Greinar mánudaginn 4. nóvember 2019

Fréttir

4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 655 orð | 3 myndir

„Svörtuloft“ hækka um tvær hæðir

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur tekið til afgreiðslu umsókn Seðlabanka Íslands um hækkun hússins á lóð nr. 1 við Kalkofnsveg að hluta til um tvær hæðir, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 494 orð | 1 mynd

Brids í miklum blóma

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bridgesamband Íslands (BSÍ) var stofnað 1948 og Jafet Ólafsson er að hefja tíunda starfsár sitt sem forseti þess. „Starfsemin er í miklum blóma, fólk á öllum aldri spilar brids og undirbúningur er í fullum gangi fyrir bridshátíðina „Reykjavík Bridgefestival“, sem hefst í Hörpu í lok janúar á næsta ári,“ segir hann. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 385 orð | 2 myndir

Byggði legósjúkrahús út frá eigin reynslu

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Í Legóbúðinni í Smáralind stendur nú til sýnis glæsilegt líkan af sjúkrahúsi úr legókubbum. Sjúkrahúsið smíðaði Arnar Freyr Arnarsson, 10 ára gamall drengur, sem segist hafa mikinn áhuga á sjúkrahúsum og legókubbum. Í samtali við Morgunblaðið segist Arnar Freyr vera afar stoltur af sjúkrahúsinu sínu og brosir breitt á meðan hann útskýrir hvern krók og kima líkansins fyrir blaðamanni, en hvert smáatriði gegnir ákveðnu hlutverki og er vel úthugsað. Arnar Freyr segist ekki vita hvað hann hafi notað marga kubba til verksins en þeir hafi verið margir, bæði gamlir og nýir. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Eiga að smíða 15-25 metra brú

Birna Margrét Haukdal Jakobsdóttir, nemi í verkefnastjórnun við Háskólann í Østfold í Noregi, keppist nú við að smíða 15 til 25 metra langa brú yfir vatnið Börtevann, sem er í skógi milli Fredrikstad og Sarpsborgar, ásamt sex samnemendum sínum. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 212 orð | 2 myndir

Eigum erfitt með að skilja hvert annað

„Mikilvægi norrænnar samvinnu hefur sennilega aldrei verið meira og 90% íbúa landanna telja samkvæmt könnunum það skipta miklu máli,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður sem kjörin var forseti Norðurlandaráðs á 71. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Flugritarnir verða sendir til Bretlands

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Flugritar farþegaþotu Icelandair sem lýsti yfir neyðarástandi vegna lágrar eldsneytisstöðu og lenti í kjölfarið á lokaðri flugbraut á Keflavíkurflugvelli verða sendir til Bretlands í rannsókn. Meira
4. nóvember 2019 | Erlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Glymjandi hrannir og stólparok

Fyrsta haustlægðin hrelldi Frakka um helgina er risastórar glymjandi hrannir gengu á land. Lömdu þær klettóttar strandir og hávaðarok reif upp tré og sleit raflínur með þeim afleiðingum að rafmagn fór af heimilum 140.000 manna. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Hlýindi í október yfir meðaltalinu

Meðalhiti í Reykjavík í nýliðnum októbermánuði var 5,4 stig, eða 1,0 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Húðflúraðir fjölmenntu

Líkamsskreytingar í formi húðflúrs njóta vaxandi vinsælda hér á landi og um helgina var haldin hátíð, Icelandic Tattoo Expo, á Laugardalsvelli í Reykjavík. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 508 orð | 1 mynd

Kjötneysla minnkar

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Neysluvenjur Íslendinga breytast hratt,“ segir Friðrik Björnsson viðskiptastjóri hjá Gallup á Íslandi. Á morgun, þriðjudag, standa Matvælalandið Ísland og Landbúnaðarklasinn standa fyrir ráðstefnu á Hótel Sögu um neyslubreytingar og áhrif þeirra á matvælaframleiðslu. Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum en nálgunin í máli þeirra allra er sú að landsmenn velja talsvert annað á diskinn nú en var fyrir til dæmis fimm árum. Þeim veruleika þurfa framleiðendur, heildverslanir, smásölufyrirtæki og fleiri að bregðast við í krafti upplýsinga sem fyrir liggja. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Jólaundirbúningur Hinn árlegi jólabasar Hringskvenna var vel sóttur í gær, en þar var boðin til sölu handavinna Hringskvenna, mest jólavara, og bakkelsi. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

