Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Sögur um ástina eiga alltaf erindi. Þetta er sammannleg saga um ást í meinum sem fær ekki að blómstra. Þetta er líka óður til leikhússins og skáldskaparins,“ segir Selma Björnsdóttir, sem leikstýrir einu umfangsmesta verkefni Þjóðleikhússins á leikárinu, hinum rómantíska gamanleik Shakespeare verður ástfanginn. Frumsýning verður í kvöld föstudag á Stóra sviðinu og spennan var þó nokkur þegar blaðamann bar að garði örfáum dögum fyrr og spjallaði við Selmu og Aron Má Ólafsson (Aron Mola), en hann leikur hið unga skáld Will Shakespeare.
Meira