Greinar laugardaginn 6. júlí 2019

Fréttir

6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 634 orð | 2 myndir

Alþjóðleg leit að orsökum hreyfiveiki

Sviðsljós Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Skilningur á hreyfiveiki hefur farið vaxandi að undanförnu í kjölfar nýrrar tækni, m.a. sýndarveruleika, sem hleypt hafi nýju blóði í rannsóknir á þessu sviði. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Ásgeir Pétursson jarðsettur

Ásgeir Pétursson, fyrrverandi sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og bæjarfógeti í Kópavogi, var jarðsunginn í Langholtskirkju í gær. Ásgeir var fæddur 21. mars 1922 í Reykjavík en lést 24. júní sl. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 798 orð | 3 myndir

„Menn hafa eðlilega áhyggjur“

Stangveiði Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hvar er laxinn? spyrja veiðimenn sem veiðileyfasalar sig þessa dagana og ekki að undra, myndin sem tölurnar draga upp af laxveiðinni til þessa er ekki ýkja björt. Af fimmtán aflahæstu ánum og veiðisvæðunum til þessa hefur aðeins veiðst meira nú í einni, Eystri-Rangá, en á sama tíma í fyrra. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 1351 orð | 2 myndir

Biðin var Íslandspósti dýrkeypt

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á þessum áratug hefur erlendum póstsendingum fjölgað mikið hjá Íslandspósti. Tapið af hverjum pakka safnaðist saman en sendingunum fjölgaði með vaxandi netverslun. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

Byggð þróuð á verðmætum reit

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þegar borgarráð samþykkti að ganga til samninga við Víking um að taka við íþróttastarfi Fram við Safamýri var undanskilið stórt grassvæði, sem knattspyrnumenn hafa notað til æfinga. Í samþykkt borgarráðs var sagt að þetta svæði yrði tekið til annarrar þróunar, eins og það var kallað. Um er að ræða afar verðmætt svæði nálægt Miklubraut, gegnt Kringlunni. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 197 orð

Bætur án lagastoðar

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Póstmarkaðurinn hefur kært úrskurð Póst- og fjarskiptastofnunar varðandi bætur til handa Íslandspósti. Stofnunin tók til greina kröfu Íslandspósts og var fjárhæðin ákvörðuð 1.463 milljónir króna. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 87 orð

Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í síðasta mánuði fyrir nauðgun. Brot mannsins átti sér stað í heimahúsi í janúar í fyrra. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 14 orð | 1 mynd

Eggert

Í Mosfellsdalnum Þegar andstæðingarnir eru óárennilegir er ráð að setja upp sinn grimmasta... Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 312 orð

Engin einföld lausn á vandanum

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir enga einfalda lausn vera á þeim mikla umferðarvanda sem daglega skapast við Vatnsmýri í Reykjavík. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 378 orð

Fyllsta tillitssemi ekki sýnd

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Baldur Arnarson blaðamaður og ritstjórn Morgunblaðsins teljist hafa brotið siðareglur félagsins í umfjöllun um starfslok Auðuns Freys Ingvarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra... Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 475 orð | 2 myndir

Gengur 643 kílómetra með rúm tvö ár í áttrætt

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Fylkir Þórisson, sem er á 78. aldursári, gengur nú lengstu pílagrímsleið í Noregi, Veg Ólafs helga, frá Osló til Þrándheims. Meira
6. júlí 2019 | Erlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

Grafið undan réttarríkinu

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagði að grafið hefði verið undan grunnstofnunum og réttarríkinu í Venesúela, þegar hún kynnti skýrslu mannréttindaráðs samtakanna í gær. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Gras víkur fyrir byggð

Stórt grassvæði nálægt Miklubraut, sem knattspyrnumenn Fram hafa notað til æfinga undanfarna áratugi, verður tekið til annarra nota. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 433 orð | 1 mynd

Grjóttínsla í blóðinu

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Urð og grjót. Upp í mót. Ekkert nema urð og grjót. Upphaf ljóðsins Fjallgöngu eftir Tómas Guðmundsson kemur upp í hugann í spjalli um grjóttínslu við Steinþór Björnsson á Hvannabrekku austur í Berufirði. Sveitalífið er fjölbreytt og að ýmsu þarf að hyggja. Ábúendur á Hvannabrekku hafa ræktað land á mjög grýttu svæði lengur en elstu menn muna og mikilvægur þáttur í ræktun landsins er að tína grjótið og fjarlægja það. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Hefði átt að vera rætt í borgarstjórn

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, segir að deiliskipulag Stekkjarbakka Þ73, sem samþykkt var í borgarráði, hefði átt að fara í borgarstjórn þar sem hægt væri að ræða það fyrir opnum tjöldum. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 366 orð | 1 mynd

Heimilar upptöku máls feðganna

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Ég vona að okkar barátta komi bæði til með að hjálpa okkur og öðrum sem lenda í sömu stöðu,“ segir Asadullah Sarwary, hælisleitandi frá Afganistan. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Hægt að líta í berjamó í byrjun ágúst

Að sögn Sveins Rúnars Haukssonar, eins helsta berjasérfræðings landsins, má gera ráð fyrir góðri berjasprettu í haust en hann segir að líklega verði hægt að líta í berjamó í byrjun ágúst. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 136 orð

