Þeir félagar Siggi Gunnars og Logi Bergmann fóru af stað með nýjan síðdegisþátt á K100 í síðustu. Yfirskrift þáttarins er að fólk taki skemmtilegri leiðina heim.
Meira
Fáir einstaklingar hafa nýtt sér það úrræði að hefja töku hálfs ellilífeyris almannatrygginga við 65 ára aldur samhliða áframhaldandi starfi á vinnumarkaði eða á móti töku hálfs lífeyris frá lífeyrissjóðum, frá því að þetta var heimilað 1. janúar 2018.
Meira
100 ára afmælisátaki Barnaheilla – Save the Children var hleypt af stokkunum í Smáralind í byrjun október. Tæplega 600 manns „undirrituðu“ á táknrænan hátt áskorun um að stöðva stríð gegn börnum.
Meira
Vinkonurnar Lóa Margrét Hauksdóttir og Snæfríður Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen, báðar fæddar árið 2008, gengu í gær á fund Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Samgöngustofa hefur afturkallað fyrri ákvörðun sína í máli flugfarþega sem kvörtuðu undan þjónustu flugfélagsins SAS. Farþegarnir áttu bókað flug með SAS frá Keflavík til Óslóar 29.
Meira
Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson eða Villi í Herragarðinum, eins og hann er oftast kallaður, hefur verið í herrafatabransanum í meira en 20 ár. Hann segir að það færist í vöxt að menn láti sérsauma á sig föt því menn lendi oft á milli stærða.
Meira
Þeir Jökull Breki og Fannar Ingi skipa hið vinsæla tvíeyki Hipsumhaps sem vakið hefur athygli undanfarið fyrir skemmtilegar lagasmíðar og frumlega texta.
Meira
Sviðsljós Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Rafskútur njóta svo mikilla vinsælda í Reykjavík að eina rafskútuleigan hér á landi, Hopp, getur vart annað eftirspurninni. Af þeim sökum stendur til að bæta 50 skútum við flotann fyrir jól.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Gerð fyrstu útgáfu viðbragðsáætlunar vegna svokallaðra CBRNE-atvika er lokið og var hún kynnt á vef landlæknis í vikunni.
Meira
Skip Síldarvinnslunnar hafa lokið veiðum á norsk-íslenskri síld þetta árið og sömuleiðis þau skip sem leggja upp afla hjá fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í umsögn Minjastofnunar um breytingar á skipulagi á sjómannaskólareit í Reykjavík segir að ekki komi til álita að heimila uppbyggingu á reit fyrir námsmannaíbúðir eins og hann sé sýndur á deiliskipulagsuppdrætti.
Meira
Á skömmum tíma hefur Brim hf. gert viðskipti fyrir allt að sex milljarða króna. Þrír voru vegna kaupa á tveimur félögum í Hafnarfirði sem tilkynnt var um sl.
Meira
Ferli FATF, alþjóðlegs starfshóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, er ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt að mati Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.
Meira
Fimm umsóknir bárust um embætti sóknarprests í Hveragerðisprestakalli. Þessi sóttu um embættið: Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur, sr. Gunnar Jóhannesson, sr. Hannes Björnsson, Ingimar Helgason guðfræðingur og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.
Meira
Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Endurbætur á gömlu flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli verða umfangsmeiri en upphaflega var ætlað. Ástæðan er sú að skoðun leiddi í ljós að ástand byggingarinnar var verra en talið var.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samþykki íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi að sameinast í eitt kemur til framkvæmda metnaðarfull tilraun til íbúalýðræðis, svokallaðar heimastjórnir.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, segir aukna notkun áls í drykkjarumbúðir í Bandaríkjunum og Evrópu munu hafa áhrif á útflutningsmarkaði Íslands fyrir ál.
Meira
Fréttaskýring Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is „Við erum tveir kennarar með þennan hóp og það er mjög sorglegt þegar hingað koma börn sem eru búin að gleyma því að þau eru börn.
Meira
Þróun kjaramála og aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustunni verða meðal stærstu umræðuefna á tveggja daga þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS) sem hefst á morgun á Hótel Reykjavík Natura. Ekki er búist við átakaþingi, skv.
Meira
Hrossin voru misjafnlega ánægð með ofankomuna á Höfðaströnd í Skagafirði í gær. Þar snjóaði eins og víðar á Norðurlandi þar sem komin var vetrarfærð. Hálka og hálkublettir voru fyrir vestan, þæfingsfærð á Bjarnarfjarðarhálsi og ófært norður í...