LHG fylgist grannt með gangi mála

Landhelgisgæsla Íslands (LHG) fylgist nú grannt með rannsókn á slysi sem átti sér stað í Suður-Kóreu síðastliðinn fimmtudag, en þar brotlenti þyrla sömu tegundar og Gæslan notar. Óttast er að allir sem um borð voru, alls sjö manns, hafi farist í... Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 564 orð | 3 myndir

Lyf geta haft alvarlegar aukaverkanir

Fréttaskýring Guðni Einarsson gudni@mbl.is Við leggum mikla áherslu á að fá tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir lyfja. Við viljum brýna bæði almenning og heilbrigðisstarfsfólk til að senda þær til okkar,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 284 orð

Meira svifryk en í Peking

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Alls eyðast um fjögur bíldekk upp á sólarhring í Hvalfjarðargöngunum. Samsvarar það um 12 lítrum af dekkjagúmmísliti, eða um 13.800 grömmum. Meira
4. nóvember 2019 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

New York henti betur reiðhjólum

Aukinn fjöldi hjólreiðamanna sem bíður bana í umferðinni í New York hefur knúið á um verulegar endurbætur og uppstokkun í samgöngukerfi borgarinnar. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Of snemmt að falla frá skattaívilnunum

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir of snemmt að afnema virðisaukaskattsívilnanir á tengiltvinnbíla eins og fyrirhugað er í drögum fjármála- og efnahagsráðherra að frumvarpi til laga. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

Pólitík geti ekki haldið og sleppt

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Stjórnarformaður Rafbílasambands Íslands (RÍ) telur tímabært að virðisaukaskattsívilnanir á tengiltvinnbifreiðar verði felldar niður. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Reksturinn í plús og íbúum fjölgar

Gert er ráð fyrir 350 millj. króna afgangi af rekstri Mosfellsbæjar á næsta ári, skv. fjárhagsáætlun næstu fjögurra ára, en hún er nú til umfjöllunar í bæjarstjórn. Áætlunin gerir ráð fyrir að tekjur verði 13.380 m.kr., gjöld án fjármagnsliða 12.402 m. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Rjúpnaveiðin fer vel af stað nyrðra

Hafþór Hreiðarsson Húsavík Ágætlega gekk hjá mönnum sem gengu til rjúpna í Þingeyjarsýslum um helgina, en veiðitímabilið hófst á laugardaginn. Meðalveiði hjá þeim sem fréttaritari hafði tal af var að jafnaði 5-10 fuglar. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Sameining prestakalla til umræðu

Sameining prestakalla víða um landið er til umfjöllunar á Kirkjuþingi sem sett var á laugardaginn og stendur fram í vikuna. Fyrir liggur tillaga frá Agnesi M. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Seðlabanki hækki um tvær hæðir

Áform eru um að byggja tvær hæðir ofan á Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg. Borgaryfirvöld skoða nú málið. Stækkun þykir þörf vegna sameiningar Fjármálaeftirlitsins við Seðlabankann. Með því fjölgar starfsfólki bankans um 40%, sem kallar á meira pláss. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 609 orð | 4 myndir

Seinagangurinn er óþolandi

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Silkitoppa sást á Siglufirði

Víða um land hafa fuglaáhugamenn rekið augun í litskrúðugan fugl, svokallaða silkitoppu eða Bombycilla garrulus á fræðimáli. Fugl þessi er grábleikur að lit með topp á höfði, en líkt og hjá mörgum tegundum er karlfuglinn litskrúðugari en kvenfuglinn. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 80 orð

