Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ótrúlega margir ófatlaðir leikarar hafa fengið Óskarsverðlaun fyrir að leika fatlaðar manneskjur, en í flestum tilfellum gæti fötluð manneskja tekið að sér að leika hlutverkið. Hún hefur jú reynsluna af því að vera fötluð,“ segir Orri Starrason, en hann og Þorsteinn Sturla Gunnarsson frumsýna á morgun, laugardag, heimildarmynd þar sem þeir velta upp spurningunni hvers vegna svo fáir fatlaðir eru í kvikmyndagerð sem raun ber vitni.
Meira