Greinar þriðjudaginn 9. júlí 2019

Fréttir

9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 424 orð | 1 mynd

Aldurinn engin hindrun á fótboltavellinum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Einar Ásgeirsson er ekki unglamb í árum en engu að síður léttur á fæti, þó áttræður sé, fer á fótboltaleiki og myndar í gríð og erg, bæði fyrir netmiðilinn fotbolti.net og knattspyrnudeild Fylkis í Árbænum. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 238 orð

Bankar nú betri söluvara

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Niðurstöðu Bankasýslu ríkisins um hvort selja eigi ríkisbankana, Íslandsbanka og Landsbanka, er að vænta á allra næstu vikum. Þetta segir Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 602 orð | 1 mynd

Birgðu sig upp af fiski vegna Brexit

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 396 orð | 2 myndir

Bjóða upp á jarðhitate í fljótandi heitum laugum

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Fljótandi laugar, köld úðagöng, jarðhitate og bjór bruggaður úr jarðhitavatni verður meðal þess sem boðið verður upp á í Vök baths, náttúrulaugum við Urriðavatn nálægt Egilsstöðum, sem opnaðar verða í næstu viku. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Björgvin fyrstur á frægðarstéttina

„Ég er bara auðmjúkur og þakklátur fyrir þetta,“ sagði Björgvin Halldórsson sem í gærkvöldi fékk fyrstur íslenskra listamanna stjörnu í gangstéttina fyrir framan Bæjarbíó í Hafnarfirði. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Böndin berast að einum stað í Bláskógabyggð

Tíu börn á aldrinum 5 mánaða til 12 ára hafa á undanförnum dögum verið greind með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar. Eiga börnin öll það sameiginlegt að hafa verið á ferðinni í Bláskógabyggð á síðustu vikum. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Eggert

Seyðisfjörður Kátir krakkar tóku sprett á Norðurgötunni á Seyðisfirði í gær. Hin litríka gata, sem liggur frá Bláu kirkjunni að miðbænum, er orðin eitt helsta kennileiti... Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 144 orð

Fjölgun varð í flestum landshlutum

Íbúum fjölgaði lítilsháttar í öllum landshlutum, nema á Vestfjörðum, frá 1. desember 2018 til 1. júlí 2019. Á Vestfjörðum fækkaði íbúum um níu á þessu tímabili. Fjölgun íbúa varð hlutfallslega mest á Suðurlandi. Þar fjölgaði um 600 eða 2%. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 499 orð | 2 myndir

Fólksfækkun í litlum sveitarfélögum

sviðsljós Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íbúum fjölgaði lítilsháttar í öllum landshlutum, nema á Vestfjörðum, frá 1. desember 2018 til 1. júlí 2019. Á Vestfjörðum fækkaði íbúum um níu á þessu tímabili. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Frá Kviku til Arion

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason hefur verið ráðinn í nýtt starf aðstoðarbankastjóra Arion banka. Þetta var tilkynnt í gær en nýverið var Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri í stað Höskuldar H. Ólafssonar. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 396 orð | 2 myndir

Fækka í framkvæmdastjórn LSH

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fækkað verður í framkvæmdastjórn Landspítalans að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Í pistli hans á vef spítalans sl. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Fækka í yfirstjórn vegna hagræðingar

Fækkað verður í framkvæmdastjórn Landspítalans að sögn Páls Matthíassonar forstjóra, sem boðað hefur hagræðingu í rekstri spítalans. Spurður hvort starfsfólki verði fækkað segir Páll að fyrst og fremst verði starfsmannavelta nýtt þar sem það sé... Meira
9. júlí 2019 | Erlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Gera við verkið fyrir opnum tjöldum

Forverðir í Rijksmuseum í Amsterdam virða hér fyrir sér hið fræga verk Rembrandts, „Næturvaktin“, en viðgerðir hófust á því í gær. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 289 orð