Sjálfsvígstíðni ekki hærri í hruninu

Efnahagshrunið árið 2008 virðist ekki hafa haft nein marktæk áhrif á aukna sjálfsvígstíðni hér á landi ef marka má niðurstöður rannsóknar á áhrifum efnahagskreppa á sjálfsvíg á Íslandi. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 525 orð | 1 mynd

Sjálfsvígstíðni ekki hærri í kreppu

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Ekki virðist vera beint samband milli tíðni sjálfsvíga og sveiflna í efnahagslífi á Íslandi miðað við niðurstöður rannsóknar sem Högni Óskarsson læknir stýrði. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Staðsetningin hentar áformum vel

Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Tafirnar óafsakanlegar

„Þessar miklu tafir á framkvæmdum á Hverfisgötunni getur Reykjavíkurborg ekki afsakað,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Tómas Már til HS Orku

Tómas Már Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri HS Orku. Mun hann taka við starfinu um áramót. Segir frá þessu í tilkynningu HS Orku. Meira
4. nóvember 2019 | Erlendar fréttir | 260 orð

Útilokar kosningar um Skotland

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, útilokar að fram fari atkvæðagreiðsla um hvort Skotar skuli öðlast sjálfstæði frá breska konungdæminu meðan hann er við stjórnvölinn. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Var Tyrkjaránið 1627 trúarlegur atburður?

Fimmti hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands verður í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands á morgun, þriðjudag, kl. 12.05. Meira
4. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 244 orð | 2 myndir

Þúsund tonna bjarg hrundi í sjó fram á Skaga

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikil fylla hrundi úr Ketubjörgum á norðanverðum Skaga nú um helgina svo þúsundir tonna af jarðvegi fóru í sjóinn. Meira

Ritstjórnargreinar

4. nóvember 2019 | Staksteinar | 219 orð | 1 mynd

Óhóflegt eftirlit

Haukur Þór Hauksson, framkvæmdastjóri Investis, sem hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi við sölu og sameiningu fyrirtækja, ritar athyglisverða grein á vb.is. Þar fjallar hann um fyrirhugaða breytingu á samkeppnislögum, sem hann telur í rétta átt en bendir á að viðmiðunarmörk um veltu samrunaaðila verði enn mjög lág „sem gerir það að verkum að fjöldi samruna kemur á borð Samkeppniseftirlitsins, þar sem sameiginleg velta eftir samruna nær ekki einu sinni 1% markaðshlutdeild“. Meira
4. nóvember 2019 | Leiðarar | 659 orð

Skaðleg skattlagning

Stjórnvöld mega ekki spilla fyrir Íslandi á alþjóðlegum mörkuðum Meira

Menning

4. nóvember 2019 | Bókmenntir | 467 orð | 3 myndir

Að hjálpa öðrum til að hjálpa sér sjálfum

Eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Bjartur, 2019. 166 bls. Innbundin. Meira
4. nóvember 2019 | Bókmenntir | 692 orð | 8 myndir

Fjölbreytt útgáfa Sæmundar

Bókaforlagið Sæmundur gefur út talsvert af nýjum bókum fyrir jólin í bland við endurútgefur og höfundarnir eru líka úr ýmsum áttum. Meðal útgáfubókanna eru tvær sem kalla mætti íslenska klassík. Meira
4. nóvember 2019 | Tónlist | 785 orð | 1 mynd

Kalla fram sterkar tilfinningar

Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Sturle Dagsland er tónlistardúó frá Noregi sem samanstendur af bræðrunum Sturle og Sjur Dagsland. Dúóið kemur fram á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember og spilar í Hressingarskálanum föstudaginn 8. Meira
4. nóvember 2019 | Myndlist | 103 orð | 1 mynd

Salcedo hlaut Nomura-verðlaunin

Kólumbíska myndlistarkonan Doris Salcedo hlaut fyrir helgi Nomura-myndlistarverðlaunin, en þeim fylgir ein milljón dollara í verðlaunafé, jafnvirði um 126 milljóna króna. Er það hæsta verðlaunaupphæð sem veitt er fyrir myndlist í heiminum. Meira
4. nóvember 2019 | Myndlist | 189 orð | 1 mynd

