Greinar miðvikudaginn 16. október 2019

Fréttir

16. október 2019 | Innlendar fréttir | 507 orð | 3 myndir

2.461 fleiri án vinnu en á sama tíma 2018

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Skráð atvinnuleysi hér á landi mældist 3,5% í seinasta mánuði og varð engin breyting á umfangi þess frá mánuðinum á undan. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 459 orð | 1 mynd

400 dúkkur hnoðaðar

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Krakkarnir eru fljótir að ná þeim takti og tilfinningu sem þarf við hjartahnoð og endurlífgun. Mér finnst frábært að sjá þetta mikilvæga fræðslustarf verða að veruleika,“ segir Ilmur Dögg Níelsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur í Hafnarfirði. Um þessar mundir er verið að taka fyrstu skrefin í verkefninu Börnin bjarga sem Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu stendur fyrir. Með þessu er verið að svara kalli Endurlífgunarráðs Evrópu (ERC) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Aksturskostnaður þingmanna lækkar

Aksturskostnaður alþingismanna hefur lækkað á síðustu misserum. Kostnaðurinn nam 42,7 milljónum króna árið 2017 en lækkaði niður í 30,7 milljónir árið 2018. Áætlanir gera ráð fyrir því að kostnaðurinn verði 26,1 milljón krónur í ár. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Allt er breytingum undirorpið

Borgarlandslagið mun breytast á komandi árum þegar gömul iðnaðarhús á Ártúnshöfða víkja fyrir stórri íbúðabyggð. Að því kemur að þessir gömlu tankar á athafnasvæði Björgunar við Sævarhöfða hverfa. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Alþjóðavæðingin á krossgötum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Íslendinga þurfa að endurmeta utanríkisstefnuna. Út frá smáríkjafræðum sé mikilvægt að Ísland hafi tryggan skjólsveitanda. Meira
16. október 2019 | Erlendar fréttir | 912 orð | 2 myndir

Ákvörðun Trumps sögð klúður

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is „Hvílíkt klúður. Oft líða mánuðir eða ár þar til skaðlegar afleiðingar afglapa í utanríkismálum skjóta upp kollinum en skaðinn af þeirri ákvörðun Donalds Trumps forseta að flytja bandaríska hermenn frá norðanverðu Sýrlandi kemur nú fram nánast í rauntíma,“ segir í forystugrein The Wall Street Journal um átökin í landinu. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Fékk 7,5 milljónir fyrir rannsóknina

Aldís Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri húsnæðisbótasviðs Íbúðalánasjóðs, hefur fengið 7,5 milljónir króna í verktakagreiðslur frá Samkeppniseftirlitinu á liðnum mánuðum meðfram störfum sínum fyrir sjóðinn. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 45 orð

Fjórhjól eru dráttarvélar

Ranglega var greint frá niðurstöðu yfirskattanefndar í Morgunblaðinu í gær. Var þar deilt um tollflokk á fjórhjólum og svonefndum „buggy-bílum“ en samkvæmt yfirskattanefnd er heimilt að flokka fjórhjól sem dráttarvélar. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

Fækkar ekki mikið vegna kvótasölu

Arnar Þór Ingólfsson Helgi Bjarnason „Við höfum vitað þetta í einhvern tíma. Þeir þurftu að selja, þetta er ekki eitthvað sem þá langaði að gera. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Hari

Á beit Haustið hefur verið milt á höfuðborgarsvæðinu og það hefur komið sér vel, bæði fyrir mannfólkið og sauðfé. Þessar rollur voru á beit í Garðabæ á dögunum með álverið í... Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Hundur leitar peninga

Tollgæslan í Reykjavík er þessa dagana að fá til afnota labradorhund sem hefur verið þjálfaður til leitar að peningaseðlum. Áður hafði hundurinn fengið þjálfun til að finna fíkniefni og hafði reynst vel sem slíkur. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Hver greiðir framúrkeyrslu?

