Sviðsljós Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við stefnum á að ljúka þessari skoðun á allra næstu vikum og í kjölfarið verður gefin út ítarleg skýrsla um stöðuna eða formleg tillaga um sölu á bönkunum. Við settum upp tímaplan, sem gert var í samráði við fjármálaráðuneytið, og er sú vinna á áætlun. Þess er nú beðið að allar upplýsingar komi í hús þannig að hægt sé að klára skoðunina,“ segir Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Vísar hann í máli sínu til söluferlis Landsbanka og Íslandsbanka.
Meira