Hjálparefni í samheitalyfjum geta valdið aukaverkunum

Fólk sem skiptir úr frumlyfi í samheitalyf og öfugt getur í einstaka tilfellum fundið fyrir aukaverkunum eða fengið ofnæmisviðbrögð vegna mismunandi hjálparefna í lyfjunum. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 205 orð

Icelandair með vistvæn hnífapör

Icelandair mun á næstu mánuðum taka umhverfisvæn hnífapör, tannstöngla og umbúðir í notkun. Áhöldin og umbúðirnar eru úr maíssterkju og brotna því niður í stað þess að safnast fyrir á urðunarstöðum eða í náttúrunni. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd

Katla jarðvangur opnar gestastofu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Katla jarðvangur á Suðurlandi hefur opnað sitt fyrsta upplýsinga- og fræðslusetur. Gestastofan er í húsi sem áður hýsti sýningu um eldgosið í Eyjafjallajökli og stendur við þjóðveginn, skammt frá bænum Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Meira
9. júlí 2019 | Erlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Leitað að uppruna lekans

Stjórnvöld í Bretlandi leita nú ákaft að þeim sem lak á netið skýrslum frá sendiráði sínu í Washington, þar sem meðal annars kom í ljós að Sir Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, sagði Donald Trump Bandaríkjaforseta vera... Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 316 orð

Lög um landshöfuðlén auka öryggi

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ríkisstjórnin áformar lagasetningu um landshöfuðlénið .is. Fram kemur í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar að hér á landi er aðeins eitt fyrirtæki, ISNIC hf., sem sinnir skráningu léna undir landshöfuðléninu . Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Mike Pence vill heimsækja Ísland

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir við íslensk stjórnvöld að hann hafi áhuga á að heimsækja Ísland með haustinu. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum úr íslenska stjórnkerfinu. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Mynda Surtsey með drónum

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Vísindamenn í árlegum jarðfræðileiðangri til Surtseyjar hyggjast búa til þrívíddarlíkan af Surtsey í því skyni að fylgjast með rofi eyjunnar með nákvæmum hætti. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Rannsaka Surtsey með hjálp tveggja dróna

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hópur vísindamanna sem leggur í árlegan leiðangur til Surtseyjar síðar í þessum mánuði mun meðal annars notast við dróna við rannsóknir sínar. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Skuggamyndir frá Býsans á Múlanum

Skuggamyndir frá Býsans leika á Múlanum á Björtuloftum Hörpu annað kvöld, miðvikudag, kl. 21. Hljómsveitina skipa Haukur Gröndal á klarínett, Ásgeir Ásgeirsson á strengjahljóðfæri, Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á slagverk. Meira
9. júlí 2019 | Erlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Staðfesta brot á samkomulaginu

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alþjóðakjarnorkumálastofnunin staðfesti í gær að Íranar hefðu rofið skilmála samkomulags síns við alþjóðasamfélagið frá 2015 með því að auðga úran umfram 3,67%, sem eru þau mörk sem samkomulagið kveður á um. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 113 orð

Stefnir í mun meiri hagnað hjá VÍS

Vátryggingafélag Íslands sendi eftir lokun markaða í gær frá sér tilkynningu um að hagnaður á öðrum ársfjórðungi verði mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Tvöfaldur sigur hjá Árna Birni

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Árni Björn Pálsson sigraði í tveimur hringvallagreinum, sinni á hvorum hestinum, á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem lauk með úrslitadegi í fyrradag í Víðidal í Reykjavík. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 637 orð | 2 myndir

Varhugaverðir heitir reitir

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Íslendingar sem ferðast til útlanda í sumar gætu orðið fórnarlömb tölvuþrjóta er þeir tengjast lýðnetinu gegnum opin wifi eða heita reiti. Þekkt er að meinfýsnir aðilar setja upp opnar tengingar nálægt kaffihúsum og veitingastöðum og nota nafn viðkomandi staðar í von um að gestir tengist netinu þeirra. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 462 orð | 2 myndir

