Viðtal Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Þetta er hálfgerð tilviljun, en við erum báðir með svipaðan bakgrunn úr flughernum sem flugumferðarstjórar, en það er mjög góður bakgrunnur fyrir björgunarstjórnstöðina,“ segir Bent-Ove Jamtli, en hann og Ståle bróðir hans starfa báðir fyrir björgunarmiðstöð sjófarenda og loftfara í Noregi, JRCC. Bent-Ove er yfirstjórnandi fyrir Norður-Noreg og Ståle er stjórnandi aðgerða fyrir þann hluta JRCC sem sinnir suðurhluta Noregs, en bræðurnir eru hér á landi vegna Arctic Circle-ráðstefnunnar, sem fram fer í Hörpu um helgina.
Meira