Greinar þriðjudaginn 2. júlí 2019

Fréttir

2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 179 orð

649 ófrjósemisaðgerðir í fyrra

Gerðar voru 649 ófrjósemisaðgerðir hér á landi í fyrra og er það svipaður fjöldi og undanfarin ár. 1.049 þungunarrof voru framkvæmd hér í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Það samsvarar 12,8 fóstureyðingum á hverjar 1. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Augnablik við Jökulsárlón

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi verður á morgun, miðvikudag, formlega opnuð sýning á ljósmyndum Ragnars Th. Sigurðssonar af Vatnajökli og nágrenni hans. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 153 orð

Árborg tekur á móti sýrlensku flóttafólki

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, gerði nýverið samning við Gísla H. Halldórsson, bæjarstjóra Árborgar, um móttöku flóttafólks frá Sýrlandi. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Dagsektir útfærðar í reglugerð

Drög að reglugerð um beitingu dagsekta Jafnréttisstofu eru nú í samráðsgátt, en með reglugerðinni er kveðið nánar á um beitingu á dagsektarheimildum í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Eggert

Sumar og sól Eftir því sem leið á daginn í gær batnaði veðrið á höfuðborgarsvæðinu og þá var gott að viðra hundinn, eins og þessir félagar gerðu á... Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 1277 orð | 1 mynd

Ekki allt í röð og reglu heima hjá mér

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það er svo merkilegt að eftir að fólk hefur skipulagt hjá sér, þá fer það að koma ýmsu í verk sem það hefur lengi langað að framkvæma. Það er mikilvægt að fólk skipuleggi sig til að geta gert allt sem það vill gera, alveg óháð því á hvaða aldri það er. Í mínu starfi sé ég að þegar fólk ræðst í skipulagsbreytingar hjá sér þá kemur alltaf eitthvað rosalega fallegt út úr því,“ segir Virpi Jokinen sem á og rekur fyrirtækið Á réttri hillu, en þar býður hún upp á skipulagsaðstoð fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki. Meira
2. júlí 2019 | Erlendar fréttir | 115 orð

Engin sátt um Timmermans

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, frestaði um hádegisbilið í gær leiðtogafundi sambandsins, en þeir höfðu þá setið á rökstólum í um 18 klukkutíma án þess að ná samkomulagi um það hverjir eigi að taka við nokkrum helstu embættum... Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 400 orð | 2 myndir

Engum börnum vísað frá í ár

Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Engum börnum hefur á þessu ári verið vísað frá neyðarvistun Stuðla, meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, en dæmi voru um að ungir fíklar hefðu í fyrra ekki fengið inni í neyðarvistun á heimilinu vegna plássleysis. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Ennþá er spurn eftir sláttutólum fortíðarinnar

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Nokkur eftirspurn er hér á landi eftir orfum og ljáum, en auglýsing í Morgunblaðinu í gær vakti forvitni fyrir þær sakir að verslunin Brynja við Laugaveg auglýsti þar til sölu orf úr áli og tré, ljá og heyhrífu. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Facebook og Snapchat útbreiddustu samfélagsmiðlarnir

Facebook og Snapchat eru útbreiddustu miðlarnir á Íslandi, samkvæmt könnun Gallup sem gerð var í sumar. Instagram, sem er í eigu Facebook, fylgir fast á hæla Facebook hjá ungum konum en 91% ungra kvenna er skráð á Instagram og 97% á Facebook. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 589 orð | 2 myndir

Fjölskyldan oft og tíðum hindrun

Fréttaskýring Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Meðalgiftingaraldur hefur hækkað um allan heim og fæðingartíðni lækkað, auk þess sem konur hafa aukið efnahagslegt sjálfstæði, heilt yfir. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Flestir á Facebook en Instagram vex

Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Facebook er vinsælasti samfélagsmiðillinn meðal Íslendinga, ungra jafnt sem aldinna, og mun fleiri konur nota samfélagsmiðla en karlar. Snapchat er í öðru sæti og næst kemur Instagram. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 392 orð | 2 myndir

