Greinar miðvikudaginn 28. ágúst 2019

Fréttir

28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

656 kíló af sorpi frá hverjum íbúa

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íslendingar eru í fjórða sæti Evrópuþjóða yfir magn sorps sem fellur til á hvern íbúa ár hvert. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 426 orð | 3 myndir

Björgunarstarf var unnið fyrir gýg

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Um síðustu helgi voru afhjúpuð við Kvíá í Öræfasveit tvö söguskilti, annað um strand togarans Clyne Castle hinn 17. apríl 1919 í Bakkafjöru sem er á þessum slóðum og hitt um skipströnd í Öræfum. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Ekkert lát á vinsældum Seljalandsfoss

Stöðugur straumur ferðafólks er að Seljalandsfossi í Rangárþingi eystra. Er hann einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Fossinn er tignarlegur, rúmlega 60 metra hár, og er tiltölulega auðvelt að ganga hringinn í kringum hann. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 149 orð

Engar vísbendingar um ferðamanninn

Engar vísbendingar hafa fundist um hvar á botni Þingvallavatns lík belgíska ferðamannsins er að finna sem talinn er hafa fallið í vatnið 10. ágúst. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Fimm flugliðar hyggjast stefna

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Fimm flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair skoða nú grundvöll fyrir málsókn gegn félaginu vegna veikinda sem þau telja að megi rekja til slæmra loftgæða um borð í vélum félagsins. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Finnur Kolbeinsson

Finnur Kolbeinsson, lyfjafræðingur og frímerkjakaupmaður, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 22. ágúst, 83 ára að aldri. Finnur fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1935, sonur hjónanna Kolbeins Finnssonar skipstjóra og Laufeyjar Ottadóttur húsmóður. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 352 orð | 2 myndir

Frá miðöldum inn í Ísland samtímans

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Níunda og jafnframt viðamesta samstarfsráðstefna Háskóla Íslands og Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kanada fer fram í Veröld – húsi Vigdísar á morgun og föstudag. Meira
28. ágúst 2019 | Erlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Fyrsta geimvélmenni Rússa tilbúið til starfa

Moskvu. AFP. | Ómönnuðu geimfari tókst í gær að leggjast að Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) með fyrsta rússneska geimvélmennið, eftir að tilraun til þess hafði mistekist á laugardaginn var. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 22 orð | 1 mynd

Hari

Fánar Í lok annasams dags hefur starfsmaður Árbæjarsafns dregið niður íslenska fánann og upp fer safnfáninn sem lýtur öðrum reglum en... Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Hótel innréttað í Héðinshúsi

Unnið er að því að breyta gamla Héðinshúsinu við Seljaveg í hótel. Verksmiðjuhúsin á bak við sem þekkt eru sem leikhús Loftkastalans og íþróttahús Mjölnis hafa verið rifin og er verið að flytja brakið í burtu. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 72 orð

Íslendingar meðal mestu ruslþjóða

Alls féllu 656 kíló af rusli til frá hverjum Íslendingi árið 2017. Þetta þýðir að Íslendingar eru meðal mestu ruslara í Evrópu, aðeins þrjár þjóðir skila meira sorpi á hvern íbúa samkvæmt nýjustu tölum Eurostat. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

KIA-gullhringurinn er um helgina

Búist er við vel á sjötta hundrað þátttakendum í hjólreiðakeppnina KIA-gullhringinn sem haldin verður næstkomandi laugardag. Keppendur hjóla eftir endurbættum vegum uppsveita Árnessýslu. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Kolsprunginn Fjallsjökull ryðst niður í Fjallsárlón

Það var mikill fyrirgangur þegar væn sneið af Fjallsjökli hrundi niður í Fjallsárlón í Öræfum á dögunum. Fjallsárlón er skammt vestan við hið vinsæla Jökulsárlón á Breiðamerkursandi og er mjög vaxandi viðkomustaður ferðamanna. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 341 orð | 2 myndir

