Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Úkraína er frábært land og höfuðborgin Kiev er mjög fín. Fólkið sem ég hef umgengist þarna úti er mjög gott. Ég kann mjög vel við mig,“ sagði Axel Kvaran, 17 ára gamall dansari. Hann hvarf frá menntaskólanámi í MH og flutti til Kiev milli jóla og nýárs í fyrra, þá 16 ára gamall. Þar æfir hann dans ásamt úkraínskum dansfélaga sínum sem heitir Darya Kochkina. En hvers vegna fór hann til Úkraínu?
Meira