Greinar föstudaginn 26. júlí 2019

Fréttir

26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Arnþór Birkisson

Laugardalur Börn og fullorðnir nutu veðurblíðunnar í Grasagarði Reykjavíkur í gær. Þar er kærkomin vin í ys og þys borgarinnar og óvíða betra að vera þegar veðrið leikur við... Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 389 orð | 2 myndir

„Heldur heitt“ og fáir á ferli

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er heldur heitt hérna núna,“ sagði Ágúst Ásgeirsson blaðamaður í gærkvöld. Hann býr í Rennes á Bretagneskaga í Frakklandi. Franska veðurstofan tilkynnti í gærkvöld að hitabylgjan sem gengið hefur yfir muni réna á laugardag. Þá er spáð 21-23 stiga hita en í gær fór hitinn í 42,6 stig í París sem er nýtt met. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Beljurnar í Melasveit baula með Ásbakka undir sér

Ásbakkar í Melasveit eru tignarlegir að sjá og njóta sín best þegar horft er á þá á flugi, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins gerði nú í vikunni. Fyrir þá sem þekkja til á Englandi minna Ásbakkar óneitanlega á Hvítukletta í Dover. Meira
26. júlí 2019 | Erlendar fréttir | 1045 orð | 2 myndir

Brexit-sinnar hafnir til valda

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, skipaði einarða brexit-sinna í æðstu embættin í mestu uppstokkun á ráðherraliði bresks stjórnarflokks í sex áratugi. Val hans á ráðherrum sýnir að hann er staðráðinn í því að standa við loforð sitt um að Bretland gangi úr Evrópusambandinu 31. október, með eða án samnings um útgönguna. Ráðherravalið er einnig talið til marks um að nýi forsætisráðherrann sé að búa sig undir þann möguleika að kosningum verði flýtt. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Fjölbreytt menningaruppskera í Molanum

Listafólk Skapandi sumarstörf í Kópavogi sýndu uppskeruna af erfiði sínu á veglegri lokahátíð í Molanum, ungmennahúsi, í gær. Að þessu sinni var uppskeran afar fjölbreytt en unnið var að 17 ólíkum verkefnum í sumar. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Fyrsti bíllinn var dekkjalaus vegna gúmmískorts

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is ,,Ég fékk fyrsta bílinn minn, Volvo, skömmu eftir stríð. Þegar bíllinn kom fylgdu honum engin dekk því mikill gúmmískortur var á þessum árum. Ég mátti bíða í nokkra mánuði þar til mikilsmetinn maður gekk í málið,“ segir Friðrik Glúmsson, í Vallakoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, sem fagnar 100 ára afmæli í dag með því að heimsækja Fagraskóg í Eyjafirði. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Geirfuglarnir í Havarí

Hljómsveitin Geirfuglarnir spilar á hlöðuballi í Havarí á Karlsstöðum í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Jafnframt er um útgáfutónleika að ræða því von er á nýrri hljómplötu frá Geirfuglunum sem ber nafnið Snú-snú í gröfinni. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 107 orð

Háttsemi afurðastöðva verði skoðuð

Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Samkeppniseftirlitinu (SE) erindi og farið fram á að eftirlitið taki til skoðunar bæði háttsemi afurðastöðva, sem leitt hefur til fyrirsjáanlegs skorts á lambahryggjum í verslunum, og viðbrögð stjórnvalda við... Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Hitabylgjan yljar norðanverðu Íslandi um helgina

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Hitabylgjan sem nú gengur yfir Vestur-Evrópu mun ná til Íslands með óbeinum hætti að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings á Veðurvaktinni. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Innflutt hey bjargaði fjölda kúa

„Margir sluppu við að þurfa að aflífa kýrnar sínar vegna innflutningsins,“ s egir Marit Fougner, norskur bóndi sem tók þátt í innflutningi á heyi frá Íslandi til Noregs í fyrrasumar þegar norska bændur sárvantaði hey. „Þetta gekk vel. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 260 orð

