Sviðsljós Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík dagana 18. til 20. október. Loftslagsmál verða rauður þráður landsfundar, en stefna flokksins byggist á fjórum grunnstoðum; umhverfisvernd, kvenfrelsi, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu réttlæti. Vinstri græn eru um þessar mundir leiðandi afl í ríkisstjórn Íslands, með forsætis-, heilbrigðis-, og umhverfis- og auðlindaráðuneytið, og 11 þingmenn. Samkvæmt nýlegum Þjóðarpúlsi Gallup segjast 12% þeirra sem taka afstöðu myndu kjósa Vinstri græn, en tæplega 51% segjast styðja ríkisstjórnina til áframhaldandi verka.
Meira