Meira en 90 þjóðerni í HÍ

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hátt í 700 nemendur með erlent ríkisfang eru í hópi nýnema í Háskóla Íslands nú í haust. Um 400 þeirra eru á eigin vegum, hinir eru skiptinemar sem koma m.a. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd

Mikil óánægja með samráðsleysi

Höskuldur Daði Magnússon Guðni Einarsson Yfir fimmtíu landeigendur og sumarbústaðaeigendur í Landsveit hittust á fundi í gærkvöldi til að ræða um hvernig þeir geti brugðist við áformum um stórfellda uppbyggingu ferðaþjónustu á jörðinni Leyni. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 475 orð | 2 myndir

Miklar hræringar kalla á sterka forystu í ráðuneytið

Sviðsljós Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Nýr dómsmálaráðherra verður kynntur til sögunnar „mjög bráðlega“ ef marka má ummæli sem formaður Sjálfstæðisflokksins lét falla um miðjan þennan mánuð. Er líklegt að það verði gert áður en þing hefst í september, en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar 6. þess mánaðar. Verður þetta áttundi ráðherrann til að gegna málaflokknum á tíu árum. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Mjaldrarnir fara í Klettsvíkina í vor

Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít hafa lagað sig vel að lauginni í Vestmannaeyjum þar sem þær dvelja þar til þeim verður sleppt í Kleppsvík, væntanlega næsta vor. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sea Life Trust, griðastað mjaldra. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 301 orð

Mygla hefur enn áhrif á skólahald

Raka- og mygluskemmdir hafa haft áhrif á skólastarf í Ártúnsskóla í Reykjavík og Varmárskóla í Mosfellsbæ í byrjun skólaársins. Skemmdir fundust í þaki í einni álmu Ártúnsskóla í vor. Unnið er að því að rífa klæðningu og þétta þakið. Meira
28. ágúst 2019 | Erlendar fréttir | 501 orð | 1 mynd

Ollu 400.000 dauðsföllum á nítján árum

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson ætlar að áfrýja dómi héraðsdóms í Oklahoma sem dæmdi það til að greiða 572 milljónir dala, jafnvirði 74 milljarða króna, í bætur fyrir þátt sinn í ópíóðafaraldri í ríkinu. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 138 orð

Ódýrara að kaupa rafbækur

Í flestum tilfellum er ódýrara fyrir háskólanema að kaupa rafbækur en prentaðar bækur. Þetta er niðurstaða nýs samanburðar verðlagseftirlits ASÍ á verði á prentuðum námsbókum í kiljuformi og námsbókum á rafbókarformi. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Óveruleg eða neikvæð áhrif

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lögð hefur verið fram frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Óvíst um lengd heimsóknar Pence

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Enn liggur ekki fyrir hvort Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sem væntanlegur er hingað til lands í næstu viku, mun framlengja Íslandsdvöl sína. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Segir dönsk lög gilda um smálánin

Ondrej Smakal, forstjóri Commerce 2020, sem hefur aðsetur í Danmörku en býður íslenskum neytendum upp á smálán í gegnum þjónusturnar 1909, Hraðpeninga, Kredia, Múla og Smálán, segir dönsk lög en ekki íslensk gilda um starfsemi þess og hyggst kæra... Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Skólaakstur í borginni aftur kominn til umsagnar

Á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt að draga til baka ákvörðun fulltrúa meirihlutans frá 25. júní um strætókort til nemenda í grunnskólum borgarinnar. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 801 orð | 3 myndir

Smurolíuagnir geta valdið veikindum

Sviðsljós Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Það loft sem áhafnir og farþegar anda að sér um borð í flugvélum er tekið inn í gegnum hreyflana. Það blandast síðan síuðu lofti sem er í hringrás í loftrás flugvélarinnar. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 393 orð | 1 mynd