Jöfnun lífeyrisréttinda gefin eftir fyrir hækkun

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Verkalýðsfélag Akraness og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir samkomulag 23. júlí þar sem samið var um 105.000 kr. eingreiðslu og 1,5% hækkun til viðbótar umsömdum hækkunum. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 354 orð

Kranavísitalan líklega lægri í ár

Á tímabilinu janúar til júní í ár skoðaði Vinnueftirlitið 123 krana en skoðaði 171 krana á sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur á vef Vinnueftirlitsins. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 347 orð | 2 myndir

Launakostnaður bankans minnkar

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Launakostnaður Landsbankans nam tæpum 7,4 milljörðum króna á fyrri árshelmingi. Dróst hann saman um 2% frá fyrra ári þegar hann nam ríflega 7,5 milljörðum króna. Skýrist það einkum af fækkun ársverka. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 643 orð | 2 myndir

Líkur á sjúkdómum aukast með áföllum

sviðsljós Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Áföll geta haft alvarlegar og margskonar afleiðingar fyrir heilsu fólks allt frá fyrsta andardrætti og aukið líkur á allskyns sjúkdómum. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Sigurður H. Dagsson, fyrrverandi kennari og markmaður

Sigurður H. Dagsson, fyrrverandi kennari og markmaður, lést í gær á Landakoti á 75. aldursári. Hann fæddist í Keflavík 27. september 1944. Kjörforeldrar hans voru hjónin Dagur Hannesson járnsmiður og Sigríður Sigurðardóttir. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Sjávarhitinn 15,7 gráður

Yfirborðssjávarhiti í Nauthólsvík mældist í fyrradag 15,7 gráður. Er það hæsti hiti sem mælst hefur í sjónum við Nauthólsvík í að minnsta kosti tvö ár að sögn Óttars Hrafnkelssonar, deildarstjóra Ylstrandarinnar í Nauthólsvík. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Skálholtstríó á Akureyri á sunnudag

Sumartónleikaröðinni í Akureyrarkirkju lýkur með tónleikum Skálholtstríós á sunnudag kl. 17. Tríóið skipa Jón Bjarnason á orgel og trompetleikararnir Vilhjálmur Ingi Sigurðarson og Jóhann Stefánsson. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Skipin fylltu bæinn fólki í gærmorgun

Ferjan Norræna frá Færeyjum og skemmtiferðaskipið Rotterdam frá Hollandi deildu plássinu í mynni Seyðisfjarðar í gærmorgun og fylltu bæinn fólki þegar komið var til hafnar. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 122 orð

Tilnefndur fyrir Drunga

Bókin Drungi eftir Ragnar Jónasson er tilnefnd sem besta glæpasaga ársins í Bretlandi en verðlaunin verða veitt í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgefandanum Bjarti og Veröld. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Töluverður hallarekstur á Landspítala

Töluverður hallarekstur er á Landspítalanum á yfirstandandi ári samkvæmt heimildum mbl.is. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Undirbúningur Druslugöngunnar í fullum gangi

Druslugangan fer fram á morgun og stóðu því druslur í ströngu við að undirbúa gönguna á Loft hosteli í gærkvöldi. Gangan hefst á morgun við Hallgrímskirkju klukkan 14.00 og endar á Austurvelli, þar sem ávörp og tónlistaratriði verða flutt almenningi. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 1055 orð | 4 myndir

Útlit fyrir 300 þúsund færri ferðamenn í ár

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útlit er fyrir um 300 þúsund færri brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í ár en í fyrra. Þá miðað við að sami samdráttur verði á síðari hluta ársins og þeim fyrri. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 205 orð

Veikustu félögin gætu farið í þrot

Framundan er uppstokkun í ferðaþjónustu og munu félög með lítið eigið fé og lélegt sjóðstreymi ekki standa af sér aukna samkeppni. Þetta er mat sérfræðings á fjármálamarkaði sem óskaði nafnleyndar vegna stöðu sinnar á markaði. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 481 orð | 2 myndir

