Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við setjum peninga úr samningnum í loftslagsmálin. Við erum að leggjast á sveif með ríkinu í loftslagsmálum og styðja við þau markmið sem það hefur sett,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem m.a. annast vöktun rjúpnastofnsins og rannsóknir á vistfræði hans og veiðiþoli, hefur aldursgreint 3.356 rjúpur frá veiðitímanum í fyrra.
Meira
Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Átta þingmenn úr þremur flokkum hafa endurflutt á Alþingi frumvarp um frystingu olíuleitar við Ísland, sem er hugsað sem liður í að sporna við alvarlegum áhrifum loftslagsbreytinga.
Meira
„Blaðburðurinn gefur mér tækifæri til að kynnast borginni. Teigarnir í Laugardalnum í Reykjavík eru mitt fasta svæði en svo hleyp ég í skarðið í öðrum hverfum ef forföll verða.
Meira
New York. AFP. | Bandaríska þingkonan Elizabeth Warren hefur lofað að hækka skatta auðmanna, skipta upp stórum bönkum og tæknirisum og herða reglur um starfsemi banka og fleiri fyrirtækja.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegagerðin og Ísafjarðarbær taka ekki vel í hugmyndir um að nota önnur heiti á jarðgöngin sem verið er að gera á milli Borgarfjarðar í Arnarfirði og Dýrafjarðar, hin svonefndu Dýrafjarðargöng.
Meira
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Það er alls ekki víst að þingkosningar í Bretlandi í desember muni leysa pattstöðuna sem virðist vera komin í breska þingið að mati Simon Usherwood, prófessors við Surrey-háskóla og aðstoðarforstjóra rannsóknadeildar um samskipti Bretlands og Evrópusambandsins hjá Rannsóknastofnun um félags- og efnahagsmál (ESRC). „Þetta þing býr við ákveðið vandamál. Það getur ekki gert nokkurn af þeim þremur hlutum sem þarf til að binda enda á þessa stöðu. Það getur ekki yfirgefið ESB með samningi, án samnings eða hætt við útgönguna,“ segir Usherwood.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Að óbreyttu er ekki útlit fyrir loðnuvertíð í vetur og yrði það þá annað árið í röð sem engar loðnuveiðar yrðu stundaðar við landið.
Meira
Það kemur fjöldinn allur af skemmtilegum viðmælendum í stúdíó K100 alla daga. Í liðinni viku höfum við fræðst um verkefni á borð við „Jól í skókassa“ og um strák sem ferðast um landið og fræðir landann um allt sem er hinsegin.
Meira
„Fjölbreytni er styrkur samfélagsins í Snæfellsbæ,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Þau Guðni og Eliza Reid kona hans voru í gær í opinberri heimsókn í Snæfellsbæ; litu þar inn í leik- og grunnskóla og á dvalarheimilinu Jaðri.
Meira
Fæðingum á Landspítalanum á tímabilinu janúar til september í ár fjölgaði um 4,8% miðað við sömu mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í skýslu um starfsemi sjúkrahússins í septembermánuði síðastliðnum, þar sem reksturinn er greindur út frá ýmsum viðmiðum.
Meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Borgarleikhúsið og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra til þess að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 5,5 milljónir króna í bætur vegna uppsagnar hans frá leikhúsinu í desember 2017.
Meira
Svokölluð hrekkjavaka fer fram í kvöld, en hátíðarhöld í tengslum við hana hafa verið að sækja í sig veðrið á Íslandi. „Það hefur borið meira og meira á þessari vetrarhátíð í þessu formi hrekkjavökunnar undanfarinn áratug eða tvo.
Meira
Sambönd og félög iðnaðarmanna innan Alþýðusambands Íslands hafa að undanförnu átt í viðræðum við orkufyrirtæki og stóriðjufyrirtæki um endurnýjun kjarasamninga.