Þrýstingi beitt vegna Elliðaárdals

Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Ljóst er að nokkur hiti ríkir meðal fólks hvað varðar uppbyggingu í Elliðaárdal þar sem gróðurhvelfing, bílastæði og verslunarrými munu rísa. Hringt var í Halldór Pál Gíslason, formann Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, sl. sunnudag úr leyninúmeri og honum sagt að „hætta þessu helvítis bulli“, búið væri að samþykkja uppbyggingu við Stekkjarbakka af hálfu borgaryfirvalda og málið væri frágengið. Þett staðfestir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Meira
9. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd

Þurfa að bíða með konum á leið í ómskoðun

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Dæmi eru um að konur sem leita til Landspítala vegna fósturláts eða meðgöngurofs verði fyrir áfalli á biðstofu kvennadeildarinnar, sem nú er sameiginleg öllu kvennadeildarhúsinu, en þar eru m.a. Meira

Ritstjórnargreinar

9. júlí 2019 | Leiðarar | 261 orð

Atlaga að Elliðaárdal

Borgaryfirvöld ættu að verja opin og græn svæði í stað þess að gera lítið úr þeim Meira
9. júlí 2019 | Leiðarar | 367 orð

Gripnir í Gíbraltarsundi

Framferði og viðbrögð Írana segir sína sögu um trúverðugleikann Meira
9. júlí 2019 | Staksteinar | 205 orð | 1 mynd

Vita kjósendur þetta?

Jón Magnússon lögmaður hannar dæmisögu og kannar hvort hún falli að íslenskum lögum. Meira

Menning

9. júlí 2019 | Tónlist | 160 orð | 1 mynd

Amsterdam hýsir ekki Eurovison-keppnina árið 2020

Þegar ljóst var að hollenski söngvarinn Duncan Laurence stæði uppi sem sigurvegari Eurovision í vor sem leið bjuggust margir vafalítið við því að keppnin yrði haldin í Amsterdam að ári. Sú verður hins vegar ekki raunin samkvæmt fréttum Eurovision World... Meira
9. júlí 2019 | Fjölmiðlar | 199 orð | 1 mynd

Hvaða rugl er það? spurði Víkingur

Ég náði því miður bara að sækja tvenna tónleika Reykjavík Midsumer Music-hátíðarinnar sem Víkingur Heiðar Ólafsson setti saman og lék á ásamt öðrum framúrskarandi tónlistarmönnum. Rás 1 hefur síðan sent þá alla út í fínum hljóðritunum. Meira
9. júlí 2019 | Fólk í fréttum | 249 orð | 1 mynd

Konungur bossa nova-sveiflu látinn

Brasilíski tónlistarmaðurinn João Gilberto, oft nefndur annar faðir bossa nova-tónlistarinnar og flytjandi eins þekktasta dægurlags liðinnar aldar, „Girl from Ipanema“, er látinn 88 ára að aldri. Meira
9. júlí 2019 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Leita verka eftir Jóhönnu Kristínu

Vegna fyrirhugaðrar sýningar á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur (1953-1991) leita starfsmenn Listasafns Íslands að verkum eftir hana. Samhliða vinnu við sýninguna er unnið að útgáfu bókar um listamanninn og almennri heimildasöfnunar um feril... Meira
9. júlí 2019 | Tónlist | 218 orð | 1 mynd

Rómantík við hafið

Rómantík við hafið er yfirskrift tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30. Þar koma fram Agnes Thorsteins messósópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó og flytja tvo ljóðaflokka. Meira
9. júlí 2019 | Myndlist | 368 orð | 3 myndir

Vatnajökull mjólkaður í einskonar myndlistarfjósi

Í Miklagarði á Höfn í Hornafirði stendur nú yfir sýning Halldórs Ásgeirssonar myndlistarmanns á verkefni sem hann kallar „Ferð til eldjöklanna“. Meira
9. júlí 2019 | Leiklist | 947 orð | 5 myndir