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt fyrir sitt leyti samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun á samgönguinnviðum, meðal annars borgarlínu, til fimmtán ára. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 692 orð | 3 myndir

Ísland gæti þurft að velja milli stórvelda

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Marc Lanteigne, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Tromsö, telur að Íslendingar muni á næstu árum þurfa að gera upp við sig hvort þeir fylgja Kína eða Bandaríkjunum í viðskiptum og alþjóðamálum. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 323 orð

Minnihlutavernd í veiðifélögunum

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Segir smálánafyrirtæki fagna

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir smálánafyrirtæki vafalaust fagna stjórnarfrumvarpi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um starfsemi smálánafyrirtækja hér á landi. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Skoða nýja möguleika í Hlíðarfjalli

Guðni Einarsson gudni@mbl. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 399 orð | 2 myndir

Sorg að stjórn SÍBS stjórni á bak við tjöldin

Helgi Bjarnason Þórunn Kristjánsdóttir „Rúmlega 100 starfsmenn hafa lýst vantrausti á stjórn SÍBS og þar með formanninn. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 186 orð

Stjórnvöld taki af skarið

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Auka þarf virknina á raforkumarkaðinum hér á landi og stjórnvöld þurfa að taka af skarið með stefnumörkun í orkumálum. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 422 orð | 1 mynd

Stofna verkefnaráð vegna Blöndulínu 3

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landsnet vinnur að stofnun verkefnaráðs til undirbúnings Blöndulínu 3. Það verður 220 kV raflína milli Blöndustöðvar og Akureyrar. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Sveitarstjórn staðfestir nýja veglínu um Teigsskóg

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi í gær að halda sig við fyrri ákvörðun um að nýr vegur um Gufudalssveit skuli liggja eftir svokallaðri Þ-H-leið sem Vegagerðin lagði til. Þar með fer vegurinn um hinn umdeilda Teigsskóg. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 97 orð

Tollgæslan fær peningahund til afnota

Tollgæslan í Reykjavík er að fá til afnota hund sem hefur verið þjálfaður til leitar að peningaseðlum. Áður hafði hundurinn fengið þjálfun til að finna fíkniefni og reynst vel í því. Meira
16. október 2019 | Erlendar fréttir | 393 orð | 1 mynd

Um 160.000 manns hafa flúið árásirnar

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti 160.000 manns hafa flúið heimkynni sín vegna innrásar Tyrkja og bandamanna þeirra í norðurhluta Sýrlands, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna. Þeir segja að á meðal þeirra sem hafa flúið séu um 70. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Umferð hleypt á Hverfisgötu eftir næstu mánaðamót

Framkvæmdum er enn ekki lokið við neðsta hluta Hverfisgötu. Verklok eru áætluð í lok næsta mánaðar en þó er gert ráð fyrir að hleypa umferð á götuna upp úr næstu mánaðamótum. Framkvæmdin hefur haft neikvæð áhrif á fyrirtæki við götuna. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Umhirðu við framkvæmdir ábótavant

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Talsvert er um það að þeir sem fá tímabundin afnot af borgarlandi vegna nýframkvæmda brjóti setta skilmála. Meira
16. október 2019 | Erlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Vill þjóðaratkvæði um sjálfstæði

Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins (SNP), sagði á landsfundi flokksins í gær að hún myndi beita sér fyrir nýju þjóðaratkvæði um sjálfstæði Skotlands á næsta ári. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Vonar að útgerð aukist í Grímsey

„Ég held að það verði alltaf einhver byggð hér. Grímsey er vinsæll ferðamannastaður á sumrin og ferðamannatíminn er alltaf að lengjast í báða enda. Uppistaða heilsársbyggðar er þó útgerðin. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Þjónusta geðheilsuteyma efld

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu ásamt samningi sem kveður á um þátttöku þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í verkefnum geðheilsuteyma heilsugæslunnar í Reykjavík. Meira
16. október 2019 | Innlendar fréttir | 772 orð | 3 myndir

Þörf á virkri samkeppni

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikill þjóðhagslegur ávinningur hefur verið af raforkuframleiðslu hér á landi og brýnt er að efla samkeppnishæfnina. Meira

Ritstjórnargreinar

16. október 2019 | Leiðarar | 284 orð

Corbyn biður um og vill ekki

Það eru óvenjulegir tímar í Bretlandi og þingstörfin draga dám af því Meira
16. október 2019 | Leiðarar | 341 orð

Stillt upp við vegg?