Villikettir um allt land í leit að framtíðarheimili

Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Fósturheimili á vegum Villikatta eru um það bil fjörutíu og 150 kisur sem hafa verið á vergangi bíða nú eftir framtíðarheimili. Meira
26. júlí 2019 | Innlendar fréttir | 547 orð | 4 myndir

,,Það var ekkert annað að gera“

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is ,,Við erum búin að ganga frá samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga um 105.000 kr. eingreiðslu til félagsmanna okkar sem vinna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit 1. ágúst. Meira

Ritstjórnargreinar

26. júlí 2019 | Staksteinar | 204 orð | 1 mynd

Gallað ferli þrátt fyrir niðurstöðuna

Nú liggur fyrir ákvörðun um nýjan seðlabankastjóra. Seðlabankastjóraskipti voru miklu meira en tímabær en aðdragandi þeirra nú er umhugsunarverður líkt og yfirleitt þegar skipað er í nýjar stöður hjá hinu opinbera um þessar mundir. Meira
26. júlí 2019 | Leiðarar | 720 orð

Mjög er dregið af Draghi

Þau eru víða hættumerkin. Þau boða háska. En er hann nýrrar gerðar? Meira

Menning

26. júlí 2019 | Tónlist | 318 orð | 1 mynd

ASAP Rocky ákærður fyrir líkamsárás

Bandaríski rapparinn ASAP Rocky hefur ásamt tveimur starfsmönnum sínum verið ákærður fyrir alvarlega líkamsárás sem framin var í Stokkhólmi 30. júní. Meira
26. júlí 2019 | Bókmenntir | 307 orð | 3 myndir

Á flótta undan armi réttvísinnar

Eftir Quentin Bates. Jón Þ. Þór íslenskaði. Ugla 2019. Kilja, 336 bls. Meira
26. júlí 2019 | Tónlist | 608 orð | 1 mynd

„Tónlistin er líf okkar“

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Systkinin Lilja María og Mikael Máni Ásmundsbörn hafa bæði helgað sig tónlist, þó á ólíkum sviðum. Lilja hefur í tónsmíðum sínum einblínt á sígilda samtímatónlist og hefur nýverið lokið meistaraprófi á því sviði frá City University of London. Mikael lauk í fyrra námi við Conservatorium van Amsterdam, sem er einn virtasti djasstónlistarskóli heims. Systkinin taka nú höndum saman og halda í tónleikaferðalag um landið. Þar spila þau eigið verk í fjórtán þáttum. Meira
26. júlí 2019 | Myndlist | 95 orð | 1 mynd

Geimferðastofnun í Midpunkt

Í sýningarrýminu Midpunkt í Hamraborg í Kópavogi vinnur nú fransk-íslenskt listateymi, Camille Lacroix og Ari Allansson, í fyrstu vinustofudvölinni sem Midpunkt býður upp á. Meira
26. júlí 2019 | Fjölmiðlar | 188 orð | 1 mynd

Hlustað á Hljóðmoggann

Margir hafa hlaðvörp í hávegum og geta ekki án þeirra verið, en á þessum bæ hafa þau að mestu farið fyrir ofan garð og neðan, ekki af neinni ástæðu annarri en að þau hafa ekki komist að fyrir utan einstaka Fílalag úr hinni snjöllu þáttaröð félaganna... Meira
26. júlí 2019 | Tónlist | 44 orð | 3 myndir

Söngvaskáldið Svavar Knútur gladdi viðstadda með tali og tónum á...