Tekist á um mat skólabarna í Reykjavík

Guðni Einarsson Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Þó að borgarfulltrúi meirihlutans hafi lýst áhuga á að draga úr framboði dýraafurða í mötuneytum Reykjavíkurborgar er ekki þar með sagt að það sé stefna meirihlutans eða að til standi að leggja fram tillögu... Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 765 orð | 1 mynd

Umdeild skref til afnáms verðtryggingar

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Skiptar skoðanir koma fram í umsögnum um frumvarpsdrög fjármála- og efnahagsráðherra um skref til afnáms verðtryggingar. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 171 orð

Undanþágur of víðtækar

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Alþýðusambandið er ósátt við frumvarpsdrög fjármála- og efnahagsráðherra um skref til afnáms verðtryggingar. Það er á meðal þeirra frumvarpa sem stjórnvöld lofuðu í tengslum við gerð lífskjarasamningsins í apríl sl. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Uppskera á Flúðum

Hin árlega uppskeruhátíð í Hrunamannahreppi verður haldin næstkomandi laugardag, 31. ágúst. Fjölbreytt dagskrá verður á Flúðum og í nágrenni. Meira
28. ágúst 2019 | Innlendar fréttir | 118 orð

Öfluga reynslu þarf í dómsmálaráðuneytið

„Það sem menn hljóta að vilja nú er sæmilega stabíll og traustur ráðherra með öfluga reynslu að baki, einhver sem er ekki nýgræðingur í málaflokknum,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við stjórnmálafræðideild... Meira

Ritstjórnargreinar

28. ágúst 2019 | Staksteinar | 184 orð | 2 myndir

Gjörólíkir leikir

Það getur verið afsakanleg tímaeyðsla að fylgjast með fótbolta. Það verður þó varla sagt um leik Tottenham og Newcastle á dögunum. Hitinn á vellinum var 30 gráður en hitinn í leiknum við frostmark. Meira
28. ágúst 2019 | Leiðarar | 725 orð

Lyfjafyrirtæki dregin til ábyrgðar

Ópíóðafaraldurinn hefur skilið eftir sig sviðna jörð Meira

Menning

28. ágúst 2019 | Tónlist | 155 orð | 1 mynd

Áfrýja ekki dómnum yfir A$AP Rocky

Ákæruvaldið í Svíþjóð hefur ákveðið að áfrýja ekki skilorðsbundna dómnum sem bandaríski rapparinn A$AP Rocky hlaut 14. ágúst vegna aðildar sinnar að alvarlegri líkamsárás á 19 ára pilt í Stokkhólmi 30. júní. Meira
28. ágúst 2019 | Bókmenntir | 508 orð | 7 myndir

Hugguleg höfundaveisla

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hálf öld er liðin frá því útlán hófust á bókum á Norðurlandamálunum í bókasafni Norræna hússins og af því tilefni verður boðið upp á veglega haustdagskrá höfundakvölda hússins. Dagskráin hefst í kvöld, 28. Meira
28. ágúst 2019 | Bókmenntir | 190 orð | 1 mynd

Hættur að koma fram opinberlega

Franski rithöfundurinn Michel Houellebecq lýsti því yfir á dönsku bókmenntahátíðinni í Louisiana um helgina að hann væri, líkt og öldruð rokkstjarna, hættur að koma fram opinberlega. Meira
28. ágúst 2019 | Leiklist | 72 orð | 1 mynd

Kýrin sem hlær og útgáfuhóf Bardagarassa

Spænski leikhópurinn Compañía Patricia Pardo flytur trúða- og leikverkið Kýrin sem hlær í Tjarnarbíói á föstudag, 30. ágúst. Verkið teflir fram andstæðum heimum um misnotkun, dauða, breyskleika og sköpunargáfu og verður aðeins sýnt einu sinni. Meira
28. ágúst 2019 | Tónlist | 46 orð | 1 mynd

Lokatónleikar sumarsins í dag

Lokatónleikar Schola cantorum í sumartónleikaröð Alþjóðlega orgelsumarsins í Hallgrímskirkju eru í dag kl. 12 undir stjórn Harðar Áskelssonar. Meira
28. ágúst 2019 | Bókmenntir | 385 orð | 3 myndir