Er svo komið að Ísland þurfi að velja milli stórveldanna? Meira
16. október 2019 | Staksteinar | 195 orð | 2 myndir

Undirbúnir eða óundirbúnir?

Mikill harmagrátur varð á þingi í liðinni viku þegar í ljós kom að ráðherrar sem átt höfðu að vera til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma voru bundnir í öðrum verkefnum, meðal annars á Arctic Circle-ráðstefnunni. Meira

Menning

16. október 2019 | Bókmenntir | 436 orð | 3 myndir

Andlát, sorg og sjálfsásökun

Eftir Carolinu Setterwall. 376 bls. kilja. Benedikt gefur út. Meira
16. október 2019 | Bókmenntir | 83 orð | 1 mynd

Atwood og Evaristo deila Booker

Tveir rithöfundar, Margaret Atwood og Bernardine Evaristo, hljóta bresku Booker-bókmenntaverðlaunin í ár og er það í fyrsta sinn sem tveir höfundar deila þeim. Meira
16. október 2019 | Bókmenntir | 217 orð | 3 myndir

Á flótta undan skuggum fortíðar

Eftir David Lagercrantz. Halla Kjartansdóttir þýddi úr sænsku. Kilja. 381 bls. Bjartur 2019. Meira
16. október 2019 | Bókmenntir | 70 orð | 1 mynd

Bloom látinn

Bandaríski fræðimaðurinn Harold Bloom lést í fyrradag, 89 ára að aldri. Bloom var bæði umdeildur og virtur fyrir skrif sín og kenningar. Bók hans The Western Canon , eða Hefðarveldi Vesturlanda , olli t.a.m. Meira
16. október 2019 | Fjölmiðlar | 203 orð | 1 mynd

Furður fótboltans

Á mánudagskvöld mátti fylgjast með íslenska karlalandsliðinu vinna svokallaðan skyldusigur á Andorra á Laugardalsvelli. Meira
16. október 2019 | Tónlist | 85 orð | 1 mynd

Kammerkór Óðinsvéa syngur á Íslandi

Odense Kammerkor, þ.e. Kammerkór Óðinsvéa, heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni. Kórinn kemur fram með kammerkórnum Hymnodiu í Akureyrarkirkju í dag og á föstudaginn, 18. október, í Norræna húsinu. Meira
16. október 2019 | Myndlist | 113 orð | 1 mynd

Leiðsögn og kynning á Banff í Veröld

Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna Vistabönd og kynningu á Banff listamiðstöðinni í Veröld – húsi Vigdísar, í Vigdísarstofu á 1. hæð, í dag kl. 16. Meira
16. október 2019 | Bókmenntir | 62 orð | 1 mynd

Roy Hargrove minnst á tónleikum Múlans

Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með haustdagskrá sína í kvöld á Björtuloftum í Hörpu kl. 21. Meira
16. október 2019 | Menningarlíf | 923 orð | 2 myndir

Silla vill skoða og gera tilraunir

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þessi plata var í raun tilbúin fyrir ári en ég ákvað að stofna mitt eigið útgáfufyrirtæki og það fór heilmikill tími í að undirbúa það. Meira
16. október 2019 | Myndlist | 835 orð | 1 mynd

Veröld sem var og veröld sem verður

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Í Norræna húsinu er nú að finna margmiðlunarsýningu sem er mikið fyrir augað en skilur þunga þanka eftir í huga sýningargestsins. Meira

