Greinar miðvikudaginn 24. júlí 2019

Fréttir

24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 22 orð | 1 mynd

Arnþór Birkisson

Kvöldroði Það var fallegt útsýnið sem blasti við frá Hafnarfirði í vikunni þegar sólin var að setjast. Snæfellsjökullinn alltaf tignarlegur úr... Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 440 orð | 2 myndir

Ásælist hvorki kirkjugripi né aðra safnmuni

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er almenn regla hjá Þjóðminjasafninu að ásælast aldrei gripi, hvorki kirkjugripi né aðra muni. Söfn metast heldur ekki um gripi. Það er löngu liðin tíð,“ sagði Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Bandaríkjamenn koma á morgun

Flugsveit úr bandaríska flughernum, sem mun sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland, kemur til landsins á morgun, fimmtudag. Þetta staðfestir Sveinn Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við Morgunblaðið. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

„Heilmiklar framkvæmdir“

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 480 orð | 2 myndir

Friðlýst svæði njóta sérstakrar verndar

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ríkisstjórnin hyggst gera átak í friðlýsingu svæða, eins og fram hefur komið í fréttum. Á Íslandi eru 115 friðlýst svæði og búið er að friðlýsa 21,6% af flatarmáli Íslands eða rúmlega 22.000 ferkílómetra. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Fræin lenda og lita stéttir og flatir hvítar

Stóran hluta mánaðarins hefur orðið vart við svífandi fræ á höfuðborgarsvæðinu, en öspin felldi fræ óvenju snemma þetta árið að því er fram kom í viðtali blaðsins við Jóhann Pálsson, grasafræðing 8. júlí sl. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Fyrsta konan til að synda Eyjasundið

Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Sjósundskappinn Sigrún Þuríður Geirsdóttir varð í fyrrinótt fyrsta konan til að synda Eyjasundið svokallaða, milli Vestmannaeyja og Landeyjasands. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Grill seljast betur í sumar en í fyrra

Grill hafa selst mun betur í sumar en í fyrrasumar að sögn nokkurra verslunareigenda, þökk sé blíðviðrinu í sumar. Rekstrarstjóri BYKO, Íris Sigtryggsdóttir, segir að grill og almennar sumarvörur seljist betur í ár en í fyrra. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Hálfur milljarður í arð

Miklatorg, sem á og rekur IKEA á Íslandi, hagnaðist um 528 milljónir króna á síðasta rekstrarári. Hagnaðurinn dróst verulega saman frá fyrra ári þegar hann nam 982 milljónum króna. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Hefur ekki komið fyrir áður

Ljósbogi sem myndaðist í álverinu í Straumsvík í fyrradag kom fram inni í lokuðu keri að sögn Rannveigar Rist, forstjóra Rio Tinto á Íslandi, en í samtali við mbl.is í gær sagði hún að þetta væri annað en ef ljósbogi færi frá keri og eitthvað annað. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 637 orð | 3 myndir

Hlutfall innflytjenda á uppleið

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hlutfall innflytjenda og annarrar kynslóðar innflytjenda af íbúafjöldanum á Norðurlöndum hefur breyst mikið á þessari öld. Dæmi um það er Svíþjóð en þar bjuggu í fyrra tvöfalt fleiri innflytjendur en árið 2000. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 69 orð

Innflytjendum fjölgar á Norðurlöndum

Hlutfall innflytjenda og annarrar kynslóðar innflytjenda af íbúafjöldanum á Norðurlöndum hefur breyst mikið á þessari öld. Í Svíþjóð bjuggu í fyrra tvöfalt fleiri innflytjendur en árið 2000. Árið 2000 voru þeir um milljón en um tvær milljónir í fyrra. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Kaupin enn ófrágengin

Þóroddur Bjarnason Stefán E. Stefánsson Enn hefur greiðsla fyrir flugrekstrareignir úr þrotabúi WOW air ekki borist. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans. Hinn 12. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Leikurinn sem fáum hundum leiðist