Íslenskri konu nauðgað á Krít

Lögreglan á Krít hefur handtekið tvo þýska karlmenn sem grunaðir eru um að hafa nauðgað 19 ára íslenskri konu í bænum Hersonissos í síðasta mánuði. Báðir karlmennirnir, sem eru 34 ára og 38 ára, neita sök og segjast aldrei hafa hitt konuna. Meira
6. júlí 2019 | Erlendar fréttir | 133 orð

Krefjast þess að olíuskipinu verði sleppt

Íranar kröfðust þess í gær að Bretar slepptu olíuflutningaskipi sem var stöðvað í fyrradag við Gíbraltar, en skipið var sagt á leiðinni til Sýrlands í trássi við viðskiptabann Evrópusambandsins. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 775 orð | 2 myndir

Kýlt í gegn á lokuðum fundi fárra

Kristján H. Johannessen Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Þór Steinarsson „Mörkin voru skýr þegar borgin sjálf gerði skýrslu árið 2016, en þá var þetta svæði innan Elliðaárdals. Það getur varla margt hafa breyst frá þeim tíma sem þessi skýrsla var unnin,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Meira
6. júlí 2019 | Erlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Litlar líkur á að það takist að bjarga INF

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, varaði við því í gær að litlar líkur væru á að hægt væri að bjarga INF-sáttmálanum frá 1987, sem Bandaríkin og Sovétríkin gerðu sín á milli um útrýmingu meðaldrægra eldflauga. Meira
6. júlí 2019 | Erlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

MAD-tímaritið kemur út hinsta sinni

Bandarískir gamanleikarar og háðfuglar syrgðu í gær á samfélagsmiðlum þegar fregnir bárust af því að bandaríska húmortímaritið MAD myndi leggja upp laupana í haust. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Mannekla ástæða lokananna

Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Mönnunarvandi er ástæðan fyrir því að 15 af 31 rúmi á geðdeild Landspítala (LSH) númer 33A verður lokað og munu standa lokuð næstu fjórar vikurnar. Fjárskortur á deildinni er ekki ástæðan. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Mikið um hraðakstur á Hringbraut

Á einni klukkustund eftir hádegi á mánudaginn myndaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brot 100 ökumanna sem óku Hringbraut í austurátt við Furumel. Á miðvikudaginn var sami hátturinn hafður á og voru þá mynduð brot 76 ökumanna sem óku í vesturátt. Meira
6. júlí 2019 | Erlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Samkomulagi við herforingjana fagnað

Mikill fögnuður braust út í Khartoum, höfuðborg Súdans, í gær þegar greint var frá því að samkomulag hefði náðst milli herforingjaráðsins sem nú fer með völd og mótmælenda um friðsamleg valdaskipti. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Sjö kolbikasvartir kálfar fæddir

Sjö kálfar af Aberdeen Angus-holdanautakyninu eru fæddir á einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti og fjórir til viðbótar eru væntanlegir í mánuðinum. Þeir eru allir kolbikasvartir eins og norsku blóðforeldrarnir en ganga nú með íslensku mæðrunum í Flóanum. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Tækifæri fyrir rísandi veitingamenn

Matarmarkaður verður á Laugardalsvelli næstu tvær helgar. Um tuttugu aðilar, matarvagnar og aðrir söluaðilar matvæla, taka þátt í herlegheitunum. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 525 orð | 1 mynd

Vatnajökulsþjóðgarður nú á heimsminjaskrá

„Ég held tvímælalaust að þetta muni auka áhugann á garðinum, innanlands og utan. Aðalbreytingin verður sennilega sú að við fáum kröfuharðari ferðamenn. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 147 orð

Verðmæti ríkisbanka gæti rýrnað

Svo virðist sem enginn áhugi sé á íslensku ríkisbönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 542 orð | 2 myndir

Vélar vinna öll erfiðustu störfin

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Störf bændanna í Lambhaga á Rangárvöllum breytast mikið á næstu dögum þegar þeir taka í notkun nýtt og tæknivætt fjós. Öll líkamlega erfiðustu störfin verða unnin með sjálfvirkum vélum og tölvubúnaði. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Viðræðum frestað um rúman mánuð

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Efling hefur skrifað undir endurskoðaða viðræðuáætlun við Reykjavíkurborg. Þar kemur fram að viðræður verða teknar upp að nýju um miðjan ágúst og fyrirhugað er að klára kjarasamning fyrir 15. september. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 505 orð | 2 myndir

Vill ekki samþykkja þriðja orkupakkann

VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Við eigum ekki að samþykkja þriðja orkupakkann,“ segir Dóra Ólafsdóttir ákveðin, þegar okkur Kristin ljósmyndara ber að garði. Hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, á 107 ára afmæli í dag. Meira
6. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd

Von á góðri berjasprettu

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Útlit er fyrir góða berjasprettu þegar líður á sumarið og líkur á að hægt verði að líta í berjamó á sunnan- og vestanverðu landinu eftir rúman mánuð. Meira

Ritstjórnargreinar

6. júlí 2019 | Staksteinar | 230 orð | 1 mynd

Óhófleg skattahækkun

Fasteignasköttum hefur verið leyft að þróast með óviðunandi hætti hér á landi á undanförnum árum. Eins og Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, benti á í athyglisverðri grein hér í blaðinu í vikunni eru þessir skattar mun hærri hér á landi en í nágrannlöndunum. Hér á landi eru þeir 1,5% af landsframleiðslu, sem er nær tvöfalt hærra hlutfall en annars staðar á Norðurlöndum. Meira
6. júlí 2019 | Leiðarar | 675 orð

