Sumarkvöld Nýi vitinn við Sæbrautina laðar fólk til sín og þar getur verið notalegt að fanga stemninguna á fallegu sumarkvöldi þegar sólin kastar geislum sínum yfir sundin...
Meira
Unglingalandsmót UMFÍ fer nú fram á Höfn í Hornafirði um helgina. Þar er búist við um 8.000 gestum, þar af á annað þúsund keppendum á aldrinum 11-18 ára. Þeim fylgja síðan foreldrar, systkini, afar og ömmur, auk annarra stuðningsmanna.
Meira
2. ágúst 2019
| Innlendar fréttir
| 202 orð
| 1 mynd
Daníel Örn Wiium hefur flutt tímabundið til Dublin, þaðan sem bróðir hans, Jón Þröstur Jónsson, hvarf sporlaust í febrúar. Segir hann að ákvörðunin hafi verið óundirbúin en hann flutti út snemma í júní.
Meira
Umferð á hringvegi í júlí jókst um 1,4% frá síðasta ári, en þetta er minnsta aukning í umferðinni í þessum mánuði síðan árið 2012. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
Meira
2. ágúst 2019
| Innlendar fréttir
| 172 orð
| 1 mynd
Ekkert hefur komið fram í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsvoða í húsnæðinu í Fornubúðum í Hafnarfirði á miðvikudagsmorgun sem bendir til íkveikju. Þetta kom fram á mbl.is í gær.
Meira
2. ágúst 2019
| Erlendar fréttir
| 277 orð
| 2 myndir
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, þótti standa sig betur í sjónvarpskappræðum demókrata í fyrrinótt en fyrir mánuði þegar hann var álitinn fara halloka fyrir Kamala Harris, þingkonu í öldungadeildinni.
Meira
2. ágúst 2019
| Innlendar fréttir
| 316 orð
| 2 myndir
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á fasteignamarkaði á Akureyri hefur verið ágæt sala að undanförnu og sérstaklega hefur aukið framboð af íbúðum í nýjum fjölbýlishúsum eflt markaðinn. Þetta segir Björn Guðmundsson, lögg.
Meira
2. ágúst 2019
| Innlendar fréttir
| 277 orð
| 1 mynd
Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi nýverið úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkurborgar frá 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis, sem lýtur að fyrirhugaðri byggingu að Frakkastíg 1.
Meira
Vaxandi umferð var um þjóðvegi í gær, en í hönd fer mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgi. Gríðarlegur fjöldi hefur þegar sótt Vestmannaeyjar heim, en þar fór fram Húkkaraball í gær.
Meira
2. ágúst 2019
| Innlendar fréttir
| 285 orð
| 1 mynd
Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Þúsundir launafólks, sem ekki hafa gengið frá kjarasamningum, fengu í gær 105.000 króna innágreiðslu vegna tafa á frágangi samninga.
Meira
Fjölmargir höfuðborgarbúar steðja út á land um helgina en þeir sem heima sitja geta sótt hina sívinsælu hátíð Innipúkann sem í ár fer fram á nýjum stað, Grandagarði 8.
Meira
2. ágúst 2019
| Innlendar fréttir
| 1076 orð
| 3 myndir
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með afgreiðslu sérstakrar forsætisnefndar í tengslum við Klaustursmálið hafi öðru sinni verið reynt að efna til pólitískra réttarhalda hér á landi.
Meira
2. ágúst 2019
| Innlendar fréttir
| 160 orð
| 1 mynd
Færeyska skipinu Stapin var fylgt til Vopnafjarðar og skipstjóri þess yfirheyrður, eftir að eftirlitsdróni Landhelgisgæslunnar stóð skipverja að verki við meint ólöglegt brottkast.
Meira
2. ágúst 2019
| Innlendar fréttir
| 449 orð
| 2 myndir
Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Mikil spenna ríkir í Vestmannaeyjum um þessar mundir. Fjölmargir gestir komu til Eyja í gær en flestir sem ætla að verja verslunarmannahelginni á Þjóðhátíð sigla til Eyja í dag.