Umræðan

16. október 2019 | Pistlar | 427 orð | 1 mynd

Ekki bara málsnúmer

Á undanförnum árum hafa komið fram alvarlegar ábendingar í skýrslum, rannsóknum, umfjöllun fjölmiðla og ekki síst beint frá brotaþolum kynferðisafbrota, að þeir taki meðvitaða ákvörðun um að kæra ekki brotin. Meira
16. október 2019 | Aðsent efni | 1337 orð | 4 myndir

Óvissa í viðskiptasamningum heimsveldanna ógnar hnattvæðingu

Eftir Tómas Tómasson: "Fjárfestar á alþjóðamörkuðum glíma við áhrif óvissunnar, til dæmis á hlutabréf taívanskra fyrirtækja sem framleiða iPhone-farsíma" Meira

Minningargreinar

16. október 2019 | Minningargreinar | 2286 orð | 1 mynd

Ásta Þórðardóttir

Ásta Þórðardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 16. október 1930. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 19. september 2019. Foreldrar hennar voru Katrín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24.10. 1892, d. 28.11. Meira  Kaupa minningabók
16. október 2019 | Minningargreinar | 2483 orð | 1 mynd

Elías Hergeirsson

Elías Hergeirsson fæddist í Reykjavík 19. janúar 1938 og ólst upp við Kaplaskjólsveginn. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 7. október 2019. Foreldrar hans voru Hergeir Elíasson togaraskipstjóri og Ragnheiður G. Þórðardóttir húsfreyja. Meira  Kaupa minningabók
16. október 2019 | Minningargreinar | 1038 orð | 1 mynd

Guðríður Helga Magnúsdóttir

Guðríður Helga Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 20. apríl 1938. Hún lést 8. október 2019. Foreldrar hennar voru Magnús Jósefsson, f. 28.12. 1911, d. 8.1. 1994, og Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, f. 22.8. 1912, d. 31.12. 2005. Meira  Kaupa minningabók
16. október 2019 | Minningargreinar | 1033 orð | 1 mynd

Hrafnhildur Ágústsdóttir

Hrafnhildur Ágústsdóttir fæddist í Eyrarkoti í Kjós 19. janúar 1931. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 8. október 2019. Foreldrar hennar voru Katrín Sveinbjörnsdóttir, f. 17. nóv. 1908, d. 22. des. 1966, og Einar Ágúst Guðbrandsson, f. 19. Meira  Kaupa minningabók
16. október 2019 | Minningargreinar | 1176 orð | 1 mynd

Sigurður Jónsson

Sigurður Jónsson vélvirkjameistari fæddist á Selbakka á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu 16. nóvember 1921. Hann lést 2. október 2019. Hann var sonur Jóns Magnússonar frá Sævarhólum í Suðursveit og Jóhönnu Guðmundsdóttur frá Skálafelli í Suðursveit. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

16. október 2019 | Fastir þættir | 164 orð | 1 mynd

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. d3 d6 5. Rg5 Rh6 6. c3 0-0 7. h3 Kh8...

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. d3 d6 5. Rg5 Rh6 6. c3 0-0 7. h3 Kh8 8. g4 Be6 9. Bb3 Bxb3 10. axb3 a5 11. Ra3 Dd7 12. Rf3 f5 13. gxf5 Rxf5 14. Hh2 d5 15. Rg5 h6 16. Dg4 hxg5 17. h4 gxh4 18. exf5 Dxf5 19. Dxh4+ Kg8 20. Rb5 Hac8 21. Bd2 Hf6 22. Meira
16. október 2019 | Í dag | 106 orð | 1 mynd

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með...