Ætla má að fáum ferfætlingum af þeirri tegund sem ljósmyndari Morgunblaðsins hitti fyrir í gær leiðist leikurinn sem kalla má „kasta og sækja“, ekki síst þegar brugðið er út af vananum og boltanum kastað út í sjó eða vatn. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Meðalhitinn í júlí 2,8 stigum hærri í Reykjavík en í fyrra

Þegar fyrstu 20 dagar júlímánaðar 2019 eru bornir saman við sömu júlídaga 2018 kemur í ljós gríðarlegur munur, sumrinu 2019 í vil. Meðalhitinn þessa 20 daga í ár er heilum 2,8 stigum hærri en í fyrra. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 409 orð | 2 myndir

Með skyrið til Texas

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Austin í Texas þykir vera spennandi ferðamannaborg og þar eru jafnframt góð skilyrði fyrir ýmsa frumkvöðlastarfsemi,“ segir Rósa Amelía Árnadóttir. Hún stefnir að því að opna í byrjun september næstkomandi tvo skyrbari í Austin og aðra í kjölfarið í Orlando á Flórída, það er innan tólf mánaða hið mesta. Yrðu Flórídavagnarnir á fjölförnum ferðamannastöðum þar vestra. Starfsemin mun byggjast á íslenskum uppskriftum. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Mikil andstaða við göngugötur

Tæplega helmingur rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur er mjög andvígur göngugötum allt árið og 62% eru þeim ýmist mjög eða frekar andvíg, samkvæmt könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Miðborgina okkar í maímánuði. Meira
24. júlí 2019 | Erlendar fréttir | 1271 orð | 4 myndir

Mikil óvissa um brexit-loforðið

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Boris Johnson hét því að tryggja útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október eftir að ljóst varð að hann var kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins með um tveimur þriðju atkvæða og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Mikil óvissa er þó um hvort hann geti staðið við loforðið, m.a. vegna óeiningar meðal þingmanna Íhaldsflokksins um hvort Bretland eigi að ganga úr ESB án samnings náist ekki nýtt samkomulag um skilmála útgöngunnar. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 693 orð | 2 myndir

Óreiðuskip á dauðadeild send úr landi

Fréttaskýring Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Segir samskiptin einkennast af fáfræði

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Ronald Fatalla, íslenskur ríkisborgari, sem er fæddur og uppalinn á Filippseyjum, telur samskipti Íslands og Filippseyja upp á síðkastið hafa einkennst af fáfræði. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Spáir „erfiðum tíma“

Ursula von der Leyen, verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, óskaði í gær Boris Johnson til hamingju með sigur hans í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi en varaði við því að nýi leiðtoginn og forystumenn ESB ættu „erfiðan... Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 379 orð | 1 mynd

Styrkbeiðnum golfklúbba hafnað

Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Bæði bæjarráð Kópavogsbæjar og bæjarráð Garðabæjar hafa hafnað beiðni Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og Golfklúbbsins Odds (GO) um fjárstuðning vegna Íslandsmóts golfklúbba í 1. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Svavar Knútur kemur fram í Norræna húsinu

Söngvaskáldið Svavar Knútur kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld kl. 21. Hann hefur getið sér gott orð bæði fyrir sína eigin frumsömdu tónlist og fyrir nálgun sína á sígild íslensk sönglög. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Unga kynslóðin berst gegn mengun

Á vegi ljósmyndara í Árbænum í gær urðu þessir ungu og spræku drengir sem stóðu þar með spjöld, sem þeir höfðu búið til sjálfir, með einföldum en skýrum skilaboðum til vegfarenda um Árbæinn: Engin... Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Vilja fá fleiri marsvínalimi í safnið