Meira
2. ágúst 2019
| Innlendar fréttir
| 706 orð
| 6 myndir
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is CenterHótel Laugavegur tekur á móti sínum fyrstu gestum í dag. Hótelið er á horni Laugavegar og Snorrabrautar. Vesturhluti þess er í nýbyggingu við Laugaveg en austurhlutinn í endurbyggðu húsi við Snorrabraut.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Rúanda lokuðu í gær landamærunum að Austur-Kongó vegna skæðs ebólufaraldurs eftir að skýrt var frá þriðja smittilfellinu í austurkongósku borginni Góma en opnuðu þau aftur átta klukkustundum síðar.
Meira
2. ágúst 2019
| Innlendar fréttir
| 203 orð
| 1 mynd
Skemmtiferðaskipið Costa Mediterranea batt landfestar við Ísafjarðarhöfn á þriðjudaginn. Tæplega 2.500 farþegar skipsins voru fluttir í land, sem gerði sitthvað fyrir bæjarlífið að sögn Lindu Björgólfsdóttur, framkvæmdastjóra Vesturferða.
Meira
Breska ferðaskrifstofan Super Break er hætt rekstri. Hún hefur boðið upp á beinar flugferðir milli Bretlands og Akureyrar. Til stóð að bjóða upp á minnst 14 bein flug á milli vorið 2020.
Meira
2. ágúst 2019
| Innlendar fréttir
| 104 orð
| 1 mynd
Tannlæknastofa Heimis Hallgrímssonar, fv. landsliðsþjálfara í knattspyrnu, hefur sameinast Tannlæknastofunni í Glæsibæ í Reykjavík. Sú síðarnefnda er með starfsemi í Glæsibæ og Faxafeni og nú bætast Vestmannaeyjar við.
Meira
Hinn heimskunni blokkflautuleikari Michala Petri kemur fram ásamt rómaða Grammy-verðlaunakórnum Theatre of Voices í Norðurljósasal Hörpu á laugardagskvöldið kl. 19.30. Stjórnandi er Paul Hillier.
Meira
2. ágúst 2019
| Innlendar fréttir
| 317 orð
| 2 myndir
Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Íbúar Hraunvangs 3 lögðust á eitt og söfnuðu fyrir píanói, svo hægt væri að halda viðburði og til dæmis tónleika, líkt og gert var á þriðjudaginn síðasta.
Meira
2. ágúst 2019
| Innlendar fréttir
| 261 orð
| 1 mynd
Valgarð Briem hæstaréttarlögmaður lést á Landspítalanum 31. júlí síðastliðinn. Hann var fæddur 31. janúar 1925 í Reykjavík, sonur hjónanna Ólafs Jóhanns Gunnlaugssonar Briem og Önnu Valgerðu Valgardsdóttur Briem, f. Claessen.
Meira
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ófyrirséður kostnaðarauki veldur því að hækka þarf verð íbúða á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni í Árskógum í Reykjavík að því er fram kemur í bréfi sem var sent kaupendum í gær.
Meira
2. ágúst 2019
| Innlendar fréttir
| 599 orð
| 3 myndir
Fréttaskýring Guðni Einarsson gudni@mbl.is Klæðning sem var lögð á Bíldudalsveg árið 2017 er nánast alveg horfin af yfirborðinu og skín í burðarlag undir eldri klæðningu. Klæðningin er metin ónýt og einnig burðarlag vegarins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um úttektir á klæðningum á Vestfjörðum sem var gerð 11.-13. júní 2019. Skýrslan var gerð fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar og er eftir þá Gunnar Bjarnason og Pétur Pétursson. Hana má lesa á vef Vegagerðarinnar.
