Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Aðgerðir, tækni og lausnir sem vinna eiga gegn hlýnun andrúmsloftsins þróast hratt þessi misserin. Við munum því væntanlega sjá miklar breytingar á allri gerð samfélagsins á næstu tíu til fimmtán árum,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, nýr forstöðumaður samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. Þann 12. september verður haldinn formlegur stofnfundur þessa vettvangs, sem byggist m.a. á aðild forsætis-, umhverfis, utanríkis- og atvinnuvegaráðuneyta, sem og fyrirtækja og hagsmunasamtaka í atvinnulífinu.
Meira