Þau hafa fundið svanina sína

Af listum Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is J aðarlistahátíðin Reykjavík Fringe Festival, sem stóð yfir dagana 1.-6. júlí, er sannkölluð menningarveisla þar sem fjölbreytileikanum er hampað í hvívetna. Meira

Umræðan

9. júlí 2019 | Aðsent efni | 924 orð | 2 myndir

Bandaríkjanna er enn þörf í Sýrlandi

Eftir Charles A. Kupchan og Sinan Ülgen: "Það er rétt afstaða hjá Trump að vilja fara frá Sýrlandi. En til þess að skilja sig frá átökunum verða Bandaríkin fyrst að hefja nýja friðarsókn á alþjóðavettvangi." Meira
9. júlí 2019 | Aðsent efni | 305 orð | 1 mynd

Er líberalistaslagsíða viðreisnarráðherra Sjálfstæðisflokksins að kljúfa flokkinn?

Eftir Guðmund Karl Þorleifsson: "Hvernig má það vera að RSK hjólar í allt og alla sem í rekstri eru en lætur útibú ríkjasambands vera átölulaust?" Meira
9. júlí 2019 | Velvakandi | 148 orð | 1 mynd

Hvernig væri að hlusta á almenning um kennitölusvindlið?

„Milljarðar króna sem eiga að fara í ríkissjóð tapast á ári hverju vegna kennitölumisnotkunar íslenskra fyrirtækja. Meira
9. júlí 2019 | Aðsent efni | 785 orð | 2 myndir

María Magdalena – ástkona Jesú?

Eftir Þórhall Heimisson: "Kirkjan er ótrúlega snauð af allri erótík í sögu sinni þó að Biblían sé það ekki. Enda er erótíkin einn sterkasti þráðurinn í eðli okkar." Meira
9. júlí 2019 | Aðsent efni | 585 orð | 1 mynd

Tenging Norðfjarðar við Egilsstaðaflugvöll

Eftir Guðmund Karl Jónsson: "Nýju veggöngin sem leysa af hólmi einbreiðu slysagildruna í Oddsskarðinu eru ein forsendan fyrir því að íbúar suðurfjarðanna geti treyst á þetta sjúkrahús." Meira
9. júlí 2019 | Pistlar | 405 orð | 1 mynd

Tímarnir breytast og skoðanir með

Stundum gleymist að þakka það sem vel er gert. Gunnar Bragi Sveinsson var ráðherra í ríkisstjórn undir forystu Framsóknarmanna árin 2013 til '16. Björn Bjarnason hefur rakið skilmerkilega hvernig Gunnar Bragi sem utanríkisráðherra undirbjó feril 3. Meira

Minningargreinar

9. júlí 2019 | Minningargreinar | 2935 orð | 1 mynd

Einar Geir Þorsteinsson

Einar Geir Þorsteinsson fæddist 7. ágúst 1930 á Vatnsleysu í Biskupstungum. Hann lést 27. júní 2019. Foreldrar Einars Geirs voru Ágústa Jónsdóttir húsmóðir, f. 28. ágúst 1900, d. 25. september 1986, og Þorsteinn Sigurðsson bóndi, f. 2. desember 1893, d. Meira  Kaupa minningabók
9. júlí 2019 | Minningargrein á mbl.is | 1091 orð | 1 mynd | ókeypis

Einar Geir Þorsteinsson

Einar Geir Þorsteinsson fæddist 7. ágúst 1930 á Vatnsleysu í Biskupstungum. Hann lést 27. júní 2019.Foreldrar Einars Geirs voru Ágústa Jónsdóttir húsmóðir, f. 28. ágúst 1900, d. 25. september 1986, og Þorsteinn Sigurðsson bóndi, f. 2. Meira  Kaupa minningabók
9. júlí 2019 | Minningargreinar | 1307 orð | 1 mynd

