Greinar mánudaginn 30. september 2019

Fréttir

30. september 2019 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

23 af 40 verkefnum sýnd í RÚV

Á árinu 2018 fengu framleiðendur fjörutíu kvikmynda, heimildamynda og sjónvarpsþátta endurgreiðslur frá Kvikmyndamiðstöð Íslands vegna framleiðslu hérlendis. Samtals námu endurgreiðslurnar um 1.049 milljónum króna. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Bjargað úr sjálfheldu við Tröllafoss

Björgunarsveitarmenn björguðu í gær fólki sem lenti í sjálfheldu í brattlendi við Tröllafoss í Mosfellsdal. Útkall barst skömmu eftir hádegi og fannst fólkið skömmu síðar. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Flókið þegar stolið er úr farangri

Flugfarþegi sem var að koma frá Newark-flugvelli í Bandaríkjunum tilkynnti flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum í liðinni viku að stolið hefði verið úr tösku hans. Fannst honum taskan létt þegar hann tók hana af færibandinu í Leifsstöð. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 134 orð | 3 myndir

Glóð í gestunum

Áætlað er að um 2.000 manns hafi verið í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði á laugardaginn. Mikil stemning fylgir jafnan réttunum og öllum sem þeim fylgir; þegar stóðið er rekið fram Kolbeinsdal og í réttirnar þar sem hrossin eru svo færð í dilka. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 394 orð | 2 myndir

Hætti að drekka og fór að safna plöntum

Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Þetta er heillitur veðhlaupari, ekki satt? Ég er bara með hvítan,“ heyrist úr einu horni. „Ég er með bleikan gyðing. Hann þarf bara smáljós og þá verður hann góður,“ heyrist úr öðru. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Í baráttu gegn krabbameini og sjálfsvígum

Mótorhjólamenn í félagsskapnum Herramenn á hjólum fóru í leiðangur víða um Reykjavík í gær til eflingar baráttunni gegn sjálfsvígum og krabbameini í blöðruhálskirtli karla. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 574 orð | 1 mynd

Íþróttir og guðfræði eiga mikla samleið

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Alfreð Örn Finnsson var nýlega vígður sem prestur í Austfjarðaprestakalli með aðsetur á Djúpavogi og tekur hann við starfinu 1. nóvember. Hann hættir þá sem fastráðinn starfsmaður Handknattleikssambands Íslands, en Alfreð hefur tengst handbolta eins lengi og hann man eftir sér, fyrst sem leikmaður og síðan þjálfari, jafnt heima sem í Noregi, þar sem hann þjálfaði í fimm ár. Meira
30. september 2019 | Erlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Johnson stefnir flokknum saman

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hóf í gær fjögurra daga ráðstefnu í Manchester með flokksfélögum sínum í Íhaldsflokknum, og lofaði um leið að klára útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fyrir fullt og allt. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Kringlan fær alþjóðleg verðlaun

Verslunarmiðstöðin Kringlan var verðlaunuð á alþjóðlegri verðlaunahátíð alþjóðlegra samtaka verslunarmiðstöðva, sem á ensku heita International Council of Shopping Centers (ICSC). Meira
30. september 2019 | Erlendar fréttir | 632 orð | 4 myndir

Kurz eygir kanslarastól að nýju

Fréttaskýring Skúli Halldórsson skrifar frá Vín Íhaldssami flokkurinn ÖVP, Þjóðarflokkurinn, hlaut flest þingsæti allra flokka í kosningum sem fram fóru í Austurríki í gær. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Köld böð hægja á stækkun vöðva

Köld böð gætu hægt á stækkun vöðva að því er ný rannsókn sem birtist í Journar of Applied Physiology hefur leitt í ljós. Að henni stóðu sérfræðingar úr Deakin University og Victoria University í Melbourne í Ástralíu auk annarra fræðimanna. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 681 orð | 1 mynd

Landsbyggðin njóti sín

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ef sameina á sveitarfélög þarf samþykki íbúa sem aftur þurfa að vita hvað ríkisvaldið raunverulega vill og ætlar sér að gera í samgöngumálum. Sameining eins og hér á Austurlandi getur tæpast orðið í reynd nema milli staða séu góðar og greiðar samgöngur,“ segir Hildur Þórisdóttir forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Létu vita viku fyrir uppsögn