Thorvaldsen í Mílanó

Fæðing nútímaskúlptúrsins nefnist umfangsmikil sýning sem opnuð hefur verið í Gallerie d'Italie við Scalatorg í Mílanó. Þar getur að líta meira en 150 verk eftir tvo fremstu höggmyndara Evrópu í byrjun 19. Meira

Umræðan

4. nóvember 2019 | Aðsent efni | 757 orð | 1 mynd

30 ár frá falli Múrsins

Eftir Birgi Ármannsson: "Frelsið og þau borgaralegu réttindi sem við búum við eru því miður hvorki sjálfsögð né sjálfgefin." Meira
4. nóvember 2019 | Pistlar | 433 orð | 1 mynd

Kirkja í smíðum

Ég flutti opnunarávarp á Kirkjuþingi um liðna helgi. Mesta athygli hefur vakið að ég beindi sjónum mínum að baráttu hinsegin fólks og hvernig kirkjan náði þar ekki að fylgja samtímanum. Meira
4. nóvember 2019 | Aðsent efni | 768 orð | 1 mynd

Samráð við börn við stefnumótun og ákvarðanatöku

Eftir Salvöru Nordal: "Áhersla Barnasáttmálans á þátttöku barna er eitt mikilvægasta framlag hans til valdeflingar barna." Meira

Minningargreinar

4. nóvember 2019 | Minningargreinar | 6235 orð | 1 mynd

Gunnar Karlsson

Gunnar Karlsson fæddist í Efstadal í Laugardalshreppi í Árnessýslu 26. september 1939. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 28. október 2019. Foreldrar hans voru Karl Jónsson, f. 1. júlí 1904, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2019 | Minningargreinar | 937 orð | 1 mynd

Hjörtur Arnfinnsson

Hjörtur Arnfinnsson fæddist í Neskaupstað 5. nóvember 1936. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 29. október 2019. Hjörtur var sonur hjónanna Arnfinns Antoníusarsonar, f. 6.10. 1883, d. 21.6. 1976, og Aldísar Jórunnar Guðnadóttur, f. 25.1. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2019 | Minningargreinar | 1393 orð | 1 mynd

Hulda Kristjánsdóttir

Hulda Kristjánsdóttir fæddist í Heimabæ á Hvallátrum í Rauðasandshreppi 24. desember 1926. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. október 2019. Foreldrar hennar voru Kristján Hjálmar Sigmundsson, f. 6.9. 1889, d. 4.11. 1976, og Sigríður Eggertsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2019 | Minningargrein á mbl.is | 1672 orð | 1 mynd | ókeypis

Hulda Kristjánsdóttir

Hulda Kristjánsdóttir fæddist í Heimabæ á Hvallátrum í Rauðasandshreppi 24. desember 1926. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. október 2019. Foreldrar hennar voru Kristján Hjálmar Sigmundsson, f. 6.9. 1889, d. 4.11. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2019 | Minningargreinar | 641 orð | 1 mynd

Pétur Björnsson

Pétur Björnsson fæddist 27. nóvember 1932 að Kvíabryggju, Setbergssókn á Snæfellsnesi. Hann lést 21. október 2019. Foreldrar hans voru Björn Kristjánsson frá Ósi á Skógarströnd Snæfellsnesi, f. 18. júlí 1899, d. 17. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2019 | Minningargreinar | 546 orð | 1 mynd

Sigmar Ólafsson

Sigmar Ólafsson fæddist 18. september 1962. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 22. október 2019. Foreldrar Sigmars voru Ólafur R. Sigfússon, f. 20. maí 1938, og Hólmfríður R. Hjartardóttir, f. 6. október 1941. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2019 | Minningargreinar | 469 orð | 1 mynd

Steinunn Gísladóttir

Steinunn Gísladóttir fæddist í Hátúni í Glerárþorpi 25. október 1927. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlið 23. október 2019. Foreldrar hennar voru Gísli Friðfinnsson, f. 6. júní 1888, d. 7. október 1969, og Rannveig Pálsdóttir, f. 6. júní 1891, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2019 | Minningargreinar | 3447 orð | 1 mynd