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. Þú ferð framúr með bros á vör. Fréttir á klukkutíma fresti. 10 til 14 Erna Hrönn Skemmtileg tónlist og létt spjall með Ernu alla virka daga á K100. Meira
16. október 2019 | Árnað heilla | 57 orð | 1 mynd

Kristbjörg Heiðrún Harðardóttir

30 ára Kristbjörg er Reykvíkingur en býr í Reykjanesbæ. Hún er leikskólakennari að mennt og vinnur á leikskólanum Holti. Maki : Ástvaldur Kristján Reynisson, f. 1989, smiður hjá R. Ástvaldssyni. Foreldrar : Hörður Geirlaugsson, f. Meira
16. október 2019 | Árnað heilla | 65 orð | 1 mynd

Lilja Huld Ólafsdóttir

40 ára Lilja ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur en býr í Mosfellsbæ. Hún er viðurkenndur bókari að mennt og er bókari hjá Lýsi hf. Maki : Ómar Pálsson, f. 1979, forritari hjá Loftmyndum. Börn : Brynjar Óli, f. 2004, og Sóley Svana, f. 2007. Meira
16. október 2019 | Í dag | 48 orð

Málið

Að verðskulda e-ð er að eiga e-ð skilið , hafa unnið til e-s. Lo. verðskuldaður þýðir enda maklegur . En hvað um „viðurkenningu fyrir verðskulduð störf“? Meira
16. október 2019 | Árnað heilla | 749 orð | 3 myndir

Með ólæknandi ferðabakteríu

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fæddist 16. október 1949 í Reykjavík. Hún átti heima á Víðimel 59 í fjölskylduhúsi móðurforeldra sinna fyrstu árin, síðan á Reykjum í Mosfellssveit til sjö ára aldurs er fjölskyldan flutti í Laugarásinn. Meira
16. október 2019 | Í dag | 289 orð

Músaraunir og fótbolti

Eftir á að hyggja“ heitir þessi limra Helga R. Einarssonar: Um árið ég eftir því hjó að ekkjan á Vatnsleysu dó. Líklega' af kossum og kynórablossum kistusmiðsins fékk nóg. Meira
16. október 2019 | Í dag | 82 orð | 1 mynd

Skemmtilega leiðin heim

„Skemmtilega leiðin heim“ er yfirskrift síðdegisþáttarins á K100 þar sem Logi Bergmann og Siggi Gunnars eru við stjórnvölinn. Meira

Íþróttir

16. október 2019 | Íþróttir | 99 orð | 1 mynd

Annar sigur Fjölnis

Fjölnir vann Skautafélag Reykjavíkur 4:2 í Hertz-deild karla í íshokkí í gærkvöldi í Egilshöllinni í Grafarvogi. Fjölnir hefur unnið báða leiki sína til þessa í deildinni en SR byrjar tímabilið illa og hefur tapað fyrstu fjórum leikjunum. Meira
16. október 2019 | Íþróttir | 456 orð | 3 myndir

* Bjarki Már Elísson , hornamaðurinn knái í þýska liðinu Lemgo og...

* Bjarki Már Elísson , hornamaðurinn knái í þýska liðinu Lemgo og íslenska landsliðinu, vann kosningu á leikmanni septembermánaðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Meira
16. október 2019 | Íþróttir | 208 orð | 1 mynd

Finnar líklegir til að komast á EM

Finnar eru í góðri stöðu í baráttunni um sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu eftir sannfærandi sigur á Armenum í Turku í gær, 3:0. Meira
16. október 2019 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Heimir að næla í Birki Bjarnason

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er að ganga til liðs við Al-Arabi í Katar að sögn fjölmiðla þar í landi. Meira
16. október 2019 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Helgi tókst á við Roberto Mancini

Helgi Kolviðsson, landsliðsþjálfari karlaliðs Liechtenstein í knattspyrnu, fékk stórt og verðugt verkefni í undankeppni EM í gær. Knattspyrnustórveldið Ítalía kom þá í heimsókn. Meira
16. október 2019 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Meistaradeild kvenna, 16-liða úrslit: Kópavogsv.: Breiðablik...