Hið íslenska reðasafn við Laugaveg í Reykjavík hefur falast eftir því að fá reður eða reði af grindhvalatörfum sem strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi á dögunum. „Við eigum tvo reði af grindhvölum en við erum safn og erum alltaf að safna. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Vilja þjóðhátíðarferju

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is ÍBV vonast til þess að geta tekið nýja ferju í gagnið fyrir Þjóðhátíð, þó ekki nýja Herjólf, að sögn Harðar Orra Grettissonar, framkvæmdastjóra ÍBV. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Þjóðminjasafnið ásælist ekki gripi

„Það er almenn regla hjá Þjóðminjasafninu að ásælast aldrei gripi, hvorki kirkjugripi né aðra muni. Söfn metast heldur ekki um gripi. Það er löngu liðin tíð,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Meira
24. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Öryggissvæðið stækkað

Öryggissvæði fyrir hættulegan farm, svokallaðan „hot cargo“, á Keflavíkurflugvelli verður stækkað í framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á flugvellinum á vegum Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins. Þetta kom fram á mbl.is í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

24. júlí 2019 | Staksteinar | 173 orð | 1 mynd

Íslendingar flýja borgina

Nýjasta dæmið um afleiðingar af stefnu Reykjavíkurborgar er að borgin er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem Íslendingum fækkar. Í Reykjavík fækkaði Íslendingum um eitt þúsund á árunum 2016 til 2019, en vegna aðflutnings útlendinga var nokkur fjölgun í borginni. Meira
24. júlí 2019 | Leiðarar | 272 orð

Konur í dómarastétt

KSÍ á að halda áfram að reyna að fá konur til að dæma fótboltaleiki. Meira
24. júlí 2019 | Leiðarar | 318 orð

Sterkt umboð

Nýr forsætisráðherra Breta fær sterkt umboð sinna manna. En verkið verður ekki auðvelt þrátt fyrir það. Meira

Menning

24. júlí 2019 | Tónlist | 726 orð | 5 myndir

„Fólk mun ganga út með bros á vör“

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Fjölbreytt dagskrá verður á Reykholtshátíð sem haldin verður næstu helgi, föstudaginn 26. júlí til sunnudagsins 28. júlí. Meira
24. júlí 2019 | Kvikmyndir | 212 orð | 2 myndir

Boða aukna fjölbreytni í hópi ofurhetja

Fjórði fasi Marvel-ofurhetjukvikmyndanna sem ætlunin er að frumsýna á næstu árum býður upp á meiri fjölbreytni í persónum ofurhetjusagnabálksins en hingað til hefur viðgengist. Meira
24. júlí 2019 | Tónlist | 93 orð | 1 mynd

Ife Tolentino leikur ásamt félögum á Múlanum í kvöld

Brasilíski gítarleikarinn, söngvarinn og lagasmiðurinn Ife Tolentino kemur fram á Múlanum á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 21. Honum til halds og trausts verða saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson og píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson. Meira
24. júlí 2019 | Kvikmyndir | 88 orð | 4 myndir

Níunda kvikmynd Quentins Tarantinos, Once Upon a Time in Hollywood, var...

Níunda kvikmynd Quentins Tarantinos, Once Upon a Time in Hollywood, var frumsýnd í Hollywood í vikubyrjun, en áður hafði hún verið sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. Meira
24. júlí 2019 | Fjölmiðlar | 216 orð | 1 mynd

Síðasti séns

Í heimildarþáttunum Last Chance U er einu liði úr háskólaruðningnum í Bandaríkjunum fylgt eftir í hverri þáttaröð. Netflix framleiðir þættina og kom fjórða þáttaröðin út á dögunum. Meira
24. júlí 2019 | Bókmenntir | 105 orð

Tilnefningar til Ísnálarinnar 2019

Upplýst hefur verið hvaða bækur eru tilnefndar til Ísnálarinnar 2019. Verðlaunin veita Hið íslenska glæpafélag og Bandalag þýðenda og túlka árlega fyrir bestu íslenska þýðingu á glæpasögu fyrra árs. Meira