Söngvaskáldið Svavar Knútur gladdi viðstadda með tali og tónum á tónleikum sínum í Norræna húsinu fyrr í vikunni. Svavar Knútur hefur getið sér gott orð fyrir bæði frumsamda tónlist og nálgun sína á sígild íslensk sönglög. Meira
26. júlí 2019 | Kvikmyndir | 83 orð | 1 mynd

Táragasframleiðandinn segir af sér

Nokkrum dögum eftir að átta myndlistarmannanna 75 sem eiga verk á hinum vinsæla tvíæringi Whitney-safnsins í New York kröfðust þess að verk þeirra yrðu tekin af sýningunni segði Warren Kanders, varaformaður stjórnarinnar, ekki af sér hefur hann látið... Meira
26. júlí 2019 | Myndlist | 137 orð | 1 mynd

Verk um íslenska loftstrauma og landslag

Skoska myndlistarkonan Sam Ainsley opnar í dag, föstudag, kl. 18 sýninguna Alternating Currents í Grafíksalnum Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Meira

Umræðan

26. júlí 2019 | Aðsent efni | 1002 orð | 1 mynd

Boris á brexit-bylgjunni

Eftir Björn Bjarnason: "Snúi Boris Johnson málum sér í vil á 98 dögum og leiði Breta úr ESB bregst pólitíska náðargáfan honum ekki." Meira
26. júlí 2019 | Aðsent efni | 529 orð | 1 mynd

Opið bréf til sjávarútvegsráðherra – stórafmæli

Eftir Sveinbjörn Jónsson: "Það þarf ekkert stóran hrygningarstofn til að búa til stóran nýliðaárgang." Meira
26. júlí 2019 | Velvakandi | 153 orð | 1 mynd

Þetta var og þarna var

Þulirnir á Gömlu gufunni og Rás 2 eru yfirleitt skýrir í máli og prýðilegir þegar um er að ræða kynningar og afkynningar á dagskrárefni. Meira

Minningargreinar

26. júlí 2019 | Minningargreinar | 380 orð | 1 mynd

Atli Örn Snorrason

Atli Örn Snorrason fæddist 15. nóvember 1985. Hann lést 6. júlí 2019. Atli Örn var jarðsunginn 20. júlí 2019. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2019 | Minningargreinar | 2261 orð | 1 mynd

Ásdís Íshólm Ólafsdóttir

Ásdís Íshólm Ólafsdóttir fæddist á Selfossi 7. október 1968. Hún lést 19. júlí 2019 á líknardeild Landspítalans. Foreldrar hennar eru Ólafur Íshólm Jónsson, f. 1. ágúst 1939, og Katrín Erla Gunnlaugsdóttir, f. 8. júní 1946. Systur Ásdísar eru: Auður, f. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2019 | Minningargreinar | 2964 orð | 1 mynd

Guðbjörg Vignisdóttir

Guðbjörg Vignisdóttir fæddist á Akureyri 8. september 1949. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 15. júlí 2019. Guðbjörg var dóttir Önnu Pálu Sveinsdóttur Bjarman, húsmóður, f. 20. október 1925, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2019 | Minningargreinar | 260 orð | 1 mynd

Jóhanna Elísabet Pálsdóttir

Jóhanna Elísabet Pálsdóttir, alltaf kölluð Lísa, fæddist 27. janúar 1935. Hún andaðist á Landspítalanum 22. júní 2019. Útförin fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2019 | Minningargreinar | 620 orð | 1 mynd

Magnús Bragi Magnússon

Magnús Bragi Magnússon fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1975. Hann lést á heimili sínu 12. júlí 2019. Foreldrar hans eru Erla Lóa Jónsdóttir, f. 29. júni 1952, og Magnús Kr. Indriðason, f. 1. október 1948, d. 27. maí 1981. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2019 | Minningargreinar | 553 orð | 1 mynd

Margrét Hannesdóttir og Baldur Júlíusson

Margrét Guðrún Sigríður Hannesdóttir fæddist 27. desember 1921. Hún lést 6. júlí 2019. Útför Margrétar fór fram 12. júlí 2019. Baldur Júlíusson fæddist 15. september 1919. Hann lést 2. nóvember 1996. Útför hans fór fram 8. nóvember 1996. Meira  Kaupa minningabók
26. júlí 2019 | Minningargreinar | 3489 orð | 1 mynd