Undir eftirliti

Kínversk stjórnvöld stefna á að fylgjast með öllum alltaf og nota eftirlitið til að draga fólk í dilka Meira
6. júlí 2019 | Reykjavíkurbréf | 1562 orð | 1 mynd

Þurfti ekki jarðskjálfta svo amma yrði reið

Jarðskjálftar gætu virst eitthvað uppnæmir fyrir þjóðhátíðardögum. Allstór skjálfti varð í Kaliforníu 4. júlí (6,4) og fannst hann víða en olli þó litlu tjóni og ekki manntjóni svo vitað sé. En óhug vakti hann auðvitað enda eru íbúar í þessu ríki Bandaríkjanna meðvitaðir um skjálfta allt frá „stóra skjálftanum“ frá 1906 (7,8) og öðrum, t.d. skjálftanum 1989 þegar 63 létust og tæplega 4.000 slösuðust. Meira

Menning

6. júlí 2019 | Kvikmyndir | 145 orð | 1 mynd

Bailey leikur litlu hafmeyjuna

Stórfyrirtækið Disney heldur áfram að dæla út leiknum endurgerðum á þekktum og vinsælum teiknimyndum sínum og næst á dagskrá er sú um litlu hafmeyjuna. Meira
6. júlí 2019 | Kvikmyndir | 223 orð | 1 mynd

Dagur Kári leikstýrir norskum grínþáttum

Framleiðslufyrirtækið HBO Nordic, sem heyrir undir bandarísku HBO-sjónvarpsstöðina og framleiðslufyrirtækið, hefur ákveðið að fjármagna gerð norskra sjónvarpsþátta, Utmark , og mun Dagur Kári Pétursson leikstýra þeim. Meira
6. júlí 2019 | Fjölmiðlar | 172 orð | 1 mynd

Fótboltagláp og afstæði tímans

Heimsmeistaramót kvenna hefur iðulega ratað á sjónvarpsskjáinn hjá mér undanfarnar vikur og ekki valdið vonbrigðum. Ég á mér ekkert uppáhaldslið þannig að oftast slær hjartað með lítilmagnanum. Fyrir vikið er spennan hæfileg. Meira
6. júlí 2019 | Tónlist | 66 orð | 1 mynd

Íslensk þjóðlög flutt á nýstárlegan hátt

Tríóið Máninn líður mun flytja íslenska tónlist á nýstárlegan hátt í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á morgun kl. 20.30. Tríóið skipa Anna Jónsdóttir sópran, þýski píanóleikarinn Ursel Schlicht og landi hennar Ute Völker harmonikkuleikari. Meira
6. júlí 2019 | Tónlist | 772 orð | 1 mynd

Krútt vill verða rokkari

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Tónlistarkonan og skáldið Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir hefur lagt í tvöfalda útgáfu nú í sumar. Annars vegar gefur hún út ljóðabókina FUGL/BLUPL, sem er komin í bókabúðir, og hins vegar plötuna Ljúfa huggun með hljómsveitinni Süsser Trost sem er einnig kominn út. Meira
6. júlí 2019 | Bókmenntir | 323 orð | 3 myndir

Sannkallað gæsahúðaraugnablik

Eftir Maju Lunde. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Mál og menning, 2019. Kilja, 347 bls. Meira
6. júlí 2019 | Fólk í fréttum | 488 orð | 4 myndir

Skandinavískur sársauki

Lykke var öryggið uppmálað, hreyfingarnar einkar þokkafullar og söngurinn hnökralaus. Meira
6. júlí 2019 | Myndlist | 125 orð | 1 mynd

Sólarslóð Theresu í Kópavogi

Nýtt vegglistaverk eftir Theresu Himmer, Sólarslóð , var afhjúpað í Kópavogi í gær. Verkið er á bogadregnum vegg við Hálstorg, setur þar svip á umhverfið og er í alfaraleið gangandi og akandi vegfarenda í miðbæ Kópavogs. Meira
6. júlí 2019 | Tónlist | 104 orð | 1 mynd

Syngið þið fuglar í Strandarkirkju

„Syngið þið fuglar“ nefnast næstu tónleikar í Englum og mönnum, tónlistarhátíð Strandarkirkju í Selvogi sem fram fara á morgun, sunnudag, kl. 14. Meira
6. júlí 2019 | Tónlist | 57 orð | 1 mynd

Systur á Gljúfrasteini

Jófríður Ákadóttir, sem gengur undir listamannsnafninu JFDR, flytur lágstemmdar útgáfur af tilraunakenndri popptónlist sinni á stofutónleikum Gljúfrasteins á morgun. Jófríður mun leika á gítar og kemur systir hennar fram með henni og leikur á píanó. Meira
6. júlí 2019 | Menningarlíf | 100 orð | 1 mynd

Sýningaropnun og þjóðlagasamspil

Það verður mikið um að vera í Alþýðuhúsinu á Siglufirði um helgina. Í dag kl. 14 opnar Unndór Egill Jónsson sýningu í Kompunni sem ber yfirskriftina Fleygur . Meira
6. júlí 2019 | Myndlist | 118 orð | 1 mynd

Sýningunni í Sveinshúsi lýkur

Á sunnudag lýkur í Sveinshúsi í Krýsuvík sýningunni „Móðir jörð og Steinninn ég“ með listaverkum eftir Svein Björnsson. Sveinshús verður þá opnað kl. Meira
6. júlí 2019 | Bókmenntir | 798 orð | 3 myndir