Gott vor fyrir fuglana

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kríur voru byrjaðar að bera æti í unga sína á Stokkseyri í gær, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar, ljósmyndara og fuglafræðings. Hann var að koma úr hringferð um landið. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 239 orð

Hafa allir undirritað samkomulag um Þjóðhagsráð

Fulltrúar stjórnvalda, Seðlabankans og heildarsamtaka á vinnumarkaði hafa nú allir undirritað nýtt samkomulag um hlutverk og umgjörð Þjóðhagsráðs. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Hneykslun og reiði

„Ferðafélagið lætur þetta ekki átölulaust,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, um háttalag tiltekinna fjallahjólreiðamanna. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Hrókeringar í utanríkisþjónustunni

Bergdís Ellertsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, mun taka við embætti sendiherra í Bandaríkjunum 1. ágúst, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 419 orð | 1 mynd

Hættur í formlegri vinnu og krækti í þann stóra

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Það getur reynst erfitt að rífa sig upp en Hjálmar Waag Árnason og Valgerður Guðmundsdóttir standa frammi fyrir því eftir að hafa fest rætur í Reykjanesbæ. „Það eru mikil átök að pakka eftir að hafa búið á sama stað í 37 ár,“ segir Hjálmar. „Ekki er ákveðið hvar við setjumst að þegar við verðum stór, en við byrjum á því að flytja til Reykjavíkur og svo er sennilegt að við endum aftur í Reykjanesbæ, þar sem við eigum stóran vinahóp og mikið tengslanet.“ Meira
2. júlí 2019 | Erlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Íranar komnir yfir leyfilegt magn

Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, tilkynnti í gær að Íranar ættu nú meira en 300 kílógrömm af auðguðu úrani, en það er hámarkið sem þeim var sett samkvæmt kjarnorkusamkomulagi landsins við alþjóðasamfélagið árið 2015. Meira
2. júlí 2019 | Erlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Japanir hefja hvalveiðar á ný

Japanskir hvalveiðimenn sjást hér hella hrísgrjónavíni eða sake yfir nýveidda hrefnu, en hvalurinn var einn af þeim fyrstu sem dregnir voru að landi í gær eftir að Japanir hófu á ný hvalveiðar í ágóðaskyni. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Lega örnefna gæti glatast

380.000 örnefni eru óstaðsett hérlendis og vinnur starfsfólk Landmælinga Íslands nú í kapphlaupi við tímann við að staðsetja þau áður en vitneskja um staðsetningu þeirra glatast. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Lögregla rýmdi þinghúsið í Hong Kong

Lögreglumenn beittu táragasi og kylfum gegn hundruðum mótmælenda utan við þinghús Hong Kong-héraðs í gær. Þá höfðu mótmælendur brotist inn í þinghúsið og stjórnarskrifstofur. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 131 orð

Margir fara utan til lækninga

Hei Medical Travel hefur um nokkurt skeið boðið Íslendingum aðstoð við að fá heilbrigðisþjónustu erlendis. Um tíma var boðið upp á liðskiptaaðgerðir á sjúkrahúsi í Lettlandi en samstarfið gekk ekki. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Mávur á höfði Jóns

Styttan af Jóni Sigurðssyni forseta á Austurvelli hefur mátt þola margt í gegnum tíðina. Í búsáhaldabyltingunni fékk Jón að kenna á því og einnig á dögunum í mótmælum hælisleitenda. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 180 orð

Meint undirboð Póstsins

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 437 orð | 2 myndir

Mikill áhugi á læknismeðferðum ytra

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Fólk vill vera á öruggu svæði og Norðurlöndin hafa verið mjög vinsæl í þessu tilliti,“ segir Guðjón Ólafur Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri Hei Medical Travel. Meira
2. júlí 2019 | Erlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Mótmælendur tóku yfir þinghúsið

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fjöldamótmæli brutust út í Hong Kong í gær, en þá voru 22 ár liðin frá því að Bretar afhentu Kínverjum yfirráð yfir nýlendu sinni þar. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 594 orð | 1 mynd

