Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Algengt er að lögreglustjórar véfengi starfshæfnivottorð starfsmanna sem snúa aftur vegna veikinda og fái trúnaðarlækna til að endurmeta starfshæfni þeirra.
Meira
Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Bandaríska barnið sem grunur lék á að væri með E. coli-sýkingu reyndist ekki vera með hana. Eitt barn til viðbótar greindist með E. coli-smit á föstudaginn.
Meira
Shriharikota. AFP. | Indverjar skutu á loft burðarflaug með brautarfar og lendingarfar í gær og gangi áform þeirra eftir verður Indland fjórða landið til að senda lendingarfar á yfirborð tunglsins, á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína.
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 249 orð
| 1 mynd
Siðanefnd Alþingis hefur lokið umfjöllun sinni um Klaustursmálið og sent forsætisnefnd þingsins álitsgerð. Fá þeir sex þingmenn sem málið varðar frest út þessa viku til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd líklega ljúka málinu í næstu viku.
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 396 orð
| 1 mynd
Guðni Einarsson Jón Birgir Eiríksson Ekki er tilefni til að efna til atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna Sjálfstæðisflokks vegna þriðja orkupakkans miðað við inntak málsins og eðli þess, að mati Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks.
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 102 orð
| 1 mynd
Björgunarsveitir voru í gærkvöldi að aðstoða mann sem lent hafði í sjálfheldu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi. Félagi mannsins tilkynnti atvikið klukkan 18, en maðurinn hafði verið að klifra þegar hann rann niður á syllu og festi fótinn á milli steina.
Meira
Neytendasamtökin fara fram á að farþegar Icelandair, sem neyðst hafa til að fljúga með staðgengdarflugvélum félagsins, fái hlutdeild í væntanlegum bótum sem Boeing greiðir félaginu vegna kyrrsetningar á 737 MAX-vélunum.
Meira
Hálendisvakt björgunarsveita á svæðinu norðan Vatnajökuls var kölluð út fyrir hádegi í gær vegna konu sem hafði slasast rétt við Herðubreiðarlindir.
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 220 orð
| 1 mynd
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Íslenskum ríkisborgurum sem búa í Reykjavíkurborg fækkaði um u.þ.b. þúsund á árunum 2016 til 2019, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda á fyrsta ársfjórðungi þessara ára.
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 325 orð
| 2 myndir
Heldur fjölgaði í Grundarfirði í gær þegar þrjú skemmtiferðaskip heimsóttu bæinn. Aldrei áður hafa jafn mörg skemmtiferðaskip komið til Grundarfjarðar á einum og sama deginum.
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 709 orð
| 4 myndir
Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is ,,Mér fannst fyllast eitthvert tómarúm sem var til staðar þegar systir pabba, sem við vissum ekki um, kom í leitirnar. Ég og systir mín Regína byrjuðum leitina fyrir 10 árum og þá mest fyrir forvitnissakir.
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 648 orð
| 2 myndir
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fremur en að söfn ásælist kirkjugripi til að tryggja varðveislu þeirra ættu ráðamenn að beita sér fyrir því að kirkjan fái þá fjármuni sem henni ber. Þannig geti hún bætt eld- og þjófavarnir í kirkjum til að tryggja öryggi þeirra og dýrmætra kirkjugripa sem þar eiga heima. Þetta sagði Óskar Magnússon, formaður Breiðabólstaðarsóknar í Fljótshlíð.
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 134 orð
| 1 mynd
Svissneskir fjárfestar hafa á síðustu árum keypt þrjár jarðir við Búðardalsá á Skarðsströnd. Með kaupunum deila þeir jöfnum atkvæðisrétti í ánni með íslenskum landeigendum á svæðinu.
Meira
Kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar kemur fram á Kex Hosteli í kvöld kl. 20.30. Með Sigurði leika Kjartan Valdemarsson á píanó, Valdimar Olgeirsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur.