Umræðan

24. júlí 2019 | Aðsent efni | 1339 orð | 2 myndir

Einfaldara Ísland

Eftir Héðin Unnsteinsson: "Getur það verið að innan kerfisins séu ólíkir hópar fólks að vinna að svipuðum málum án þess að vita mikið hver af öðum?" Meira
24. júlí 2019 | Aðsent efni | 887 orð | 1 mynd

Erfðamál Jóhannesar Kjarvals listmálara

Eftir Ingimund Sveinsson Kjarval: "Vegna máls númer M-85/2028 í Héraðsdómi Reykjavíkur, Ingimundur Kjarval gegn Reykjavíkurborg." Meira
24. júlí 2019 | Pistlar | 429 orð | 1 mynd

Ímyndunarstjórnmál

Ástandið í stjórnmálum er mjög sérstakt víða um hinn vestræna heim. Tekist er á um hugmyndafræði annars vegar og hins vegar hvort ræða megi hugmyndafræði og pólitískar skoðanir. Meira
24. júlí 2019 | Aðsent efni | 816 orð | 1 mynd

Um skýrslu Landsnets: Afl- og orkujöfnuður 2019-2023

Eftir Skúla Jóhannsson: "Í skýrslunni er hvergi minnst á orku- og aflskerðingu vegna bilana í flutningskerfinu, en þó er það eitt af aðalverksviðum Landsnets." Meira

Minningargreinar

24. júlí 2019 | Minningargreinar | 1409 orð | 1 mynd

Auður Skúladóttir

Auður Skúladóttir fæddist í Reykjavík 28. janúar 1936. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. júlí 2019. Foreldrar hennar voru Þuríður Auðunsdóttir, f. 6.6. 1900 á Eyvindarmúla í Fljótshlíð, d. 27.6. 1995, og Skúli Jón Magnússon, f. 21.1. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2019 | Minningargreinar | 2096 orð | 1 mynd

Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir

Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir fæddist 10. apríl 1931 á Brunnstíg 3, Hafnarfirði. Hún lést á Landspítalanum 11. júlí 2019. Foreldrar hennar voru Sólveig Bergþóra Þorsteinsdóttir, húsfreyja á Húsavík, f. 31. júlí 1915, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2019 | Minningargreinar | 1561 orð | 1 mynd

Kristín Tryggvadóttir

Kristín Tryggvadóttir fæddist í Reykjavík 11. júní 1943 og ólst upp í foreldrahúsum, fyrstu árin á Guðrúnargötu og síðan í Melgerði og Búðagerði í hinu nýja smáíbúðahverfi. Hún andaðist 9. júlí 2019. Foreldrar Kristínar voru Tryggvi Sigurðsson, f. 6. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2019 | Minningargreinar | 433 orð | 1 mynd

María Sigurborg Jonný Rósinkarsdóttir

María Sigurborg Jonný Rósinkarsdóttir fæddist 25. september 1928. Hún lést 1. júlí 2019. Útförin fór fram 18. júlí 2019. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2019 | Minningargreinar | 686 orð | 1 mynd

Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir

Olga Steinunn Weywadt Stefánsdóttir fæddist 18. ágúst 1975. Hún lést 1. júlí 2019. Útför Olgu fór fram 19. júlí 2019. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2019 | Minningargreinar | 1715 orð | 1 mynd

Sigurlaug Gröndal

Sigurlaug Gröndal, eða Silla eins og hún var oftast kölluð, fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1945. Hún lést eftir skamma en harða sjúkdómslegu á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 13. júlí 2019. Foreldrar hennar voru Jórunn Ásta Steingrímsdóttir, f.... Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

24. júlí 2019 | Fastir þættir | 156 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Rbd2 Bg7 4. e4 d6 5. Bb5+ Rc6 6. 0-0 Bd7 7. De2...

