Viðtal Margrét Þóra Þórsdóttir maggath61@simnet.is „Þegar ég ranka við mér er ég að renna út af vinstri kantinum, bíllinn hafði ekki oltið, hann var á undanhaldi undan brekkunni og ég áttaði mig á að það yrði ekki umflúið að bíllinn myndi velta. Ég man þegar hann var við það að velta fram af kantinum og svo það næsta sem ég man er þegar hann var lentur utanvegar og ég hangandi í beltinu á hvolfi,“ segir Sigurjón Þórsson, bílstjóri hjá Olíudreifingu, við Morgunblaðið en hann varð fyrir því óláni í liðinni viku að olíubíll sem hann ók valt á þjóðvegi 1 um Öxnadalsheiði, skammt vestan Grjótár.
Meira