Þórður Pétursson

Þórður Pétursson fæddist í Keflavík 19. febrúar 1956. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. október 2019. Foreldrar hans voru Ragna Stefanía Finnbogadóttir, f. 12.1. 1930, d. 10.9. 2003, og Pétur Þórðarson, f. 29.5. 1932, d. 23.11. 2016. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. nóvember 2019 | Viðskiptafréttir | 641 orð | 3 myndir

Grænu skírteinin á uppleið

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það vekur iðulega furðu þegar fjölmiðlar segja frá árlegri samantekt Orkustofnunar um uppruna raforku á Íslandi. Nú síðast greindi stofnunin frá því að árið 2018 hefðu 55% raforku í landinu orðið til við bruna jarðefnaeldsneytis og 34% í kjarnorkuverum, en að aðeins 11% rafmagnsins kæmu frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Meira
4. nóvember 2019 | Viðskiptafréttir | 153 orð | 1 mynd

Hefja rannsókn á TikTok

Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur sett af stað rannsókn á kínverska myndskeiða-forritinu TikTok . Að sögn FT er rannsóknin gerð með vísan til þjóðaröryggis og kemur til vegna þrýstings frá Bandaríkjaþingi. Meira
4. nóvember 2019 | Viðskiptafréttir | 206 orð | 1 mynd

Saudi Aramco aftur af stað

Ríkisolíufélagið Saudi Aramco tilkynnti á sunnudag að undirbúningur frumútboðs væri hafinn á ný. Meira

Fastir þættir

4. nóvember 2019 | Fastir þættir | 176 orð | 1 mynd

1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. 0-0 Be7 5. b3 0-0 6. c4 c5 7. cxd5 Rxd5...

1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. 0-0 Be7 5. b3 0-0 6. c4 c5 7. cxd5 Rxd5 8. Bb2 b6 9. d4 Bb7 10. e4 Rf6 11. Rbd2 cxd4 12. e5 Rd5 13. Rxd4 Rc6 14. Re4 Hc8 15. Rxc6 Bxc6 16. Dg4 Kh8 17. Hfd1 Hc7 18. Hac1 Ba8 19. Rd6 Hxc1 20. Hxc1 Dd7 21. a4 Kg8 22. Meira
4. nóvember 2019 | Í dag | 113 orð | 1 mynd

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með...

6 til 10 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. Þú ferð framúr með bros á vör. Fréttir á klukkutíma fresti. 10 til 14 Erna Hrönn Skemmtileg tónlist og létt spjall með Ernu alla virka daga á K100. Meira
4. nóvember 2019 | Fastir þættir | 161 orð

Alslemma í Vegas. A-AV Norður &spade;ÁKD103 &heart;-- ⋄Á5...

Alslemma í Vegas. A-AV Norður &spade;ÁKD103 &heart;-- ⋄Á5 &klubs;ÁK9853 Vestur Austur &spade;6 &spade;94 &heart;ÁG732 &heart;D10954 ⋄K109432 ⋄7 &klubs;2 &klubs;D10764 Suður &spade;G8752 &heart;K85 ⋄DG85 &klubs;G Suður spilar... Meira
4. nóvember 2019 | Í dag | 83 orð | 1 mynd

Fimmtugasta topplagið

Á þessum degi árið 1989 gerðist sá merkilegi atburður að tónlistarmaðurinn Elton John kom fimmtugasta lagi sínu á breska vinsældalistann og var það lagið „Sacrifice“. Meira
4. nóvember 2019 | Árnað heilla | 838 orð | 3 myndir

Glaðbeittur og félagslyndur

Guðmundur Jóhann Jónsson fæddist 4. nóvember 1959 á Sólvangi í Hafnarfirði þar sem nú er starfrækt hjúkrunarheimili. „Það var ekki pláss á fæðingarheimilum Reykjavíkur á þessum tíma svo það er spurning hvort ég er „gaflari“. Meira
4. nóvember 2019 | Í dag | 277 orð