Ragnhildur Þrastardóttir Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Formaður trúnaðarmannaráðs Arion banka fékk að vita af um hundrað manna hópuppsögn bankans á fimmtudag tæpri viku áður en uppsagnirnar áttu sér stað. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Lítil og meðalstór ríki láti að sér kveða

„Lítil og meðalstór ríki, sem reyndar eru þorri aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, ættu ekki að skorast undan því að láta meira að sér kveða á alþjóðavettvangi,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þegar hann ávarpaði... Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

Margir þjást af tannlæknaótta

Um 18% grunnnema við Háskóla Íslands þjást af miklum tannlæknaótta, -kvíða og -fælni og 19,2% hafa slíkan ótta á miðstigi, að því er fram kemur í BS-lokaverkefni Ölrúnar Bjarkar Ingólfsdóttur í tannsmíði við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 391 orð | 2 myndir

Opinberar framkvæmdir kærkomnar

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Vilji almennings og fyrirtækja til að greiða veggjöld hlýtur að ráðast af því hvort þær framkvæmdir sem nú verður ráðist í geri samgöngur hér á höfuðborgarsvæðinu greiðari. Öllum er ljóst að grípa þarf til aðgerða. Við fögnum því að ríki og sveitarfélög ætli í tímabærar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 313 orð | 2 myndir

Orðum aukið að málið brenni á öllum

Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Það má kannski segja að það sé orðum aukið að þetta mál brenni á öllum. Það er svona ákveðinn hópur sem hefur mjög sterkar skoðanir á þessu náttúrlega og það brennur á stórum hópi. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Ómar

Fegurð náttúrunnar Maður í blautbúningi lætur fara vel um sig í litadýrðinni við bakka Þingvallavatns í haustblíðunni um helgina og lætur hrollkalt vatnið ekkert á sig... Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Paradox á Björtuloftum á miðvikudag

Kvartett gítarleikarans Andrésar Þórs Gunnlaugssonar leikur lög af glænýjum diski hans sem nefnist Paradox hjá Jazzklúbbi Múlans á Björtuloftum Hörpu á miðvikudag kl. 21. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 496 orð | 3 myndir

RÚV sýndi meiri hluta verkanna

Fréttaskýring Guðni Einarsson gudni@mbl.is S jónvarp Ríkisútvarpsins (RÚV) sýndi meirihlutann af þeim íslensku kvikmyndum, heimildamyndum og sjónvarpsþáttum sem framleiddir voru hér og fengu endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar á árunum 2017 og 2018. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Síðustu haustkossar sólarinnar

Sólin sem kyssti Íslendinga á vangann vítt og breitt um landið í gær heldur kossum sínum áfram eftir morgni og út í vikuna. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 332 orð

Skólaárið á Íslandi er meðallangt

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjöldi skóladaga á Íslandi á grunn- og framhaldsskólastigi er 180 dagar á ári, sem er sama og meðaltal fjölda skóladaga í Evrópulöndum. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 365 orð | 4 myndir

Smáir en knáir trollbátar í nýrri höfn

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Útgerðir FISK Seafood og Soffaníasar Cecilssonar í Grundarfirði tóku á laugardaginn við tveimur bátum sem leysa eldri skip af hólmi. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Tannlæknakvíði algengur

Tannlæknakvíði er raunverulegt vandamál meðal ákveðins hóps nema í grunnnámi við Háskóla Íslands, að því er fram kemur í lokaverkefni Ölrúnar Bjarkar Ingólfsdóttur, nema í tannsmíði við Háskóla Íslands. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Veggjöld gætu varðað persónuvernd

Upplýsingar um akstur landsmanna sem fengnar eru með tilliti til bílnúmera eru persónugreinanlegar og þarf því þá að skoða hugmyndir um veggjöld í nýja samgöngusáttmálanum út frá persónuverndarlögum. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Veggjöld standist persónuverndarlög

Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Upplýsingaöflun um akstursferðir landsmanna til innheimtu veggjalda gæti brotið í bága við persónuverndarlög. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Viðurkenning til Vísindasmiðju

Við opnun Vísindavöku Rannís sl. laugardag fékk Vísindasmiðjan viðurkenningu fyrir starf sitt, það er að miðla fróðleik um vísindi til grunnskóla og nemenda þeirra með gagnvirkum og lifandi aðferðum. Meira
30. september 2019 | Innlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