Segja Íslandspóst standa í undirboðum

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Það er ýmislegt sem við höfum verið að keyra í gegnum tíðina sem er horfið af því að þeir eru að bjóða þetta langt niður,“ segir Kristinn Sigurðsson, stjórnarformaður hjá Sendibílastöðinni. Hann, ásamt fleirum í sama geira, sakar Íslandspóst um að hafa til lengri tíma stundað undirboð á akstri. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Sláttumenn kaupa enn orf og ljái

Orf og ljáir seljast enn í versluninni Brynju við Laugaveg. Brynjólfur H. Björnsson framkvæmdastjóri segir að þessi amboð henti ágætlega í ákveðin verk og jafnvel betur en nýrri tól. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Tillögur auglýstar að deiliskipulagi við Kerið

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Auglýstar hafa verið tillögur að deiliskipulagsáætlunum við Kerið í Grímsnes- og Grafningshreppi. Er þar gert ráð fyrir að afmarkaðar verði tvær lóðir austast á svæðinu undir gestastofu, bílastæði og þjónustubyggingar. Meira
2. júlí 2019 | Erlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Trump hampað fyrir Panmunjom-fundinn

Ríkisfjölmiðlar Norður-Kóreu hömpuðu Donald Trump í gær fyrir að hafa fundað með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, á sunnudaginn í landamæraþorpinu Panmunjom. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Umferð um hringveginn í júní jókst mun meira nú en í fyrra

Umferðin á hringveginum í nýliðnum júní jókst um 6,1% og er það mun meiri aukning en mældist á sama tíma í fyrra, að því er segir í frétt Vegagerðarinnar. Umferðin á Austurlandi dróst aftur saman. Meira
2. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Örnefnin týnist ekki

Starfsfólk Landmælinga Íslands er nú í kapphlaupi við tímann við að staðsetja fjölda örnefna víða um landið áður en vitneskja um staðsetningu þeirra glatast. Talið er að 380 þúsund örnefni séu óstaðsett hérlendis en 120 þúsund hafa nú þegar verið skráð. Meira

Ritstjórnargreinar

2. júlí 2019 | Leiðarar | 677 orð

GGGGGGGGGG GGGGGGGGGG

Heimsleiðtogar töldu G upp á tuttugu Meira
2. júlí 2019 | Staksteinar | 209 orð | 1 mynd

Súrsæt hugmynd um skattahækkun

Vinstri grænir sjá víða matarholu fyrir ríkissjóð og sú nýjasta er sykur. Nú vilja þingmenn flokksins skattleggja sykur sérstaklega og ein af röksemdunum sem færð hefur verið fram er að þetta sé „ekki séríslensk hugmynd“, flest ríki Bandaríkjanna hafi til dæmis farið þessa leið, eins og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, nefndi í útvarpsviðtali. Meira

Menning

2. júlí 2019 | Fjölmiðlar | 212 orð | 1 mynd

Doddinn í'ða

Þeim gamalgróna útvarpsþætti Næturvaktinni á Rás 2 var óvænt og skyndilega skotið á sporbaug um jörðu þegar Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli, settist í sjóðheitt sæti umsjónarmanns fyrir skemmstu. Meira
2. júlí 2019 | Tónlist | 45 orð | 1 mynd

Frumsamin lög og amerískir söngdansar

Kvartett saxófónleikarans Hauks Gröndal kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30 og flytur djasstónlist úr ýmsum áttum, frumsamin lög og klassíska ameríska söngdansa. Meira
2. júlí 2019 | Tónlist | 212 orð | 4 myndir

Laddi, Króli, Ragga og Björn í söngleik

Búið er að ráða í öll hlutverk söngleikjarins We Will Rock You sem verður frumsýndur í Háskólabíói 9. ágúst en miðasala hefst á hann 5. júlí á Tix.is. Meira
2. júlí 2019 | Tónlist | 244 orð | 1 mynd

