Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Edinborgarhátíðin er stærsta listahátíð heims sem haldin er árlega í ágúst hér í Edinborg. Innan hennar eru margir flokkar, meðal annars Edinburgh Fringe sem inniheldur jaðarlistir og stór hluti af því er uppistand. Núna vorum við nokkur íslensk sem komum þar fram, Ari Eldjárn, Bylgja Babýlons, Snjólaug Lúðvíksdóttir og Laufey Haraldsdóttir,“ segir Ingibjörg Rósa Björnsdóttir uppistandari, sem býr í Edinborg og var á hátíðinni með níu sýningar á Sense of Tumour, uppistandi þar sem hún deilir með fólki ýmsum skondnum hliðum þess að greinast með krabbamein og því að fara í gegnum krabbameinsmeðferð.
Meira