Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Á góðum skipum með traustri og góðri áhöfn er þetta starf ævintýrið eitt, ekki síst á dögum eins og núna þegar er sól og blíða og sjórinn hér á sundinu milli lands og Eyja spegilsléttur. Það er fínt að enda ferilinn svona,“ segir Ívar Gunnlaugsson, skipstjóri á Herjólfi. Frá liðnu hausti – og einnig fyrr á árum – hefur hann verið skipstjóri á Vestmannaeyjaferjunni, skipinu sem tekið verður úr þjónustu þegar ný ferja, sem kom til landsins um daginn, fer í áætlunarsiglingar. Þar með lýkur sjómannsferli Ívars sem spannar 52 ár.
Meira