KNATTSPYRNA Meistaradeild kvenna, 16-liða úrslit: Kópavogsv.: Breiðablik – París SG 18.30 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hleðsluhöllin: Selfoss – KA 18.30 Kaplakriki: FH – Fjölnir 19.30 1. Meira
16. október 2019 | Íþróttir | 512 orð | 2 myndir

Leikirnir gerast ekki mikið stærri

Meistaradeild Bjarni Helgason bjarnih@mbl. Meira
16. október 2019 | Íþróttir | 100 orð | 1 mynd

Olísdeild karla ÍBV – Afturelding 23:24 Staðan: Haukar...

Olísdeild karla ÍBV – Afturelding 23:24 Staðan: Haukar 6510155:14211 ÍR 6501188:16210 Afturelding 6501157:14510 ÍBV 6402159:1488 Selfoss 5311146:1467 FH 5212132:1315 KA 5203137:1364 Fram 6204140:1494 Valur 6114144:1453 Fjölnir 5113127:1433... Meira
16. október 2019 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Ráðherra knúði fram afsögn

Borislav Mihaylo, forseti búlgarska knattspyrnusambandsins, er hættur en öll spjót hafa staðið á honum eftir að tvívegis þurfti að stöðva leik Búlgaríu og Englands í undankeppni EM vegna kynþáttaníðs búlgarskra stuðningsmanna. Meira
16. október 2019 | Íþróttir | 465 orð | 4 myndir

Ráðningarferlinu er lokið

Þjálfarar Kristján Jónsson kris@mbl.is Liðin tólf sem leika í efstu deild karla í knattspyrnu næsta sumar eru búin að ganga frá því hverjir stjórna liðunum. Meira
16. október 2019 | Íþróttir | 90 orð | 1 mynd

Standa höllum fæti á Flórída

Ekki er útlit fyrir að Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR né Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni takist að komast á lokastig úrtökumótanna fyrir bandarísku LPGA-mótaröðina í golfi. Meira
16. október 2019 | Íþróttir | 408 orð | 4 myndir

Sterkari á lokakaflanum

Í Eyjum Guðmundur Tómas Sigfússon sport@mbl.is Leikmenn Aftureldingar sóttu tvö dýrmæt stig til Vestmannaeyja í gær þegar liðið spilaði við ÍBV í hörkuleik í 6. umferð Olís-deildar karla. Meira
16. október 2019 | Íþróttir | 506 orð | 4 myndir

Stóðu við stóru orðin

Í Fossvogi Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Strákarnir í U21 árs landsliði karla í knattspyrnu stóðu við stóru orðin. Meira
16. október 2019 | Íþróttir | 296 orð | 1 mynd

Undankeppni EM U21 karla 1. riðill: Ísland – Írland 1:0 Sveinn...

Undankeppni EM U21 karla 1. riðill: Ísland – Írland 1:0 Sveinn Aron Guðjohnsen 29. (víti). Rautt spjald: Lee O'Connor (Írlandi) 88. Lúxemborg – Svíþjóð 0:3 Dejan Kulusevski 22.(víti), Jake Larsson 32., 42. Meira
16. október 2019 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd

Þjálfarakapallinn svokallaði gekk upp í gær þegar Fylkir og Grótta...

Þjálfarakapallinn svokallaði gekk upp í gær þegar Fylkir og Grótta tilkynntu um ráðningar sínar á þjálfurum fyrir karlalið sín í fótbolta. Þar með eru liðin tólf sem skipa úrvalsdeildina á næsta ári öll komin með skipstjóra í brúna. Meira
16. október 2019 | Íþróttir | 19 orð | 1 mynd

Þýskaland Alba Berlín – Frankfurt 87:53 • Martin Hermannsson...