Þjónustan er stór þáttur í starfi kjörræðismanna

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Verkefnin ræðismanna eru fjölbreytt og þjónustan mikilvæg,“ segir Yannis Lyberopoulos, aðalræðismaður Íslands í Grikklandi. Meira

Ritstjórnargreinar

30. september 2019 | Leiðarar | 701 orð

Enn er unnið óþurftarverk

Atlagan að stjórnarskránni ætlar engan enda að taka þrátt fyrir afstöðu almennings og áhugaleysi Meira
30. september 2019 | Staksteinar | 223 orð | 1 mynd

Sundrandi sameiningarafl

Styrmir Gunnarsson skrifar um sundrungaraflið ESB: „Fólk horfir agndofa til Bretlands og þeirra miklu átaka, sem þar standa yfir um þá einföldu aðgerð að framfylgja vilja meirihluta brezku þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr ESB. Það virðist ekkert lát á markvissum og skipulegum aðgerðum Brussel til að koma í veg fyrir að sá lýðræðislegi vilji þjóðarinnar nái fram að ganga. Meira

Menning

30. september 2019 | Kvikmyndir | 532 orð | 2 myndir

Bolabrögð í borginni

Leikstjóri: Fredrik Gertten. Framleiðsluland: Svíþjóð. Tungumál: Enska, franska, ítalska, kóreska, spænska og þýska. 92 mín. Sýnd á RIFF. Meira
30. september 2019 | Kvikmyndir | 53 orð | 3 myndir

Eitthvað úr engu: Myndheimur Magnúsar Pálssonar nefnist sýning sem opnuð...

Eitthvað úr engu: Myndheimur Magnúsar Pálssonar nefnist sýning sem opnuð var á laugardaginn í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Nýlókórinn tróð þar upp og var glatt á hjalla. Meira
30. september 2019 | Bókmenntir | 807 orð | 1 mynd

Miklar breytingar hafa átt sér stað

Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Fyrir um 35 árum tók Björk Ingimundardóttir til endurskráningar skjalasöfn presta og prófasta í Þjóðskjalasafni Íslands. Við það verk vöknuðu hugmyndir um að taka saman upplýsingar um þróun prestakalla, sókna og prófastsdæma. Niðurstaðan er tveggja binda verk Bjarkar er kallast Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi sem kemur út í dag á rannsóknadegi Þjóðskjalasafnsins. Meira
30. september 2019 | Tónlist | 157 orð | 1 mynd

Óður til íslenskra og norskra bókmennta

„Úr augum þér fiðrildi fljúga“ er yfirskrift tónleikaraðar sem Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmóníkuleikari og Anders Abelseth saxófónleikari standa að. Röðin hefur göngu sína í Skyrgerðinni í Hveragerði í kvöld kl. 20. Meira

Umræðan

30. september 2019 | Aðsent efni | 292 orð | 1 mynd

Er árs seinkun á byggingu með-ferðarkjarna LSH?

Eftir Sigfús Thorarensen: "Margt bendir til að um sé að ræða árs seinkun á fyrsta ári framkvæmdarinnar. Vafalítið mun þessi seinkun auka byggingarkostnaðinn." Meira
30. september 2019 | Aðsent efni | 263 orð | 1 mynd

Fréttamennska og falsfréttir

Eftir Kristján Guðmundsson: "Þvælist sannleikurinn fyrir fréttamönnum eða seljast ósannindin betur?" Meira
30. september 2019 | Pistlar | 389 orð | 1 mynd

Hvað hafa skattgreiðendur gert ríkisstjórninni?

Það þótti undarleg sú mikla leynd sem var yfir samkomulagi sem forsætis-, fjármála- og samgönguráðherra undirrituðu með borgar- og bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku. Meira
30. september 2019 | Aðsent efni | 874 orð | 1 mynd

Hvernig á forseti að vera?

Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur: "Án trausts getur enginn setið neins staðar í forsæti." Meira
30. september 2019 | Aðsent efni | 632 orð | 2 myndir

Ísland í Orkusambandi ESB

Eftir Elías Elíasson og Svan Guðmundsson: "Hina hreinu orku okkar á að nýta til að auka hreinleikann hér undir okkar forræði og án íhlutunar ESB." Meira
30. september 2019 | Aðsent efni | 313 orð | 1 mynd

Samferðabrautir í Reykjavík

Eftir Jórunni Pálu Jónasdóttur: "Með samferðabrautum yrði áhersla lögð á að flytja sem flest fólk á milli staða á hverjum tíma en ekki sem flesta bíla." Meira
30. september 2019 | Aðsent efni | 487 orð | 2 myndir

Skálkaskjól smálánafyrirtækja

Eftir Breka Karlsson og Anja Philip: "Flest lönd í kringum okkur hafa sett sér einhverskonar lög um hámarksvexti. Ekkert þeirra er með hærra hámark en Ísland. Hámarkið þarf að lækka." Meira

Minningargreinar

30. september 2019 | Minningargreinar | 2747 orð | 1 mynd

Einar Þorkelsson

Einar Þorkelsson fæddist í Reykjavík 14. september 1937. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni 17. september 2019. Foreldrar hans voru Þorkell Einarsson húsasmíðameistari, f. 26.12. 1910, d. 11.6. 2003, og Alfa Regína Ásgeirsdóttir, f. 8.7. Meira  Kaupa minningabók
30. september 2019 | Minningargreinar | 809 orð | 1 mynd

Jónas Jónsson

Jónas Jónsson fæddist á Refsteinsstöðum í Víðidal 7. maí 1925. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 21. september 2019. Foreldrar hans voru Jón Lárusson bóndi og kvæðamaður frá Hlíð, f. 26. desember 1873, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
30. september 2019 | Minningargreinar | 1748 orð | 1 mynd

Marzilía Ingvarsdóttir

Marzilía Ingvarsdóttir fæddist 14. apríl árið 1946 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi 13. september 2019. Foreldrar hennar voru Ingvar Ólafsson, f. 1912, d. 1978, og Viglín Sigurðardóttir, f. 1917, d. 1994. Meira  Kaupa minningabók
30. september 2019 | Minningargreinar | 2072 orð | 1 mynd

Sólveig Sigurðardóttir

Sólveig Sigurðardóttir fæddist 8. ágúst 1922 á Ósi í Breiðdal. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 19. september 2019. Foreldrar Sólveigar voru Sigurður Jónsson (f. 19.12. 1886) og Jóhanna Þorbjörg Sigurðardóttir (f. 14.4. 1890). Meira  Kaupa minningabók
30. september 2019 | Minningargreinar | 660 orð | 1 mynd

Unnur Pétursdóttir

Unnur Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 26. febrúar 1927. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 14. september 2019. Foreldrar hennar voru Sigurást Kristjánsdóttir, húsfreyja og verkakona, f. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

30. september 2019 | Árnað heilla | 81 orð | 1 mynd

Aðalheiður Magnúsdóttir

60 ára Aðaheiður er Akureyringur og hefur ávallt búið á Akureyri. Hún er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskólanum á Akureyri og er verkefnastjóri launa og kjaramála hjá HA. Maki : Sigurgeir Sigurðsson, f. 1956, húsasmiður hjá Hyrnu ehf. Meira
30. september 2019 | Í dag | 283 orð

Af Skjöldu og Annes og eyjar

Á fimmtudaginn birtist hér í Vísnahorni skemmtileg upprifjun á kveðskap Kölska í þjóðsögunum, sem Ólafur Stefánsson hafði tekið saman og sett á Leirinn. Meira
30. september 2019 | Árnað heilla | 91 orð | 1 mynd

Erla Ragnarsdóttir

40 ára Erla er Reykvíkingur, nánar tiltekið Árbæingur, og hefur búið í Árbænum frá eins árs aldri. Hún er með BA-gráðu í félagsráðgjöf frá HÍ og grunn- og framhaldsskólakennararéttindi. Hún er grunnskólakennari í Rimaskóla. Maki : Friðrik Grétarsson, f. Meira
30. september 2019 | Í dag | 55 orð

Málið

Séu götur Reykjavíkur óvenju götóttar er ýmist kennt um óheppilegu veðurfari eða lélegu malbiki. Þá hlæja jafnvel þeir að „gatakerfinu“ sem hiklaust skrifa t.d. hreyflar „þota(nna)“, laun „fyrirsæta(nna)“ o.fl. Meira
30. september 2019 | Í dag | 100 orð | 1 mynd

Nýtt myndband

Nýlega birtist á Youtube nýtt myndband við lagið „Here Comes the Sun“ sem kom út með Bítlunum árið 1969. George Harrison samdi lagið á sveitasetri Eric Clapton þegar hann átti að vera á fundi um málefni Bítlanna. Meira
30. september 2019 | Fastir þættir | 160 orð | 1 mynd

Staðan kom upp í hraðskákhluta minningarmóts Mikhails Tals sem fram fór...