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 123 orð
| 1 mynd
Skráðir kylfingar í golfklúbbum landsins voru 17.859 þann 1. júlí sl. og hafði fjölgað um 4% á milli ára, eða nærri 700. Er þetta mesta fjölgun sem orðið hefur frá árinu 2009, eða undanfarinn áratug. Frá þessu var greint á vef Golfsambands Íslands í...
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 506 orð
| 2 myndir
Evrópsk flugmálayfirvöld hafa kyrrsett allar flugvélar af sömu tegund og flugvélin sem fórst í Umeå í Svíþjóð fyrir viku með þeim afleiðingum að níu manns létu lífið.
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 139 orð
| 1 mynd
Fjöldi landsela lá á Löngufjörum á sunnanverðu Snæfellsnesi á laugardaginn var og sólaði sig í sumarblíðunni. Að sögn Ragnars Axelssonar ljósmyndara, sem flaug þar yfir og tók myndina, sýnir hún aðeins brot af selamergðinni sem þar var.
Meira
Þeir sem hyggja á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst mega búast við því að stemningin á hlaupaleiðinni verði meiri en undanfarin ár.
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 393 orð
| 1 mynd
Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við útilokum það ekki en höfum að sama skapi ekki skoðað kostinn sérstaklega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 128 orð
| 1 mynd
Olíuverzlun Íslands, Olís, hefur skrifað undir samning þess efnis að allur rekstur félagsins verði kolefnisjafnaður, en um er að ræða allan akstur, flug og dreifingu eldsneytis til viðskiptavina félagsins um allt land.
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 573 orð
| 3 myndir
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bresk dagblöð segja að minnst sex ráðherrar og aðstoðarráðherrar búi sig undir að segja af sér á næstu dögum vegna brexitstefnu Boris Johnsons ef hann verður leiðtogi Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands.
Meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að ekkert væri hæft í fullyrðingum embættismanna klerkastjórnarinnar í Íran um að leyniþjónustumenn hennar hefðu leyst upp hóp Írana sem hefðu njósnað fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA.
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 201 orð
| 1 mynd
Slökkt hefur verið á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna óróleika í kerjum. Mbl.is greindi frá þessu í gær. Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, sagði í samtali við mbl.
Meira
Keppandi stekkur ofan af 22 metra hárri brú í ána Drin í þorpinu Dol, um nítján kílómetra frá borginni Gjakova í Kósóvó. Brúin er frá átjándu öld og vinsæll áfangastaður ferðamanna.
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 957 orð
| 4 myndir
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Síðustu ár hafa erlendir fjárfestar keypt jarðir við Búðardalsá á Vesturlandi og við Kelduá á Austurlandi. Staðsetningin er hér sýnd á korti.
Meira
Sumarið er gjarnan tími framkvæmda utandyra í borgarlandinu og þá er góðviðri nýtt til þess að lagfæra ýmislegt og viðhalda öðru, til dæmis malbika götur og sinna gróðri. Af og til reynir á þolinmæði ökumanna sem eiga leið um framkvæmdasvæði...
Meira
23. júlí 2019
| Innlendar fréttir
| 361 orð
| 1 mynd
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fjórir táningar á aldrinum 13-15 ára voru inni í rússneska togaranum Orlik í Njarðvíkurhöfn í fyrrinótt þegar litlu munaði að hann sykki, en snör viðbrögð urðu til þess að þeim var komið út úr skipinu.
Meira
Páll Vilhjálmsson bendir á að hvorki „orkupakkinn“ né EES-samningurinn sem veldur honum hafi verið til umræðu fyrir þingkosningar, en almenningur hafi vaknað til vitundar um að fullveldi þjóðarinnar í orkumálum væri í hættu:
Meira
Á annað hundrað manns mættu á tónleika Jónasar Sigurðssonar í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra á sunnudag. Um var að ræða fyrstu tónleikana í fjögurra kvölda tónleikaröð sem lýkur annað kvöld.
Meira
Ofurhetjumyndin Avengers: Endgame í leikstjórn Anthony og Joe Russo, sem frumsýnd var í apríl á þessu ári, varð um helgina söluhæsta kvikmynd sögunnar. Fyrir í toppsætinu var kvikmyndin Avatar í leikstjórn James Cameron sem frumsýnd var 2009.