Sérkennilegt og áhugavert sjónarhorn

Eftir Yoko Tawada. Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi. Angústúra gefur út. Kilja, 131 bls. Meira
28. ágúst 2019 | Menningarlíf | 180 orð | 2 myndir

Starfar með Wahlberg í þriðja sinn

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er á vefnum Deadline sagður hafa tekið að sér að leikstýra kvikmyndinni Arthur the King , eða Konungurinn Artúr, og að í aðalhlutverki myndarinnar verði Mark Wahlberg sem leikið hefur í tveimur kvikmynda... Meira
28. ágúst 2019 | Tónlist | 163 orð | 5 myndir

Swift átti besta myndbandið

Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift hlaut aðalverðlaun MTV-verðlaunanna í fyrrakvöld, MTV Video Music Awards, verðlaun fyrir tónlistarmyndband ársins við lag hennar „You Need to Calm Down“ sem finna má á nýjustu breiðskífu hennar Lover . Meira
28. ágúst 2019 | Bókmenntir | 90 orð

Timo Karlsson látinn 64 ára

Íslandsvinurinn og sendikennarinn Timo Karlsson lést í Finnlandi 30. júlí sl. 64 ára að aldri. „Timo var sendikennari í finnsku við Háskóla Íslands árin 1985-1993. Meira
28. ágúst 2019 | Kvikmyndir | 133 orð | 1 mynd

Viola Davis leikur Michelle Obama

Bandaríska Óskarsverðlaunaleikkonan Viola Davis mun fara með hlutverk Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrúar Bandaríkjanna, í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem nefnist First Ladies . Þessu greinir BBC frá. Meira

Umræðan

28. ágúst 2019 | Pistlar | 464 orð | 1 mynd

Hálfsannleikur

Í dag hefjast umræður um þriðja orkupakkann aftur á Alþingi eftir langa og stranga umræðu fyrr á árinu á þingi, í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Meira
28. ágúst 2019 | Aðsent efni | 830 orð | 1 mynd

Orkan í átökum og skoðanaskiptum

Eftir Óla Björn Kárason: "Við sem skipum þinglið Sjálfstæðisflokksins getum ekki kveinkað okkur undan gagnrýni flokkssystkina. Hún er eðlilegur hluti af starfi þingmannsins." Meira
28. ágúst 2019 | Aðsent efni | 559 orð | 1 mynd

Orkupakki 3 og hlýnun andrúmslofts

Eftir Tómas Ísleifsson: "Með undirritun...hefur Ísland samþykkt að EFTA-dómstóllinn sé lögmætt úrskurðarvald um álitaefni samningsins. – Þangað skal sækja rétt dómþing." Meira
28. ágúst 2019 | Aðsent efni | 369 orð | 1 mynd

Utanríkisráðherra lýgur að íslensku þjóðinni

Eftir Benedikt Lafleur: "Guðlaugur Þór Þórðarson lýgur tvívegis að íslensku þjóðinni og ber því tafarlaust að segja af sér." Meira
28. ágúst 2019 | Aðsent efni | 578 orð | 1 mynd

Þriðji orkupakkinn og framtíðarstefnumótun í raforkumálum

Brynjar Þór Níelsson: "Mikilvægt er fyrir fríverslun að regluverk innri markaðarins sé samræmt." Meira

Minningargreinar

28. ágúst 2019 | Minningargreinar | 4331 orð | 1 mynd

Guðmundur Snorri Ingimarsson

Guðmundur Snorri Ingimarsson fæddist 22. febrúar 1948 í Reykjavík. Hann lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 14. ágúst 2019. Foreldrar hans voru hjónin Sigþrúður Helgadóttir, f. 12. nóvember 1915, d. 26. Meira  Kaupa minningabók
28. ágúst 2019 | Minningargreinar | 1178 orð | 1 mynd