Meira
Í eldhúsi framtíðarinnar getur þú þrívíddarprentað fagurlega löguð matvæli úr næringarríkum fiskafgöngum sem annars færu til spillis, bakað rjúkandi volga tortillu á sekúndum eftir þörfum og án nokkurrar matarsóunar í þar til gerðum tortilluofni, og...
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Akureyringurinn Alfreð Gíslason átti sér þann draum á menntaskólaárunum að verða sæmilegur leikmaður í efstu deild handboltans á Íslandi. Á síðustu stundu vorið 1979 var hann valinn í U21 árs landsliðshóp vegna heimsmeistaramótsins um haustið og þar með var tónninn sleginn fyrir þennan þá óslípaða demant í alþjóðlegum handbolta.
Meira
Jarðskjálftahrina í og við Öxarfjörð virðist vera í rénun. Þó mældust minnst átta skjálftar á svæðinu rétt tæpa 30 kílómetra vestnorðvestur af Kópaskeri í gær. Frá því á laugardag og fram á mánudagsmorgun mældust rúmlega 500 skjálftar á svæðinu.
Meira
„Flest börn kunna undirstöðuatriði í lífinu, svo sem að leika sér með bolta, en hjá okkur eru börn sem vita ekki hvað á að gera við bolta eða önnur leikföng,“ segir Marianna Matziri, leikskólakennari hjá ELIX, sem undanfarin tvö ár hefur...
Meira
Tillaga meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, þ.e. Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata, um breytt skóla- og frístundastarf í norðanverðum Grafarvogi var ekki borin undir atkvæði á fundi ráðsins í gær.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Blaðburðurinn er fínt starf. Þetta er fínt ráð til þess að halda sér í formi og ekki verra að líkamsræktin sé launuð,“ segir Helga Hansdóttir blaðberi. Hún er í vaskri sveit Póstdreifingar ehf.
Meira
Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Við sjáum þeim bregða fyrir í lok hverrar keppni í Formúlu 1. Þegar skipi er gefið nafn er þeim slengt utan í kinnung þess svo freyðir um allt.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Dýr sem komið hafa á land í hvalrekum eða hvalavöðum og drepist eða verið aflífuð hafa sennilega sjaldan eða aldrei verið fleiri síðustu áratugi.
Meira
Mannanafnanefnd samþykkti 3. október sl. beiðni um eiginnafnið Aldur (kk.) og skal færa nafnið á mannanafnaskrá. Eiginnafnið Delía (kvk.) var einnig samþykkt líkt og Reinhard (kk.). Þá voru eiginnöfnin Jarpi (kk.), Katra (kvk.), Jasper (kk.), Yrkir (kk.
Meira
Úr bæjarlífinu Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Fyrsti snjórinn þetta haustið féll á Akureyri í gær, allt hvítt þegar þorpsbúarnir opnuðu augun og dagurinn hófst. Misvel undirbúnir auðvitað eins og gengur, þegar kemur að bílum og hjólbörðum.
Meira
Brotist var inn í húsnæði Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur á sunnudagsmorgun. Ekki er talið að viðkomandi hafi haft neitt á brott með sér. Þetta segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans.
Meira
Lögreglan í Ósló handtók í gær 32 ára gamlan Norðmann sem hafði stolið sjúkrabíl og ekið á fjóra gangandi vegfarendur sem urðu fyrir meiðslum, þ.ám. sjö mánaða tvíbura, en enginn þeirra alvarlegum.
Meira
Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stytting vinnuvikunnar er meðal helstu breytinga sem samið var um í nýgerðum kjarasamningi Samninga- nefndar ríkisins og fimm stéttarfélaga innan BHM aðfaranótt mánudags.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Aukin notkun áls í drykkjarumbúðir á kostnað plasts styrkir áliðnaðinn. Það gæti aftur styrkt útflutning á áli frá Íslandi á næstu árum. Þetta segir Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls.
Meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á fundi neðri deildar þingsins í gærkvöldi að hann myndi gera hlé á umræðu þess um brexit-frumvarp stjórnarinnar eftir að þingið hafnaði tímaætlun hans um afgreiðslu frumvarpsins.
