Greinar miðvikudaginn 20. nóvember 2019

Fréttir

20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

35-40% umsækjenda fá bætur

Sjúkratryggingar Íslands samþykkja umsóknir um 35-40% sjúklinga sem sækja um bætur úr sjúklingatryggingu og telja sig hafa orðið fyrir heilsufarslegu tjóni vegna mistaka eða annarra atvika í opinbera heilbrigðiskerfinu. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

400 milljónir á ári vegna sjúklingatrygginga

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt um 2,8 milljarða króna vegna svokallaðra sjúklingatrygginga á rúmum áratug. Þó eru aðeins 35-40% umsókna samþykkt. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Áslaug ræðir ógnir í öryggismálum

Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, stendur fyrir hádegisfundi á morgun, fimmtudag, með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Þar mun Áslaug ræða nýjar ógnir í öryggismálum, eins og það er orðað í tilkynningu Varðbergs. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Bergmál Rúnars frumsýnt í Háskólabíói

Ný kvikmynd leikstjórans Rúnars Rúnarssonar, Bergmál, var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöldi. Myndin samanstendur af 58 senum sem sýna húmor, sorg og fegurð í nútímasamfélagi og hefur henni verið vel tekið á kvikmyndahátíðum. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Borgin kynjamerki salernin

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Vinnueftirlitið framkvæmdi svokallaða „takmarkaða úttekt“ á skrifstofuhúsnæði Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14 í september sl. Í kjölfarið var borginni gert að kynjaskipta salernum þar á ný og fékk til þess frest til 14. október. Borgin svaraði erindinu daginn eftir og var veittur framlengdur frestur til úrbóta og er sá frestur einnig liðinn. Reykjavíkurborg hefur í dag ekki enn farið að settum tilmælum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 480 orð | 1 mynd

Bændur vilja semja upp á nýtt

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nokkrir kúabændur sem óánægðir eru með efni samkomulags Bændasamtaka Íslands og ríkisins um endurskoðun gildandi búvörusamninga í mjólkurframleiðslu vilja að sest verði aftur að samningaborðinu og vandað betur til verka. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 208 orð | 2 myndir

Guðmundur Ingi hefur talað mest allra þingmanna

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það styttist í að haustþingi 150. löggjafarþingsins ljúki og þingmenn fari í jólaleyfi. Nú standa yfir nefndardagar á Alþingi en þingstörf hefjast að nýju á mánudaginn. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 147 orð

Hlunnindi ráðamanna verði opinber

Frumvarp til laga um skráningu þeirra hagsmuna sem ráðamenn eiga að gæta og geta haft áhrif á störf þeirra hefur nú verið kynnt á samráðsgátt stjórnvalda. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Hólsvirkjun að myndast

Framkvæmdir við Hólsvirkjun, 5,5 MW vatnsaflsvirkjun í Fnjóskadal, standa nú sem hæst. Þessa dagana er áhersla lögð á að ljúka lagningu vegar, vatnspípu að stöðvarhúsi og koma stíflum vel á veg. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 234 orð | 2 myndir

Hröð sala íbúða á Hlíðarenda

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Búið er að selja rúman helming 228 íbúða sem komið hafa í sölu á Hlíðarenda. Þær eru í 14 stigagöngum við Smyrilshlíð, Haukahlíð, Valshlíð og Fálkahlíð en salan hófst í sumar sem leið. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 485 orð | 1 mynd

Jóhanna yngsti formaður tannlækna

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrsta stjórn Tannlæknafélags Íslands var kosin 6. nóvember 1927. Kona var fyrst kjörin formaður félagsins árið 2008 en nýkjörinn formaður, Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, er yngsti formaður félagsins til þessa, verður fertug á næsta ári. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 109 orð

Kynferðisbrot gengur til Hæstaréttar

Hæstiréttur hefur fallist á að fjalla um mál manns sem var dæmdur í Landsrétti fyrir að brjóta gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og syni. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 69 orð