Meira
Ekki hefur verið hugað að því í nýju frumvarpi um frystingu olíuleitar við Ísland hvað verði um 25% hlut Íslands hefji Norðmenn vinnslu á sínum hluta Drekasvæðisins. Guðni A.
Meira
Sólin Það er oft fallegt um að litast í guðsgrænni náttúrunni og fengu þessir fallegu hestar í nágrenni Flúða að njóta haustsólarinnar í allri sinni dýrð, þar sem hún sló gylltum ljóma á...
Meira
Það var ekki þverfótað fyrir frægðarmennum þegar Giambattista Valli og H&M frumsýndu samstarfsverkefni sitt í einni glæsilegustu höll Rómaborgar í síðustu viku. Sú sem hér skrifar fékk að upplifa þessa dýrð með eigin augum. Hápunktur kvöldsins var líklega að sjá Kendall Jenner með eigin augum.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íþróttafræðingurinn Nevena Tasic flutti til Íslands frá Serbíu fyrir rúmlega tveimur árum, hóf keppni í borðtennis sem liðsmaður Víkings í mars í fyrra og hefur síðan sigrað í öllum mótum sem hún hefur tekið þátt í. Fyrir skömmu var hún jafnframt með í karlaflokki í Pepsi-móti Víkings og stóð þar uppi sem sigurvegari, en kona hafði ekki áður unnið borðtennismót karla hérlendis.
Meira
Fréttaskýring Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ein umfangsmesta aðgerð rússneska Norðurflotans frá lokum kalda stríðsins er nú í fullum gangi. Talið er að minnst tíu kafbátar taki þátt, af þeim eru átta kjarnorkuknúnir.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ásgeir Karlsson, deildarstjóri greiningardeildar ríkislögreglustjóra, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra bréf þar sem hann lýsir yfir áhyggjum af framtíð embættisins.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri Íþöku fasteignafélags, segir bankana hafa dregið úr útlánum til nýrra fasteignaverkefna, þ.m.t. nýrra íbúðaverkefna. Það muni væntanlega draga úr framboði nýrra íbúða á næstu misserum.
Meira
Þrír karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innflutning á kókaíni og nokkrum lítrum af amfetamínvökva. Einn þeirra er sagður starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og hinir tveir eru fyrrverandi starfsmenn. Lögreglan á Suðurnesjum handtók mennina.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íslenskar konur eiga stóran hlut í velgengni þriggja af stærstu bíómyndum ársins í Hollywood. Hildur Guðnadóttir tónskáld samdi tónlistina í stórmyndinni Joker sem er á hvers manns vörum þessa dagana.
Meira
Þessi fallegi selur er á meðal þeirra skemmtilegu og kyndugu skepna sem kafarinn Erlendur Bogason hefur myndað neðansjávar. Erlendur hyggst í nóvember kynna merkilegan nýjan myndavef, sjavarlif.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Hljómplata með nýjum og frumsömdum lögum sem urðu til í samvinnu tónlistarfólks frá Íslandi, Bretlandi og Síerra Leóne kemur út á næstunni.
Meira
Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is „Þetta er frekar óraunverulegt núna. Þetta er búið að taka fimm ár,“ sagði Freyja Haraldsdóttir eftir að hún hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Einstaklingur sem tók 25 milljóna kr. lán í danskri mynt í Landsbankanum árið 2007 var sýknaður af kröfu bankans um endurgreiðslu lánsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn.
Meira
Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er mjög ánægð með að sjá í lok formennskuárs Íslands í norrænu ráðherranefndinni hversu hratt og vel var unnið á árinu.
Meira
Í tilefni hrekkjavökunnar segir Úlfhildur Dagsdóttir frá ferðalagi sínu um slóðir Drakúla í Transilvaníu á Borgarbókasafninu í Kringlunni í dag kl. 17.30. Við sögu koma kastalar, birnir, drekar og dýflissur.