Meira
Tölur ÁTVR vitna líklega um talsvert breytta neysluhegðun þar sem kampavínið kemst æ oftar á lista fólks yfir þá áfengu drykki sem það lætur ofan í sig. Og þeir sem þekkja veitingahúsamenninguna sjá hið sama þar.
Meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og eiginkona hans, Eliza Reid, voru viðstödd krýningarathöfn Naruhitos Japanskeisara og Masako keisaraynju í gær. Athöfnin fór fram í keisarahöllinni í Tókýó að viðstöddum um 2.500 gestum.
Meira
SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslenska unglingalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tók þátt í heimsmeistarakeppninni í Danmörku og Svíþjóð fyrir um 40 árum.
Meira
Þessi grein er hluti greinaflokks sem aðgengilegur er innskráðum notendum á mbl.is. Allt í allt verða greinarnar 14 talsins og verða birtar vikulega fram á nýtt...
Meira
Framkoma borgaryfirvalda við þá sem reyna að reka fyrirtæki í miðborginni hefur sætt mikilli gagnrýni og enn bætist í. Eigandi Gráa kattarins, Ásmundur Helgason, skrifar um framkvæmdirnar á Hverfisgötu og samskipti sín við borgaryfirvöld.
Meira
Bandaríski leikarinn Paul Rudd er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Rudd er afskaplega vinalegur náungi og frábær gamanleikari en ekki síðri í dramatískari hlutverkum.
Meira
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við Steingrímur stjórnandi erum gamlir félagar og höfum gert margt saman í músíkinni í gegnum tíðina. Ég hef sungið þetta hlutverk nokkrum sinnum áður en ég er að syngja það í fyrsta sinn með Hallveigu.
Meira
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það eru spennandi tímar framundan,“ segir Egill Heiðar Anton Pálsson sem ráðinn hefur verið leikhússtjóri Hálogalandsleikhússins (Hålogaland Teater) í Tromsø í Norður-Noregi.
Meira
Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Dimmumót er skaftfellskt orð sem þýðir ljósaskipti. Ég var ótrúlega heppin að finna loksins þennan titil, eftir mjög mikið grams, því hann er nákvæmlega það sem við átti.
Meira
AF BÓKMENNTUM Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þrettán bækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019, skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur. Átta bókanna eru eftir konur, en fimm eftir karla.
Meira
Árleg „street“-danshátíð og sú eina hér á landi hefst í dag og stendur yfir til og með 27. október. Dansskólinn Dans Brynju Péturs stendur fyrir hátíðinni og munu erlendir gestakennarar mæta og leiðbeina og sýna listir sínar.
Meira
Leikstjórn: Silja Hauksdóttir. Handrit: Gagga Jónsdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Silja Hauksdóttir. Kvikmyndataka: Víðir Sigurðsson. Klipping: Kristján Loðmfjörð og Lína Thoroddsen. Tónlist: Jófríður Ákadóttir.
Meira
Kanadíski rithöfundurinn Chantal Ringuet, gestahöfundur Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO í október, heldur erindi í menningarhúsinu Mengi í dag kl. 17.30.
Meira
Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjallar um skáldið Arnfríði Jónatansdóttur (1923-2006) í Bókakaffi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi í kvöld kl. 20.
Meira
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Koparborgin , fyrsta skáldsaga Ragnhildar Hólmgeirsdóttur, kom út fyrir fjórum árum og segir af ævintýrum ungs pilts í einskonar miðaldaheimi þar sem galdrar og yfirnáttúrulegar verur eru hluti af daglegu lífi.
Meira
Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop hóf í gær hópfjármögnunarherferð á vefsíðunni Kickstarter til að fjármagna prentun á sinni fyrstu barnabók sem mun koma út bæði á íslensku og ensku, að því er segir í tilkynningu.
Meira
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðahandrit sitt Edda og sem venja er kom bókin út í gær á vegum forlagsins Sæmundar. Dagur B.
Meira
Leiklestrafélagið stendur í samvinnu við Þjóðleikhúsið og Kristbjörgu Kjeld fyrir viðamikilli dagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum á næstu vikum til minningar um Guðmund Steinsson leikskáld.
Meira
Af bókmenntum Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í sjöunda sinn þriðjudaginn 29. október í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlandaráðs.
Meira
Eftir Óla Björn Kárason: "Það hefur ekki tekist að samþætta starfsemi Landspítalans við aðra þætti heilbrigðisþjónustunnar m.a. með því að nýta kosti einkaframtaksins."