Meira
2. ágúst 2019
| Innlendar fréttir
| 275 orð
| 1 mynd
Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara ákvað í gær að leggja ekki til við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta fyrir lambahryggi. 26. júlí ákvað nefndin hið gagnstæða og til stóð að opna á tollkvóta tímabilið 29.
Meira
Þykkt mengunarmistur lá yfir Borgarfirði þegar ljósmyndari Morgunblaðsins flaug yfir Kleppjárnsreyki og Reykjadalsá í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var líklega um að ræða mengunarloft frá Evrópu sem hingað kom með hlýrri...
Meira
Sanntrúaður Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ritar lofgjörð til Evrópusambandsins í Fréttablaðið í gær. Þar lýsir hann ánægju með EES-samninginn, en segir að hann sé þó aðeins „næstbesti kosturinn“. Besti kosturinn að mati Loga er full aðild að ESB „með möguleikum til ríkari áhrifa á daglegt líf okkar til framtíðar“!
Meira
ASA tríó gladdi djassunnendur á lokasumartónleikum Múlans þetta árið sem haldnir voru í Hörpu fyrradag. Tríóið hefur verið starfrækt frá árinu 2005 og gefið út ýmislegt efni jafnt í föstu formi sem og ýmsar hljómleikaútgáfur á stafrænu formi.
Meira
Leikkonan Kelly McGillis upplýsti nýverið í viðtali við Entertainment Tonight að ekki hefði verið leitað til hennar um að leika í framhaldsmyndinni um Top Gun frá 1986 sem nefnist Top Gun: Maverick og frumsýnd verður um mitt næsta ár.
Meira
Kanadíska tónlistarkonan KD Lang segist líta svo á að hún sé hálfpartinn sest í helgan stein og telur mögulegt að hún muni aldrei aftur hljóðrita nýja tónlist. „Ég finn enga þörf hjá mér til að semja nýja tónlist. Listagyðjan hefur yfirgefið mig.
Meira
Ákveðið hefur verið að blása af tónlistarhátíðina Woodstock 50 sem halda átti 16.-18. ágúst. „Það hryggir okkur að röð ófyrirséðra bakslaga útilokar að við getum haldið hátíðina,“ skrifar Michael Lang í yfirlýsingu til fjölmiðla.
Meira
Á vef ríkisfjölmiðlanna má finna gamalt efni úr safni sjónvarpsins. Er það endursýnt á daginn og er aðgengilegt á vefnum. Þar á meðal þættirnir: Á tali hjá Hemma Gunn.
Meira
Bandaríski leikarinn Stacy Keach var í vikunni heiðraður með stjörnu sem felld var í Frægðarbrautina í Hollywood. Keach hefur einkum leikið lögreglumenn í fjölda kvikmynda og...
Meira
Eftir að vera hreinsað er málverk sem lengi hefur verið í eigu bresku hertoganna af Wellington, og sagt eftir lítt þekktan ítalskan listamann, nú sagt af sérfræðingum hafa verið málað á verkstæði ítalska endurreisnarmeistarans Titians (1488-1576).
Meira
Shannon Lee, dóttir Bruce Lee, er afar ósátt við þá mynd sem Quentin Tarantino dregur upp af föður hennar í myndinni Once Upon a Time ... in Hollywood . Þetta kemur fram í viðtali við hana í The Wrap .
Meira
„Við sáum aldrei peninga, bara skuldir, sagði bóndinn í Uppsveit sem í fyrra tók u-beygju frá kindahaldi yfir í túristaúthald. Þó hafði hann haft óheftan aðgang að vænum hluta Íslands með afrétt fyrir sitt fé.
Meira
Eftir Áka Ármann Jónsson: "Að snúa út úr opinberum tölum er ekki málefnalegt og ekki ásættanlegt að bera slíkar rangfærslur ítrekað á borð til að afla sínum skoðunum fylgis."
