Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Vissulega fylgir virkjun Hvalár að fórna þarf ósnortnu landi; reyndar lítt grónu og hrjóstugu svæði sem fáir höfðu farið um og séð til skamms tíma,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps á Ströndum. „Styrkja þarf orkubúskap á Vestfjörðum, bæði auka framleiðsluna og koma á hringtengingu rafmagnsflutninga. Því segi ég að virkjun sé nauðsynleg og þá þarf líka nokkru að kosta til, enda þó reynt verði að halda umhverfisraski í lágmarki.“
Meira