Sviðsljós Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Aldur fæðandi kvenna á Landspítala (LSH), þar sem yfir 70% fæðinga á Íslandi verða, hefur síðastliðin ár og áratugi hækkað umtalsvert. Sem dæmi var meðalaldur fæðandi kvenna 28,5 ár árið 1998, 29,4 ár árið 2008 og í fyrra var hann kominn upp í 30,2 ár. Hefur því meðalaldur fæðandi kvenna hækkað um tæpt ár fyrir hvorn áratug frá 1998.
Meira