Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er óskaplega gaman að taka þátt í þessu. Margir koma að. Ég hef stundum sagt að það sé jafn nauðsynlegt fyrir hestamenn að koma í Laufskálarétt og fyrir múslima að fara til Mekka,“ segir Haraldur Þór Jóhannsson, bóndi í Enni í Viðvíkursveit í Skagafirði. Laufskálarétt, drottning stóðréttanna, verður í Hjaltadal á morgun, laugardag.
Meira