Þýskaland Alba Berlín – Frankfurt 87:53 • Martin Hermannsson gaf 6 stoðsendingar og skoraði 7 stig fyrir Alba... Meira

Viðskiptablað

16. október 2019 | Viðskiptablað | 205 orð

Bitlausir boltamenn

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það gladdi litla frjálshyggjuhjartað mitt að Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menningar- og íþróttamála, skyldi nýlega láta hafa það eftir sér að henni væri illa við að blanda saman íþróttum og stjórnmálum. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 188 orð | 1 mynd

Engan bilbug að finna þrátt fyrir tap

Ársreikningur Nýsköpunarfyrirtækið Controlant skilaði 605,4 milljóna króna tapi á síðasta rekstrarári að því er fram kemur í ársreikningi fyrirtækisins. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 282 orð

Góðar tölur sem sumir geta þó fjargviðrast yfir

Í lok árs nam eiginfjárstaða íslenskra fjölskyldna 4.744 milljörðum króna. Það þýðir að eignir þeirra umfram allar skuldir, þ.m.t. húsnæðis-, bíla- og námslán, námu fyrrnefndri fjárhæð. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 722 orð | 1 mynd

Hámarka verðmætin með röntgentækni

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Með röntgenmyndavélum og háþrýstiskurðvélum hefur fjórða iðnbyltingin borist til fiskvinnslunnar. Með þessari tækni er hægt að nánast tvöfalda afköst afurðastöðva sjávarútvegsins. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 152 orð | 2 myndir

Jakkafatapoki breytist í tösku

Í viðskiptaferðalagið Það er snúið að pakka létt fyrir viðskiptaferð. Fínu vinnufötin taka töluvert pláss og ekki sama hvernig jakkafötum eða fallegri dragt er pakkað ofan í tösku. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 878 orð | 1 mynd

Kínverskur markaður ekki auðunninn

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Brim hefur náð töluverðum árangri við sölu á fiski yfir netið í Kína. Hefðbundnar verslanir eru áhugasamar um vörur sem vakið hafa lukku hjá netverslunum. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 577 orð | 1 mynd

Langar að vinna við hjálparstarf þegar hún fer á eftirlaun

Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Hrönn en hún keypti auglýsingastofuna Árnasyni í ársbyrjun eftir að hafa verið þar framkvæmdastjóri síðan 2017. Hún hefur í nógu að snúast því samhliða rekstrinum er hún að ljúka meistaranámi í viðskiptafræði. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 900 orð | 1 mynd

Líbran kemst af án liðhlaupanna

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Istanbúl ai@mbl.is Þó að hópur öflugra fyrirtækja hafi sagt sig úr líbru-verkefninu er ekki þar með sagt að öll von sé úti fyrir rafmyntina. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 111 orð | 1 mynd

Magnús nýr forstjóri Kauphallar Íslands

Vistaskipti Magnús Harðarson hefur verið skipaður nýr forstjóri Nasdaq Iceland og hefur þegar hafið störf. Magnús tekur við af bróður sínum, Páli, sem á dögunum var skipaður fjármálastjóri evrópskra markaða hjá Nasdaq. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 197 orð | 1 mynd

Markaðsvirði Brims 25 milljörðum króna hærra en verðmat Capacent

Verðmæti Brims hf. (áður HB Grandi) er metið á 25,3 krónur á hlut og heildarverðmæti félagsins því 46,1 milljarða króna samkvæmt nýju verðmati Capacent sem unnið er á grundvelli hálfsársupphjöri félagsins. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 519 orð | 1 mynd

Meirihluti sekta gjaldeyriseftirlitsins ekki gildur

Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Meirihluti þeirra sekta sem gjaldeyriseftirlit Seðlabanka setti á fyrir brot eftir bráðabirgðalög stenst ekki lög. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 21 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Dregur til tíðinda 15. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 265 orð | 1 mynd

Office 365 ekki orsakavaldur

Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Hægt er að hengja ýmsar lausnir við Office 365 sem koma í veg fyrir netglæpi. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 145 orð | 1 mynd