Leitað að lausn í blaðamannadeilu

Viðræður í kjaradeilu Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins halda áfram hjá Ríkissáttasemjara í dag. Fundað var í gær og fram á daginn í dag átti að fara yfir ákveðin atriði til lausnar deilunni. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 346 orð | 2 myndir

Miður sín yfir ástandinu í heimalandinu

Erla María Markúsdóttir Hallur Már Hallsson Guðrún Hálfdánardóttir „Hugmyndin er sú að Ísland sé staðurinn þar sem kvenleiðtogar vilja koma saman út af því sem hér hefur verið gert, til þess að fá hvatningu, til þess að fá hugmyndir, til þess að... Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Miklar endurbætur gerðar á Suðurbugt

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Suðurbugt Gömlu hafnarinnar í Reykjavík að undanförnu. Suðurbugtin er einn þekktasti staður hafnarinnar. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Minni notkun sýklalyfja í fyrra

Notkun sýklalyfja fólks minnkaði á síðasta ári en notkunin jókst hins vegar um 7% hjá dýrum. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu sóttvarnalæknis um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi á árinu 2018. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Ráðstefna um fjarkönnun haldin í dag

Nýstofnað Fjarkönnunarfélag Íslands efnir í dag til fyrstu ráðstefnu sinnar. Tilgangur félagsins er að stuðla að eflingu fjarkönnunar á landinu og skapa umræðugrundvöll um fræðin og hagnýtingu þeirra. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 441 orð | 1 mynd

Reisa virkjun í Fnjóskadal í kappi við Vetur konung

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framkvæmdir við Hólsvirkjun í Fnjóskadal standa nú sem hæst. Verktakar eru í kapphlaupi við veturinn við að ljúka brýnustu verkum. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 185 orð

Saknar dýpri umræðu

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist sakna þess að ekki sé tekin dýpri umræða um hvernig farið er með fjármunina í heilbrigðiskerfinu. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 534 orð | 1 mynd

Sérákvæði opni biðstöðvarnar á ný

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Reykjavíkurborg á nú í samskiptum við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um hvernig best sé að haga málum þannig að hægt verði að taka aftur í notkun biðstöðvar Strætó við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur og Hádegismóa í Árbæjarhverfi. Greint hefur verið frá því í Morgunblaðinu að biðstöðvarnar voru teknar úr notkun eftir að í ljós kom að óheimilt væri samkvæmt lögum að stöðva ökutæki á hringtorgi. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Sjúkraflutningamenn slösuðust í aðgerð undir Eyjafjöllum

Tveir sjúkraflutningamenn, karl og kona, slösuðust nokkuð þegar þau fuku til og duttu í björgunaraðgerðum eftir að rúta fór út í Hofsá undir Eyjafjöllum snemma í gærmorgun. Í rútunni voru 23 farþegar sem sakaði ekki. Meira
20. nóvember 2019 | Erlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Svanir Hamborgar fluttir á íslausar vetrarstöðvar

Þjóðverjinn Olaf Nieß, sem ber titilinn „svanafaðir“ Hamborgar, setur hnúðsvani í bát til að flytja þá af ánni Alster á vetrarstöðvar þeirra. Meira
20. nóvember 2019 | Erlendar fréttir | 779 orð | 1 mynd

Talið geta greitt fyrir innlimun

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt að hún telji ekki að landtökubyggðir gyðinga á Vesturbakkanum séu brot á þjóðarétti. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Tillögu um íbúakosningu var hafnað í borgarstjórn

Tillaga fulltrúa minnihlutans um atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um byggingu gróðurhvelfingar í Elliðaárdal var felld á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Tríótöfrar hljóma í Norræna húsinu

Den danske klarinettrio kemur fram á tónleikum tónleikaraðarinnar Klassík í Vatnsmýrinni í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Tríóið skipa Tommaso Lonquich klarínettleikari, Jonathan Slaatto sellóleikari og Martin Qvist Hansen píanóleikari. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 552 orð | 2 myndir