Sigurbjörn Skarphéðinsson

Sigurbjörn Skarphéðinsson fæddist á Sauðárkróki 28. september 1955. Hann lést 18. júlí 2019 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Skarphéðinn Pálsson, f. 5. sept. 1906, d. 8. des. 1978, og Þórleif Elísabet Stefánsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

26. júlí 2019 | Viðskiptafréttir | 222 orð | 1 mynd

Engin viðskipti með gjaldeyri

Nær engin viðskipti áttu sér stað á millibankamarkaði á um tveggja vikna tímabili nú fyrir skömmu. Þetta staðfestir Þórhallur Sverrisson, forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar Íslandsbanka, í samtali við Morgunblaðið. Meira
26. júlí 2019 | Viðskiptafréttir | 173 orð | 1 mynd

Hagnaður Össurar eykst

Hagnaður stoðtækjafyrirtækisins Össurar nam 2,8 milljörðum íslenskra króna á öðrum fjórðungi þessa árs. Það er um 15% aukning frá sama tímabili árið áður. Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppgjörstölum frá Össuri fyrir annan ársfjórðung. Meira
26. júlí 2019 | Viðskiptafréttir | 544 orð | 2 myndir

Þörfin aldrei verið meiri

Baksvið Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er ánægður með nýútgefið uppgjör fyrirtækisins fyrir annan ársfjórðung 2019. Meira

Fastir þættir

26. júlí 2019 | Í dag | 99 orð | 1 mynd

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með...

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. Þú ferð framúr með bros á vör. Fréttir á klukkutíma fresti. 10 til 14 Erna Hrönn Skemmtileg tónlist og létt spjall með Ernu alla virka daga á K100. Meira
26. júlí 2019 | Árnað heilla | 86 orð | 1 mynd

Agnes Ýr Bergmannía Kristbjörnsdóttir

30 ára Agnes er fædd í Reykjavík og uppalin í Grundarfirði. Þar býr hún nú. Agnes er í fæðingarorlofi sem stendur en er þroskaþjálfi á leikskólanum Sólvöllum. Agnes er menntaður þroskaþjálfi frá Háskóla Íslands frá árinu 2016. Meira
26. júlí 2019 | Í dag | 266 orð

Boris kóngur og Hrafn Ingi

Kötturinn Jósefína Meulengracht Dietrich malaði og mjálmaði á Boðnarmiði á þriðjudag: „Boris orðinn kóngur í sjálfu Bretaveldi. Ég syng hástöfum:“ Líttu upp leiksystir og læðurnar þegi, meðan að ég nefni nokkuð fræga högna. Meira
26. júlí 2019 | Árnað heilla | 807 orð | 3 myndir

Dagarnir hefjast á sundspretti

Helga Þorbergsdóttir er fædd 26. júlí 1959 á Landspítalanum. Hún flaug vikugömul með Birni Pálssyni flugstjóra á Katalínuflugbáti til Ísafjarðar og síðan um Óshlíð heim til Bolungarvíkur. Meira
26. júlí 2019 | Árnað heilla | 138 orð | 1 mynd

Ingibjörg Lára Sveinsdóttir

30 ára Ingibjörg varð þrítug í gær. Hún er fædd og uppalin í Seljahverfinu í Reykjavík en býr á Háaleitisbraut núna. Ingibjörg útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands 2009 og er tannlæknir frá Háskóla Íslands frá 2017. Meira
26. júlí 2019 | Í dag | 39 orð

Málið

Handa þeim fáu sem virkilega vilja vita: lýsingarorðið freyðhildarlegur : frekur, fyrirferðarmikill, er af óvissum ættum en „e.t.v. dregið af konunafni Freyðhild(u)r ... hildur var algengur viðliður í lastheitum kvenna, sbr. Meira
26. júlí 2019 | Árnað heilla | 88 orð | 1 mynd

Rósa Elísabet Guðjónsdóttir

60 ára Rósa er fædd í Vestmannaeyjum og hefur búið þar alla tíð. Rósa kláraði gagnfræðanám og hefur síðan starfað á leikskóla og í verslun. Hún starfar sem stuðningur inn í bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja. Börn: Sæþór Orri, f. 1979, Silja Rós, f. Meira
26. júlí 2019 | Fastir þættir | 138 orð | 1 mynd

Staðan kom upp á lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Netanya...

