Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Aldís Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri húsnæðisbótasviðs Íbúðalánasjóðs, sendi verktakareikninga samtals að fjárhæð 7,5 milljónir króna til Samkeppniseftirlitsins, SKE, á tímabilinu 12. mars 2018 til 6. ágúst sl. Reikningarnir eru misháir eftir mánuðum. Sumir eru yfir ein milljón króna en aðrir undir 200 þúsundum, og allt þar á milli. Að meðaltali hefur hún samkvæmt þessu þegið ríflega 441 þúsund krónur í laun á mánuði þessa 17 mánuði sem hún hefur verið að störfum fyrir eftirlitið.
Meira