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Rbd2 Bg7 4. e4 d6 5. Bb5+ Rc6 6. 0-0 Bd7 7. De2 a6 8. Bxc6 Bxc6 9. e5 Rh5 10. Rb3 dxe5 11. dxe5 Bxf3 12. Dxf3 Bxe5 13. Hd1 Dc8 14. He1 f6 15. Bh6 Df5 16. Dxb7 Hd8 17. Dc6+ Dd7 18. Meira
24. júlí 2019 | Í dag | 99 orð | 2 myndir

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með...

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. Þú ferð framúr með bros á vör. Fréttir á klukkutíma fresti. 10 til 14 Erna Hrönn Skemmtileg tónlist og létt spjall með Ernu alla virka daga á K100. Meira
24. júlí 2019 | Í dag | 97 orð | 1 mynd

Elísabet Guðmundsdóttir

70 ára Elísabet er fædd á Stokkseyri og alin þar upp. Hún flutti á Selfoss árið 1969 og hefur búið þar síðan. Hún var ræstingastjóri á sjúkrahúsinu á Selfossi í 36 ár. Þar lét hún af störfum nú um áramótin. Meira
24. júlí 2019 | Árnað heilla | 86 orð | 1 mynd

Helga Sigurrós Valgeirsdóttir

40 ára Helga er fædd og uppalin í Reykjavík og á ættir að rekja á Barðaströnd. Hún er sjávarútvegsfræðingur frá HA 2004 og er með MA í alþjóðaviðskiptum frá London. Meira
24. júlí 2019 | Í dag | 327 orð

Í gamla daga og vélabrögð

Guðmundur Arnfinnsson kallar þessa skemmtilegu sonnettu „Í gamla daga“ og er okkur kærkomin sem náð höfum háum aldri – hún rifjar upp ljúfar endurminningar og kallar fram myndir af gömlum búskaparháttum. Meira
24. júlí 2019 | Í dag | 87 orð | 1 mynd

Keanu Reeves áritaði skilti í garði í Louisiana

Keanu Reeves gerði fallegan hlut fyrir aðdáanda í Louisiana. Leikarinn var í bíl með handritshöfundinum Ed Solomon, sem skrifar handritið að framhaldi kvikmyndarinnar Bill & Ted, þegar þeir komu auga á skilti í garði einum á leið sinni. Meira
24. júlí 2019 | Árnað heilla | 479 orð | 4 myndir

Lífið leikur bara við mann

Birkir Jón Jónsson fæddist 24. júlí 1979 á Siglufirði og ólst þar upp. Lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, var þar forseti nemendafélagsins 1998-1999, stundaði svo nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Meira
24. júlí 2019 | Í dag | 53 orð

Málið

Í Ísl. orðabók þýðir skynsamur : „sem tekur rökréttar ákvarðanir (og stjórnast ekki um of af tilfinningum sínum).“ Þá er ljóst að t.d. ákvörðun getur ekki verið skynsöm, aðeins sá sem tekur hana . Sjálf er hún skynsamleg . Meira
24. júlí 2019 | Fastir þættir | 173 orð

Reglur. A-Allir Norður &spade;85 &heart;G954 ⋄ÁG1093 &klubs;104...

Reglur. A-Allir Norður &spade;85 &heart;G954 ⋄ÁG1093 &klubs;104 Vestur Austur &spade;KG73 &spade;D109 &heart;Á3 &heart;82 ⋄62 ⋄8754 &klubs;Á7532 &klubs;DG98 Suður &spade;Á642 &heart;KD1076 ⋄KD &klubs;K6 Suður spilar 4&heart;. Meira
24. júlí 2019 | Árnað heilla | 99 orð | 1 mynd

Systurnar Jóhanna Laufey og Þórhildur Inga Hreiðarsdætur ásamt Láru...