Staðan kom upp á lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Netanya í Ísrael. Ísraelski stórmeistarinn Evgeny Postny (2.601) hafði hvítt gegn enskum kollega sínum, Luke McShane (2.688) . 76. Bxg4! Re4+ 77. Kxd5! Rf6+ 78. Meira
26. júlí 2019 | Fastir þættir | 174 orð

Súr vörn. S-NS Norður &spade;109763 &heart;K8643 ⋄K5 &klubs;K...

Súr vörn. S-NS Norður &spade;109763 &heart;K8643 ⋄K5 &klubs;K Vestur Austur &spade;4 &spade;ÁDG2 &heart;Á10 &heart;D ⋄G1094 ⋄87632 &klubs;976532 &klubs;1084 Suður &spade;K85 &heart;G9752 ⋄ÁD &klubs;ÁDG Suður spilar 4&heart;. Meira
26. júlí 2019 | Í dag | 102 orð | 1 mynd

Tom Hanks leikur Mr. Rogers

Myndbrot úr kvikmynd sem gerð hefur verið um Fred Rogers heitinn er komið út, myndin heitir A Beautiful Day in the Neighborhood. Meira

Íþróttir

26. júlí 2019 | Íþróttir | 359 orð | 1 mynd

Dýrmæt stig í Mosfellsbæ

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Afturelding náði sér í gærkvöld í dýrmæt stig í fallbaráttunni í 1. deild karla í knattspyrnu þegar liðið fékk Keflvíkinga í heimsókn á Varmárvöll í Mosfellsbæ. Meira
26. júlí 2019 | Íþróttir | 108 orð | 1 mynd

FH-konur endurheimtu toppsætið

FH-ingar komust á ný á topp 1. deildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöld með því að sigra ÍA 3:1 á heimavelli sínum í Kaplakrika. Birta Georgsdóttir kom FH yfir og staðan var 1:0 í hálfleik. Meira
26. júlí 2019 | Íþróttir | 101 orð | 1 mynd

FH náði í fyrrverandi KR-ing

Danski knattspyrnumaðurinn Morten Beck Guldsmed er kominn til Íslands í annað sinn og hefur samið við FH-inga um að leika með þeim út þetta tímabil. Hann er 31 árs sóknarmaður sem lék með KR-ingum árið 2016 en gekk þá undir nafninu Morten Beck Andersen. Meira
26. júlí 2019 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Fjórtánda sætið á Spáni

Ísland hafnaði í 14. sæti á heimsmeistaramóti U21 árs karla í handknattleik eftir ósigur gegn Serbum, 24:22, í leik um þrettánda sætið í Vigo á Spáni í gær. Meira
26. júlí 2019 | Íþróttir | 1101 orð | 2 myndir

Fórnaði vinnunni fyrir Tókýó

Sund Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Það gekk allt upp hjá mér í dag (í gær) og í raun betur en maður hafði þorað að vona. Ég er fyrst og fremst stoltur og ánægður með árangur minn á þessu móti,“ sagði sundkappinn Anton Sveinn McKee í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
26. júlí 2019 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Hallærislegt að hætta við að hætta

„Ég neitaði fyrst. Ég hafði ekki áhuga á að vera einn af þeim leikmönnum sem hætta við að hætta. Mér hefur þótt það frekar hallærislegt í gegnum tíðina þegar menn eru að því. Meira
26. júlí 2019 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

HM U21 karla Leikið á Spáni: 8-liða úrslit: Egyptaland – Noregur...