Upplýsi hagsmuni, gjafir og fríðindi

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Eðlilegt er að almenningur hafi annars vegar upplýsingar um hagsmuni, gjafir og önnur fríðindi æðstu handhafa framkvæmdavalds og hins vegar vitneskju um það hverjir það eru sem sinna hagsmunavörslu.“ Þetta segir í skýringum með frumvarpsdrögum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands, sem birt hefur verið á Samráðsgátt stjórnvalda. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 341 orð | 2 myndir

Upplýsingaskyldan verði ríkari

Freyr Bjarnason Sigurður Bogi Sævarsson „Ég tel að mjög margt hafi verið gert til bóta þegar kemur að laga- og regluverki um atvinnulífið á Íslandi undanfarinn áratug en það er eðlilegt að við förum yfir það núna og skoðum hvar sé hægt að gera... Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Utanríkisráðuneytinu gefið nýtt nafn

Ákveðið hefur verið að breyta nafni utanríkisráðuneytisins frá og með 1. janúar næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum Sveins H. Guðmarssonar, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, verður nýtt nafn ráðuneytisins utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytið. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Vigdís á meðal kvenleiðtoga í Hörpu

Alþjóðleg menningarverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur verða veitt í fyrsta skipti á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá þessu í opnunarávarpi sínu á Heimsþingi kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í gær. Meira
20. nóvember 2019 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Þriðjungi færri í norðurljósaferðir

Aðsókn í dagsferðir hjá stærstu hópbifreiðafyrirtækjum landsins í haust hefur dregist verulega saman á milli ára. Gríðarleg samkeppni er á markaðnum og raunar hefur verðstríð geisað í atvinnugreininni á undanförnum árum. Meira

Ritstjórnargreinar

20. nóvember 2019 | Staksteinar | 226 orð | 1 mynd

Beint lýðræði liggur aldrei beint við

Í grunnstefnu Pírata er fátt sem fær meiri athygli en lýðræðið, einkum beint lýðræði, sem fær þar sérstakan kafla. Þar segir að píratar telji „að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá“. Enn fremur að þessi réttur sé tryggður „með styrkingu beins lýðræðis“. Þá segir að píratar vilji draga úr „miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast“. Meira
20. nóvember 2019 | Leiðarar | 256 orð

Gulvesti ársgömul

Mótmæli gulvestunga í Frakklandi hafa staðið ótrúlega lengi Meira
20. nóvember 2019 | Leiðarar | 355 orð

Ólga í Íran

Mótmælum og óánægju mætt með hörku Meira

Menning

20. nóvember 2019 | Bókmenntir | 280 orð | 3 myndir

Brostin stífla skárri en stofnun

Eftir Auði Jónsdóttur. Mál & menning, 2019. Innb., 246 bls. Meira
20. nóvember 2019 | Dans | 498 orð | 1 mynd

Dans um samband við umhverfið

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta dansverk er sannkölluð blanda tónlistar, dans og myndlistar. Meira
20. nóvember 2019 | Bókmenntir | 566 orð | 1 mynd

Ekki til pilla við öllu

Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Lífgrös og leyndir dómar: Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi er ný bók Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðings. „Þetta er í rauninni bók um þjóðfræði lækninganna. Þekkingarfræðina aftan úr öldum og til samtímans má segja,“ segir Ólína. „Í bókinni eru upplýsingar um elstu íslensku lækningaráðin, sem mörg hver voru furðuleg og fjarstæðukennd en önnur hafa staðist tímans tönn,“ bætir hún við. Meira
20. nóvember 2019 | Fjölmiðlar | 220 orð | 1 mynd

Hamra á þjálfaranum, eða rek' ann

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur verið í sviðsljósi fjölmiðla að undanförnu þegar leiknir voru síðustu tveir leikirnir í undankeppni EM. Meira
20. nóvember 2019 | Myndlist | 118 orð | 1 mynd