Troddu það fullt af óeldfimum upplýsingum

Eftir Ray Bradbury. Þuríður Bachmann þýddi. Ugla, 2019. Kilja, 221 bls. Meira
6. júlí 2019 | Tónlist | 99 orð | 1 mynd

Tvennir tónleikar með Skoog

Sænski organistinn Johannes Skoog leikur um helgina í Hallgrímskirkju á Orgelsumri. Skoog flytur í dag kl. 12 verk eftir Marcel Dupré, Jehan Alain og Maurice Duruflé. Á morgun kl. Meira
6. júlí 2019 | Tónlist | 540 orð | 3 myndir

Vísur kjarnorkuversins

Nei, tónlistin þyrfti að vera greinanleg en samt varla, líkt og geislunin sem hékk yfir verinu og nálægum byggðum. Meira
6. júlí 2019 | Kvikmyndir | 90 orð | 1 mynd

Þriðja þáttaröðin sögð 90% „fersk“

Þriðja þáttaröðin af Stranger Things varð aðgengileg á Netflix í fyrradag og virðast gagnrýnendur almennt vera mjög sáttir við hana. Á vefnum Rotten Tomatoes eru þættirnir með meðaltalseinkunnina 90 af 100 og þykja því ferskir. Meira

Umræðan

6. júlí 2019 | Aðsent efni | 971 orð | 1 mynd

Afkastamikið vorþing

Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur: "Líkt og yfirferðin hér að framan sannar hafa mörg þjóðþrifamál orðið að lögum og fleiri slík eru á leiðinni í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar." Meira
6. júlí 2019 | Pistlar | 352 orð

Ásgeir Pétursson

Þótt furðulegt sé, átti Josíf Stalín marga vini í Norðurálfunni um miðja tuttugustu öld. Hér á landi voru þeir raunar fleiri en víðast annars staðar. Meira
6. júlí 2019 | Pistlar | 825 orð | 1 mynd

Ferskir vindar blása – frá Íslandspósti

„Báknið burt“ þarf að endurnýjast. Meira
6. júlí 2019 | Pistlar | 461 orð | 2 myndir

Leikur að orðum

Orð eru til alls fyrst. Til eru orð í íslensku yfir alls kyns fyrirbæri sem benda til sköpunarkrafts og geislandi ímyndunarafls, en ekki síður nákvæmni og greinandi hugsunar. Meira
6. júlí 2019 | Velvakandi | 158 orð | 1 mynd

Varnarlaus þjóð

Þegar fréttist af utanvegaakstri, hella-vandalisma og útspörkuðum náttúruperlum kemur berlega í ljós að við erum varnarlaus. Meira
6. júlí 2019 | Aðsent efni | 364 orð | 1 mynd

Vatnajökulsþjóðgarður á heimsmælikvarða

Eftir Guðmund Inga Guðbrandsson: "Náttúra svæðisins sem nú fer inn á heimsminjaskrána er stórbrotin. Ævintýralegar hraunmyndanir, svartir sandar, fágætar gróðurvinjar og víðerni." Meira
6. júlí 2019 | Pistlar | 372 orð | 1 mynd

Viðreisn gegn lýðheilsu

Örvæntingarfull pólitísk framganga litlu Samfylkingarinnar heldur áfram að vekja athygli. Nú síðast þegar þau tala ítrekað gegn sjónarmiðum sérfræðinga í þágu sérhagsmuna innflutningsaðila. Meira

Minningargreinar

6. júlí 2019 | Minningargreinar | 908 orð | 1 mynd

Agnar Hallgrímsson

Agnar Hallgrímsson fæddist 20. júní 1940 á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal. Hann lést á heimili sínu, Blikahólum 4, Reykjavík, 29. maí 2019. Foreldrar hans voru Hallgrímur Helgason, f. 29.8. 1909, d. 30.12. 1993, og Laufey Ólafsdóttir, f. 31.5. 1912, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
6. júlí 2019 | Minningargreinar | 242 orð | 1 mynd

Ásbjörn Magnússon

Ásbjörn Magnússon fæddist 29. desember 1948. Hann lést 24. júní 2019. Útför Ásbjörns fór fram 29. júní 2019. Meira  Kaupa minningabók
6. júlí 2019 | Minningargreinar | 1031 orð | 1 mynd

Guðbjörn Kristmannsson

Guðbjörn Kristmannsson var fæddur á Ísafirði 19. október 1935. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar 25. júní 2019. Foreldrar hans voru hjónin Kristmann Gunnar Jónsson, f. 1. janúar 1906, d. 28. apríl 1961, og Björg Sigríður Jónsdóttir, f. 13. Meira  Kaupa minningabók
6. júlí 2019 | Minningargreinar | 355 orð | 1 mynd

Hildur Ása Benediktsdóttir

Hildur Ása Benediktsdóttir, Dadda, fæddist 6. júlí 1948 á Birningsstöðum í Laxárdal. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. janúar 2019. Meira  Kaupa minningabók
6. júlí 2019 | Minningargreinar | 1271 orð | 1 mynd

Ragna Jóhannesdóttir

Ragna Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 24. desember 1945. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. maí 2019. Foreldrar hennar voru Svava Magnúsdóttir, f. 11. júní 1921, d. 25. ágúst 1998, og Jóhannes Þóroddsson, f. 10. febrúar 1917, d. 5. júní... Meira  Kaupa minningabók
6. júlí 2019 | Minningargreinar | 800 orð | 1 mynd