Meira
Átta listamenn hafa óskað eftir því að stjórnendur Whitney-listasafnsins í New York fjarlægi verk þeirra af yfirstandandi tvíæringi safnsins. Ástæðuna segja þeir viðbragðsleysi stjórnenda safnsins eftir að kallað var eftir því að Warren B.
Meira
Viðtal Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Mikil tónlistarveisla er fram undan í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þar sem vikulegir sumartónleikar eru haldnir alla þriðjudaga fram til 20. ágúst kl. 20.30.
Meira
Natalie Portman tekur við hlutverki Þórs í væntanlegri Marvel-mynd sem nefnist Thor: Love and Thunder eða Þór: Ást og þruma. Þetta var tilkynnt á kynningarfundi sem Marvel stóð fyrir á teiknimyndahátíðinni Comic-Con International í San Diego um helgina.
Meira
Þær hafa bundist órjúfanlegum böndum húsmæðurnar í Monterey í Kaliforníu því þær deila leyndarmáli sem alls ekki má koma upp á yfirborðið. Í Big little lies, seríu tvö, er haldið áfram með sögu kvennanna sem kynntust í upphafi í gegnum börn sín.
Meira
Eftir Guðrúnu Egilson: "Eftir að ég arkaði mínar Keflavíkurgöngur hefur heimsmyndin breyst. Öfl sem ég hélt að tortíma myndu íslenskri menningu hafa þvert á móti auðgað hana og styrkt."
Meira
Eftir Sigurð Skúlason: "Enskuskotin íslenska er úrkynjun móðurmálsins. Hvað er að því að unga kynslóðin kunni almennilega tvö tungumál, ensku og íslensku? Í dag virðist staðan vera þannig að hún kunni hvorugt almennilega."
Meira
Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson: "Hvergi er litið til heildaráhrifa eða langtímaáhrifa. Ekki er leitað raunhæfra lausna. Þess í stað er pólitískri stefnu breytt í trúarbrögð. Svo er lagt blátt bann við því að segja, jafnvel að hugsa, það sem fellur ekki að kennisetningunni."
Meira
Eftir Ian Buruma: "Breytist fjöldamótmælin í glundroða verður lítil samúð í Kína með mótmælendum, sem mun aftur gera kommúnistaflokknum mun léttara að beita öllu valdi sínu til að kveða mótmælin niður."
Meira
Eftir Júlíus Sólnes: "Á ráðstefnunni í Albaníu kom skýrt fram...að tilgangslaust væri að semja við klerkana í Teheran. Þeir fyrirlíta Vesturlönd og Bandaríkin sérstaklega. Líta svo á að sjálfsagt sé að skrifa undir alls kyns samninga sem þeir muni síðan hafa að engu."
Meira
Eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur: "Orkuauðlind okkar Íslendinga er í húfi og með auknum loftslagsvanda og áhuga á grænni orku eykst bara virði hennar."
Meira
Minningargreinar
23. júlí 2019
| Minningargreinar
| 2202 orð
| 1 mynd
Aðalsteinn Finnur Örnólfsson fæddist 12. janúar 1927 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 27. júní 2019.
MeiraKaupa minningabók
23. júlí 2019
| Minningargreinar
| 2663 orð
| 1 mynd
Eysteinn Guðmundsson, bílasmiður, fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1923. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 15. júlí 2019. Foreldrar hans voru Kristín Margrét Jónsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 8. nóvember 1900, d. 20.
MeiraKaupa minningabók
Hans Jón Þorvaldsson fæddist á Siglufirði 30. ágúst 1933. Hansi lést á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Siglufirði 13. júlí 2019.
MeiraKaupa minningabók
Heimir Björn Ingimarsson fæddist 19. janúar 1937. Hann lést 7. júní 2019. Útför hans fór fram 18. júní 2019. Stefanía Rósa Sigurjónsdóttir fæddist í Reykjavík 28. janúar 1940. Hún lést 15. febrúar 2019. Rósa var jarðsett í kyrrþey 1. mars 2019.
