Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hyggst banna bragðbættar rafrettur vegna dauðsfalla, sem rakin eru til rafrettna, og mikillar notkunar barna og unglinga á þeim. Bannið á að ná til rafrettna með ávaxta-, mentól- og mintubragði.
Meira
Starfshópur Norðurskautsráðsins vinnur að aðgerðaáætlun fyrir plast og annað rusl á hafsvæðum norðurslóða. Útbúin hafa verið flothylki með GPS-sendi til að fylgjast með því hvernig ruslið fer til og frá norðurslóðum.
Meira
Fyrri hluta fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 lauk síðdegis í gær og var frumvarpinu vísað til fjárlaganefndar. Umræðan heldur þó áfram í dag þegar einstakir ráðherrar gera grein fyrir málum sínum í frumvarpinu.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verði fyrirhugaðar breytingar á lögum um tekjuskatt að veruleika getur það hækkað skattgreiðslur hjóna. Þetta er niðurstaða Guðrúnar Bjargar Bragadóttur, sérfræðings hjá þekkingarfyrirtækinu KPMG.
Meira
Háskólinn í Reykjavík er í fyrsta sinn kominn upp fyrir Háskóla Íslands á heildarlista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims. Raðar HR sér í sæti 301-350 á listanum en HÍ er í hópnum 351-400 bestu háskólar heims.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Andlegur styrkur var lykilatriði í undirbúningi Marglyttanna sem fóru boðsund yfir Ermarsund, 34 kílómetra sjóleið frá Dover á Englandi í Cap Gris Nez í Frakklandi, síðastliðinn þriðjudag.
Meira
Stjórnvöld í Íran og Venesúela hafa fagnað brotthvarfi Johns Boltons sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur vikið úr embætti þjóðaröryggisráðgjafa.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að ekkert væri hæft í ásökunum um að hann hefði logið að Elísabetu 2. Bretadrottningu þegar hann óskaði eftir því að þingið yrði sent heim í fimm vikur.
Meira
Félagið Höfðaíbúðir ehf. hefur gengið frá sölu á tveimur útsýnisíbúðum á 11. hæð í Bríetartúni 9. Salan sætir tíðindum á fasteignamarkaði enda fátítt að svo dýrar íbúðir séu seldar í Reykjavík.
Meira
Tíkin Bella fær ekki að fara frá Noregi til eiganda síns sem búsettur er hér á landi. Ástæðan er innflutningsbann á hundum frá Noregi hingað til lands vegna hundaveiki sem hefur lagt 26 norska hunda að velli.
Meira
Fjársterkir aðilar hafa gengið frá kaupum á 11. hæðinni í Bríetartúni 9. Með því eru seldar tvær af dýrustu íbúðum í sögum höfuðborgarinnar, sé tekið mið af verðskrá. Annars vegar er um að ræða íbúð sem kostar 195 milljónir og 211 milljónir með bílskúr.
Meira
Náttúrufræðistofnun hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins í haust og er ráðlögð veiði um 72 þúsund fuglar. Forsendur matsins byggjast á þeirri stefnu stjórnvalda að rjúpnaveiðar skuli vera sjálfbærar.
Meira
Landssamtökin Þroskahjálp skora á Seltjarnarnesbæ að draga til baka það sem sagt er óhóflegar hækkanir á leigu fyrir félagslegar íbúðir og leita annarra leiða til að mæta hallarekstri bæjarins.
Meira
Norðmenn munu næsta vor senda hingað til landsins orrustuþotur af gerðinni Lockheed Martin F-35, en það er nýjasta orrustuþotan í vopnabúri Noregs.
Meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Helga Vala Helgadóttir, þáverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, unnu í sumar ný drög að siðareglum fyrir alþingismenn.
Meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er nýr formaður velferðarnefndar Alþingis en Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gegndi því embætti áður.
Meira
Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Husky-tíkin Bella er tveggja ára, býr í Noregi og til stóð að hún kæmi hingað til lands til eiganda síns, Bjarka Freys Ásdísar Bjarkasonar, á miðvikudaginn.
Meira
Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Æ fleirum er að verða það ljóst að allt hagkerfið er farið að byggja á vinnslu persónuupplýsinga og þær eru grundvöllur nær allrar þjónustu.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Með fyrirhuguðum breytingum á lögum um tekjuskatt gætu skattgreiðslur hjóna mögulega hækkað. Guðrún Björg Bragadóttir, sérfræðingur hjá þekkingarfyrirtækinu KPMG, komst að þessari niðurstöðu með því að stilla fram dæmum.