Porsche hefur sig til flugs með Boeing

Farartækið Sagt er að eigendum Porsche-sportbíla hætti til að aka svo greitt að þeir gætu allt eins flogið. Er því kannski ekki skrítið að þýski bílaframleiðandinn skuli hafa efnt til samstarfs við Boeing um þróun flygildis til innanbæjarnotkunar. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 374 orð | 1 mynd

Rannsakar Eimskip í fullu starfi hjá ÍLS

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Aldís Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri húsnæðisbótasviðs Íbúðalánasjóðs, sendi verktakareikninga samtals að fjárhæð 7,5 milljónir króna til Samkeppniseftirlitsins, SKE, á tímabilinu 12. mars 2018 til 6. ágúst sl. Reikningarnir eru misháir eftir mánuðum. Sumir eru yfir ein milljón króna en aðrir undir 200 þúsundum, og allt þar á milli. Að meðaltali hefur hún samkvæmt þessu þegið ríflega 441 þúsund krónur í laun á mánuði þessa 17 mánuði sem hún hefur verið að störfum fyrir eftirlitið. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 334 orð

Seiðaeldisstöðin stærsta bygging Vestfjarða

Fiskeldi Á föstudag verður seiðaeldisstöð fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Tálknafirði opnuð með formlegum hætti. Sjö ár eru frá því að undirbúningur fyrir uppbyggingu stöðvarinnar hófst og er hún nú stærsta bygging á Vestfjörðum. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 680 orð | 1 mynd

Smá fyrirtæki þurfa líka innanhússlögfræðing

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Rétt eins og fyrirtæki geta í dag tekið starfsmannastjóra eða fjármálastjóra „á leigu“ gæti það nýst mörgum vel að fá lögfræðing sem myndi vera partur af teyminu í hlutastarfi. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 2801 orð | 1 mynd

Stærstu tækifærin liggja í Asíu

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, finnur enn miklar áskoranir í því að leiða fyrirtækið, tuttugu og þremur árum eftir að hann tók við starfinu. Á þeim tíma hefur starfsmannafjöldinn eitthundraðfaldast. Á komandi árum hyggst félagið ryðja sér stærri braut inn á Asíumarkað og í því skyni hyggst fyrirtækið m.a. leggja aukna áherslu á eigin sölu í stað þess að byggja á neti umboðssöluaðila um veröld víða. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 231 orð | 1 mynd

Svo að við göngum ekki öll af göflunum

Bókin Þegar svipast er um á síðum fjölmiðla og á samfélagsmiðlum virðist stundum eins og þjóðfélagsumræðan sé löngu farin langt út af sporinu. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 208 orð | 1 mynd

Til að styðja það sem vel er gert á netinu

Forritið Þegar veraldarvefurinn byrjaði að taka á sig mynd kom fljótlega í ljós að í vistkerfinu sem þar óx og dafnaði giltu ekki alveg sömu lögmál og í raunheimum. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 609 orð | 1 mynd

Til tryggingar skuldbindingum

Sprotafyrirtæki og fyrirtæki sem starfa á sviði tækni og nýsköpunar eru líkleg til að búa yfir verðmætum sem falla ekki greiðlega undir ákvæði laga um samningsveð. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 668 orð | 1 mynd

Vel mælt

Þeir leiðtogar sem sinna hlutverki sínu vel segja aldrei „ég“. Og það er ekki vegna þess að þeir hafa þjálfað sig í að segja ekki „ég“. Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 19 orð | 1 mynd

Vextir á íbúðalánum lækka

Vextir á íbúðalánum hafa lækkað um 0,5 til 1,7% frá því í maí í kjölfar vaxtalækkana Seðlabankans um... Meira
16. október 2019 | Viðskiptablað | 239 orð | 2 myndir

Össur hyggst þrefalda eigin sölu

Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hyggst stórauka eigin sölu á komandi misserum. Á sama tíma horfir fyrirtækið til landvinninga í Asíu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.