Meira
Anna Kristín Jónsdóttir fæddist 3. júní 1931. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 12. júlí 2019. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, f. í Krossgerði, Beruneshreppi, S-Múlasýslu 8. janúar 1879, d. 6. janúar 1964, og Ingibjörg Eyjólfsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
2. ágúst 2019
| Minningargreinar
| 1574 orð
| 1 mynd
Gunnar Ámundason fæddist í Hafnarfirði 30. október 1934. Hann lést á Hrafnistu Hafnarfirði 28. júlí 2019. Foreldrar hans voru Andrea Helga Ingvarsdóttir, f. 3.9. 1910 í Hafnarfirði, d. 21.4. 1986, og Ámundi Eyjólfsson, f. 29.9.
MeiraKaupa minningabók
2. ágúst 2019
| Minningargreinar
| 1787 orð
| 1 mynd
Hafdís Hannesdóttir fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1950. Hún lést á Landspítalanum 24. júlí 2019. Foreldrar hennar eru Hannes Þórólfsson, f. í Litlu-Ávík í Árneshreppi 9. des. 1922, d. 24. nóv. 1990, lögregluþjónn, og Guðrún Kjartansdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
2. ágúst 2019
| Minningargreinar
| 2042 orð
| 1 mynd
Stefán Haukur Ólafsson fæddist á Sigríðarstöðum í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu 4. janúar 1927. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði 27. júlí 2019. Foreldrar Hauks voru Ólafur Dýrmundsson bóndi, f. 24.11. 1889, d. 18.2.
MeiraKaupa minningabók
Sveinn Skarphéðinsson fæddist á Sauðárkróki 25. ágúst 1962. Hann lést 27. júlí 2019 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hans voru Skarphéðinn Pálsson, f. 5. sept. 1906, d. 8. des. 1978, og Þórleif Elísabet Stefánsdóttir, f. 27. mars 1918, d. 10.
MeiraKaupa minningabók
Þorvarður Geir Höskuldsson fæddist 15. september 1954. Hann lést 15. júlí 2019. Útför Þorvarðar fór fram í kyrrþey 24. júlí 2019.
MeiraKaupa minningabók
Heildarviðskipti með hlutabréf í júlímánuði námu 57,7 milljörðum króna í Kauphöll Íslands. Að meðaltali námu viðskiptin því 2.507 milljónum á dag. Veltan reyndist 77% meiri en frá fyrri mánuði en í júní voru dagleg viðskipti að meðaltali 1.
Meira
Heildartap Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi nam 40,9 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 5 milljörðum króna, samkvæmt hálfsársuppgjöri félagsins sem birt var í gærkvöldi.
Meira
Sælgætisgerðin Góa skilaði ríflega 90 milljón króna hagnaði í fyrra. Það er ríflega 18 milljón króna aukning frá árinu 2017 þegar hagnaðurinn nam tæplega 73 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018.
Meira
2. ágúst 2019
| Viðskiptafréttir
| 340 orð
| 3 myndir
Baksvið Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins, segir enn á dagskrá hjá félaginu að fá inn lúxusvörumerkin Louis Vuitton, Gucci og Prada á Hafnartorg í Kvosinni í Reykjavík.
Meira
6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. Þú ferð fram úr með bros á vör. Fréttir á klukkutíma fresti. 10 til 14 Erna Hrönn Skemmtileg tónlist og létt spjall með Ernu alla virka daga á K100.
Meira
50 ára Kristbjörg býr á Höfn í Hornafirði og hefur gert nær alla tíð. Hún lauk þar skyldunámi og starfar í Húsasmiðjunni. Börn: Sævar Ingi, f. 1997, Tómas Leó, f. 1998, og Steinar Logi, f. 2004. Kærasta Sævars er Selma Jóhannsdóttir, f. 1998.
Meira
Vei þeim núlifandi víkingi er segði „drykkshorn“. Maklegast væri að taka af honum sverðið og flengja hann með því. Drykkur, um drykk, frá drykk, til drykkjar .