Íslenskir myndlistarmenn sýna í Flórída

Um þessar mundir stendur yfir í Listasafni Ríkisháskóla Flórída í Bandaríkjunum, Museum of Fine Arts at FSU, í Tallahassee, sýning með verkum nokkurra íslenskra listamanna. Meira
20. nóvember 2019 | Myndlist | 112 orð | 1 mynd

Ný sýn Kristínar Pálmadóttur

Um þessar mundir stendur yfir í sýningarsal Gallerís Gróttu á Eiðistorgi sýning Kristínar Pálmadóttur myndlistarkonu. Meira
20. nóvember 2019 | Bókmenntir | 142 orð | 1 mynd

Smárit Charlotte Brontë fer heim

Örlítil handskrifuð bók eftir enska rithöfundinn Charlotte Brontë, vart stærri en eldspýtustokkur, var seld á uppboði í París fyrir 600 þúsund evrur, um 82 milljónir króna. Meira
20. nóvember 2019 | Bókmenntir | 340 orð | 3 myndir

Vítin eru til þess að varast þau

eftir Stefán Mána. Sögur útgáfa, 2019. 296 bls. Meira

Umræðan

20. nóvember 2019 | Aðsent efni | 559 orð | 1 mynd

Aukum traust á íslensku atvinnulífi

Eftir Kristján Þór Júlíusson: "„Þar eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskt samfélag, m.a. í ljósi þess að rúmlega 98% af íslensku sjávarfangi eru flutt á erlendan markað.“" Meira
20. nóvember 2019 | Aðsent efni | 277 orð | 1 mynd

Barnasáttmálinn í Kópavogi

Eftir Ármann Kr. Ólafsson: "Hátíðarhöld dagsins eru ein birtingarmynd þess að við hjá Kópavogsbæ erum að innleiða Barnasáttmála SÞ inn í allt starf bæjarins." Meira
20. nóvember 2019 | Aðsent efni | 693 orð | 1 mynd

Börn alkóhólista, sérstakur stuðningur

Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur: "Börn foreldra sem eru ánetjaðir vímuefnum af hvers lags tagi búa við viðvarandi óöryggi, ótta og álag og axla ábyrgð langt umfram aldur og þroska." Meira
20. nóvember 2019 | Aðsent efni | 781 orð | 2 myndir

Lýðræðisþátttaka barna er valdeflandi

Eftir Salvöru Nordal: "Með Barnasáttmálann að leiðarljósi mun embætti umboðsmanns barna halda áfram að vinna að því að skapa öllum börnum í íslensku samfélagi jöfn tækifæri og betri framtíð." Meira
20. nóvember 2019 | Pistlar | 456 orð | 1 mynd

#Spillingarsögur

Að undanförnu hafa komið fram upplýsingar um eitt stærsta spillingarmál Íslandssögunnar. Þar er sögð saga af uppsöfnuðum auði og völdum í skjóli íslensks kvótakerfis og hvernig þeim völdum var beitt til þess að arðræna Afríkuríki auðlindum sínum. Meira
20. nóvember 2019 | Aðsent efni | 754 orð | 1 mynd

Verður til nýtt landslag sveitarstjórnarstigsins?

Eftir Sigurð Guðmundsson: "Fjölmenn sveitarfélög geta sinnt verkefnum sem betra er að séu á ábyrgð staðbundins stjórnvalds með lýðræðislegt umboð." Meira

Minningargreinar

20. nóvember 2019 | Minningargreinar | 2713 orð | 1 mynd

Jónanna Bjarnadóttir

Jónanna Bjarnadóttir fæddist á Akureyri 17. júlí 1973. Hún lést í Barcelona á Spáni 30. október 2019. Foreldar hennar eru Hugrún Hjördís Sigurbjörnsdóttir, f. 7. desember 1949, og Bjarni Lúther Thorarensen vélstjóri, f. 14. september 1946. Meira  Kaupa minningabók
20. nóvember 2019 | Minningargreinar | 3662 orð | 1 mynd