Klónun og norðurljós

Eftir að Helgi R. Einarsson hafði lesið Vísnahorn á fimmtudag varð til limran „Samson og Óli“: Á stúlkuna Dorrit menn stóla er stormar með hvolpinn um hóla, því meðal vor flóna klókt væri' að klóna kannski líka hann Óla. Meira
4. nóvember 2019 | Árnað heilla | 63 orð | 1 mynd

Lilja Sólveig Kro

30 ára Lilja ólst upp í Reykjavík og á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi. Hún býr í Reykjavík og er hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Maki : Hannes Ellert Reynisson, f. 1988, verkfræðingur hjá EFLU. Dóttir : Hekla Sól, f. 2018. Foreldrar : Arvid Kro, f. Meira
4. nóvember 2019 | Árnað heilla | 62 orð | 1 mynd

Magnús Jón Áskelsson

50 ára Magnús ólst upp í Reykjavík en býr á Patreksfirði. Hann er vélstjóri á Patreki. Maki : Brynja Haraldsdóttir, f. 1968, kokkur á Sjúkrahúsinu á Patreksfirði. Börn : Sveinn Benóný, f. 1988, Áskell, f. 1991, Jóhanna Margrét, f. 1994, og Árný, f.... Meira
4. nóvember 2019 | Í dag | 46 orð

Málið

Baráttan við „hundruðir“ mun halda áfram til efsta dags. Þetta er eins og líkamsrækt, ekki dugir að láta deigan síga. Hundrað (nafnorðið) er hvorugkynsorð – þótt til séu kvenkyns þúsundir . Meira
4. nóvember 2019 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

Reykjavík Hekla Sól Hannesdóttir fæddist 21. september 2018. Hún var 55...

Reykjavík Hekla Sól Hannesdóttir fæddist 21. september 2018. Hún var 55 cm löng og og vó 3.910 g. Foreldrar hennar eru Hannes Ellert Reynisson og Lilja Sólveig Kro... Meira

Íþróttir

4. nóvember 2019 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Akureyringar stjórnuðu ferðinni á ísnum

Skautafélag Akureyrar bar sigur úr býtum gegn Reykjavík er liðin mættust á Akureyri í Hertz-deild kvenna í íshokkíi á laugardagskvöld, 9:4. Meira
4. nóvember 2019 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Alfreð skoraði en Kovac rekinn

Alfreð Finnbogason skoraði sitt annað mark á tímabilinu fyrir Augsburg í þýsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Alfreð fiskaði víti þegar spyrna hans fór í hönd leikmanns Schalke, og úr spyrnunni kom hann liði sínu í 2:1. Meira
4. nóvember 2019 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

England Everton – Tottenham 1:1 • Gylfi Þór Sigurðsson kom...

England Everton – Tottenham 1:1 • Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á hjá Everton á 84. mínútu. Sheffield United – Burnley 3:0 • Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Meira
4. nóvember 2019 | Íþróttir | 437 orð | 2 myndir

Eyjakonur frábærar gegn ÍBV

Í Eyjum Guðmundur T. Sigfússon sport@mbl.is Valskonur sóttu tvö stig til Vestmannaeyja á nokkuð auðveldan hátt þegar liðið kafsigldi Eyjakonur, með þrjár slíkar innan sinna raða. Meira
4. nóvember 2019 | Íþróttir | 877 orð | 3 myndir

Grétar Ari kom Haukum á toppinn á elleftu stundu

Í MOSFELLSBÆ/ Í SAFAMÝRI/Í EYJUM Ívar Benediktsson Guðmundur Tómas Sigfússon Grétar Ari Guðjónsson, markvörður Hauka, var hetja liðsins þegar hann tryggði liðinu bæði stigin gegn Aftureldingu í uppgjöri efstu liða Olís-deildar karla í handknattleik í... Meira
4. nóvember 2019 | Íþróttir | 855 orð | 2 myndir