Guðjón Pálsson

Guðjón Pálsson fæddist á Sléttu við Reyðarfjörð 17. september 1943. Hann lést á Borgarspítalanum í Fossvogi 24. júní 2019. Foreldrar hans voru Sesselja Pálsdóttir frá Arnhólsstöðum í Skriðdal, f. 25. mars 1912, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
9. júlí 2019 | Minningargreinar | 255 orð | 1 mynd

Ólöf Bjarnadóttir

Ólöf Bjarnadóttir fæddist 24. maí 1983. Hún lést á 23. júní 2019. Útför Ólafar fór fram 29. júní 2019. Meira  Kaupa minningabók
9. júlí 2019 | Minningargreinar | 1169 orð | 1 mynd

Ragnar Nikulás Christiansen

Ragnar Nikulás fæddist á Lækjarbakka í Hveragerði 21. apríl 1940. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 27. júní 2019. Foreldrar hans voru Lauritz Christiansen, f. 19. júlí 1906, d. 3. ágúst 1973, og Þóra Nikulásdóttir, f. 9. mars 1908, d. 11. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

9. júlí 2019 | Viðskiptafréttir | 200 orð | 1 mynd

63% stjórnenda sjá fram á samdrátt

Mikil umskipti hafa orðið í væntingum stjórnenda í íslensku atvinnulífi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar Stjórnendakönnunar MMR. Meira
9. júlí 2019 | Viðskiptafréttir | 782 orð | 3 myndir

Söluferli geti lokið á næsta ári

Sviðsljós Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við stefnum á að ljúka þessari skoðun á allra næstu vikum og í kjölfarið verður gefin út ítarleg skýrsla um stöðuna eða formleg tillaga um sölu á bönkunum. Við settum upp tímaplan, sem gert var í samráði við fjármálaráðuneytið, og er sú vinna á áætlun. Þess er nú beðið að allar upplýsingar komi í hús þannig að hægt sé að klára skoðunina,“ segir Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Vísar hann í máli sínu til söluferlis Landsbanka og Íslandsbanka. Meira

Daglegt líf

9. júlí 2019 | Daglegt líf | 715 orð | 2 myndir

Grafskriftirnar gáfu innblástur

Hólavallagarður! Ósagðar sögur í nýrri ljóðabók. Guðrún og Steinunn frá Sjöundá. Draumar kvennanna rættust ekki og leyndarmálin tóku þær með sér í gröfina, segir Guðrún Rannveig Stefánsdóttir skáldkona. Meira
9. júlí 2019 | Daglegt líf | 79 orð | 1 mynd

Krefjandi hlaup

Fræknustu hlauparar landsins, þeir sem ætla að taka þátt í Laugavegshlaupinu næsta laugardag, 13. júlí, taka væntanlega næstu daga í lokæfingar. Hlaupið er 55 kílómetra langt og afar krefjandi, en skráningu í það lauk í janúar síðastliðnum. Meira
9. júlí 2019 | Daglegt líf | 145 orð | 1 mynd

Sköpun og fræðsla

Fulltrúar tíu fyrirtækja hafa skrifað undir samning um aðstöðu og rekstur í nýju Lífsgæðasetri St. Jó. á Suðurgötu 41 í Hafnarfirði og tvö þeirra þegar flutt inn, Saga Story House og Eldmóður markþjálfun. Meira

Fastir þættir

9. júlí 2019 | Fastir þættir | 157 orð | 1 mynd

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 dxc4 5. 0-0 Rbd7 6. Dc2 Rb6 7. a4 a5...

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 dxc4 5. 0-0 Rbd7 6. Dc2 Rb6 7. a4 a5 8. Ra3 Bxa3 9. Hxa3 0-0 10. d3 cxd3 11. Hxd3 Rbd5 12. Dc4 b6 13. Rd4 Ba6 14. Rb5 c6 15. Bxd5 Rxd5 16. e4 cxb5 17. axb5 Hc8 18. Meira
9. júlí 2019 | Í dag | 99 orð | 1 mynd

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með...

