Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is ,,Ég hef talað úti á landi en aldrei svona í kippu. Það hefur verið kvartað yfir því, réttilega, að ekki sé fundað nægjanlega mikið með fólki á landsbyggðinni. Ég hef verið hvattur til þess að fara í svona ferð en því miður hefur ekki gefist tími fyrr vegna anna,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri um fundaherferð sem hefst í dag á Ísafirði. Þar kynnir Már þróun, stöðu, og áskoranir í peninga- og efnahagsmálum við lok 10 ára skipunartíma hans.
Meira