Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Við komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands, er við hæfi að rifja upp heimsókn eins af fyrirrennurum hans, Lyndons B. Johnson, hingað um miðjan september 1963, fyrir nærri sextíu árum. Svo háttsettur maður frá Bandaríkjunum hafði þá ekki áður sótt Ísland heim. Ekki er fast að orði kveðið þegar sagt er að sú heimsókn hafi verið með nokkuð öðrum brag en sú sem nú er boðið upp á. Öryggisráðstafanir voru t.d. hverfandi miðað við það sem nú tíðkast.
Meira