Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Forsvarsmenn flugfélagsins Play segja félagið vera tilbúið til flugs og að áætlaður vöxtur félagsins á næstu árum sé hóflegur í ljósi þess að félagið hyggst starfa með eigið flugrekstrarleyfi frá fyrsta degi. Að þeirra sögn er grunnfjármögnun félagsins vel yfir 40 milljónir evra, um 5,5 milljarðar króna. Ekki þarf að sækja þær 12 milljónir evra, um 1,7 milljarða króna, sem eyrnamerktar eru fyrir 50% hlutafjár í félaginu, til þess að tryggja fjármagn frá breska fjárfestingasjóðnum Athene Capital þar sem nægt fjármagn er í höfn.
Meira