HM U21 karla Leikið á Spáni: 8-liða úrslit: Egyptaland – Noregur 29:27 Frakkland – Danmörk 35:32 Slóvenía – Portúgal 25:26 Túnis – Króatía 24:27 Leikir um sæti: 9-10: Þýskaland – Spánn 29:28 11-12: Svíþjóð – Brasilía... Meira
26. júlí 2019 | Íþróttir | 422 orð | 1 mynd

Inkasso-deild karla Njarðvík – Leiknir R 0:2 Sævar Atli Magnússon...

Inkasso-deild karla Njarðvík – Leiknir R 0:2 Sævar Atli Magnússon 15. (víti), 87. Afturelding – Keflavík 1:0 Hafliði Sigurðarson 81. Víkingur Ó. – Þróttur R 0:0 Haukar – Fram 2:1 Sjálfsmark 31., Birgir Magnús Birgisson 60. Meira
26. júlí 2019 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Inkasso-deild kvenna FH – ÍA 3:1 Birta Georgsdóttir 34., Helena...

Inkasso-deild kvenna FH – ÍA 3:1 Birta Georgsdóttir 34., Helena Ósk Hálfdánardóttir 62., Selma Dögg Björgvinsdóttir 70. – Bryndís Rún Þórólfsdóttir 55. Grindavík – Augnablik 1:1 Helga Guðrún Kristinsdóttir 53. Meira
26. júlí 2019 | Íþróttir | 305 orð | 3 myndir

*Í blaðinu í gær birtist ekki rétt mynd með umfjöllun um Hildigunni Ýri...

*Í blaðinu í gær birtist ekki rétt mynd með umfjöllun um Hildigunni Ýri Benediktsdóttur sem var valin besti ungi leikmaðurinn í 11. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta. Beðist er velvirðingar á mistökunum en Hildigunnur er á myndinni hér að ofan. Meira
26. júlí 2019 | Íþróttir | 54 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 1. deild karla, Inkasso-deildin: Vivaldi-völlur: Grótta...

KNATTSPYRNA 1. deild karla, Inkasso-deildin: Vivaldi-völlur: Grótta – Þór 18 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Sauðárkr.: Tindastóll – Haukar 19.15 2. deild kvenna: Húsavík: Völsungur – Hamrarnir 19. Meira
26. júlí 2019 | Íþróttir | 591 orð | 4 myndir

Níu mínútna Stjörnuhrap í Barcelona

Evrópudeild Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Stjarnan er nánast úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir 0:4-tap fyrir Espanyol í fyrri leik liðanna í undankeppninni í Barcelona í gærkvöldi. Meira
26. júlí 2019 | Íþróttir | 487 orð | 4 myndir

Valur var yfir í 80 mínútur

Á Hlíðarenda Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu í Val geta enn gert sér vonir um að komast í 3. umferð Evrópudeildarinnar eftir 1:1 jafntefli gegn Ludogorets frá Búlgaríu á Hlíðarenda í gærkvöldi. Meira
26. júlí 2019 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Þegar þessi bakvörður er lesinn er höfundur hans kominn norður til...

Þegar þessi bakvörður er lesinn er höfundur hans kominn norður til Ólafsfjarðar og andar þar að sér norðlenska sjávarloftinu sem fátt jafnast á við. Meira

Ýmis aukablöð

26. júlí 2019 | Blaðaukar | 910 orð | 2 myndir

Atvinnulífið í Eyjum er að breytast

Aukin sjálfvirkni og bætt afköst þýða að störfum í sjávarútvegi mun ekki fjölga og atvinnutækifæri fyrir ófaglærða verða sjaldgæfari. Eyþór hjá Ísfélaginu telur að fjarvinna muni skapa áhugaverða möguleika og hlutur ferðaþjónustu komi til með að stækka. Meira
26. júlí 2019 | Blaðaukar | 1173 orð | 2 myndir