Theódóra Björgvinsdóttir

Theódóra Björgvinsdóttir fæddist í Garðhúsum í Innri-Njarðvík 27. júlí 1937. Hún lést á dvalarheimilinu Seljahlíð 12. júní 2019. Foreldrar hennar voru Magnús Björgvin Magnússon, f. 9. júlí 1909, d. 14. desember 1958, og Jóhanna Sigríður Jónsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
6. júlí 2019 | Minningargreinar | 4430 orð | 1 mynd

Valdís Ármann

Guðrún Valdís Guðjónsdóttir Ármann fæddist á Skorrastað í Norðfirði 11. júní 1926 en bjó lengst af í Hátúni 17, Eskifirði. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 23. júní 2019. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

6. júlí 2019 | Viðskiptafréttir | 634 orð | 2 myndir

Enginn lýst yfir áhuga

Fréttaskýring Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Ég veit ekki til þess að aðilar hafi sýnt bönkunum áhuga. Meira
6. júlí 2019 | Viðskiptafréttir | 85 orð | 1 mynd

Icelandair hækkaði um 2,9% í kauphöllinni

Icelandair hækkaði mest allra félaga í kauphöllinni í gær, eða um 2,9% í 152 milljóna króna viðskiptum. Alls hefur verð bréfanna hækkað um 4,38% frá áramótum, en gengið stendur nú í 10,29 kr. Meira
6. júlí 2019 | Viðskiptafréttir | 245 orð | 1 mynd

Nýr aðili í stað Skelfiskmarkaðarins

Ráðgert er að nýr veitingastaður sem koma mun í stað Skelfiskmarkaðarins í nýbyggingunni við Klapparstíg verði opnaður í haust. Þetta segir Pálmar Harðarson, eigandi og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þingvangs. Meira
6. júlí 2019 | Viðskiptafréttir | 90 orð

Vöruviðskipti verulega óhagstæð í júnímánuði

Vöruviðskipti júnímánaðar voru óhagstæð um 22,8 milljarða króna. Nam verðmæti vöruútflutnings 46,5 milljörðum króna og innflutnings 69,3 milljörðum króna. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Meira

Daglegt líf

6. júlí 2019 | Daglegt líf | 1162 orð | 3 myndir

Sungu í sturtu sem alltaf var köld

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta var mikil upplifun bæði fyrir mig og nemendur, okkur leið eins og við værum stödd í teiknimyndinni Konungi ljónanna, landslagið einkenndist af háum akasíutrjám í bland við lágvaxinn gróður og villt dýr á hverju strái, antilópur, gíraffar, ljón, sebrahestar, fílar og fleira framandi,“ segir Hólmfríður Sigþórsdóttir, líffræðingur og líffræðikennari við Flensborgarskóla. Meira

Fastir þættir

6. júlí 2019 | Í dag | 62 orð | 2 myndir

10 til 14 100% helgi á K100 Stefán Valmundar rifjar upp það besta úr...

10 til 14 100% helgi á K100 Stefán Valmundar rifjar upp það besta úr dagskrá K100 frá liðinni viku, spilar góða tónlist og spjallar við hlustendur. 14 til 18 Algjört skronster Partíþáttur þjóðarinnar í umsjá Ásgeirs Páls. Meira
6. júlí 2019 | Árnað heilla | 149 orð | 1 mynd

Bogi J. Bjarnason

Bogi Jóhann Bjarnason fæddist 2. júlí 1919 á Neðra-Hóli í Staðarsveit . Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Jóhann Bogason, bóndi á Neðra-Hóli, og Þórunn Jóhannesdóttir. Meira
6. júlí 2019 | Árnað heilla | 75 orð | 1 mynd

Guðrún Ágústa Eyjólfsdóttir

40 ára Guðrún ólst upp í Bíldudal til sjö ára aldurs og hefur síðan þá búið að mestu í Garðabæ. Hún er sálfræðingur að mennt frá HÍ. Hún er sérfræðingur hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði. Börn : Bjartur Helgason, f. 1998, Kristín Birta Helgadóttir, f. Meira
6. júlí 2019 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

Hafnarfjörður Þorleifur Ágúst Sveinsson fæddist 25. nóvember 2018 í...

Hafnarfjörður Þorleifur Ágúst Sveinsson fæddist 25. nóvember 2018 í Reykjavík kl. 18.52. Hann vó 4.082 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Margrét Svandís Þórisdóttir og Sveinn Þorleifsson... Meira
6. júlí 2019 | Árnað heilla | 633 orð | 4 myndir

Heldur upp á daginn í Toskana

Óli Jón Gunnarsson fæddist 7. júlí 1949 á Bálkastöðum í Hrútafirði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum með bræðrum sínum og frændsystkinum Eiríksbörnum á hinu býlinu. Meira
6. júlí 2019 | Í dag | 278 orð

Hent á lofti

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Geymsluhólf á hæðinni. Hét það galdrapilturinn. Með því kasta mæðinni. Mun það vera geimurinn. Meira
6. júlí 2019 | Í dag | 128 orð | 1 mynd

Kemur ný plata út á næstunni?