Meira
Mikilvægi samvinnu ríkjanna á norðurslóðum vegna aukinna umsvifa ríkja í austri var meðal þess sem ráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sammæltust um á fundum sínum á Hótel Hamri í Borgarnesi í gær.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is 300 sérfræðingar frá 16 löndum taka nú þátt í Northern Challenge, alþjóðlegri sprengjuleitaræfingu sem fram fer hér á landi á vegum Atlantshafsbandalagsins, NATO.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Sprengjusérfræðingar frá 16 löndum eru um þessar mundir á Íslandi til að taka þátt í sprengjuleitaræfingu á vegum Atlantshafsbandalagsins. Að sögn Ásgeirs R.
Meira
Útför Atla Eðvaldssonar, fyrrverandi atvinnumanns í knattspyrnu, fyrirliða og þjálfara íslenska landsliðsins, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Hans Guðberg Alfreðsson annaðist útförina.
Meira
Við stefnuræðu forsætisráðherra var að vanda hörð samkeppni um undarlegustu ræðuna. Þó að seint verði úr því skorið hvaða þingmaður fór með sigur af hólmi hljóta flestir að vera sammála um að Halldóra Mogensen pírati var í toppbaráttunni.
Meira
Þegar ég var búinn að skila af mér efni um fótboltalandsleik Íslands og Moldóvu á laugardaginn var ég spenntur að setjast fyrir framan skjáinn um kvöldið og fylgjast með þætti á Stöð 2 Sport um feril Alfreðs Gíslasonar, þess mikla meistara sem einmitt...
Meira
Tilkynnt hefur verið hvaða kvikmyndir verða sýndar í aðalkeppnisflokki Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem hefst 26. september. Flokkurinn nefnist Vitranir og mun dómnefnd velja eina mynd sem hlýtur Gullna lundann.
Meira
Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Yfirnáttúrulegt tímaflakk er útgangspunktur myndlistarsýningarinnar Þrettándi mánuðurinn sem myndlistarmaðurinn Styrmir Örn Guðmundsson stendur að og verður opnuð í Berg Contemporary í dag, föstudag, klukkan...
Meira
Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Verulegur hluti bandarískra ríkisskulda er í vörslu kínverska þjóðbrókarsjóðsins, auk þess sem þær eru uppistaða gjaldeyrisvarasjóða annarra landa."
Meira
Eftir Ara Matthíasson: "Höfundarlaun af verkum Thorbjörns Egners í Þjóðleikhúsinu hafa verið 6% af seldum miðum frá árinu 1965 og runnið inn á sérreikning sem tengdur er eigin kennitölu frá árinu 1981."
Meira
Enginn getur fært mér dóttur mína til baka, en kannski get ég bjargað dóttur einhvers annars með því að halda áfram að jagast í kerfinu.“ Félagi minn var að segja mér sína sorgarsögu.
Meira
Ásgeir Karlsson fæddist í Reykjavík 2. mars 1934. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 6. september 2019. Foreldrar hans voru Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir, f. á Ormsstöðum í Grímsneshreppi 12.9. 1898, d. 10.7.
MeiraKaupa minningabók
Einar Eylert Gíslason fæddist 5. apríl 1933 á Akranesi. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 5. september 2019. Foreldrar hans voru Gísli Eylert Eðvaldsson, f. 22.11. 1905, d. 7.8. 1963, hárskerameistari, og Hulda Einarsdóttir, f. 18.6. 1914, d. 25.8.
MeiraKaupa minningabók
Ingólfur Ármannsson fæddist 22. desember 1936 í Innbænum á Akureyri. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hinn 1. september 2019. Foreldrar hans voru Ármann Dalmannsson, skógarvörður og íþróttakennari, f. 1894, d.
MeiraKaupa minningabók
Marteinn Elíasson fæddist 22. apríl 1933. Hann lést á Landspítalanum 8. september 2019. Foreldrar hans voru Elías Eyjólfsson frá Efri-Fljótum í Meðallandssveit og móðir hans var Halldóra Vigfúsdóttir frá Þingmúlasókn, Suður-Múlasýslu.