Nanna Kristín Guðmundsdóttir

Nanna Kristín, Stína, fæddist á Steinstöðum á Djúpavogi 25 janúar 1930. Hún andaðist á Landpítalanum Fossvogi 17. ágúst 2019. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Sigríður Kristjánsdóttir, f. á Hvalnesi, S-Múl., d. 22. Meira  Kaupa minningabók
28. ágúst 2019 | Minningargreinar | 3847 orð | 1 mynd

Örn Helgason

Örn Helgason fæddist í Kaupmannahöfn 17. mars 1938. Hann lést á líknardeild Landspítalans 19. ágúst 2019. Foreldrar hans voru Helge Johan Gandil frá Österbro í Kaupmannahöfn og Helga Hjálmarsdóttir frá Norðfirði. Systir hans var Hedda Louise Gandil, f. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

28. ágúst 2019 | Árnað heilla | 95 orð | 1 mynd

Anna Sigríður Guðmundsdóttir

60 ára Anna Sigríður er Eyfirðingur, fædd þar og uppalin, en býr í Reykjavík nú. Hún er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1978 og lærði íslensku og dönsku í Háskóla Íslands. Meira
28. ágúst 2019 | Í dag | 99 orð | 1 mynd

Deilur um höfundarrétt

Ed Sheeran fær engar tekjur af laginu „Shape Of You“ á meðan deilur um höfundarrétt standa yfir. Meira
28. ágúst 2019 | Í dag | 833 orð | 3 myndir

Einn af kommunum í Neskaupstað

Kristinn Vilhjálmur Jóhannsson er fæddur 28. ágúst árið 1934 í Neskaupstað og elst þar upp. „Æskuslóðirnar eru innbærinn í Neskaupstað; fjallið, fjaran, bryggjurnar og beitingaskúrarnir. Meira
28. ágúst 2019 | Árnað heilla | 92 orð | 1 mynd

Ingvar Skúlason

40 ára Ingvar er fæddur í Neskaupstað, bjó þar í nokkur ár en er fyrst og fremst uppalinn á Hallormsstað. Hann býr nú í Fellabæ. Ingvar vinnur sem mælingamaður hjá Vegagerðinni og hefur gert í að verða sex ár. Meira
28. ágúst 2019 | Í dag | 214 orð | 1 mynd

Kærkomin hvíld frá blessuðum miðlum

Nei, ég er ekki að tala um kærkomna hvíld frá mannlegum miðlum af holdi og blóði sem sjá inn í aðra heima og miðla skilaboðum að handan. Reyndar hitti ég einn slíkan nýlega og það var einstaklega kærkomið en sá fundur verður efni í aðra grein. Meira
28. ágúst 2019 | Í dag | 288 orð

Ljóðabók eftir gulan kött

Út er komin Jósefínubók eftir Jósefínu Meulengracht Dietrich, sem er roskin og ráðsett læða og býr á Akranesi. Bókarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu enda hafa margar vísur hennar birst í fjölmiðlum, m.a. í Vísnahorni. Meira
28. ágúst 2019 | Í dag | 60 orð

Málið

„Slíkar aðgerðir gætu leitt til meiri ró á vinnumarkaði.“ Það er svo sem ekki kyn þótt eignarfallið sé rangt. Meira
28. ágúst 2019 | Fastir þættir | 154 orð | 1 mynd

Staðan kom upp á sterku lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk í lok júní...

Staðan kom upp á sterku lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk í lok júní síðastliðinn í St. Louis í Bandaríkjunum. Lettneski stórmeistarinn Igor Kovalenko (2.651) hafði svart gegn armenska kollega sínum, Hovhannes Gabuzyan (2.619) . 56.... Hfxb8! 57. Meira
28. ágúst 2019 | Fastir þættir | 177 orð

Valkreppa. S-Allir Norður &spade;ÁKD7 &heart;876 ⋄KD10 &klubs;1093...

