjá sig í ár. Ýmislegt smart er í boði þegar kemur að garðhúsgögnum, jafnt fyrir stóra palla sem smáa. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 8 orð | 1 mynd

Andri Snær Helgason Nei, mjög sáttur við sólina...

Andri Snær Helgason Nei, mjög sáttur við... Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 3569 orð | 2 myndir

„Það er heilaþvottur í gangi“

Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Sérfræðingar eru samningslausir og virðist fátt miða áfram í þeim efnum. Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana. Þeir segja einkareknar læknastofur nauðsynlegan hlekk í keðjunni en að kerfin þurfi að vinna betur saman. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 21 orð

Bergrún Íris Sævarsdóttir er teiknari og barnabókahöfundur. Nýjasta bók...

Bergrún Íris Sævarsdóttir er teiknari og barnabókahöfundur. Nýjasta bók hennar, Kennarinn sem hvarf, vann til Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur fyrr á... Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 130 orð | 2 myndir

Crashed - How A Decade of Financial Crises Changed the World er ný bók...

Crashed - How A Decade of Financial Crises Changed the World er ný bók eftir breska sagnfræðinginn Adam Tooze. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 96 orð | 1 mynd

Dregur dilk á eftir sér

SJÓNVARP Tveir af saksóknurunum í máli fimmmenninganna sem fjallað er um í þáttunum When They See Us sem Netflix gaf út í síðasta mánuði hafa sagt sig úr sínum stöðum í kjölfarið. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 156 orð | 1 mynd

Ekkert klám í Keflavík

„Þess hefur verið getið í blöðum undanfarið, að hjer í bænum væru manna á meðal klámmyndir, sem teknar mundu vera á Keflavíkurflugvellinum. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 553 orð | 4 myndir

Erfitt að átta sig á útkastshorninu

Einar Vilhjálmsson var á heimsmælikvarða í spjótkasti á níunda áratugnum og fór með Gleðibanka-væntingar heillar þjóðar á herðunum inn á Ólympíuleikana í Los Angeles 1984 (og það áður en Gleðibankinn var saminn). Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 883 orð | 2 myndir

Er þetta raunveruleikinn?

Að níu dögum liðnum verða 20 ár liðin frá frumsýningu kvikmyndarinnar The Matrix hér á landi. Myndin setti fram byltingarkenndar hugmyndir um eðli raunveruleikans sem virðast ekkert svo fjarstæðukenndar í dag. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 10 orð | 1 mynd

Glenn Barkar Nei, þetta er besta sumar í manna minnum...

Glenn Barkar Nei, þetta er besta sumar í manna... Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 322 orð | 1 mynd

Góð bók eins og jógatími

Um hvað fjallar bókin Kennarinn sem hvarf? Kennarinn sem hvarf fjallar um hóp af krökkum sem mæta í skólann og kennarinn þeirra mætir ekki. Þau bíða og bíða eftir að kennarinn komi, en hún lætur ekki sjá sig. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 604 orð | 1 mynd

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Í sambandi við hreysti þá er mikilvægt að hafa í huga að markmiðið hlýtur að vera að sem flestir hreyfi sig í 30-60 mínútur á dag, óháð aldri. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 2726 orð | 9 myndir

Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan?

Þjóðkirkjan er stærsta trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 1916 orð | 8 myndir

Hæstu hæðir og lægstu lægðir

Eftir heimsókn til Kambódíu situr eftir í ferðalangnum hvað mannskepnan er fær um að gera bæði stórfenglega og hörmulega hluti. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 2002 orð | 10 myndir

Illa gefinn, nefstór og rangeygður

Vofur, geitur, dádýr, eldingar, nefstórir andstæðingar, litblinda, straujárn, strípimeyjar, rangur áburður, útkastshorn, dúfnabökur og blóð úr tvíbura sem aldrei fæddist eru á meðal skýringa/afsakana sem íþróttamenn hafa gripið til gegnum tíðina í því... Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 511 orð | 2 myndir

Í för með fjölleikahúsi Dylans

Lífið snýst ekki um það að finna sig eða finna nokkurn skapaðan hlut. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 53 orð | 1 mynd

Í hvaða fljóti er fossinn?