María Gísladóttir

María Gísladóttir fæddist á Gamla Bjargi í Norðfirði 3. maí 1927 og lést á heimili sínu, Ísafold í Garðabæ, 6. nóvember 2019. Foreldrar hennar voru Gísli Hjálmarsson Kristjánsson, f. 12.12. 1893, d. 6.7. 1989, og Fanny Kristín Ingvarsdóttir, f. 17.12. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

20. nóvember 2019 | Fastir þættir | 157 orð | 1 mynd

1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. g3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Bg2 Rb6 6. Rf3 Rc6 7. 0-0...

1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. g3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Bg2 Rb6 6. Rf3 Rc6 7. 0-0 Be6 8. a3 Be7 9. b4 f6 10. d3 0-0 11. Bb2 Dd7 12. Dc2 a5 13. b5 Rd4 14. Rxd4 exd4 15. Re4 Dxb5 16. Bxd4 Bb3 17. Hfb1 Bxc2 18. Hxb5 Ba4 19. Hb2 Rd5 20. Rc5 Bc6 21. Rxb7 Hab8 22. Meira
20. nóvember 2019 | Í dag | 309 orð

Á degi íslenskrar tungu

Á fésbókarsíðu kattarins Jósefínu Meulengracht Dietrich er skýrt frá því að í Bóksölu stúdenta fáist nú bókin „Kettir í Japan“ sem sé algjör skyldueign fyrir sérhverja betri stofu landsmanna. Meira
20. nóvember 2019 | Árnað heilla | 644 orð | 4 myndir

Búum til okkar eigin orkustefnu

Árni Viðar Friðriksson er fæddur 20. nóvember 1949 á Fjöllum í Kelduhverfi, N-Þing., en ólst upp á Kópaskeri. Meira
20. nóvember 2019 | Árnað heilla | 68 orð | 1 mynd

Hafrún Kristjánsdóttir

40 ára Hafrún ólst upp í Breiðholti en býr í gamla Vesturbænum í Reykjavík. Hún er sálfræðingur að mennt og er deildarforseti íþróttadeildar Háskólans í Reykjavík. Hún situr í heilbrigðisráði ÍSÍ. Meira
20. nóvember 2019 | Árnað heilla | 78 orð | 1 mynd

Lilja Björk Jónsdóttir

60 ára Lilja Björk er úr Hafnarfirði en býr í Reykjavík. Hún er sérkennari í Ísaksskóla. Áhugamál hennar eru útivist, listir og lestur bóka. Maki : Lárus Þór Jónsson, f. 1960, heimilislæknir. Börn : Jón Kristinn Lárusson, f. 1986, Ólafur Már Lárusson,... Meira
20. nóvember 2019 | Í dag | 55 orð

Málið

„Ég get ekki gert upp á milli saltkjöts og tikka masala, hvoru tveggja er svo gott.“ Þ.e.a.s. hvort tveggja. Þágufallið „hvoru“ á að vera nefnifall: hvort . Mér finnst hvort tveggja gott. Meira
20. nóvember 2019 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

München/Kópavogur Klara Marie Mortensdóttir Raskov fæddist 22. júlí 2018...

München/Kópavogur Klara Marie Mortensdóttir Raskov fæddist 22. júlí 2018 kl. 04.19 á spítalanum Rechts der Isar í München í Þýskalandi. Hún vó 3.855 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Erla Dögg Guðmundsdóttir og Morten Höjslev Raskov... Meira
20. nóvember 2019 | Í dag | 70 orð | 1 mynd

Mötley Crüe, Def Leppard og Poison á túr saman 2020

Næstum því fjórum árum eftir síðasta tónleikaferðalagið sitt þá er rokksveitin Mötley Crüe að fara að túra á ný og þá með fleiri rokksveitir með sér. Meira
20. nóvember 2019 | Fastir þættir | 170 orð

Sveigjanlegri leið. S-NS Norður &spade;G87 &heart; - ⋄ÁD84...