MeiraKaupa minningabók
23. júlí 2019
| Minningargreinar
| 5013 orð
| 1 mynd
Sigríður Helgadóttir fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1925. Hún lést á Landspítala/Landakoti 15. júlí 2019. Sigríður var dóttir Guðlaugar Þórðardóttur verkakonu í Reykjavík, f. 24. júlí 1898, d. 14.
MeiraKaupa minningabók
23. júlí 2019
| Minningargreinar
| 1909 orð
| 1 mynd
Vilhjálmur Hannesson fæddist 11. júlí 1936 í Efstabæ í Skorradal. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. júlí 2019. Foreldrar hans voru Hannes Vilhjálmsson, bóndi í Sarpi, f. 17. júní 1903, d. 2.
MeiraKaupa minningabók
Þóra Valgerður Antonsdóttir fæddist í Hólakoti á Höfðaströnd í Skagafirði 7. desember 1936. Hún lést 11. júlí 2019. Foreldrar hennar voru hjónin Björn Anton Jónsson, f. 6.4. 1896, d. 28.10. 1969, og Steinunn Guðmundsdóttir, f. 17.8. 1894, d. 21.5. 1979.
MeiraKaupa minningabók
Leigufélagið Heimavellir hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í gær, eða um 5,08% í afar takmörkuðum viðskiptum upp á 15 þúsund krónur. Gengi félagsins stendur í 1,25 kr.
Meira
23. júlí 2019
| Viðskiptafréttir
| 481 orð
| 2 myndir
Baksvið Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Tryggingamiðstöðin hf. (TM) á nú í viðræðum við Klakka ehf. um kaup á öllum eignarhlutum í dótturfélagi þess síðarnefnda, fjármögnunarfyrirtækinu Lykli hf.
Meira
Heimsmarkaðsverð á gulli hélt áfram að hækka í gær og hefur nú náð hæsta gildi sínu í sex ár. Þannig hefur verð á hverja únsu gulls farið vel yfir 1.420 Bandaríkjadali. Nemur árshækkunin um 16,4%.
Meira
Samsett hlutfall í rekstri VÍS reyndist 94,8% í júnímánuði en fyrir ári var hlutfallið 97%. Samsett hlutfall er tjónakostnaður, endurtryggingakostnaður og rekstrarkostnaður af vátryggingahluta starfseminnar sem hlutfall af iðgjöldum.
Meira
Tólf mánaða verðbólga mælist í júlímánuði 3,1% og lækkar úr 3,3% frá því í júní. Þannig hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,21% frá fyrra mánuði. Er þetta í annað sinn á þessu ári sem verðhjöðnun kemur fram í mælingum Hagstofunnar.
Meira
Fossinn fagri! Dynkur í Þjórsá er á reginfjöllum og þangað fara því fáir þó að staðurinn sé vel þekktur af myndum. Er 38 metra hár en verulega vatnsminni nú en var fyrr á árum.
Meira
Í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30 verður á sjónvarpsstöðinni N4 sýndur fyrsti þátturinn af fjórum sem ber yfirskriftina Garðarölt í blómabænum Hveragerði.
Meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, sagnfræðingur og alþingismaður, ræðir sögu hátíða á Þingvöllum í síðustu fimmtudagsgöngu þessa sumars, en hún er nú í vikunni; 25. júlí. Lagt verður af stað frá Hakinu kl. 20.
Meira
6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. Þú ferð framúr með bros á vör. Fréttir á klukkutíma fresti. 10 til 14 Erna Hrönn Skemmtileg tónlist og létt spjall með Ernu alla virka daga á K100.
Meira
Björn Ingólfsson segir frá því á Leir, að hann lenti á hagyrðingakvöldi á Þórshöfn á dögunum og átti m.a. að svara því hvað hann myndi taka til bragðs ef hann mætti hvítabirni á förnum vegi.
Meira
Gott er að geta sagt þeim sem skammaðir hafa verið fyrir að hafa hraðann á með tveimur n -um, að ekki er nóg með að það sé löglegt heldur má líka hafa hraða á – og svo auðvitað hraðan , sem lengi hefur þótt fínast.