Staðan kom upp í hraðskákhluta minningarmóts Mikhails Tals sem fram fór í júlí sl. í Riga í Lettlandi. Stórmeistarinn Alisia Galliamova (2.414) hafði hvítt gegn ísraelska stórmeistaranum Evgeny Postny (2.631) . 54. Hb4?? Meira
30. september 2019 | Árnað heilla | 735 orð | 3 myndir

Vann við tryggingar í rúm 40 ár

Sigurður Karl Sigurkarlsson er fæddur 30. september 1939 í Reykjavík. Hann ólst upp á Barónsstíg 24 í Reykjavík og var í sveit á sumrin í Hvítárhlíð í Bitrufirði, Gaulverjabæ og Litlu-Sandvík í Flóa. Meira

Íþróttir

30. september 2019 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Áttundu gullverðlaun Pryce

Shelly-Ann Fraser-Pryce frá Jamaíka kom fyrst í mark í 100 metra hlaupi kvenna í gær á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Doho í Katar. Meira
30. september 2019 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Bandaríkin Chicago Red Stars – Utah Royals 2:1 • Gunnhildur...

Bandaríkin Chicago Red Stars – Utah Royals 2:1 • Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan tímann með Utah og lagði upp markið. Reign – Portland Thorns 2:0 • Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með Portland Thorns. Meira
30. september 2019 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Coleman vann gullið

Hinn 23 ára gamli Christian Coleman frá Bandaríkjunum varð heimsmeistari í 100 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Doha í Katar. Coleman kom í mark á besta tíma ársins, 9,76 sekúndum. Meira
30. september 2019 | Íþróttir | 114 orð | 2 myndir

Elín Metta og Óskar Örn bestu leikmenn sumarsins

Íslandsmeistararnir Elín Metta Jensen, Val, og Óskar Örn Hauksson, KR, voru valin bestu leikmenn úrvalsdeilda karla og kvenna, Pepsi Max-deildanna, á lokahófi deildanna sem fram fór í Gamla bíói í gærkvöldi. Meira
30. september 2019 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

England Everton – Manchester City 1:3 • Gylfi Þór Sigurðsson...

England Everton – Manchester City 1:3 • Gylfi Þór Sigurðsson lék allan tímann með Everton. Aston Villa – Burnley 2:2 • Jóhann Berg Guðmundsson var ónotaður varamaður hjá Burnley. Meira
30. september 2019 | Íþróttir | 565 orð | 2 myndir

FH-ingar endurheimtu Evrópufarseðilinn

Fótbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is FH-ingar tryggðu sér þriðja sætið og þar með síðasta Evrópusætið sem var í boði þegar þeir lögðu Grindvíkinga 3:0 í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í knattspyrnu í Kaplakrika á laugardaginn. Meira
30. september 2019 | Íþróttir | 677 orð | 1 mynd

FH stöðvaði sigurgöngu Mosfellinga

Handbolti Guðmundur Hilmarsson Guðmundur Karl Það var hart tekist á þegar FH hafði betur gegn Aftureldingu 25:24 í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handknattleik í Kaplakrika í gærkvöld. Meira
30. september 2019 | Íþróttir | 24 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: KA-heimilið: KA &ndash...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: KA-heimilið: KA – ÍR 19 Origo-höllin: Valur – ÍBV 19. Meira
30. september 2019 | Íþróttir | 465 orð | 4 myndir

Héldu heimsmeisturunum við efnið allan tímann

EM 2020 Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Frammistaðan var allt önnur og betri að þessu sinni. Ég er afar stoltur yfir hvernig leikmenn svörðu fyrir sig. Meira
30. september 2019 | Íþróttir | 119 orð | 1 mynd