Valkreppa. S-Allir Norður &spade;ÁKD7 &heart;876 ⋄KD10 &klubs;1093 Vestur Austur &spade;1098 &spade;G543 &heart;1054 &heart;G93 ⋄752 ⋄Á84 &klubs;D875 &klubs;642 Suður &spade;62 &heart;ÁKD2 ⋄G963 &klubs;ÁKG Suður spilar 6G. Meira

Íþróttir

28. ágúst 2019 | Íþróttir | 163 orð | 1 mynd

2. deild karla Þróttur V. – Tindastóll 2:0 Gilles Ondo 32., Andri...

2. deild karla Þróttur V. – Tindastóll 2:0 Gilles Ondo 32., Andri Hrafn Sigurðsson 87. Staðan: Vestri 18120627:2136 Leiknir F. 18104436:2034 Selfoss 18102641:2332 Víðir 1892732:2429 Þróttur V. Meira
28. ágúst 2019 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Ef, var og hefði eru hættuleg orð þegar kemur að íþróttum. Hvað ef þetta...

Ef, var og hefði eru hættuleg orð þegar kemur að íþróttum. Hvað ef þetta hefði gerst, en ekki hitt? Það getur verið mannskemmandi að hugsa til þess hvað hefði getað orðið ef smáatriðin hefðu farið aðeins öðruvísi eftir svekkjandi tapleiki. Meira
28. ágúst 2019 | Íþróttir | 645 orð | 2 myndir

Fyrsti leikurinn lofar góðu

Handbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Handknattleiksmaðurinn Viggó Kristjánsson kann vel við sig í Leipzig í austurhluta Þýskalands. Meira
28. ágúst 2019 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Heimsbikar félagsliða 1. umferð: Sydney University – Kiel 27:41...

Heimsbikar félagsliða 1. umferð: Sydney University – Kiel 27:41 • Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel. Meira
28. ágúst 2019 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Helena keppir á HM í sundfimi

Ung og efnileg íslensk stúlka, Helena Eliasson, verður fyrsti Íslendingurinn til þess að keppa á heimsmeistaramóti í samhæfðri sundfimi og listsundi. Um 330 keppendur taka þátt, frá 35 löndum. Meira
28. ágúst 2019 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Kári í undanúrslit á Barbados

Badmintonspilarinn Kári Gunnarsson keppti á dögunum á alþjóðlegu móti á Barbados og komst alla leið í undanúrslit. Mótið er hluti af International Series-mótaröðinni. Kári, sem er í 162. sæti heimslistans, hóf leik í 32ja manna úrslitunum. Meira
28. ágúst 2019 | Íþróttir | 198 orð | 3 myndir

*Knattspyrnudeild ÍBV staðfesti í gær að enski framherjinn Gary Martin...

*Knattspyrnudeild ÍBV staðfesti í gær að enski framherjinn Gary Martin yrði áfram í herbúðum Eyjamanna, þrátt fyrir að liðið sé fallið úr Pepsi Max-deildinni. Martin ætlar að taka slaginn í 1. deildinni næsta sumar. Meira
28. ágúst 2019 | Íþróttir | 816 orð | 4 myndir

KR þarf enn tvo sigra

18. umferð Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Eftir jafntefli við KA í tíðindaminnsta leik sumarsins er ef til vill einhver skjálfti í leikmönnum toppliðs KR nú þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Meira
28. ágúst 2019 | Íþróttir | 175 orð | 1 mynd

Rúnar upp í stúku gegn FH

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, var í gær úrskurðaður í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna fjögurra gulra spjalda sem hann hefur fengið í deildinni í sumar. Meira
28. ágúst 2019 | Íþróttir | 163 orð | 1 mynd

Tvöfaldur meistari í Vesturbæinn

Körfuknattleikskappinn Michael Craion mun leika með KR í úrvalsdeild karla, Dominos-deildinni, á næstu leiktíð en þetta staðfesti hann í samtali við Karfan.is í gær. Meira
28. ágúst 2019 | Íþróttir | 1951 orð | 2 myndir