Rihanna er að vinna í tónlist sinni þessa dagana og hefur tekið frá mánuð til að einbeita sér að því að taka upp nýja tónlist en aðdáendur hennar bíða í ofvæni eftir nýrri plötu. Meira
6. júlí 2019 | Árnað heilla | 62 orð | 1 mynd

María Kristinsdóttir

40 ára María er Reykvíkingur og er rafmagnstæknifræðingur að mennt frá Óðinsvéum í Danmörku. Maki : Steingrímur Már Jónsson, f. 1979, framleiðslutæknifræðingur hjá BM Vallá. Börn : Jón Emil, f. 2007, Kristinn, f. 2009, og Egill, f. 2013. Meira
6. júlí 2019 | Í dag | 50 orð

Málið

Fólk sem safnast hafði saman á stjórnmálafund var sagt hafa „mótmælt framgangi lögreglunnar“. Framgangur getur m.a. þýtt framganga. Meira
6. júlí 2019 | Í dag | 723 orð | 1 mynd

Messur

ORÐ DAGSINS: Hinn týndi sauður. Meira
6. júlí 2019 | Fastir þættir | 166 orð | 1 mynd

Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem fram fór í Ho Chi Minh í Víetnam...

Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem fram fór í Ho Chi Minh í Víetnam sl. mars. Datar Soham frá Indlandi hafði svart gegn heimamanninum Thuy Tran . 61.... Bc3! 62. bxc3 hvítur hefði einnig tapað eftir t.d. 62. Kd3 Bxb2 63. Kc2 Ba3. 62.... a3 63. Meira
6. júlí 2019 | Fastir þættir | 578 orð | 4 myndir

Torræðir peðsleikir reynast andstæðingum Magnúsar erfiðir

Það virtist enginn ætla að aka fram úr neinum við upphaf móts nr. Meira

Íþróttir

6. júlí 2019 | Íþróttir | 236 orð | 1 mynd

Áttundu heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu lýkur á morgun með...

Áttundu heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu lýkur á morgun með úrslitaleik heimsmeistara Bandaríkjanna og Evrópumeistara Hollands sem eigast við í Lyon. Meira
6. júlí 2019 | Íþróttir | 29 orð | 1 mynd

EM U18 kvenna B-keppni, leikin í Makedóníu: Tyrkland – Ísland...

EM U18 kvenna B-keppni, leikin í Makedóníu: Tyrkland – Ísland 103:41 *Búlgaría, Sviss og Portúgal eru einnig með Íslandi í riðli og næsti leikur er við Portúgal á... Meira
6. júlí 2019 | Íþróttir | 119 orð | 1 mynd

Eru á skriði á erlendri grund

Kylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson eru á góðu skriði á mótum erlendis og verða áfram í eldlínunni um helgina. Meira
6. júlí 2019 | Íþróttir | 429 orð | 4 myndir

Grindavík millimetrum frá langþráðu marki og sigri

Í Garðabæ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Stjarnan og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í 12. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi. Grindavík hefur aðeins skorað sjö mörk og fengið níu mörk á sig í sumar. Meira
6. júlí 2019 | Íþróttir | 763 orð | 2 myndir

Heima er best á Akureyri

Uppruni Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Landsbyggðarliðin fjögur í úrvalsdeild kvenna í fótbolta hafa teflt fram fleiri uppöldum leikmönnum á þessu keppnistímabili en liðin sex af höfuðborgarsvæðinu sem eru í deildinni. Meira
6. júlí 2019 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

Inkasso-deild kvenna Afturelding – Tindastóll 2:1 Hafrún Rakel...

Inkasso-deild kvenna Afturelding – Tindastóll 2:1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir 8., Samira Suleman 68. – Jacqueline Altschuld 90. (víti). FH – Þróttur R 2:1 Margrét Sif Magnúsdóttir 11., Nótt Jónsdóttir 60. – Olivia Bergau 90. Meira
6. júlí 2019 | Íþróttir | 601 orð | 2 myndir

Íslenska landsliðið trekkti þær hollensku í gang

HM 2019 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Bandaríkin og Holland mætast í úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu á Ólympíuvellinum í Lyon í Frakklandi á morgun. Meira
6. júlí 2019 | Íþróttir | 138 orð | 2 myndir

*Íslenska U17 ára landslið pilta í handknattleik vann til bronsverðlauna...

*Íslenska U17 ára landslið pilta í handknattleik vann til bronsverðlauna á Opna Evrópumótinu sem lauk í Svíþjóð í gær. Meira
6. júlí 2019 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Norðurálsvöllur: ÍA...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Norðurálsvöllur: ÍA – Fylkir L14 Hásteinsvöllur: ÍBV – KR L16 Kópavogsvöllur: Breiðablik – HK S19.15 1. deild karla, Inkasso-deildin: Eimskipsv.: Þróttur R. – Magni L16 2. Meira
6. júlí 2019 | Íþróttir | 14 orð | 1 mynd

Opna Evrópumót U17 karla Leikið í Gautaborg: Leikur um bronsverðlaun...

Opna Evrópumót U17 karla Leikið í Gautaborg: Leikur um bronsverðlaun: Hvíta-Rússland – Ísland... Meira
6. júlí 2019 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild karla Stjarnan – Grindavík 0:0 Staðan: KR...

