Baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nýjar jarðfræðirannsóknir sýna að stórar, forsögulegar skriður féllu yfir svæðið þar sem suðurhluti Seyðisfjarðarbæjar stendur nú. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands, þau Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur og Sigríður Sif Gylfadóttir, eðlisfræðingur og verkefnastjóri hættumatsins, tóku þátt í vel sóttum íbúafundi á Seyðisfirði 29. ágúst sl. og kynntu nýtt ofanflóðahættumat fyrir Seyðisfjarðarbæ.
Meira