Vonarstjörnur íslenskrar knattspyrnu

EM 2021 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur leik í undankeppni EM 2021 á morgun þegar liðið mætir Ungverjalandi á Laugardalsvelli. Mánudaginn 2. september leikur liðið svo við Slóvakíu en lokamót Evrópumótsins fer fram á Englandi sumarið 2021. Íslenska liðið setur stefnuna á fjórða Evrópumeistaramótið í röð en ákveðin endurnýjun er að eiga sér stað hjá kvennalandsliðinu, sem olli vonbrigðum á EM 2017 sem fram fór í Hollandi. Meira

Viðskiptablað

28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 573 orð | 1 mynd

„Við viljum efla okkar besta fólk, hönnuði og handverksfólk“

Umsvif Rammagerðarinnar hafa aukist í takt við vaxandi straum ferðamanna. Verslanirnar eru núna sjö talsins, og um 500 íslenskir aðilar sem selja þar vörur sínar. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 236 orð

Blinda

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fyrir skemmstu lækkaði stærsti lífeyrissjóður landsins fasta verðtryggða húsnæðisvexti um 0,2% og standa þeir nú í 3,4%. Á sama tíma hækkaði sjóðurinn breytilegu vextina úr 2,06% í 2,26%. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 227 orð | 1 mynd

Ef þú getur ómögulega munað nöfn

Forritið Það er ekkert grín að eiga erfitt með að muna nöfn, og verður fagfólki þeim mun meiri fjötur um fót eftir því sem það rís hærra upp metorðastigann. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 14 orð | 1 mynd

Engin ástæða til að aðhafast

Samkeppniseftirlitið mun ekki grípa inn í kaup CCEP ehf. á vörumerkinu Einstök á... Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 115 orð | 1 mynd

Hagnaður Símans minnkar

Fjarskipti Rekstrarhagnaður Símans nam 798 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs og dróst lítillega saman milli ára. Á sama tíma árið áður hafði hagnaðurinn verið nær 853 milljónir króna. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 236 orð | 1 mynd

Hagnaður Skeljungs á öðrum ársfjórðungi nam 295 milljónum króna

Uppgjör Hagnaður olíufélagsins Skeljungs eftir skatta nam 295 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 435 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 261 orð | 2 myndir

Hagsmunaárekstur þaggaður niður

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni veitti ráðgjöf um sölu á rútufyrirtækinu Hópbílum til Horns III, sem er sjóður í rekstri Landsbréfa, eins helsta keppinautar Stefnis. Í kjölfarið var hann ráðinn forstjóri fyrirtækisins. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 197 orð | 1 mynd

Hlaupahjól sem leggur sér sjálft

Farartækið Lesendur hafa eflaust tekið eftir því, á ferðum sínum um erlendar stórborgir, að þar liggja rafmagns-hlaupahjól eins og hráviði á götum. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 1129 orð | 1 mynd

Hugsjónamaður fallinn frá

Ásgeir Ingvarsson Skrifar frá Stokkhólmi ai@mbl.is Eins og sumir hafa talað um hann undanfarna daga mætti halda að David Koch hafi verið með horn og hala, enda frjálshyggjumaður í húð og hár. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 248 orð | 1 mynd

Jói útherji opnar í Hafnarfirði

Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Knattspyrnuverslunin Jói útherji hyggst opna aðra verslun í Hafnarfirði í næstu viku. Metvelta var hjá fyrirtækinu á HM-árinu í fyrra. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 610 orð | 1 mynd

Keypti hlutabréf í kjölfar ráðgjafar

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Forstöðumaður hlutabréfa hjá Stefni óskaði heimildar til að kaupa hlutabréf í Icelandair Group. Hann fékk neitun en fjárfesti þó. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 135 orð | 1 mynd

Láttu Aston Martin um að hanna bílskúrinn

Dvalarstaðurinn Eins gaman og það er að eiga fallegan bíl, þá er það óttaleg synd að þurfa að geyma hann í þröngum og hversdagslegum bílskúr. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 269 orð | 1 mynd

Læðist gervigreindin aftan að okkur?