Meira
Það fer að bresta á með jólum sem þýðir að jólamatseðlar veitingastaðanna fara að líta dagsins ljós. Það dregur heldur betur til tíðinda í ár hjá Fiskmarkaðnum en að sögn Hrefnu Sætran hefur hingað til ekki verið boðið upp á sérstakan jólaseðil.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Árið í ár hefur verið gjöfult fyrir Íslendinga í Hollywood. Tvær konur hafa haldið uppi merki þjóðarinnar og gert það með miklum sóma.
Meira
Umsóknarfrestur um embætti prests í Digranesprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, er runninn út. Þessi sóttu um embættið: Bryndís Svavarsdóttir guðfræðingur, sr. Gunnar Jóhannesson og sr. Helga Kolbeinsdóttir.
Meira
Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Gífurlegur áhugi er á sýningu, sem opnuð var í Louvre-safninu í París í síðustu viku í tilefni af því að 500 ár eru liðin frá því Leonardo da Vinci lést. Hafa yfir 240 þúsund manns þegar bókað miða.
Meira
Athygli vekur að vextir Seðlabankans hafa verið lækkaðir það mikið að nú heyrast jafnvel þær raddir að frekari lækkun muni ekki skila sér sem mótvægi við samdrátt í atvinnulífinu. Aðrir telja að enn sé svigrúm til að hafa jákvæð áhrif með lækkun vaxta. Þá hefur Seðlabankinn kynnt aðrar aðgerðir til að ná sama markmiði sem líklegt er að fari að skila árangri.
Meira
Tónlistarhátíðin Airwhales verður haldin í fyrsta sinn helgina 7.-9. nóvember frá kl. 16 til miðnættis á hótelinu Hlemmur Square að Laugavegi 105 og verður aðgangur ókeypis.
Meira
Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Rapparinn Countess Malaise, öðru nafni Dýrfinna Benita, sendir frá sér fyrstu breiðskífu sína í dag, á hrekkjavöku, 31. október.
Meira
Kapalstöðin HBO hefur ákveðið að ráðast í gerð sjónvarpsþátta þar sem rakin verður forsaga þeirrar sögu sem sögð hefur verið í Game of Thrones , Krúnuleikunum.
Meira
Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við köllum þetta endurlit vegna þess að þetta er ekki leikgerð á skáldsögunni heldur nýtt sjálfstætt leikverk.
Meira
Viðtal Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þriðja breiðskífa Grísalappalísu, Týnda rásin , kemur út á morgun, plata sem hefur verið býsna lengi í vinnslu, allt frá árinu 2016.
Meira
OMAM eru: Arnar Rósenkranz Hilmarsson, Brynjar Leifsson, Kristján Páll Kristjánsson, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Ragnar Þórhallsson. Steingrímur Karl Teague: Píanó í lögum 2, 4, 5, 6, 7, og 9. Viktor Orri Árnason: Strengir í lögum 4, og 10.
Meira
Menningarhátíð Seltjarnarness hefst í dag og stendur til og með 3. nóvember. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og hefst hún í bókasafni bæjarins þar sem Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarnefndar, setur hátíðina.
Meira
Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og segir nú frá því á vef The Art Newspaper að hann muni endurgera eða -skapa bandarísku sápuóperuna Santa Barbara og sýna í nýrri menningarmiðstöð, GES-2, í Moskvu í...
Meira
Í tilefni af því að 100 ár eru nú liðin frá útgáfu Svartra fjaðra , fyrstu ljóðabókar Davíðs Stefánssonar, verður haldinn viðburður með sömu yfirskrift í Hömrum í Hofi í kvöld kl. 20.
Meira
Heimildarmyndin Vasulka-áhrifin verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og hefjast almennar sýningar á morgun. Myndin var fyrst sýnd á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði í júní sl. og hlaut þar áhorfendaverðlaun, Einarinn.
Meira
Fyrir það fyrsta er ekki hlaupið að því að setja fingurinn á það hvað drón (e. drone) er í raun og veru, til að fyrirbyggja furðu algengan misskilning þá erum við ekki að tala um drón sem fljúga!