Pepsi Max-deild karla Stjarnan – Grindavík 0:0 Staðan: KR 1182121:1026 Breiðablik 1171322:1322 Stjarnan 1254319:1619 ÍA 1052315:1217 Valur 1251621:1816 Fylkir 1043318:1815 FH 1034315:1713 Grindavík 112637:912 KA 1140716:1912 Víkingur R. Meira
6. júlí 2019 | Íþróttir | 959 orð | 2 myndir

Skiptin í móðu eftir fæðinguna

Körfubolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Það hefur ansi mikið gengið á hjá mér undanfarna daga. Meira
6. júlí 2019 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

Sætaskipti eftir alla leiki gærkvöldsins

Úrslitin í leikjunum þremur í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöld, Inkasso-deildinni, voru nokkuð áhugaverð en í öllum viðureignunum höfðu liðin sætaskipti í leikslok. Það var toppslagur í Kaplakrika þar sem FH vann Þrótt R. Meira
6. júlí 2019 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

Toppliðin mæta botnliðunum

KR og Breiðablik fá tækifæri um helgina til að styrkja enn frekar stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í fótbolta en andstæðingar þeirra eru tvö neðstu lið deildarinnar, ÍBV og HK. Meira
6. júlí 2019 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Þórsarar vermdu sætið fyrir Gróttu

Þórsarar gátu ekki fagnað því lengi að komast upp í annað sætið í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, eftir 3:0-sigur á Fram í toppbaráttuslag á Akureyri í gær. Meira

Sunnudagsblað

6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 78 orð

10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir stýra líflegum...

10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir stýra líflegum þjóðmálaþætti í beinni útsendingu á K100 alla sunnudagsmorgna. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 89 orð | 1 mynd

55 klukkutíma spunamaraþon

Spuni Spunahópurinn Upright Citizens Brigade stóð fyrir hinu árlega Del Close-spunamaraþoni í vikunni í Los Angeles. Hópurinn, sem var stofnaður í Chicago árið 1990, er einn frægasti spunahópur Bandaríkjanna. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 3229 orð | 5 myndir

Að lifa drauminn

Elín Þorgeirsdóttir og Borgar Þorsteinsson eru ekkert venjulegt par. Líf þeirra hefur einkennst af ævintýramennsku sem leitt hefur þau víða um heim, allt frá hippakommúnu í Danmörku til slétta Afríku. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 206 orð | 1 mynd

Að setja sig í spor annarra

Árni Þór Lárusson hefur leikið í fjórum leikritum og stuttmynd sem sjá má á netinu á lokaári sínu í leiklist í London. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 175 orð | 1 mynd

Appalasíustígurinn

Appalasíustígurinn (e. Appalachian Trail) í Bandaríkjunum er stundum nefndur lengsta gönguleið heims, þótt hægt sé að deila um það. Hann nær frá Georgíu í suðri til Maine í norðri og er um 3.500 kílómetrar að lengd. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 11 orð | 1 mynd

Árni Hallgrímsson Það er Dancing in the dark með Bruce Springsteen...

Árni Hallgrímsson Það er Dancing in the dark með Bruce... Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 1208 orð | 8 myndir

„Ekkert að flækja hlutina“

Stutt frá slippnum og Reykjavíkurhöfn má finna Forréttabarinn sem býður upp á frábæra smárétti úr fersku íslensku hráefni. Á staðnum ríkir oft mikil stemning og er hann vinsæll hjá vinahópum sem mæta til að borða góðan mat og skemmta sér í notalegu umhverfi. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 58 orð | 1 mynd

(B)ondikall Maleks

Bond Leikarinn Rami Malek þurfti að hugsa sig tvisvar um áður en hann samþykkti að leika illmenni í næstu Bond-mynd. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 412 orð | 7 myndir

Breskt rapp og draumkennt popp

Þótt árið 2019 sé aðeins hálfnað hefur það fært okkur mikið af góðri tónlist. Sunnudagsblaðið fer yfir nokkrar af bestu plötunum sem gefnar hafa verið út á fyrri helmingi ársins. Pétur Magnússon petur@mbl.is Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 193 orð

Breytingar í fjármálageiranum

Fjármálageirinn hefur ekki farið varhluta af sjálfvirknivæðingunni síðustu ár. Sífellt færri vinna við þjónustustörf hjá bönkum og verðbréfaviðskipti eru framkvæmd í miklum mæli af algóriþmum. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 328 orð | 1 mynd

Einhverfur múmínálfur

Afhverju heitir nýja platan Rassa bassi Vol. 2? Rassa bassi er tónlistartegund. Rassa bassi verður til þegar þú blandar teknó og rappi saman. Þessi tónlistarstefna var mjög vinæl í Miami í upphafi 10. áratugarins en gufaði svo einhvern veginn upp. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 85 orð | 1 mynd

Er ekki heróínfíkill

Tónlist Rokkarinn Jack White segist hafa verið að grínast þegar hann sagði heróínneyslu vera ástæðuna fyrir frestun nýrrar plötu hljómsveitar hans, The Raconteurs. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 95 orð | 1 mynd

Femínísk bomba frá Miley Cyrus

Tónlist Í liðinni viku gaf Miley Cyrus út nýtt tónlistarmyndband við lagið Mother's Daugter, en lagið má finna á nýrri E.P. plötu Cyrus sem gefin var út í lok maí. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 464 orð | 3 myndir

Garðrækt er heilsurækt

Fjölmargar rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif garðyrkju á líkamlega og andlega heilsu. Samkvæmt samantekt Sunnudagsblaðsins getur garðyrkja stuðlað að betra minni, aukinni hreyfigetu og betri líðan. Pétur Magnússon petur@mbl.is Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 3 orð | 3 myndir

Gunnar Sturluson hestafrömuður...