„Eins og ég hafi fundið leynitrix í lífinu“

Með því að vinna í fjarvinnu hjá fyrirtæki í borginni, en búa í Vestmannaeyjum, hefur Tryggvi Hjaltason aukið lífsgæði fjölskyldunnar. Börnin blómstra og leika sér frjáls, foreldrarnir hafa meiri frítíma og húsnæði er mun ódýrara en í Reykjavík. Meira
26. júlí 2019 | Blaðaukar | 725 orð | 2 myndir

„Jákvæðni og samvinna einkenna bæjarfélagið“

Gíslína vissi ekki við hverju hún ætti að búast þegar hún flutti með manni sínum og börnum til Vestmannaeyja fyrir röskum áratug. Meira
26. júlí 2019 | Blaðaukar | 808 orð | 4 myndir

„Stærsta tjónið var allt það góða fólk sem kom ekki til baka“

Í Eldheimum er saga Heimaeyjargossins sögð og líka hægt að fræðast um gosið í Surtsey. Eldgosið gerði ekki boð á undan sér og var bærinn rýmdur á einni nóttu. Meira
26. júlí 2019 | Blaðaukar | 955 orð | 3 myndir

Fannst alltaf nóg í boði í Eyjum

Lára Skæringsdóttir segir það hafa verið yndislega tilfinningu að flytja aftur heim til Eyja eftir búsetu í Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi. Hún er sjóhrædd og sér fram á mun meira ferðafrelsi með nýjum Herjólfi. Meira
26. júlí 2019 | Blaðaukar | 832 orð | 2 myndir

Fróðleikur fyrir heimamenn og gesti

Vestmannaeyingar eru duglegir að stunda fjarnám og fyrirtækin nýta sér aðstöðu Þekkingarseturs fyrir vöruþróun og rannsóknir. Meira
26. júlí 2019 | Blaðaukar | 830 orð | 2 myndir

Góðar minningar verða til í Herjólfsdal

Gestir á Þjóðhátíð í Eyjum kunna að skemmta sér með heilbrigðum hætti. Heimamenn halda í merkilegar hefðir og vinna saman að því að gera þennan stórviðburð að veruleika. Meira
26. júlí 2019 | Blaðaukar | 723 orð | 4 myndir

Íþróttirnar mynda hjarta samfélagsins

Íþróttaiðkun er hluti af daglegu lífi margra barna og unglinga í Vestmannaeyjum og hefur samfélagið alið af sér ófáa íþróttamenn í fremstu röð. Í íþróttaakademíunni byrja ungmennin daginn klukkan sex á morgnana. Meira
26. júlí 2019 | Blaðaukar | 735 orð | 2 myndir

Lífsgæði sem fólk sækist eftir

Bæjarstjórinn myndi vilja sjá íbúum Vestmannaeyja fjölga hraðar og hægt er að taka við þúsund manns til viðbótar með núverandi innviðum. Meira
26. júlí 2019 | Blaðaukar | 726 orð | 2 myndir

Lítil eyja með mikla sögu

Framtíð Vestmannaeyja er björt á 100 ára kaupstaðarafmæli, og viðburðarík öld að baki. Meira
26. júlí 2019 | Blaðaukar | 937 orð | 3 myndir

Styttri siglingatími og tíðari ferðir

Með nýjum Herjólfi hefst nýr kafli í samgöngusögu Vestmannaeyja og von á að með stöðugum siglingum til Landeyjahafnar fjölgi komum ferðamanna. Meira
26. júlí 2019 | Blaðaukar | 181 orð | 1 mynd

Unga fólkið unir sér vel í Vestmannaeyjum

Elsta barn Gíslínu og Guðmundar er komið á unglingsár og myndu sumir halda að á þeim aldri gæti unga fólkinu farið að þykja samfélagið í Eyjum æði smátt og byrjað að sjá fjörið í Reykjavík í hillingum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.