Meira
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti Einarsson, sem notar listamannsnafnið Ásgeir, hefur sent frá sér nýtt lag, „Bernskuna“, sem verður á væntanlegri plötu hans Sátt sem kemur út 7.
Meira
Eins og greint var frá í blaðinu í gær hlaut Gyða Valtýsdóttir tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2019 sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi í fyrrakvöld. Fern önnur verðlaun voru veitt það sama kvöld.
Meira
Mikið sem hún Karin vinkona mín er skemmtileg og skelegg ung kona, og gaman að fá að fylgjast með henni á fimmtudagskvöldum á RÚV í sænsku þáttunum Systur 1968. Karin er ung blaðakona á sjöunda áratugnum sem fer til starfa hjá dagblaði í smábæ.
Meira
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur: "Ég gat ekki unnið og ég skammaðist mín fyrir það. Í heimi normaliseringar ýttu geðhvörf og flogaveiki mér fram af brúninni og ég átti ekki afturkvæmt."
Meira
Eftir Skúla Jóhannsson: "Bíðum með þjóðarsjóð og auðlindagjald, alla vega í bili. Ef afgangur verður á rekstri Landsvirkjunar, greiðum þá niður lán og veitum arði í ríkissjóð."
Meira
Menntunartækifæri barna og ungmenna og aðgengi þeirra að íþrótta- og tómstundastarfi hefur áhrif á ákvarðanir foreldra um búferlaflutninga frá smærri byggðarlögum.
Meira
Eftir Birnu Varðardóttur: "Ef einstaklingsmiðað fæði er markmiðið þurfum við að vinna út frá bestu þekkingu hvers tíma til að hámarka heilsu og árangur en á sama tíma koma til móts við einstaklinginn og hans lífsstíl."
Meira
Eftir Þröst Eysteinsson: "Skógrækt er öflugasta aðferðin sem við höfum til að binda kolefni úr andrúmsloftinu og þar með hægja á loftslagsbreytingum."
Meira
Eftir Steinar Berg Ísleifsson: "Þá kom til pólitískur klíkuskapur og ámælisverð vinnubrögð Alþingis sem breytti lögum í laumi til að reyna að ónýta hæstaréttardóminn."
Meira
Eftir Egil Þóri Einarsson: "Fjallað er um þær ógöngur sem mannkynið er í vegna ofneyslu og eyðileggingar náttúrulegra lífkerfa. Hvað er til ráða til að stöðva þessa þróun?"
Meira
Eftir Ásgeir R Helgason: "Konum með krabbamein, sem hafa aðgang að sálfélagslegum stuðningi, líður almennt betur en þeim sem hafa það ekki. Minna er vitað um karla."
Meira
Björn Þorbjarnarson, fyrrverandi skurðlæknir í New York, fæddist á 9. júlí 1921. Hann lést í New Jersey 4. október 2019. Minningarathöfn um Björn mun fara fram á Flórída síðar.
MeiraKaupa minningabók
Eyjólfur G. Jónsson fæddist í Reykjavík 18. apríl 1938. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 3. október 2019. Hann var sonur Valgerðar M. Eyjólfsdóttur sjúkraliða og Jóns Eyþór Guðmundssonar, listmálara og kennara.
MeiraKaupa minningabók
Halldóra Kristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 22. apríl 1965. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. september 2019 eftir skamma sjúkdómslegu. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Hákonardóttir, f. 5. september 1942, d. 1980, og Kristján Oddgeirsson, f....
MeiraKaupa minningabók
31. október 2019
| Minningargrein á mbl.is
| 1195 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Jónas Ásmundsson, fæddist á Bíldudal 24. september 1930. Hann lést á dvalarheimilinu Grund 19. október 2019. Foreldrar Jónasar voru Martha Ólafía Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 4. apríl 1892, d. 18.