Systurnar Jóhanna Laufey og Þórhildur Inga Hreiðarsdætur ásamt Láru Ingvarsdóttur stóðu fyrir tombólu á Vopnafirði nú á dögunum. Þær Jóhönnu Laufeyju og Láru langaði að halda tombólu en voru í vafa um hvaða málefni ætti að styrkja. Meira

Íþróttir

24. júlí 2019 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

Eitt sinn sat frændi minn í sófanum fyrir framan sjónvarpið ásamt...

Eitt sinn sat frændi minn í sófanum fyrir framan sjónvarpið ásamt foreldrum sínum og horfði á þegar kjöri íþróttamanns ársins var lýst. Meira
24. júlí 2019 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Elmar flytur þvert yfir Tyrkland

Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason hefur flutt sig um set í Tyrklandi en hann er genginn til liðs við Akhisarspor eftir að hafa leikið með Gazesehir á síðasta tímabili. Meira
24. júlí 2019 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Forföll í liði meistaranna

Leikmannahópur Bandaríkjanna fyrir heimsmeistaramót karla í körfuknattleik hefur veikst töluvert á undanförnum dögum. Í gær var greint frá því að Damian Lillard hefði dregið sig út úr hópnum og á mánudag varð ljóst að James Harden yrði ekki með. Meira
24. júlí 2019 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Fyrirliði ÍR tekur sér frí frá körfunni

Fyrirliði ÍR, Sigurkarl Róbert Jóhannesson, ætlar að taka sér frí frá körfuknattleiksiðkun og verður því væntanlega ekki með ÍR á næsta keppnistímabili. Karfan.is greindi frá þessu í gær. Meira
24. júlí 2019 | Íþróttir | 270 orð | 3 myndir

* Haraldur Franklín Magnús fór ágætlega af stað á Borre Open-mótinu á...

* Haraldur Franklín Magnús fór ágætlega af stað á Borre Open-mótinu á Nordic-mótaröðinni í golfi sem hófst í Borre í suðurhluta Noregs í gær. Hann er í 19. sæti eftir fyrsta hring á 71 höggi, tveimur höggum undir pari vallarins. Meira
24. júlí 2019 | Íþróttir | 1544 orð | 12 myndir

Hreyfing á liðum í neðri hlutanum

Hlíðarendi/Smárinn/ Eyjar/Árbær/Víkin Bjarni Helgason Stefán Stefánsson Arnar Gauti Grettisson Jóhann Ingi Hafþórsson Björn Már Ólafsson Valskonur unnu öruggan og þægilegan sigur gegn KR í 11. Meira
24. júlí 2019 | Íþróttir | 159 orð | 2 myndir

*ÍBV tilkynnti í gærkvöld að samningur fyrirliðans Esterar Óskardóttur...

*ÍBV tilkynnti í gærkvöld að samningur fyrirliðans Esterar Óskardóttur við handknattleiksdeild félagsins hefði verið framlengdur til tveggja ára. Ester er 31 árs og hefur leikið allan sinn feril með ÍBV og verið fyrirliði liðsins um árabil. Meira
24. júlí 2019 | Íþróttir | 287 orð | 1 mynd

Íslendingar í öllum Evrópumótunum

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Nú er ljóst að fjórir íslenskir landsliðsmenn í körfuknattleik leika með félagsliðum sínum á Evrópumótunum á komandi vetri. Meira
24. júlí 2019 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Jafntefli hjá HB í Evrópudeildinni

HB frá Þórshöfn, lið Heimis Guðjónssonar og Brynjars Hlöðverssonar, á möguleika á að komast í 3. umferð Evrópudeildar UEFA. Liðið gerði í gær 2:2 jafntefli gegn Linfield frá N-Írlandi í fyrri leik liðanna í 2. umferðinni. Meira
24. júlí 2019 | Íþróttir | 25 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Extra-völlur: Fjölnir...

KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Extra-völlur: Fjölnir – Afturelding 19.15 Hertz-völlur: ÍR – Þróttur R 19.15 3. Meira
24. júlí 2019 | Íþróttir | 57 orð | 1 mynd

Ólympíuhátíð æskunnar U17 karla í Bakú: Frakkland – Króatía 27:26...

Ólympíuhátíð æskunnar U17 karla í Bakú: Frakkland – Króatía 27:26 Slóvenía – Ísland 21:21 Kristófer Máni Jónasson skoraði 6 mörk, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3 og Arnór Viðarsson 3. Meira
24. júlí 2019 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild kvenna ÍBV – Keflavík 3:2 Fylkir – Þór/KA...

Pepsi Max-deild kvenna ÍBV – Keflavík 3:2 Fylkir – Þór/KA 3:0 Valur – KR 3:0 Breiðablik – Selfoss 2:1 HK/Víkingur – Stjarnan 2:5 Staðan: Valur 11101039:731 Breiðablik 11101038:1031 Þór/KA 1152419:1917 Selfoss 1151513:1516... Meira
24. júlí 2019 | Íþróttir | 684 orð | 4 myndir

Sex efstu liðin án sigurs

13. umferð Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Stigamissir KR-inga á lokasekúndunum gegn Stjörnunni á Meistaravöllum á sunnudagskvöldið var ekki eins afdrifaríkur og hann hefði getað orðið. Meira
24. júlí 2019 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Þriðja metið hjá Antoni á HM

Anton Sveinn McKee setti sitt þriðja Íslandsmet á HM í sundi í 50 m laug í Gwangju í Suður-Kóreu í gærmorgun þegar hann synti 50 m bringusund á 27,46 sekúndum. Hann bætti met sitt frá því á sunnudag um 20/100 úr sekúndu. Hann endaði í 20. Meira

Viðskiptablað

24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 11 orð | 1 mynd

1912 kaupir í Emmessís

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup 1912 á 56% hlut í ísframleiðandanum... Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 373 orð | 2 myndir

Allt að tólf vélar innan tveggja ára

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Gangi áætlanir Michele Ballarin og meðfjárfesta hennar eftir mun endurreist WOW air hafa tíu til tólf vélar í sinni þjónustu innan 24 mánaða. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 617 orð | 1 mynd

Áreiðanleg áreiðanleikakönnun?

Hinn 8. júlí sl. gáfu bresk persónuverndaryfirvöld (ICO) út yfirlýsingu um fyrirhugaða álagningu sektar á British Airways að fjárhæð 183 milljónir punda, eða um 29 milljarða króna... Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 572 orð | 1 mynd

Á við MBA-gráðu að hlýða á tal Buffetts og Mungers

Segja má að Hermann Guðmundsson sé eins og blómi í eggi hjá Kemi en um þessar mundir eru liðin slétt fimm ár síðan hann, ásamt fleiri fjárfestum, keypti þetta rótgróna fyrirtæki. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 782 orð | 2 myndir

Brexit er fyrsta mál á dagskrá

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hann er ekkert lamb að leika sér við og getur, með nokkrum vel völdum orðum, niðurlægt andstæðinga sína. Kannski hefur Boris Johnson það sem þarf til að binda enda á Brexit-lönguvitleysuna með góðu eða illu. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 218 orð | 1 mynd

Er loftið farið úr hnattvæðingunni?

Bókin Undanfarin misseri hafa fræðimenn og sérfræðingar af ýmsu tagi verið iðnir við að skrifa þykkar bækur um þann vanda sem hnattvæðingin stendur frammi fyrir. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 225 orð

Eru þau ofur frjálslynd?