Kjartan skoraði þrennu

Kjartan Henry Finnbogason var svo sannarlega á skotskónum með liði Vejle í dönsku B-deildinni í fótbolta í gær. Kjartan skoraði öll þrjú mörk sinna manna í 3:2 sigri gegn Næstved og kom sigurmark hans átta mínútum fyrir leikslok. Meira
30. september 2019 | Íþróttir | 342 orð

Lokaumferðin 2019

KA – Fylkir 4:2 0:1 Ólafur Ingi Skúlason 1. 1:1 Elfar Á. Aðalsteinsson 16. (v) 2:1 Elfar Árni Aðalsteinsson 28. 3:1 Andri Fannar Stefánsson 64. 3:2 Geoffrey Castillon 81. 4:2 Elfar Árni Aðalsteinsson 90. Meira
30. september 2019 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Lukkudísirnar með Liverpool í liði

Fullkomin byrjun Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hélt áfram um helgina. Liverpool hafði betur gegn Sheffield United á útivelli á laugardag, 1:0, og er með fullt hús stiga eftir sjö leiki. Meira
30. september 2019 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

Meistarakeppni karla KR – Stjarnan 77:89 Meistarakeppni kvenna...

Meistarakeppni karla KR – Stjarnan 77:89 Meistarakeppni kvenna Valur – Keflavík 105:81 Þýskaland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Alba Berlín – Würzburg 92:81 • Martin Hermannsson skoraði 9 stig fyrir Alba Berlín, tók 3 fráköst og... Meira
30. september 2019 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Olísdeild karla Fram – Haukar 22:24 Selfoss – HK 29:25 FH...

Olísdeild karla Fram – Haukar 22:24 Selfoss – HK 29:25 FH – Afturelding 25:24 Staðan: Haukar 4400101:898 ÍR 330095:796 ÍBV 330080:696 Afturelding 4301107:976 Selfoss 4211116:1175 FH 4202103:1024 Valur 311170:673 Fjölnir 4112102:1143 KA... Meira
30. september 2019 | Íþróttir | 216 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild karla FH – Grindavík 3:0 Stjarnan – ÍBV 3:2...

Pepsi Max-deild karla FH – Grindavík 3:0 Stjarnan – ÍBV 3:2 Breiðablik – KR 1:2 Valur – HK 2:0 KA – Fylkir 4:2 ÍA – Víkingur R 1:5 Lokastaðan: KR 22164244:2352 Breiðablik 22115645:3138 FH 22114740:3637 Stjarnan... Meira
30. september 2019 | Íþróttir | 163 orð | 2 myndir

Stjarnan lagði Íslandsmeistarana

Bikarmeistarar Stjörnunnar höfðu betur gegn Íslandsmeisturum KR í karlaflokki í meistarakeppni KKÍ sem fram fór í Origo-höllinni á Hlíðarenda í gær. Meira
30. september 2019 | Íþróttir | 171 orð | 1 mynd

Þátttöku Íslands á HM lokið

Þátttöku Íslendinga á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Doha í Katar er lokið. Ísland átti einn fulltrúa á mótinu en það var kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason. Meira

Ýmis aukablöð

30. september 2019 | Blaðaukar | 73 orð | 1 mynd

Lágir skattar eftir brexit

Bretland verður lágskattaríki með sveigjanlegt hagkerfi eftir að það yfirgefur Evrópusambandið (ESB). Þetta sagði Liz Truss, viðskiptaráðherra Bretlands, á flokksþingi Íhaldsflokksins í Manchester í gær. Meira
30. september 2019 | Blaðaukar | 130 orð | 1 mynd

Sprungur í Boeing 737 NG

Bandarísk loftferðayfirvöld hafa skipað Boeing-flugvélaverksmiðjunum að rannsaka sprungumyndun í nokkrum 737 NG-farþegaþotum. Flugmálastjórnin (FAA) segir sprungur hafa fundist við endurbætur á „mjög mikið“ notaðri farþegaþotu. Meira
30. september 2019 | Blaðaukar | 730 orð | 2 myndir

Strandhögg í Kína

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mussila ehf. hefur samið við NetEase Games, einn stærsta framleiðanda og dreifingaraðila tölvuleikja í Kína, um útgáfu á Mussila-tónlistarskólanum þar í landi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.