Lög frá upphafi einsöngslagsins

Þrítugasta og fyrsta starfsár sumartónleika Listasafns Sigurjóns Ólafssonar hefst í kvöld, þriðjudag, klukkan 20. Meira
2. júlí 2019 | Tónlist | 118 orð | 2 myndir

Páll og Tui taka við sumartónleikum

Páll Ragnar Pálsson tónskáld og eistneska söngkonan, tónlistarfræðingurinn og rithöfundurinn Tui Hirv hafa verið ráðin sem listrænir stjórnendur og framkvæmdastjórar hinnar vinsælu og gamalgrónu hátíðar Sumartónleika í Skálholti sem hefjast á... Meira
2. júlí 2019 | Tónlist | 560 orð | 3 myndir

Samhljómur á fjölskylduhátíð

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl. Meira
2. júlí 2019 | Tónlist | 741 orð | 3 myndir

Sérstakt að sýna óperu í hitabylgju

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Íslensku óperunni var boðið að vera með fyrstu sýninguna á virtri óperuhátíð í Búdapest, Armel-hátíðinni, en hún stendur í viku með mörgum óperusýningum, bæði þar í borg og í Vín. Hátíðin hefst í kvöld með sýningu Íslensku óperunnar í Mupa-leikhúsinu í Búdapest á verðlaunaóperu Daníels Bjarnasonar, Brothers, en hún var frumflutt hér á landi fyrir ári. Meira

Umræðan

2. júlí 2019 | Aðsent efni | 311 orð | 1 mynd

Bandaríkjaher læðist inn í landið með samþykki Alþingis

Eftir Eyþór Heiðberg: "Allt tal Íslendinga um loftslagsmál verður þá marklaust hjal, því þoturnar menga svo andrúmsloftið." Meira
2. júlí 2019 | Aðsent efni | 755 orð | 1 mynd

„Eigi leið þú oss í freistni“ – eða hvað?

Eftir Rúnar Má Þorsteinsson: "Viðleitni páfa til að túlka „Faðir vorið“ er skiljanleg, en breytingin á sjálfri þýðingunni virðist ekki gerð á forsendum hins forna texta." Meira
2. júlí 2019 | Pistlar | 462 orð | 1 mynd

Hvenær er ég í vinnunni?

Stutta svarið er alltaf. Það er hins vegar ekki fullkomlega nákvæmt svar. Í síðustu viku var ég til dæmis að elta boltastrák á Orkumótinu í Vestmannaeyjum. Meira
2. júlí 2019 | Aðsent efni | 582 orð | 1 mynd

Nýr Axarvegur breytir engu

Eftir Guðmund Karl Jónsson: "Brýnt er að framkvæmdum við tvíbreiðar brýr milli Reyðarfjarðar og Breiðdalsvíkur verði flýtt, til að losna við einbreiðu brýrnar sem þungaflutningarnir eyðileggja á þessari leið." Meira
2. júlí 2019 | Aðsent efni | 472 orð | 1 mynd

Opið bréf til sjávarútvegsráðherra

Eftir Sveinbjörn Jónsson: "Er ekki kominn tími til að „umhverfisjafna“ þessa dýrustu stofnun Íslandssögunnar?" Meira
2. júlí 2019 | Aðsent efni | 566 orð | 1 mynd

Skírnin

Eftir Gunnar Björnsson: "„Sá, sem trúir og skírist, mun hólpinn verða,“ stendur skrifað." Meira
2. júlí 2019 | Aðsent efni | 817 orð | 1 mynd

Vegið að sál og sögu sjálfstæðismanna

Eftir Viðar Guðjohnsen: "Davíð varaði einnig við hringamyndun í viðskiptalífinu og samþjöppun valds á fjölmiðlamarkaði." Meira

Minningargreinar

2. júlí 2019 | Minningargreinar | 2198 orð | 1 mynd

Eva Ragnarsdóttir

Eva Harne Ragnarsdóttir fæddist 14. júlí 1922 í Reykjavík. Hún lést 12. júní 2019. Meira  Kaupa minningabók
2. júlí 2019 | Minningargreinar | 528 orð | 1 mynd