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. Þú ferð framúr með bros á vör. Fréttir á klukkutíma fresti. 10 til 14 Erna Hrönn Skemmtileg tónlist og létt spjall með Ernu alla virka daga á K100. Meira
9. júlí 2019 | Í dag | 293 orð

Af þræðingu og spítalabrókum

Á laugardaginn skrifaði Friðrik Steingrímsson á Leir: „Nú er ég staddur á Landspítala við Hringbraut og bíð eftir þræðingu. Meira
9. júlí 2019 | Í dag | 55 orð

Málið

Maður heyrði annan tala um að hægja á sér og meina það að draga úr ferðinni í vinnunni nú þegar liði að eftirlaunaaldri. Taldi sá fyrri þar ólánlega að orði komist og henti gaman að. En á -ið bjargar þessu. Meira
9. júlí 2019 | Árnað heilla | 89 orð | 1 mynd

Pétur Marel Gestsson

40 ára Pétur Marel er Reykvíkingur í húð og hár, fæddur þar og uppalinn. Hann lærði prentsmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 2000. Hann er og hefur verið um árabil prentsmiður hjá Ísafoldarprentsmiðju í Garðabæ. Meira
9. júlí 2019 | Í dag | 99 orð | 1 mynd

Rokkaður smellur

Nú styttist í útgáfu fjórðu breiðskífu Ed Sheeran, No.6 Collaborations project, en hún er væntanleg eftir þrjá daga. Meira
9. júlí 2019 | Árnað heilla | 123 orð

Til Öldu Ólafar Vernharðsdóttur

Vinur minn Alda Ólöf Vernharðsdóttir er 60 ára í dag. Hún er engin venjuleg kona heldur einstök manneskja með sterka útgeislun, kyntöfra og mikla hæfileika til allra hluta og þá sérstaklega hvað varðar listfengi og smekkvísi. Meira
9. júlí 2019 | Fastir þættir | 176 orð

Tvær kanínur. S-Allir Norður &spade;3 &heart;974 ⋄D84 &klubs;K98642...

Tvær kanínur. S-Allir Norður &spade;3 &heart;974 ⋄D84 &klubs;K98642 Vestur Austur &spade;ÁG87 &spade;10954 &heart;ÁD10 &heart;KG86 ⋄975 ⋄G1062 &klubs;ÁD5 &klubs;3 Suður &spade;KD62 &heart;532 ⋄ÁK3 &klubs;G107 Suður spilar 3&klubs;. Meira
9. júlí 2019 | Árnað heilla | 1018 orð | 3 myndir

Þekktur sem Þórður sleggja

Þórður Baldur Sigurðsson fæddist í Reykjavík og ólst upp á heimili móðursystur sinnar, Önnu Kristjönu Hjaltested, og manns hennar, Björns Vigfússonar. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík fyrir utan tvö ár í Hjarðarholti í Dölum. Meira
9. júlí 2019 | Árnað heilla | 104 orð | 1 mynd

Þóra Sif Guðmundsdóttir

30 ára Þóra Sif er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Hún flutti í miðbæ Reykjavíkur fyrir tveimur árum. Nú býr hún þar ásamt ketti sínum Lunu. Meira

Íþróttir

9. júlí 2019 | Íþróttir | 1044 orð | 3 myndir

Átti von á skiptingu eftir ójafnt einvígi við Rapinoe

Bandaríkin Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir segir að bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu sé í mun betra líkamlegu formi en önnur landslið í heiminum og eigi það stóran þátt í velgengni liðsins á undanförnum árum. Meira
9. júlí 2019 | Íþróttir | 174 orð | 3 myndir

*Belgíski knattspyrnumaðurinn Youri Tielemans varð í gær dýrasti...