MeiraKaupa minningabók
Jón Ragnar Haraldsson fæddist 11. janúar 1924 í Hlíð á Vatnsnesi en flutti tveggja ára með foreldrum sínum að Haga í Þingi. Hann lést 20. október 2019.
MeiraKaupa minningabók
Kristján Nikulásson Jónsson fæddist í Aðalstræti 50 á Akureyri 31. október 1919. Foreldrar hans voru hjónin Sesselja Lovísa Jónsdóttir húsfreyja, f. 1892, d. 1974, og Jón Björn Kristjánsson, síldarkaupmaður, húsgagnasmiður og bólstrari, f. 1890, d....
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Ágústsson fæddist í Grindavík 22. júlí 1935. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð 25. október 2019. Foreldrar hans voru Matthildur Sigurðardóttir, f. 1. júní 1914 d. 10. september 2005, og Sveinbjörn Ágúst Sigurðsson, f. 11. ágúst 1906, d. 28.
MeiraKaupa minningabók
Pálína Margrét Stefánsdóttir fæddist 12. febrúar 1925. Hún lést 20. september 2019. Útför Pálínu fór fram 4. október 2019. mbl.is/andlat
MeiraKaupa minningabók
31. október 2019
| Minningargrein á mbl.is
| 1105 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Pálína Margrét Stefánsdóttir fæddist 12. febrúar 1925 á Hvalskeri í Rauðasandshreppi. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 20. september 2019 eftir stutt veikindi.Foreldrar hennar voru Valborg Pétursdóttir, f. 8. janúar 1893, d. 17.
MeiraKaupa minningabók
31. október 2019
| Minningargrein á mbl.is
| 843 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Helga Svala Nielsen, sem alltaf var kölluð Svala, nema á bernskuárunum þegar hún gekk undir gælunafninu Lillý, fæddist á Akureyri 24. desember árið 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 14. október 2019.
MeiraKaupa minningabók
Úlfur Einarsson fæddist í Mýnesi 29. ágúst 1946. Hann lést 13. mars 2019. Foreldrar hans voru Laufey Guðjónsdóttir kennari og Einar Örn Björnsson bóndi á Mýnesi.
MeiraKaupa minningabók
Valborg Oddsdóttir, Birkihlíð 38, Reykjavík, áður Neðra-Hálsi í Kjós, fæddist á fæðingardeild Landsspítalans 19. febrúar 1950. Hún lést á Líknardeild Landsspítalans 8. október 2019. Foreldrar Valborgar voru Oddur Andrésson, f. 24.11. 1912, d. 21.6.
MeiraKaupa minningabók
Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Stóru viðskiptabankarnir þrír, Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, skiluðu samtals rúmum sex milljörðum króna í hagnað á þriðja fjórðungi 2019.
Meira
Krafist er róttækra breytinga í húsnæðismálum svo tryggt sé að hagsmunir verkafólks verði teknir fram yfir hagsmuni fjármagnseigenda. Þetta segir í ályktun 7. þings Starfsgreinasambandsins sem haldið var í síðustu viku.
Meira
Icelandair hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í gær eða um 4,07% í 141 milljónar króna viðskiptum. Stendur gengið félagsins núna í 6,65 krónum hver hlutur.
Meira
„Fýllinn hefur um mannsaldra mótað matarmenningu á þessu svæði,“ segir Sigurður Elías Guðmundsson, veitingamaður í Víkurskála í Mýrdal. Þar var síðastliðna helgi efnt til fýlaveislu, hvar á borðum var saltaður og reyktur fýll.
Meira
Tíu meistaranemar í kennslu- og menntunarfræðum fengu nú í vikunni viðurkenningu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar fyrir framúrskarandi lokaverkefni.
Meira
Húðútbrot hafa allflestir fengið en oft fær fólk áhyggjur af því að um sé að ræða alvarlegan sjúkdóm. Húðin er stærsta líffæri mannslíkamans og á húð geta oft komið fram ýmis merki um sjúkdóma.