Guðrún Helga Finnbogadóttir

Guðrún Helga Finnbogadóttir fæddist í Bolungarvík 25. júní 1929. Hún lést 17. júní 2019. Hún var dóttir Finnboga Bernódussonar, f. 26. júlí 1892, d. 9. nóvember 1980, og Sesselju Sturludóttur, f. 14. september 1893, d. 21. janúar 1963. Meira  Kaupa minningabók
2. júlí 2019 | Minningargreinar | 2063 orð | 1 mynd

Magnea Erna Auðunsdóttir

Magnea Erna Auðunsdóttir fæddist 22. desember 1929 í Vestmannaeyjum. Hún lést 23 júní 2019. Foreldrar hennar voru Auðunn J. Oddsson formaður, f. 25.9. 1893, á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, d. 29.12. 1969, og Steinunn S. Gestsdóttir húsmóðir, f. 29.8. Meira  Kaupa minningabók
2. júlí 2019 | Minningargrein á mbl.is | 1033 orð | 1 mynd | ókeypis

Tryggvi Jóhannes Gestsson

Tryggvi Jóhannes Gestsson fæddist 14. september 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 23. júní 2019.Foreldrar Tryggva voru Gestur Jóhannesson, f. 1897, d. 1992, verkamaður og Lísbet Tryggvadóttir, f. 1904, d. 1989, verkakona á Akureyri. Meira  Kaupa minningabók
2. júlí 2019 | Minningargreinar | 1746 orð | 1 mynd

Tryggvi Jóhannes Gestsson

Tryggvi Jóhannes Gestsson fæddist 14. september 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 23. júní 2019. Foreldrar Tryggva voru Gestur Jóhannesson, f. 1897, d. 1992, verkamaður og Lísbet Tryggvadóttir, f. 1904, d. 1989, verkakona á Akureyri. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. júlí 2019 | Viðskiptafréttir | 672 orð | 2 myndir

Má aldrei vanta fugla

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fuglar hannaðir af Sigurjóni Pálssyni njóta mikilla vinsælda í hönnunarversluninni Epal, sem er með höfuðstöðvar í Skeifunni 6 og útibú í Hörpu, Kringlunni og á Laugavegi. Fuglarnir eru bæði framleiddir af danska hönnunarfyrirtækinu Normann Copenhagen, og af Epal sjálfu. Meira
2. júlí 2019 | Viðskiptafréttir | 134 orð | 1 mynd

Pósturinn hefur eignasölu

Íslandspóstur hefur hafið undirbúning að sölu á prentsmiðjunni Samskiptum sem verið hefur í eigu fyrirtækisins frá árinu 2006. Meira
2. júlí 2019 | Viðskiptafréttir | 90 orð | 1 mynd

Salan á lokametrunum

Icelandair Group vinnur nú að því að ljúka samningaviðræðum um sölu fyrirtækisins á Icelandair Hotels. Þetta kom fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gærmorgun. Meira

Fastir þættir

2. júlí 2019 | Fastir þættir | 165 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. Rf3 Rf6 4. h3 g6 5. d4 cxd4 6. Rxd4 Bg7 7. g3 Rc6...

1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. Rf3 Rf6 4. h3 g6 5. d4 cxd4 6. Rxd4 Bg7 7. g3 Rc6 8. Be3 0-0 9. Bg2 Rxd4 10. Bxd4 Be6 11. 0-0 a6 12. He1 Hc8 13. Rd5 Bxd5 14. exd5 Rd7 15. Bxg7 Kxg7 16. c3 He8 17. Dd4+ Kg8 18. He2 Db6 19. Dh4 Re5 20. Kh2 Kg7 21. Hd1 Hc4 22. Meira
2. júlí 2019 | Í dag | 99 orð | 2 myndir

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með...

