Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Komandi starfsár einkennist af kvenorku auk þess sem við tökumst á við klassíkina,“ segir Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins (Íd). Á komandi starfsári frumflytur Íd á Íslandi fjögur ný verk eftir fimm listakonur; Katrínu Gunnarsdóttur, Elinu Prinen, Önnu Þorvaldsdóttir, Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur. Fyrstu tvær frumsýningar ársins, Þel eftir Katrínu og Rhythm of Poison eftir Pirinen, eiga það sameiginlegt að vera frumsköpun.
Meira