Sviðsljós Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Ekki er langt í að heimasímar sem teknir eru í gegnum PSTN-kerfi, sem flestir þekkja sem gömlu góðu símalínurnar, muni heyra sögunni til. Í fyrra voru í fyrsta skipti fleiri fastlínusímar, í daglegu tali heimasímar, teknir í gegnum svokallað Voice over IP kerfi (VoIP) , sem fer yfir netið, heldur en um PSTN-kerfið. Síminn, áður Landssími Íslands hf., mun á næsta ári loka símstöðvum sem keyra PSTN-kerfið. Þetta og fleira segja Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, og Guðmundur Jóhannsson, upplýsingafulltrúi Símans, í samtali við Morgunblaðið.
Meira