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. Þú ferð framúr með bros á vör. Fréttir á klukkutíma fresti. 10 til 14 Þór Bæring Þór Bæring leysir Ernu Hrönn af í dag. Meira
2. júlí 2019 | Í dag | 274 orð

Af hundi, bílbelti og þorsta

Á föstudaginn birtist frétt af árekstri á mbl.is: „Konan var ein í bíl ásamt hundi, sem rotaðist við áreksturinn. Hundurinn var sá eini í bílunum tveimur sem var ekki í bílbelti. Meira
2. júlí 2019 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Akranes Ari Jakobsson fæddist 16. nóvember 2018. Hann vó 4.726 g og var...

Akranes Ari Jakobsson fæddist 16. nóvember 2018. Hann vó 4.726 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Jakob Arnar Eyjólfsson og Guðdís Jónsdóttir... Meira
2. júlí 2019 | Árnað heilla | 688 orð | 3 myndir

Bjóst ekki við að verða gamalt skáld

Jóhann Hjálmarsson fæddist 2. júlí 1939 í Reykjavík en ólst upp á Hellissandi að níu ára aldri þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Jóhann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1956, stundaði prentnám við Iðnskólann í Reykjavík 1956-1959 og spænskunám við Háskólann í Barselóna 1959 og 1965-66. Hann fór í margar námsferðir, m.a. til Spánar 1996, þar sem hann dvaldist sumarlangt í þýðingarmiðstöðinni í Tarazona. Meira
2. júlí 2019 | Í dag | 91 orð | 1 mynd

Chris Pratt fékk gælusvín í afmælisgjöf

Chris Pratt fagnaði fertugsafmælinu sínu á dögunum og eiginkona hans Katherine Schwarzenegger ákvað að koma honum á óvart með gjöf sem er ansi óhefðbundin en hún gaf honum tvö lítil gælusvín. Meira
2. júlí 2019 | Árnað heilla | 92 orð | 1 mynd

Hörður Jónasson

60 ára Hörður ólst upp á Skagaströnd frá 7 ára aldri hjá afa sínum og ömmu og býr í Reykjavík. Hann er stúdent frá Flensborg á viðskiptasviði. Hann vann hjá Póstinum í 20 ár og Olís í 4 ár og vinnur nú að tölvuverkefnum fyrir Suss.education. Meira
2. júlí 2019 | Í dag | 59 orð

Málið

„Hún var ekki öll þar sem hún var séð.“ Þetta er ein af kærustu hneykslunarhellum þessa þáttar. Sögnin að verða ofurliði borin af sögninni að vera . Í svona tilfellum þýðir verða að takast , að vera unnt . Meira
2. júlí 2019 | Árnað heilla | 84 orð | 1 mynd

Ólafur Björnsson

40 ára Ólafur fæddist í New York og bjó þar til þriggja ára aldurs en ólst síðan upp í Reykjavík og býr þar. Hann er kennari að mennt og vinnur sem sérkennari í Brúarskóla. Hann er maraþonhlaupari. Maki : Stella Steinþórsdóttir, f. Meira

Íþróttir

2. júlí 2019 | Íþróttir | 197 orð | 1 mynd

45 ára kempa við hlið Viktors

Viktor Gísli Hallgrímsson, hinn ungi landsliðsmarkvörður í handknattleik sem samdi við danska félagið GOG í vor, mun á næsta tímabili fá samkeppni frá gömlum reynslubolta hjá liðinu. Meira
2. júlí 2019 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

EM kvenna Leikið í Lettlandi og Serbíu: Umspil um sæti í 8-liða...