Meira
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þær gera grín að eigin bugun sem þriggja barna mæður og segjast ekki skammast sín fyrir að allt sé í drasli heima. María og Emma andvarpa í hlaðvarpi.
Meira
40 ára Edda er Reykvíkingur, ólst upp í Grafarvogi en býr í Seljahverfinu. Hún er jarðfræðingur að mennt, með meistaragráðu frá HÍ. Hún er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og vinnur helst við malbiksrannsóknir.
Meira
60 ára Guðlaugur ólst upp í Reykjavík og á Tálknafirði en býr í Mosfellsbæ. Hann er skipstjórnarmenntaður og vélstjóri og er skipstjóri á eigin bát, sem heitir Dufan BA. Útgerð Guðlaugs nefnist Þiljur ehf. og er jafnframt fasteignafyrirtæki.
Meira
Þær fréttir hafa borist að búið sé að klóna hund Dorritar forsetafrúar – og er það „Gleðifrétt“ eins og Guðmundur Arnfinnsson segir: Sámur var sérstakur hundur, nýr Sámur er tækninnar undur, ei daufur né trist með dágóða lyst er...
Meira
Aftakaveður er sagt um fárviðri , sömuleiðis aftaksveður . Fleirtalan aftökur er og höfð um óveður, en merkingin líflát er búin að kaffæra hana. Aftök er bæði til um óveður og mikið frost , grimmdargadd.
Meira
Reykjavík Eva María Sigvaldadóttir fæddist 22. febrúar 2019 kl. 3.18. Hún vó 3.386 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Hanna Lea Magnúsdóttir og Sigvaldi Örn Gústavsson...
Meira
Sigríður Ragnarsdóttir er fædd 31. október 1949 á Ísafirði og ólst þar upp. „Sem barn og unglingur eyddi ég flestum sumrum hjá móðurfólki mínu á Gautlöndum í Mývatnssveit og tók þar þátt í hefðbundnum sveitastörfum.
Meira
Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, lét ekki sitt eftir liggja þegar lið hans Barcelona vann öruggan sigur á þýsku meisturunum í Flensburg 34:27. Liðin mættust í Meistaradeild Evrópu á heimavelli Flensburg í gær.
Meira
Meistarar Vals eiga fimm leikmenn og Haukar fjóra í 16 kvenna landsliðshópi Íslands í körfubolta sem Benedikt Guðmundsson valdi í gær. Æfingahópurinn kemur saman 10. nóvember til undirbúnings fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2021.
Meira
„Ég held að stóri bikarinn sé það sem allir Stjörnumenn hafi augun á. Auðvitað viljum við vinna alla titla en flestra augu eru á Íslandsmeistaratitlinum,“ segir Arnþór Freyr Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, meðal annars.
Meira
Topplið 1. deildar karla í körfuknattleik, Hamar í Hveragerði, hefur ákveðið að láta miðherjann Kinu Rochford fara. Rochford lék mjög vel með Þór Þorlákshöfn í efstu deild í fyrra en hefur ekki látið eins mikið að sér kveða hjá Hamri.
Meira
Ada Hegerberg, framherji franska knattspyrnuliðsins Lyon, var á skotskónum þegar Evrópumeistararnir fengu Fortuna Hjörring í heimsókn í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær.
Meira
Einn af reyndustu mönnum í íshokkíhreyfingunni á Íslandi, Helgi Páll Þórisson, er tekinn við þjálfun karlaliðs SR. Helgi hefur verið leikmaður, dómari og stjórnarmaður í ÍHÍ á ferlinum.
Meira
Á Ásvöllum/Í Austurbergi/Á Akureyri Ívar Benediktsson Jóhann Ingi Hafþórsson Einar Sigtryggsson Haukar voru sjálfum sér verstir gegn baráttuglöðum Eyjamönnum þegar liðin mættust í toppslag 7.
Meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, leggur aðildarsamböndum sínum til fé ár hvert til eflingar barna- og unglingastarfi. Að þessu sinni fær KSÍ um 60 milljónir króna.
Meira
*Kvennalið KR í knattspyrnu hefur fengið góðan liðsstyrk en Ana Victoria Cate og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir hafa skrifað undir tveggja ára samning við félagið.
Meira
Stjarnan Kristján Jónsson kris@mbl.is „Við teljum okkur geta farið alla leið. Við förum ekki í felur með það þótt við höfum tapað tveimur leikjum í röð.
Meira
Meistaradeild kvenna 16-liða úrslit, seinni leikir: Twente – Wolfsburg 0:1 • Sara Björk Gunnarsdóttir lék síðari hálfleikinn fyrir Wolfsburg og brenndi af víti. *Wolfsburg áfram, 7:0 samanlagt.
Meira
„Við áttum góðan leik á Íslandi en við erum bara hálfnuð. Við þurfum að taka verkefnið alvarlega og gefa okkur öll í það,“ sagði Olivier Echouafni, þjálfari PSG, í gær.
Meira
Olísdeild karla Haukar – ÍBV 28:28 KA – Stjarnan 27:27 ÍR – FH 27:32 *Leikjum Fjölnis og Vals, og HK og Fram, var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá úrslit og stöðu á mbl.is/sport/handbolti.
Meira
Samúel Kári Friðjónsson leikur til úrslita í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Lið hans Viking frá Stavangri vann í gær Ranheim í undanúrslitum keppninnar 3:0.
Meira
Í Keflavík Skúli B. Sigurðsson sport@mbl.is Keflavík og Skallagrímur mættust í Keflavík í 5. umferð Dominos-deildar kvenna í Blue-höll þeirra Keflvíkinga í gærkvöldi.
Meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er komin áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu með liði sínu Wolfsburg. Þýsku meistararnir slógu í gær Twente frá Hollandi út úr keppninni 7:0 samanlagt.
Meira
Það er til skammar og angrar mig alveg rosalega hvernig stjórnvöld hafa dregið lappirnar varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja hér á landi. Í raun finnst mér þó meira pirrandi að það skuli ekki vera hægt að setja fram skýr svör og stefnu í þessum...
Meira
Eigendur Aflhluta hafa haft milligöngu og umsjón með smíði nýs Bárðar SH. Þeir telja nýjungar bátsins draga bæði úr viðhaldskostnaði og óhagkvæmni smærri og eldri báta.
Meira
Axel Helgason segir íslenskan sjávarútveg þurfa að vera meðvitaðan um að aðrar fiskveiðiþjóðir keppast við að auka hjá sér gæðin og saxa á það forskot sem íslenskar sjávarafurðir hafa notið um langt skeið.
Meira
Fimm ár eru liðin frá því að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi voru stofnuð. Þegar litið er til baka telur formaður samtakanna að mikill árangur hafi náðst eftir að kraftar fjölbreyttra fyrirtækja fóru að vinna saman.
Meira
Kínverskur neytendamarkaður er risastór og verðmætur, en þar gilda ekki sömu lögmál og á Vesturlöndum. Fyrsta skrefið ætti alltaf að vera að skapa sýnileika í forritinu WeChat.
Meira
Róbótar sem stafla þungum fiskkössum á bretti eru þegar komnir í notkun en í framtíðinni gætu róbótar séð um velflest störf í fiskvinnslum svo mannshöndin þurfi hvergi að koma nærri.
Meira
Sjálvirknivæðingin er hafin á flestum sviðum og geta leynst tækifæri í tækni sem getur boðið útgerðum bæði lægri kostnað og betri lausnir fyrir umhverfið.
Meira
Þorlákur Halldórsson er nýr formaður Landssambands smábátaeigenda. Hann stundar útgerð og harðfiskverkun í Grindavík auk formennskunnar og segir skugga erfiðra ára hvíla yfir smábátaútgerð.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.