Meira
70 ára Sigurður er Siglfirðingur. Þar býr hann og hefur gert síðan hann útskrifaðist 1974 úr Tækniskóla Íslands sem byggingartæknifræðingur. Nú er hann verkefnastjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Börn: Ari Sigurðsson, f. 1971, Hlöðver Sigurðsson, f.
Meira
Tony Revolori er greinilega enginn Peter Parker. Síðustu helgi var leikarinn sem fer með hlutverk í kvikmyndinni um Spiderman rekinn út af Comic-Con eftir að hann klifraði upp í tré til að ná mynd fyrir samfélagsmiðlana.
Meira
Staðan kom upp á lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Netanya í Ísrael. Úkraínski stórmeistarinn Pavel Eljanov (2.655) hafði svart gegn enskum kollega sínum Luke McShane (2.688) . 60.... Hd2+?? svartur hefði haldið jöfnu eftir 60.... Hb2!
Meira
Sveinn Gunnar Hálfdánarson er fæddur 23. júlí árið 1939 í Þórshamri á Vesturgötu 78 á Akranesi. Hann gekk í barnaskóla á Akranesi og lauk skyldunámi frá Gagnfræðaskóla Akraness.
Meira
40 ára Þorgerður er fædd og uppalin í Reykjavík og býr þar nú. Hún er stúdent úr Verzlunarskólanum og viðskiptafræðingur frá HR. Þaðan hefur hún einnig meistaragráðu í verkefnastjórnun.
Meira
Í Smáranum Kristján Jónsson kris@mbl.is Breiðablik og Grindavík þurfa að bíða lengur eftir næsta sigri í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu en liðin gerðu markalaust jafntefli á Kópavogsvellinum í gærkvöldi í 13. umferð deildarinnar.
Meira
Í Kórnum Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is HK vann sinn þriðja deildarleik í röð þegar liðið fékk FH í heimsókn í 13. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í Kópavogi í gærkvöldi en leiknum lauk með þægilegum sigri HK, 2:0.
Meira
Arsenal hefur komist að samkomulagi við Real Madríd um að fá Dani Ceballos að láni út komandi tímabil. Ceballos hefur leikið 56 leiki með Real Madríd og sex leiki fyrir landslið Spánverja.
Meira
Íslandsmeistarar Selfoss í handknattleik hafa samið við Magnús Öder Einarsson um að leika með liðinu næstu tvö árin. Frá þessu var greint í tilkynningu frá Selfyssingum í gær. Magnús er 22 ára gamall og lék með Selfossi þegar liðið var í 1.
Meira
Fótbolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Tilfinningin er mjög góð að vera loksins búinn að skora aftur í deildarleik. Það var orðið ansi langt síðan ég skoraði og það gerðist síðast á EM í Frakklandi þannig að það var ákveðinn léttir að ná að koma þessu til hliðar og nú er bara að byggja ofan á þetta og halda áfram á sömu braut,“ sagði knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson, framherji AIK í sænsku úrvalsdeildinni, í samtali við Morgunblaðið.
Meira
* Stephany Mayor og Bianca Sierra missa af næstu þremur leikjum Þórs/KA í úrvalsdeild kvenna í fótbolta, gegn Fylki í kvöld, ÍBV á laugardag og Breiðabliki 1. ágúst.
Meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hafnaði í fjórða sæti D-riðils á HM á Spáni. Ísland þurfti að sætta sig við 26:17-tap fyrir Þýskalandi í lokaleik sínum í riðlinum í gær.
Meira
Það fór allt á hliðina í handboltasamfélaginu á dögunum þegar þeir Haukur Þrastarson og Teitur Örn Einarsson gáfu ekki kost á sér í U21 árs landsliðið sem nú tekur þátt í lokamóti HM á Spáni.
Meira
Þrír grískir bræður, Giannis, Thanasis og Kostas Antetokounmpo, munu að líkindum allir leika í NBA-deildinni í körfuknattleik næsta vetur. Giannis er stjarna í deildinni eftir frammistöðu sína með Milwaukee á undanförnum árum.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.