EM kvenna Leikið í Lettlandi og Serbíu: Umspil um sæti í 8-liða úrslitum: Svíþjóð – Lettland 77:62 Bretland – Svartfjallaland 92:71 Norðurlandamót U16 stúlkna Finnland – Ísland 52:47 *Ísland hafnaði í 4. sæti. Meira
2. júlí 2019 | Íþróttir | 736 orð | 2 myndir

Hlýddi kennaranum og sló Íslandsmetið

Frjálsar Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég var alltaf á fullu í fimleikum. Við tókum svo eitthvert hlaupapróf í grunnskóla, þegar ég var 13 ára, þar sem við hlupum 100 metra sprett. Íþróttakennarinn minn sagði að ég hefði bara slegið Íslandsmet og að ég yrði að fara á frjálsíþróttaæfingu.“ Einhvern veginn svona hefst sagan af því hvernig 25 ára Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur í 100 metra hlaupi féll um helgina, á einstökum degi í íslenskri frjálsíþróttasögu. Meira
2. júlí 2019 | Íþróttir | 164 orð | 1 mynd

Hótelheimsókn eða njósnir?

Forráðamenn enska knattspyrnusambandsins eru æfir yfir þeirri staðreynd að fulltrúar bandaríska landsliðsins hafi fengið að valsa um hótel enska landsliðsins í Lyon, fyrir leik liðanna í undanúrslitum HM í kvöld. Meira
2. júlí 2019 | Íþróttir | 116 orð | 2 myndir

*Íslensk landslið í körfuknattleik tryggðu sér í gær tvenn bronsverðlaun...

*Íslensk landslið í körfuknattleik tryggðu sér í gær tvenn bronsverðlaun á Norðurlandamóti yngri landsliða sem lauk í gær. Meira
2. júlí 2019 | Íþróttir | 265 orð | 1 mynd

Íþróttafréttamenn í dag eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Efnið sem...

Íþróttafréttamenn í dag eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Efnið sem fólk sendir frá sér er mismunandi og að sjálfsögðu er lítið annað að gera en að fagna öllum fjölbreytileikanum. Meira
2. júlí 2019 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

Kemur aftur í Val í fjórða sinn

Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður Íslandsmótsins 2018, er kominn í raðir Íslandsmeistara Vals á ný en félagið tilkynnti í gær að það hefði keypt danska framherjann aftur af moldóvska liðinu Sheriff, þaðan sem Pedersen var seldur í haust. Meira
2. júlí 2019 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

Kemur sá þrettándi til Eyja?

Heimir Hallgrímsson hætti sem þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu að loknu keppnistímabilinu 2011 og á hálfu áttunda ári frá þeim tíma hafa tólf þjálfarar stýrt liðinu. Meira
2. júlí 2019 | Íþróttir | 176 orð | 3 myndir

*Körfuknattleiksmaðurinn öflugi Kevin Durant er á leið til Brooklyn Nets...

*Körfuknattleiksmaðurinn öflugi Kevin Durant er á leið til Brooklyn Nets eftir að hafa spilað með Golden State Warriors í þrjú ár. Meira
2. júlí 2019 | Íþróttir | 1041 orð | 8 myndir

Meistarasvipur á KR-liðinu

Vesturbær/Fossvogur/Grindavík Guðmundur Hilmarsson Stefán Stefánsson Jóhann Ingi Hafþórsson Heilsteypt og gott KR-lið vann sanngjarnan 2:0-sigur gegn Breiðabliki í toppslag Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu á Meistaravöllum í gærkvöld þar sem á... Meira
2. júlí 2019 | Íþróttir | 764 orð | 3 myndir

Mömmu bannað að æfa en Sveindís sló ung í gegn

JÚNÍ Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Sveindís Jane Jónsdóttir er á sinni fimmtu leiktíð með meistaraflokki Keflavíkur. Fyrir tæpum þremur árum var hún fengin á sínar fyrstu æfingar með A-landsliði Íslands. Meira
2. júlí 2019 | Íþróttir | 28 orð | 1 mynd

Opna Evrópumót U17 karla Leikið í Gautaborg: Holland – Ísland...

Opna Evrópumót U17 karla Leikið í Gautaborg: Holland – Ísland 21:28 Svartfjallaland – Ísland 23:28 *Ísland leikur við Rúmeníu í dag og við Ítalíu og Austurríki á... Meira
2. júlí 2019 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild karla KR – Breiðablik 2:0 Víkingur R. – ÍA...

Pepsi Max-deild karla KR – Breiðablik 2:0 Víkingur R. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.