Meira
Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur: "Markmiðið með frístundakortinu hefur verið afbakað og útþynnt og er nú nýtt ekki síður sem bjargir frekar en tækifæri fyrir börn að iðka tómstundir."
Meira
Eftir Hafdísi Gunnarsdóttur og Hildi Sólveigu Sigurðardóttur: "Eins og staðan er í dag er aðeins ein sjúkraflugvél sem sinnir sjúkraflugi á öllu landinu og er hún staðsett á Akureyri."
Meira
Eftir Jóhann Pál Símonarson: "Íbúar í Kópavogi, er ekki kominn tími til að leysa þreyttan bæjarstjórnarmeirihluta frá störfum og hreinsa vel til í stjórnkerfinu um leið og kosið verður næst?"
Meira
Hún var rétt um hálfs árs gömul þegar ríkisvaldið tók hana frá foreldrum sínum. Nú, rúmlega sex árum seinna hefur hún enn ekki fengið að hitta foreldra sína. Hvað gerðist eiginlega?
Meira
Hilda Torfadóttir fæddist 26. október 1943 í Reykjavík. Hún lést á Akureyri 8. október 2019. Foreldrar hennar voru: Torfi Jónsson, f. 3. okt. 1919, kennari og lögreglumaður, og Ragnhildur Magnúsdóttir kennari, f. 16. ág. 1920.
MeiraKaupa minningabók
Kristrún Guðmundsdóttir, Rúna, fæddist í Reykjavík 11. september 1924. Hún lést á Landspítalanum, Fossvogi, 12. október 2019. Foreldrar hennar voru Guðmundur Halldór Jónsson, f. 25. nóvember 1901, d. 11.
MeiraKaupa minningabók
Maj-Lis Tómasson, fædd Ahlfors, fæddist í Helsinki, Finnlandi, 24. ágúst 1920. Hún lést 16. ágúst 2019. Útförin fór fram 6. september 2019.
MeiraKaupa minningabók
Landvernd er 50 ára um þessar mundir og þeim tímamótum verður fagnað á afmælisdaginn sjálfan, næstkomandi föstudag 25. október, með afmælishátíð og ráðstefnu í Norræna húsinu í Reykjavík. Yfirskrift afmælisráðstefnunnar, sem hefst kl. 14.
Meira
„Álútir skulu menn ganga! Og hoknir í hnjánum!“ kvað Steinn Steinarr um „hið þjóðlega göngulag vort“. Andstæðan er að ganga hnarreistur : bera höfuðið hátt, keikur, uppréttur.
Meira
Davíð Hjálmar í Davíðshaga orti á mánudag á Leir: Fjallið Súlur, firnahátt, fór ég upp með kíki og þaðan sá í austurátt oná himnaríki. Ég fékk þennan póst sendan til þess að vekja athygli á kveðskap á facebook. Guðmundur Beck (frá Akureyri?
Meira
50 ára Tonie er fædd og uppalin í Frederiksberg í miðri Kaupmannahöfn, en flutti til Íslands 6.1. 1995. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og vinnur á Barnaspítala Hringsins.
Meira
Þóra Karítas Árnadóttir fæddist 22. október 1979 á St. Mary‘s Hospital í London en fluttist þriggja mánaða gömul með foreldrum sínum og Einari eldri bróður sínum til Reykjavíkur. Foreldrar hennar skildu þegar hún var tveggja ára gömul.
Meira
30 ára Ævar er frá Ásólfsskála undir Vestur-Eyjafjöllum en býr á Flúðum. Hann er með diplóma á matvælabrú frá Fræðsluneti Suðurlands og er bústjóri Flúðasveppa. Ævar hefur áhuga á tónlist og listum almennt og kemur fram sem trúbador nokkrum sinnum á...
Meira
Raheem Sterling og Kylian Mbappé stálu senunni er fyrstu leikir 3. umferðar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta fóru fram í gærkvöldi. Skoruðu þeir báðir sína fyrstu þrennu í Meistaradeildinni.
Meira
Gylfi Þór Sigurðsson náði þeim áfanga að skora 60. mark sitt í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um síðustu helgi þegar hann skoraði síðara mark Everton gegn West Ham á Goodison Park með glæsilegu skoti utan vítateigs.