*Belgíski knattspyrnumaðurinn Youri Tielemans varð í gær dýrasti leikmaðurinn í sögu enska félagsins Leicester City sem keypti hann af Mónakó fyrir 40 milljónir punda. Meira
9. júlí 2019 | Íþróttir | 108 orð | 1 mynd

Dramatíkin var í hámarki á Króknum

Bryndís Rut Haraldsóttir reyndist hetja Tindastóls þegar liðið vann ótrúlegan 4:3-sigur gegn Grindavík í 6. umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli á Sauðárkróki í gær. Meira
9. júlí 2019 | Íþróttir | 424 orð | 4 myndir

Gullmoli Brands lauk versta kaflanum í 17 ár

Í Kaplakrika Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Glæsilegt mark færeyska landsliðsmannsins Brands Olsens batt enda á versta kafla karlaliðs FH í fótbolta í efstu deild í sautján ár. Meira
9. júlí 2019 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Irving kominn til Brooklyn Nets

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Kyrie Irving hefur verið formlega kynntur til leiks sem nýr leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni en félagið hefur samið við hann til fjögurra ára. Meira
9. júlí 2019 | Íþróttir | 20 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Hásteinsvöllur: ÍBV – Selfoss 18 Kópavogsvöllur: Breiðablik – Fylkir 19.15 Meistaravellir: KR – Stjarnan 19. Meira
9. júlí 2019 | Íþróttir | 184 orð | 3 myndir

*Knattspyrnukonan Hrafnhildur Hauksdóttir er komin aftur til Selfyssinga...

*Knattspyrnukonan Hrafnhildur Hauksdóttir er komin aftur til Selfyssinga eftir að hafa leikið hálft tímabil með Gautaborg DFF í sænsku C-deildinni. Meira
9. júlí 2019 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild karla FH – Víkingur R 1:0 Staðan: KR 1292123:1129...

Pepsi Max-deild karla FH – Víkingur R 1:0 Staðan: KR 1292123:1129 Breiðablik 1271423:1522 ÍA 1162317:1220 Stjarnan 1254319:1619 Valur 1251621:1816 FH 1144316:1716 Fylkir 1143418:2015 Grindavík 112637:912 KA 1140716:1912 HK 1132613:1511 Víkingur R. Meira
9. júlí 2019 | Íþróttir | 553 orð | 2 myndir

Rússarnir stjórna framtíðinni

Fótbolti Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl. Meira
9. júlí 2019 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Settu tvö heimsmet í Berlín

Albert Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi settu tvö heims- og Evrópumet á heimsbikarmóti í Berlín sem lauk í gær. Metin voru fyrir blandaða liðakeppni 50 ára og eldri. Meira
9. júlí 2019 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd

Stýrir Finnum og þjálfar í Egyptalandi

Svíinn Ola Lindgren, sem ráðinn var landsliðsþjálfari Finna í handknattleik á dögunum, mun ekki aðeins einbeita sér að því en hann hefur einnig verið kynntur til leiks sem nýr þjálfari egypska félagsliðsins Al Ahly og skrifað þar undir eins árs samning. Meira
9. júlí 2019 | Íþróttir | 336 orð | 4 myndir

Valur hnyklaði vöðvana í seinni hálfleik

Í Keflavík Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Topplið Vals hélt suður með sjó til Keflavíkur og atti þar kappi við nýliða Keflavíkur í níundu umferð Pepsi Max-deildarinnar á Nettóvellinum í Keflavík í gær. Meira
9. júlí 2019 | Íþróttir | 131 orð

Vestri með lið í efstu deild

Vestfjarðaliðið Vestri verður á meðal þátttökuliða í efstu deild karla í blaki á komandi keppnistímabili og þar með fjölgar liðum deildarinnar úr fimm í sex. Meira
9. júlí 2019 | Íþróttir | 397 orð | 1 mynd

Vonast eftir skemmtilegu liði á góðum stað

Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl. Meira
9. júlí 2019 | Íþróttir | 263 orð | 1 mynd

Það er erfitt að hrífast ekki með bandaríska kvennalandsliðinu eftir að...

Það er erfitt að hrífast ekki með bandaríska kvennalandsliðinu eftir að það tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í knattspyrnu með sigri í Frakklandi um helgina. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.