Einn af vatnsmeiri fossum landsins er Goðafoss í mynni Bárðardals nyrðra. Hann greinist í tvo meginfossa, er hæstur 17 m. og um 30 m. á breidd. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 391 orð | 1 mynd

Karlinn í pelsinum

Um stund velti ég því meira að segja fyrir mér hvort hann væri yfirhöfuð af þessum heimi. Þegar maður pælir í því, þá var hann svolítið annarsheimslegur. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 64 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila lausn krossgátu 16. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 21 orð | 1 mynd

Magdalena Faltir Nei, það var vont í fyrra. Nú er það svo gott og nú er...

Magdalena Faltir Nei, það var vont í fyrra. Nú er það svo gott og nú er ég alltaf í góðu... Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 744 orð | 1 mynd

Orkan okkar

Hinn mikli munur á milli dreifbýlis og þéttbýlis er ekki ásættanlegur og gengur gegn viðurkenndum meginreglum okkar um þokkalega jafnt aðgengi að innviðum á borð við samgöngur, fjarskipti og fleira. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 87 orð | 1 mynd

Pamela Anderson í nýjum þáttum á MTV

Fyrrum „Baywatch“ stjarnan Pamela Anderson er sögð munu birtast í raunveruleikaþáttunum „The Hills: New Beginnings“. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 135 orð | 2 myndir

Plantar sér enn í Laugardal

Robert Plant syngur á Secret Solstice-hátíðinni sem fram fer um næstu helgi. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagspistlar | 503 orð | 1 mynd

Sumarið sem kom

Svo komu bara fleiri og fleiri. Rigning varð fjarlæg minning og bændur grétu brunnin tún. Okkur var alveg sama. Við höfðum sól. Ekki varð það til að spilla fyrir að á sama tíma virtist sem allt Norðurlandið hefði gleymt lykilorðum sínum inn á alla samfélagsmiðlana. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 128 orð | 1 mynd

Tekur Cruise áskoruninni?

POPP Poppstjarnan og undrabarnið Justin Bieber kom sér í fréttirnar í vikunni fyrir heldur óvenjulegar sakir. Skoraði hann á hasarleikarann Tom Cruise í bardaga á Twitter-síðu sinni. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 180 orð | 4 myndir

Til sýnis í Tívolí

Ég hef alltaf lesið mikið og er yfirleitt með margar bækur á náttborðinu. Mér finnst gaman að lesa ævisögur ef þær eru vel skrifaðar eins og t.d. ævisaga Guðjóns Friðrikssonar um Einar Benediktsson skáld . Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 60 orð | 1 mynd

Titiltónlist frá Drake

TÓNLIST Tónlistarmaðurinn Drake er líklega þekktasti stuðningsmaður nýkrýndra NBA-meistara Toronto Raptors. Eftir sigur liðsins á Golden State Warriors í úrslitum deildarinnar aðfaranótt föstudags var kappinn heldur betur kátur. Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 12 orð | 1 mynd

Unnur Björk Jóhannsdóttir Já, ég geri það. Ég elska lyktina af...

Unnur Björk Jóhannsdóttir Já, ég geri það. Ég elska lyktina af... Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 409 orð | 1 mynd

Vatnadans á Vestfjörðum

Bandarískur danslistahópur mun flytja gjörning á Listasafni Samúels í Selárdal til að vekja athygli á vatnstengdum vandamálum á vegum Global Water Dances. Dansað verður á sama tíma um allan heim. Pétur Magnússon petur@mbl.is Meira
15. júní 2019 | Sunnudagsblað | 1063 orð | 2 myndir

Ætti pillunum að sturta?

Margir taka inn fæðubótarefni að staðaldri og telja það nauðsynlegt til að viðhalda góðri heilsu. Næringarfræðingur segir oft enga ástæðu til inntöku þeirra og þau geti jafnvel verið skaðleg. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.