Körfubolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Hvorki ég né Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður KKÍ, urðum vör við eitthvað óeðlilegt í stúkunni á Hornafirði á föstudaginn síðasta,“ sagði Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, í samtali við Morgunblaðið í höfuðstöðvum KKÍ í Laugardalnum í gær. Hannes og Guðbjörg voru bæði á Hornafirði á föstudaginn síðasta til að fylgjast með leik Sindra og Hamars í fyrstu umferð 1. deildar karla en Kinu Rochford, leikmaður Hamars, varð fyrir kynþáttaníði í leiknum.
Meira