Meira
Sol Campbell var í gær ráðinn knattspyrnustjóri enska C-deildarfélagsins Southend United og verður Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, aðstoðarmaður hans. Hermann og Campbell unnu á sínum tíma enska bikarinn sem leikmenn Portsmouth.
Meira
*Íslenska U17 ára landslið pilta í knattspyrnu tapaði fyrir Króötum 3:2 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM, en riðillinn er spilaður í Skotlandi. Íslendingar lentu undir 2:0 og 3:1.
Meira
NBA Gunnar Valgeirsson Los Angeles Vegna mikilla breytinga á toppliðunum í Vesturdeild NBA í körfubolta er erfitt að gera sér grein fyrir hver útkoman á þeim verður.
Meira
Meistaradeild Evrópu Besiktas – Zaragoza 73:74 • Tryggvi Snær Hlinason skoraði tvö stig fyrir Zaragoza og tók þrjú fráköst en hann lék í níu og hálfa...
Meira
Meistaradeildin A-riðill: Club Brugge – Paris SG 0:5 Mauro Icardi 7., 63., Kylian Mbappé 61.,79., 83. Galatasaray – Real Madrid 0:1 Toni Kroos 18.
Meira
Það er komin mikil pressa á Joachim Löw, þjálfara þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu, að velja miðvörðinn Mats Hummels í landsliðið á nýjan leik, en Löw tilkynnti Hummels fyrir nokkrum mánuðum að dagar hans með landsliðinu væru taldir.
Meira
Njarðvík Kristján Jónsson kris@mbl.is Svolítið erfitt er að átta sig á hversu sterkt lið Njarðvíkur verður þegar líður á veturinn í Dominos-deild karla í körfuknattleik.
Meira
* Simon Hald, línumaður danska landsliðsins í handknattleik og leikmaður þýska meistaraliðsins Flensburg, verður frá keppni næstu átta til tíu mánuðina en hann varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í leik á móti Aalborg í Meistaradeildinni.
Meira
Fréttaskýring Kristján Jónsson kris@mbl.is Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar í Skotlandi benda til þess að endurtekin höfuðhögg í knattspyrnu hafi alvarlegar afleiðingar.
Meira
Skemmst er frá því að segja að fólkið í landinu tók hratt við sér og strax á árinu 1999 höfðu um 20% vinnandi fólks hafið greiðslur í viðbótarlífeyrissparnað.
Meira
Uppgjör Hagnaður stoðtækjafyrirtækisins Össurar nam 15 milljónum bandaríkjadala, 1,8 milljörðum króna, á þriðja ársfjórðungi og dróst saman um 6,25% miðað við sama tíma í fyrra.
Meira
Arion banki hefur opnað á aðgengi að reiknings- og kortaupplýsingum frá öðrum bönkum í Arion banka appinu. Í tilkynningu frá bankanum segir að um tímamót í fjármálaþjónustu hér á landi sé að ræða.
Meira
WebMo Design Arna Gunnur Ingólfsdóttir hefur hafið störf hjá WebMo Design þar sem hún mun veita stafrænni markaðssetningu, þróun og ráðgjöf forstöðu (Head of Digital). Í tilkynningu frá WebMo Design segir að Arna sé með BS.
Meira
Verðlaun Fyrirtækið Curio hlaut nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2019 og voru verðlaunin afhent í gær af nýsköpunarráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Framleiðendur leita að pakkningum sem eru sterkar, einangra vel og eru um leið umhverfisvænar. Vatnsvarinn pappír, ull, og endurnýtanlegar umbúðir eru meðal þess sem kemur til skoðunar.
Meira
Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Istanbúl ai@mbl.is Þegar litið er á kostnaðinn og ávinninginn af aðgerðum gegn peningaþvætti verður ekki hjá því komist að spyrja hvort betra væri að finna aðrar lausnir á vandanum.
Meira
Alþjóðafjármál Þegar Ísland var á dögunum sett á svokallaðan gráan lista FATF, alþjóðlegs starfshóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, var það ekki í fyrsta sinn sem nafn David Lewis, framkvæmdastjóra FATF, kom við sögu þegar...
Meira
Bókin Sú var tíð að stjórnendur fyrirtækja áttu að hafa aðeins eitt að leiðarljósi: skila sem mestum hagnaði svo að hagur eigenda fyrirtækisins yrði sem bestur.