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sigrún Ósk Haraldsdóttir, fulltrúi Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur, er meira en lítið óviss um hvort heimila eigi starfsemi Uber í Reykjavík. Hún er dauðhrædd um að þjónusta af því tagi myndi fjölga bílum í Reykjavík. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 712 orð | 2 myndir

Flytja inn í nýtt húsnæði um áramótin

Pétur Hreinsson peturh@mbl.is 2.000 fermetra húsnæði bátasmíðastöðvarinnar Trefja rís í Hafnarfirði. Fyrirtækið tók nýlega í notkun nýja bátalyftu sem auðveldar að takast á við stærri og umfangsmeiri smíðar. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 678 orð | 2 myndir

Gæði fisksins munu aukast

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ný Vestmannaey VE bættist í flota íslenskra togskipa í síðustu viku og segir skipstjórinn að gæði fisksins muni aukast með tilkomu skipsins. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 106 orð | 1 mynd

Heyrnartól sem ekki má týna

Græjan Flestu fólki þykir það nógu spælandi að glata venjulegum þráðlausum heyrnartólum frá Apple, enda ekki þau ódýrustu á markaðinum og kosta á Íslandi tæpar 27.000 kr, með hleðsluboxi. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 155 orð | 1 mynd

Hrun í verðtryggðum lánum

Ný verðtryggð lán heimilanna að frádregnum upp- og umframgreiðslum, með láni í veði í íbúð, námu tæpum 4 milljörðum í júní og eru þau um 959 milljónum krónum minni en í júní í fyrra. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 237 orð | 1 mynd

IKEA hagnast um hálfan milljarð

Miklatorg hf. sem á og rekur IKEA á Íslandi hagnaðist um 528 milljónir kr. á síðasta rekstrarári. Hagnaðurinn dróst saman um 46%. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 467 orð | 2 myndir

ITF dregur verulega úr umsvifum á næstu árum

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund verður lagður niður eigi síðar en árið 2025. Eignasala er fram undan hjá sjóðnum. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 323 orð

Lágir og háir vextir

Lengi hefur Íslendingum þótt gott að geyma verðmæti í steypu. Það er ekki aðeins vegna eðlisþyngdar efnisins og þeirrar staðreyndar að hér er gjarnan vindasamt, heldur einnig vegna þess að þar fara áþreifanleg verðmæti. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 144 orð | 2 myndir

Makrílvertíð komin á fullt í Neskaupstað

Makrílvinnsla hófst í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á laugardag þegar Margrét EA kom þangað með fyrsta farm vertíðarinnar, 840 tonn. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 27 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Úrsögn vegna 3. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 151 orð | 1 mynd

Til að hringja í kisa

Fyrir loðbarnið Það versta við að þurfa að sitja við skrifborð eða vera fastur á verslunargólfi frá níu til fimm er að á meðan þarf kisi eða voffi að bíða aleinn heima. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 236 orð | 1 mynd

Ýmsar nýjungar í Arion banka-appinu

Fjármál Nýjungin „Fjármálin mín“ í bankaappi Arion banka er komin í loftið þar sem notendur geta greint útgjöld sín og innborganir með einföldum hætti. Arion banki innleiðir þessa lausn í samstarfi við Meniga. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 260 orð | 1 mynd

Þefa yngra fólk uppi í kannanir

Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Eik er nýtt kannanaforrit sem á að ná betur til yngri aldurshópa, á aldrinum 18-35 ára. Notendur fá greitt fyrir þátttöku. Meira
24. júlí 2019 | Viðskiptablað | 5805 orð | 2 myndir

Þjóðríki á ekki að vera háð einu flugfélagi

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Nafn athafnakonunnar Michele Ballarin var fáum kunnugt hér á landi þegar það birtist skyndilega í fjölmiðlum í síðustu viku í tengslum við kaup sterkefnaðra bandarískra aðila á öllum eignum WOW air úr þrotabúi félagsins. Nú er það á allra vörum. Í einkaviðtali við ViðskiptaMoggann greinir Ballarin frá fyrirætlunum sínum varðandi endurreisn flugfélagsins og hugmyndum fyrir framþróun íslensks samfélags og viðskiptalífs gangi kaupin endanlega eftir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.