Gunnar Sturluson... Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 434 orð | 1 mynd

Hnetusmjör með epli

Ef ég reyni að borða helminginn kallar það á mikið átak að klára ekki úr henni á næsta hálftímanum, sama hversu saddur ég er orðinn. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 491 orð | 2 myndir

Hrá rödd og grófur gítar

Gítarleikarinn Carlos Santana lætur engan bilbug á sér finna þótt orðinn sé 71 árs. Nýlega kom út með hljómsveitinni Santana, sem hann hefur leitt í rúmlega hálfa öld, platan Africa Speaks . Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 19 orð | 1 mynd

Hulda Berglind Apolinario Það eru svo mörg. En ég segi Solo, með Demi...

Hulda Berglind Apolinario Það eru svo mörg. En ég segi Solo, með Demi Lovato. Það er mjög gott... Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 655 orð | 1 mynd

Hvað finnst ykkur um NATÓ, krakkar?

Hitt sem gleymdist er ættarfylgja stórvelda fyrr og síðar, nefnilega að kúga minni máttar ríki til að afhenda hinum máttugri auðlindir sínar og hlýða möglunarlaust. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 42 orð | 1 mynd

Hver er fossinn?

Foss þessi er í Þjórsá sem er lengst fljóta landsins. Fossinn er í gömlum farvegi árinnar sem vatni hefur síðustu hálfu öldina eða svo verið veitt fram hjá til virkjananna við Búrfell en beint sunnan undan því er fossinn sem heitir... Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 145 orð | 1 mynd

Inkaleiðin

Inkaleiðin, sem endar í Machu Picchu í Andesfjöllum í Perú, er ein vinsælasta gönguleið heims. Borgin, sem er í 2.430 metra hæð yfir sjávarmáli, var reist fyrir komu Evrópubúa til Suður-Ameríku en yfirgefin árið 1572. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 483 orð | 3 myndir

Innrás íslenskra dansara í Portúgal

Yfir hundrað íslensk ungmenni á aldrinum fjögurra til 25 ára tóku þátt í fyrsta sinn í Dance World Cup sem haldið var í Braga í Portúgal í vikunni. Lögð var áhersla á vináttu í gegnum tungumál dansins. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 146 orð | 1 mynd

Jakobsvegurinn

Aðalhluti Jakobsvegarins er á Spáni en teygir þó anga sína eftir mismunandi leiðum til annarra landa Evrópu. Leiðin er ein helsta pílagrímsferð kristinna manna. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 62 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 7. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 583 orð | 1 mynd

Lyklalaust, ekki hættulaust

Meira en helmingur seldra bíla árið 2018 í Bandaríkjunum var með lyklalausri ræsingu. Þótt slík ræsing sé óneitanlega hentug, getur henni fylgt alvarlegur fórnarkostnaður ef ekki er farið varlega. Pétur Magnússon petur@mbl.is Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 137 orð | 1 mynd

Manneskjur en ekki vélar

Fjöldatakmarkanir í læknisfræði í Háskóla Íslands hafa löngum verið bitbein. Hávær umræða varð þegar þær voru fyrst teknar upp árið 1969 og 4. júlí það ár birtust í Morgunblaðinu viðbrögð nokkurra nýstúdenta, sem höfðu ætlað í læknisfræði. Árni T. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 205 orð | 5 myndir

Nokkrar ólíkar í einu

Ég les alltaf nokkrar ólíkar bækur í einu og næstum því allar á ensku. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 6 orð | 1 mynd

Oddný Gestsdóttir Kindin Einar með Hjálmari...

Oddný Gestsdóttir Kindin Einar með... Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 16 orð | 1 mynd

Sigurður Rúnar Ragnarsson Það er varla hægt að velja. Ætli það sé ekki...

Sigurður Rúnar Ragnarsson Það er varla hægt að velja. Ætli það sé ekki bara Bohemian... Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 146 orð

Skunda yfir fjöll og firnindi

Borið hefur á því að bæði göngu- og hlaupagarpar ætli sér þvert fyrir landið, yfir fjöll og firnindi. Slíkar ferðir eru þekktar um heim allan og heldur fólk í þær af ýmsum ástæðum. Ákveðnar leiðir hafa myndast í þessu samhengi sem áhugavert er að kynna sér. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 98 orð | 2 myndir

Snuðra og Tuðra í sólarlöndum er ný barnabók eftir Iðunni Steinsdóttur...

Snuðra og Tuðra í sólarlöndum er ný barnabók eftir Iðunni Steinsdóttur og Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 96 orð | 1 mynd

Spáir reglulega í spilin

Efnistökin á K100 eru fjölbreytt. Ellý Ármanns mætti t.d. í stúdíóið á dögunum en hún sér lengra en margur. Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 2461 orð | 4 myndir

Taka sér aldrei frí

Enginn er óhultur fyrir þeirri sjálfvirknivæðingu sem nú á sér stað. Kennarar, læknar, lögfræðingar, tónlistarmenn, stjórnendur, forritarar og svo mætti lengi telja. Spurningin er ekki hvort starf þitt taki breytingum heldur hvenær og að hve miklu leyti. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Meira
6. júlí 2019 | Sunnudagsblað | 1148 orð | 2 myndir

Þið þurfið að vilja meira

Karl Blöndal kbl@mbl.is Marta er einn magnaðasti leikmaður knattspyrnusögunnar. Þegar Brasilía féll út á HM í Frakklandi kvaddi hún með tilfinningaríkri brýningu til ungra stúlkna í Brasilíu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.