Meira
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir hátækni hugsanlega einu leið Íslendinga til þess að standast alþjóðlega samkeppni og halda fiskvinnslu í landinu.
Meira
Origo Gunnar Zoëga hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Notendalausna hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo. Jafnhliða hefur Gunnar tilkynnt úrsögn sína sem varamaður úr stjórn Origo. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Meira
Kanadíska CBC-fréttastöðin hefur eftir starfsmönnum Northern Harvest Sea Farms, í eigu norska fiskeldisrisans Mowi, að allt að 1,8 milljónir fiska sem vega allt að 4,5 kíló hafi drepist í ágúst og september sl. í 72 kvíum.
Meira
Þrátt fyrir að Höfðaborgarsamningurinn hafi ekki enn verið fullgiltur af hálfu Íslands hafa nú þegar tekið gildi ákveðin lagaákvæði sem ætlað er að laga íslenskan rétt að ákvæðum sáttmálans.
Meira
Góð mæting var á þriðjudagsfund rafmyntaráðs í Háskóla Íslands í gær, en á fyrirlestraröðinni er kafað ofan í alla anga rafmynta og undirliggjandi...
Meira
Fékk 7,5 milljónir fyrir rannsóknina Aðeins 70 á lista Creditinfo frá upp... Taka ekki afstöðu til frétta af Boeing Helgi eignast Fréttablaðið „Ekki bestu eigendur...
Meira
Græjan Hann þykir engum öðrum líkur, Phantom-hátalarinn frá franska framleiðandanum Devialet. Hann er frístandandi, nýtur sín að margra mati best á miðju stofugólfi, lítur út eins og hylkið innan úr risastóru Kinder-eggi og beinir hljóðinu í allar...
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Forritið Drivers Iceland virkar ekki ósvipað og forrit Uber og gæti leikið lykilhlutverk í að greiða fyrir þeim miklu breytingum sem eru í vændum á íslenskum leigubílamarkaði.
Meira
Forritið Fundir geta verið hin mesta meinsemd. Þetta vita bæði stjórnendur og starfsmenn, og reyna eftir fremsta megni að draga úr tímasóun vegna funda.
Meira
Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Verslunarmiðstöðvar þurfa að laga sig að breyttum neysluvenjum og breyttum kröfum neytenda að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, framkvæmdastjóra rekstrarfélags Kringlunnar, sem hefur nú sett í loftið nýja og glæsilega vöruleit á heimasíðu sinni með yfir 100 þúsund vörum frá 70 verslunum Kringlunnar. Auk nýrrar leitarsíðu hefur Kringlan tekið fleiri stafrænar þjónustuleiðir í gagnið til þess að auka sveigjanleika í rekstri og hækka þjónustustigið.
Meira
Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eins og þeir vita sem þekkja mig vel fellur mér sjaldan verk úr hendi. Um daginn gerðist það hins vegar að ég hafði nákvæmlega ekkert að gera. Þá varð mér litið á farsímann minn og á þann aragrúa smáforrita sem þar voru.
Meira
Advania Tveir gervigreindarsérfræðingar hafa bæst í nýtt og sérhæft gervigreindarteymi Advania. Hópurinn hyggst benda íslenskum fyrirtækjum á tækifærin sem felast í tækninni.
Meira
Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Íslenskar vörur frá Brim og Bioeffect vöktu mikla athygli á alþjóðlegri menningarhátíð sem haldin var í Peking háskóla.
Meira
Vörur frá danska húsgagna- og hönnunarfyrirtækinu Hay hafa notið vinsælda í Skandinavíu á undanförnum árum og rekur fyrirtækið nokkrar verslanir í Kaupmannahafnarborg.
Meira
Áratugur er liðinn frá því að Creditinfo kynnti í fyrsta sinn lista yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og fjöldi fyrirtækja á listanum hefur vaxið gríðarlega.
Meira
Fyrirtækin sem uppfylla ströng skilyrði um að komast á lista Creditinfo yfir þau fyrirtæki sem teljast til fyrirmyndar eru 874 talsins í ár. Aðeins skeikar einu fyrirtæki frá árinu 2017 en það ár voru þau 875.
Meira
Starfsemi fasteignafélaga er á margan hátt frábrugðin öðrum rekstri, enda áhætta, eignasafn og verðmætasköpun af allt öðrum toga en víðast annars staðar í atvinnulífinu.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.