Gríðarlega svekkjandi

Svíþjóð Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason átti fínt tímabil með sænska liðinu Malmö, sem var hársbreidd frá því að verða sænskur meistari í fótbolta um helgina. Meira
4. nóvember 2019 | Íþróttir | 9 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hleðsluhöllin: Selfoss...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hleðsluhöllin: Selfoss – Stjarnan 19. Meira
4. nóvember 2019 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

Heimsmeistari í sjötta sinn

Lewis Hamilton hjá Mercedes vann í gær heimsmeistaratitil ökumanna í Formúlu 1 með því að koma í öðru sæti í mark í bandaríska kappakstrinum í Austin í Texas. Er þetta sjötti titill Hamiltons og hefur aðeins Michael Schumacher unnið fleiri, eða níu. Meira
4. nóvember 2019 | Íþróttir | 41 orð | 1 mynd

Meistaradeild kvenna Rostov-Don – Esbjerg 34:26 • Rut...

Meistaradeild kvenna Rostov-Don – Esbjerg 34:26 • Rut Jónsdóttir var ekki á meðal markaskorara Esbjerg. Noregur Kolstad – Drammen 31:21 • Óskar Ólafsson skoraði 1 mark fyrir Drammen. Meira
4. nóvember 2019 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

Olísdeild karla Fram – KA 25:27 Valur – ÍR 23:20 FH &ndash...

Olísdeild karla Fram – KA 25:27 Valur – ÍR 23:20 FH – HK 29:27 ÍBV – Fjölnir 29:30 Afturelding – Haukar 23:24 Staðan: Haukar 8620207:19314 Afturelding 8602212:20012 FH 8512221:21211 ÍR 8503235:21710 Selfoss 7412213:2129 ÍBV... Meira
4. nóvember 2019 | Íþróttir | 525 orð | 1 mynd

Opnar skelfilegt fótbrot nýjar dyr fyrir Gylfa?

England Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á varamannabekk Everton fjórða leikinn í röð er liðið gerði 1:1-jafntefli við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Meira
4. nóvember 2019 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Rúnar vann meistaratitil

Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, vann fyrsta stóra titil sinn í gær þegar Astana varð meistari í Kasakstan. Ein umferð er eftir af deildinni en Astana er með fjögurra stiga forskot eftir 1:0-útisigur á Tobol í gær. Meira
4. nóvember 2019 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Sara komin með fimm mörk

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur byrjað leiktíðina afar vel með Wolfsburg í Þýskalandi. Sara skoraði fimmta mark sitt í áttunda deildarleiknum í gær, þegar Wolfsburg vann 8:0-risasigur gegn Freiburg. Meira
4. nóvember 2019 | Íþróttir | 164 orð | 1 mynd

Sigvaldi stuðlaði að fyrsta stigi

Landsliðshornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson var næstmarkahæstur hjá norska liðinu Elverum þegar það fékk sitt fyrsta stig í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gærkvöld. Meira
4. nóvember 2019 | Íþróttir | 294 orð | 1 mynd

Svíþjóð AIK – Sundsvall 2:1 • Kolbeinn Sigþórsson var í liði...

Svíþjóð AIK – Sundsvall 2:1 • Kolbeinn Sigþórsson var í liði AIK fram á 82. mínútu og skoraði mark. Örebro – Malmö 0:5 • Arnór Ingvi Traustason var í liði Malmö fram á 75. mínútu og skoraði mark. Meira
4. nóvember 2019 | Íþróttir | 174 orð | 1 mynd

Viðar og Emil í efstu deild

Sandefjord, lið Viðars Ara Jónssonar og Emils Pálssonar, vann sér um helgina sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Viðar og Emil voru báðir í liðinu þegar það vann Jerv 1:0 í næstsíðustu umferð og tryggði sér um leið 2. sæti 1. deildar. Meira

Ýmis aukablöð

4. nóvember 2019 | Blaðaukar | 436 orð | 1 mynd

Nasískri neyð lýst í Dresden

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Borgaryfirvöld í Dresden í gamla austurhlutanum í Þýskalandi lýstu um helgina yfir svonefndri „nasismaneyð“ og gáfu þá skýringu að þau ættu í alvarlegum vandamálum vegna hægriöfgamanna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.