Bókin Að hugsa til þess hvernig gervigreind mun móta líf okkar í framtíðinni framkallar í senn tilhlökkun og skelfingu. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 21 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Telur sig ofsóttan af Sveini Andra Læknar vel haldnir Listamenn á sultarlaunum Neitaði að gefast upp á Subway Tíu tekjuhæstu... Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 202 orð | 2 myndir

Röðin komin að fjórðu kynslóð

Með nýrri verslun Michelsen úrsmiða við Hafnartorg mun vonandi takast að fjölga erlendum viðskiptavinum. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 457 orð | 2 myndir

Sala á Leifsstöð gæti raungerst á næstu mánuðum

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Ómar Örn Tryggvason, framkvæmdastjóri Innviða fjárfestinga slhf., segir sölu á hlut ríkisins í Leifsstöð skynsamlegan kost. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 314 orð

Sársaukafull aðlögun en borgin ýtir undir offramboð

Veitingamarkaðurinn engist um þessar mundir og hver glæsistaðurinn á fætur öðrum leggur upp laupana. Jafn harðan spretta upp nýir og aldrei hafa fleiri veitingahús verið í rekstri í borginni. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 592 orð | 1 mynd

Skattur á stafræna þjónustu

Evrópusambandið fyrirhugaði nýlega að leggja skatt á hagnað þjónustuveitenda stafrænnar þjónustu vegna hagnaðar sem stafaði frá viðskiptavinum sem staðsettir eru í hverju og einu Evrópuríki, óháð staðsetningu þjónustuveitandans. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 696 orð | 2 myndir

Skyggnst inn í framtíð sjávarútvegsins

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það er gagnlegt að reyna að spá hvar íslenskur sjávarútvegur verður staddur að tveimur áratugum liðnum. Reikna má með bæði stórum og smáum breytingum sem greinin þarf að vera tilbúin að takast á við. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 127 orð | 1 mynd

Toyota skilar minni hagnaði

Bílamarkaður Hagnaður Toyota á Íslandi dróst verulega saman milli ára og nam tæplega 440 milljónum króna í fyrra. Til samanburðar var hagnaðurinn ríflega 1,1 milljarður króna árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 674 orð | 1 mynd

Vel að orði komist

Við lestur bóka í gegnum tíðina hef ég staðnæmst reglulega við meitlaðar setningar. Hugsun og áherslur sem hafa verið settar fram af einstöku innsæi, þekkingu og orðsnilld. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 248 orð | 1 mynd

Verðmat lækkað um 23% á rúmu ári

Bankastarfsemi Nýtt verðmat Capacent á Arion banka lækkar um 4,65% frá verðmati fyrirtækisins í lok maí á þessu ári. Nemur verðmatsgengi Arion banka 82 kr. á hvert bréf sem er 9,3% hærra en markaðsgengi í Kauphöll daginn sem verðmatið var gefið út. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 2123 orð | 1 mynd

Þegar markaðir eru í uppnámi leitar fólk í úrin

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fjórða kynslóðin tekur senn við rekstrinum af Frank Ú. Michelsen úrsmið. Áhugi landsmanna á vönduðum úrum eykst jafnt og þétt en með nýrri verslun á Hafnartorgi tekst vonandi að fjölga erlendum viðskiptavinum hjá þessu rótgróna fjölskyldufyrirtæki. Bestu úrin geta verið góð fjárfesting sem auðvelt er að koma í verð eða láta ganga í erfðir, en hugsa þarf vel um þessa flóknu gripi og láta yfirfara á fimm ára fresti, eða þar um bil. Meira
28. ágúst 2019 | Viðskiptablað | 656 orð | 3 myndir

Þúsund tonn úr hverri veiðiferð

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Makrílveiðar í Smugunni ganga vel og íslensk skip koma til hafnar með um þúsund tonn úr hverri veiðiferð. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.