Meira
Það eru góð tíðindi að nú skuli Sigurlín Hermannsdóttir senda frá sér nýja bók, „Nágrannar, stuðlamál og stuttsögur“. Ég hlakka til að fá hana í hendur.
Meira
40 ára Pétur er fæddur í Reykjavík og uppalinn á Seltjarnarnesi. Hann lærði húsasmíði í Iðnskólanum og hefur starfað við það síðan. Hann rekur eigið smíðafyrirtæki. Hann býr á Byggðarenda í Reykjavík. Börn: Gabríel, f. 2000, Snorri, f. 2001, Óttar, f.
Meira
Rósa Amelía Arnardóttir er ung stúlka og frumkvöðull sem ætlar sér stóra hluti með íslenskt skyr í Ameríku. Hún kíkti í heimsókn í Ísland vaknar og sagði söguna á bak við verkefnið.
Meira
Theodór Jakob Guðmundsson er 75 ára í dag. Hann starfaði lengst af sem bókagerðarmaður. Þá spilaði hann með KR gegn Liverpool 1964 og varð Íslandsmeistari með liðinu 1968. Hann er ættaður frá Bolungarvík.
Meira
Guðmundur Hauksson fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1949. Hann bjó í Miðtúni 58 fyrstu tuttugu árin með fjölskyldu sinni. Guðmundur ólst upp í Túnunum í hópi líflegra krakka. Hann gekk til náms í Laugarnesskólanum og síðan í Verslunarskóla Íslands.
Meira
Arnar Grétarsson var í gær ráðinn þjálfari belgíska knattspyrnuliðsins Roeselare sem hafnaði í sjötta sæti B-deildarinnar þar í landi á síðasta tímabili. Þar með eru tveir íslenskir þjálfarar í deildinni en Stefán Gíslason tók við liði Lommel í sumar.
Meira
12. umferð Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Heilt tímabil getur umturnast á átta dögum. Það fengum við svo sannarlega að sjá gerast hjá kvennaliði Fylkis í fótbolta dagana 23. til 31. júlí.
Meira
Í Kópavogi Edda Garðarsdóttir eddagardars@gmail.com Þór/KA sótti eitt stig á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi.
Meira
Í Garðabæ Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Heillastjörnurnar röðuðu sér ekki upp fyrir Stjörnuna í leitinni að kraftaverki í Garðabænum í gærkvöld þegar spænska stórliðið Espanyol kom í heimsókn í síðari viðureign liðanna í 2.
Meira
Ég skellti mér á Víkingsvöll 29. júlí síðastliðinn þar sem Víkingar fengu Breiðablik í heimsókn í 14. umferð deildarinnar. Víkingar voru í fallsæti fyrir leikinn, liðið hafði ekki unnið leik síðan 23. júní, á meðan Breiðablik vann síðast deildarleik 22.
Meira
* Rúnar Már Sigurjónsson landsliðsmaður í knattspyrnu skoraði fyrsta mark kasakstönsku meistaranna Astana í gær þegar þeir sigruðu Santa Coloma frá Andorra, 4:1, í 2. umferð Evrópudeildarinnar. Liðin höfðu áður gert markalaust jafntefli í Andorra.
Meira
Skagamenn keyptu fyrirliða ÍBV, Sindra Snæ Magnússon, af Eyjamönnum í fyrrakvöld, rétt áður en lokað var fyrir félagaskiptin í knattspyrnunni innanlands á þessu ári.
Meira
Kristján Jónsson kris@mbl.is Eyjamaðurinn Arnar Pétursson verður næsti landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik og tekur við af Akureyringnum Axel Stefánssyni sem stýrði liðinu í þrjú ár.
Meira
Evrópudeild Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valsmenn eru úr leik í Evrópukeppnunum í fótbolta í ár eftir 0:4-tap fyrir Búlgaríumeisturum Ludogorets á útivelli í gærkvöldi.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.