MeiraKaupa minningabók
Baksvið Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það hefur verið stanslaus straumur fólks frá því að við opnuðum fyrir um tveimur mánuðum,“ segir Ævar Olsen, matreiðslumeistari og eigandi RIF Restaurant í Hafnarfirði. Staðurinn er á annarri hæð í Firði verslunarmiðstöð í miðbæ Hafnarfjarðar.
Meira
Það voru rauðar tölur og grænar í bland í Kauphöll Íslands í gær. Mesta hækkun á hlutabréfaverði varð í viðskiptum með Festi , eða 1,2%, í 81 milljónar króna viðskiptum. Næstmest hækkaði Skeljungur, eða um 0,77% í 24 milljóna króna viðskiptum.
Meira
„Mér skilst að það séu mjög margir aðilar sem búnir eru að hafa samband í [gær]morgun og óska eftir gögnum,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, um tilkynningu félagsins um að hefja söluferli á öllu hlutafé póstsins í Samskiptum...
Meira
Um helgina verður þess minnst að 70 ár eru liðin frá stofnun Skógasafns og Héraðsskólans í Skógum undir Eyjafjöllum. Tímamótum þessum verður fagnað næstkomandi sunnudag, 15. september, með samkomu í Skógaskóla sem hefst klukkan 15.
Meira
6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. Þú ferð framúr með bros á vör. Fréttir á klukkutíma fresti. 10 til 14 Erna Hrönn Skemmtileg tónlist og létt spjall með Ernu alla virka daga á K100.
Meira
Ég átti leið upp á Skólavörðuholtið og hitti karlinn á Laugaveginum. Hann var daufur í dálkinn og sagðist hafa gripið í tómt en fengið skilaboð frá kerlingunni.
Meira
Blönduós Benedikt Bjarni Blöndal Lárusson fæddist 3. september 2018 kl. 7.46 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann vó 2.906 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Páley Sonja Wium Ragnarsdóttir og Lárus Blöndal Benediktsson...
Meira
Sólveig Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 13. september 1959 en bjó fyrstu æviárin í Danmörku og Svíþjóð. Síðan lá leiðin í Melaskóla, Hagaskóla, Lindargötuskóla og Fjölbrautaskólann við Ármúla.
Meira
Írska söngkonan Sinead O'Connor heillaði sjónvarpsáhorfendur The Late Late Show í írska ríkissjónvarpinu um liðna helgi eftir fimm ára fjarveru frá sviðsljósinu.
Meira
Afrískur veiðiþjófur var sagður hafa „látist vegna fíls“. Óhamingju hans varð fleira að vopni, því hann varð ljónum að æti. Sem betur fer stóð samt ekki „étinn vegna ljóna“.
Meira
40 ára Steinunn er frá Kollslæk í Reykholtsdal í Borgarfirði en býr í Garðabæ. Hún er íþróttafræðingur, lögreglumaður og atvinnukafari að mennt. Steinunn er kennari hjá Slysavarnaskóla sjómanna. Maki : Leifur Halldórsson, f.
Meira
30 ára Vera er Reykvíkingur, ólst upp í miðbænum og býr þar. Hún er með BA-gráðu í arabískum fræðum frá Stokkhólmsháskóla. Vera er dagskrárgerðarmaður á RÚV og sér um þættina Í ljósi sögunnar og er einnig á Morgunvaktinni á Rás 1.
Meira
Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði í handknattleik fór vel af stað í fyrsta heimaleiknum með franska meistaraliðinu París SG í fyrrakvöld. PSG vann þá Nantes, 32:29.
Meira
HK Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Garðar Svansson, leikmaður HK í handknattleik, er spenntur fyrir komandi tímabili með nýliðunum í efstu deild en HK lék síðast í úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15.
Meira
15. umferð Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Elín Metta Jensen landsliðsframherji úr Val var besti leikmaðurinn í 15. umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Umferðinni lauk í fyrradag þegar ÍBV sendi HK/Víking niður í 1.
Meira
Ég skellti mér í Kaplakrika í fyrrakvöld og fylgdist þar með viðureign bikarmeistara FH og Íslandsmeistara Selfoss í 1. umferð Olísdeildar karla í handbolta.
Meira
Már Gunnarsson setti sitt fjórða Íslandsmet á HM fatlaðra í sundi í London í gær. Már synti 50 metra flugsund í flokki S11 á 34,42 sekúndum þegar hann keppti í 200 metra fjórsundi.
Meira
Alls hafa 120.242 áhorfendur mætt á leikina 114 sem spilaðir hafa verið í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, í sumar, en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Að meðaltali hafa því 1.055 mætt á hvern leik fyrir sig.
Meira
Frjálsar Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ásdís Hjálmsdóttir er orðin handhafi tveggja Íslandsmeta í frjálsíþróttum. Hún hefur verið þekktust sem besti spjótkastari Íslands í kvennaflokki um langt árabil, og fastagestur á stórmótum. Fjórtán ár eru liðin síðan hún hún náði Íslandsmetinu í þeirri grein af Vigdísi Guðjónsdóttur og það hefur hún bætt nokkrum sinnum síðan. Þar er Íslandsmet hennar 63,43 metrar en það setti hún á móti í Finnlandi sumarið 2017.
Meira
Helgi Sigurðsson hættir störfum sem þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu að þessu keppnistímabili loknu, en Fylkismenn tilkynntu þetta formlega í gær. Helgi er að ljúka sínu þriðja tímabili með Árbæjarliðið sem vann 1.
Meira
HM karla í Kína Keppni um 5.-8. sæti: Serbía – Bandaríkin 94:89 Pólland – Tékkland 84:94 *Serbía og Tékkland leika um 5. sætið en Bandaríkin og Pólland um 7....
Meira
* Janus Daði Smárason kom að sjö mörkum Aalborgar þegar liðið vann 31:28-sigur gegn Århus á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær.
Meira
*Rúnar Arnórsson úr Keili er efstur af Íslendingunum sex sem taka þátt á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla í golfi sem haldið er í Fleesensee í Þýskalandi. Þriðji hringurinn af fjórum var spilaður í gær og eftir hann er Rúnar í 9.
Meira
Selfoss Kristján Jónsson kris@mbl.is Selfyssingar eru í nýrri stöðu í handboltanum að því leyti að þeir mæta nú til leiks á Íslandsmótinu sem Íslandsmeistarar.
Meira
Þýskaland RN Löwen – Balingen 37:26 • Alexander Petersson skoraði ekki fyrir Löwen. Kristján Andrésson þjálfar liðið. • Oddur Gretarsson skoraði 4 mörk fyrir Balingen.
Meira
Guðný Hilmardóttir ljósmyndari starfar hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum ásamt því að vera í meistaranámi. Hún segir að ferðalög gefi lífinu lit og segir nauðsynlegt að komast stundum ein í frí. Marta María | mm@mbl.is
Meira
Lengi vel voru kanarísku eyjarnar sjö talsins en á síðasta ári var áttunda eyjan, Graciosa, viðurkennd sem ein af eyjaklasanum. Á eyjunni eru engir bílvegir, fámennar strendur og nóg af kyrrð og ró. Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com
Meira
Unnur Pálmarsdóttir, leikfimisdrottning og hóptímakennari, er á leiðinni til Gdansk í Póllandi með hóp af fólki frá Úrvali Útsýn. Þótt Unnur lifi mjög heilsusamlegu lífi þá er þetta ekki heilsuferð í þeim skilningi heldur hefðbundin borgarferð. Marta María | mm@mbl.is
Meira
Fólk þarf ekki alltaf að fara til útlanda til þess að njóta lífsins og gera vel við sig. Það þarf ekki að fara lengra en til Grindavíkur til þess að upplifa algera sælu á The Retreat Spa sem var opnað 2018.
Meira
Sumir taka aðeins minningar og ljósmyndir með heim úr ferðalaginu en aðrir safna seglum á ísskápinn, ákveðnum minjagripum eða hamstra matvörur í ferðatöskuna. Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com
Meira
Vissir þú að það tekur aðeins tvo tíma og korter að fljúga til Edinborgar? Og frá flugvellinum tekur tuttugu mínútur að komast inn í miðborgina með leigubíl sem kostar um tuttugu og fimm pund.
Meira
Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali segir að það skipti öllu máli að vera vel klæddur ef fólk ætlar að stunda útivist á Íslandi. Marta María | mm@mbl.is
Meira
Ferðalangur með virkara hægra heilahvel er skapandi, óskipulagður og gæti tekið upp á því að fara út í heim án þess að vera með tryggan samastað. Ferðalangur með virkara vinstra heilahvel myndi aldrei gera þetta.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.