Sveigjanlegri leið. S-NS Norður &spade;G87 &heart; - ⋄ÁD84 &klubs;ÁG9763 Vestur Austur &spade;D6 &spade;10532 &heart;10974 &heart;D8632 ⋄1076 ⋄932 &klubs;10542 &klubs;K Suður &spade;ÁK94 &heart;ÁKG5 ⋄KG5 &klubs;D8 Suður spilar 6G. Meira

Íþróttir

20. nóvember 2019 | Íþróttir | 415 orð | 3 myndir

* Arnar Pétursson , þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta, hefur gert...

* Arnar Pétursson , þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta, hefur gert tvær breytingar á leikmannahópi sínum sem mætir Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum á Ásvöllum á laugardag og sunnudag. Meira
20. nóvember 2019 | Íþróttir | 574 orð | 2 myndir

„Geggjuð reynsla að spila á móti bestu liðum í Evrópu“

Handbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik, mun yfirgefa herbúðir norska liðsins Elverum næsta sumar. Meira
20. nóvember 2019 | Íþróttir | 477 orð | 2 myndir

Dujshebaev rétti þjálfarinn

HanDbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Þetta er að mörgu leyti djarft skref hjá Hauki en ég tel að þetta verði rétt skref af hans hálfu að ganga til liðs við Kielce. Meira
20. nóvember 2019 | Íþróttir | 158 orð | 1 mynd

Eftir miklu að slægjast að komast á EM 2020

Það er til mikils að vinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands ef karlalandsliðinu tekst að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM á næsta ári en Ísland fer í umspil um sæti í lokakeppninni í mars. Meira
20. nóvember 2019 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Frá keppni í fjórar til sex vikur

Landsliðsframherjinn í knattspyrnu Kolbeinn Sigþórsson fór meiddur af velli í leik Íslands og Moldóvu á útivelli í undankeppni EM 2020 á sunnudaginn var. Um ökklameiðsli er að ræða og verður Kolbeinn frá næstu 4-6 vikurnar. Meira
20. nóvember 2019 | Íþróttir | 244 orð | 1 mynd

Fullyrt var í pólskum fjölmiðlum í gær að handknattleiksmaðurinn Haukur...

Fullyrt var í pólskum fjölmiðlum í gær að handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson hefði gert upp hug sinn og ákveðið að ganga til liðs við pólska meistaraliðið PGE VIVE Kielce á næsta sumri. Meira
20. nóvember 2019 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Færðust upp í þriðja sæti

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar hjá danska úrvalsdeildarliðinu Skjern komust í gærkvöld upp í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik þegar þeir unnu Århus Håndbold, 33:29, í Árósum. Meira
20. nóvember 2019 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Grill 66-deild kvenna Stjarnan U – HK U 30:30 Staðan: Fram U...

Grill 66-deild kvenna Stjarnan U – HK U 30:30 Staðan: Fram U 9900304:21218 FH 9711247:19815 Selfoss 9621207:18814 Grótta 9612224:20013 ÍR 9504225:22110 Valur U 9414242:2319 ÍBV U 9414228:2259 Stjarnan U 9315228:2517 HK U 9216224:2555 Fylkir... Meira
20. nóvember 2019 | Íþróttir | 46 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, Coca Cola-bikarinn: Varmá...

HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, Coca Cola-bikarinn: Varmá: Afturelding – KA 19 Laugardalshöll: Þróttur – ÍBV 19.30 Dalhús: Fjölnir – Fram 20 Höllin Akureyri: Þór Ak. – Selfoss 20. Meira
20. nóvember 2019 | Íþróttir | 672 orð | 1 mynd

Hjá okkur þarf allt að ganga upp til að ná góðum úrslitum

Fótbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Helgi Kolviðsson, þjálfari karlalandsliðs Liechtenstein í knattspyrnu, hefur lokið fyrstu undankeppni sinni með liðið. Meira
20. nóvember 2019 | Íþróttir | 584 orð | 2 myndir

Ísland fær Ungverja eða Rúmena í heimsókn

EM 2020 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leið í umspilsleik við Rúmeníu eða Ungverjaland 26. mars, og úrslitaleik við Búlgaríu, Ísrael eða Rúmeníu hinn 31. mars ef sigur vinnst í fyrri leiknum. Meira
20. nóvember 2019 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Martin var góður í sigurleik

Martin Hermannsson og samherjar hans hjá þýska körfuboltaliðinu Alba Berlín unnu annan leik sinn í röð í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu, í gærkvöld. Alba hafði þá betur gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu á heimavelli, 92:80. Meira
20. nóvember 2019 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Sneru við taflinu og fara í milliriðil

Landslið Íslands í knattspyrnu karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tryggði sér í gær sæti í milliriðlakeppni EM eftir frækinn sigur, 4:2, á landsliði Albaníu í leik sem fram fór í Belgíu. Meira
20. nóvember 2019 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Stutt á milli hláturs og gráts hjá Pochettino

Mauricio Pochettino mátti í gærkvöld axla sín skinn sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham. Þetta gerist aðeins tæplega hálfu ári eftir að Pochettino stýrði liðinu alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Meira
20. nóvember 2019 | Íþróttir | 238 orð | 1 mynd

Undankeppni EM U19 karla Albanía – Ísland 2:4 *Mörk Íslands: Atli...

Undankeppni EM U19 karla Albanía – Ísland 2:4 *Mörk Íslands: Atli Barkarson 51., Ísak Snær Þorvaldsson 67., Andri Lucas Guðjohnsen 74., Karl Friðleifur Gunnarsson 78. *Belgía fékk 9 stig, Ísland 6, Grikkland 3, Albanía 0. Meira

Viðskiptablað

20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 371 orð | 1 mynd

Aðsóknin hefur minnkað verulega

Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Aðsókn í dagsferðir hjá stærstu hópbifreiðafyrirtækjum landsins hefur dregist verulega saman á milli ára á haustmánuðum þessa árs. Mikið framboð er af sætum í dagsferðir og er samkeppnin gríðarlega hörð. Segja heimildir ViðskiptaMoggans að raunar hafi verðstríð geisað í atvinnugreininni undanfarin ár, sem grafið hafi undan henni. Allra handa GL ehf., leyfishafi Gray Line á Íslandi, og Reykjavík Sightseeing Invest hafa til að mynda tapað samanlagt tæpum milljarði króna á árinu 2018, en Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar fyrirhugaða sameiningu fyrirtækjanna tveggja. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 66 orð

Birta hluthafa á ný

Hluthafalisti Rekstraraðili Kauphallar Íslands, Nasdaq Iceland, tilkynnti í gær að Nasdaq verðbréfamiðstöð myndi á næstunni hefja birtingu á listum yfir 20 stærstu hluthafa skráðra félaga á ný eftir jákvæða umsókn Persónuverndar. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 170 orð | 1 mynd

Eignast harðfiskvinnslu

Ketilsker ehf. í eigu fjölskyldna Jóhannesar Egilssonar og Þórs Haukssonar undirritaði í lok síðasta mánaðar kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í harðfiskvinnslunni Tradex í Hafnarfirði. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 508 orð | 1 mynd

Erfiðlega gengur að ná í ufsa

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Ufsaveiðar hafa verið heldur slakar í haust að sögn skipstjóra tveggja togara á miðunum. Betur virðist ganga að ná í síld, sem virðist vera með minna sýkingarhlutfall en oft hefur sést. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 1034 orð | 1 mynd

Frelsishetjur okkar tíma

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Istanbúl ai@mbl.is Ef ráðamenn í Peking ganga fram af of mikilli hörku í Hong Kong hætta þeir á að skemma eina mikilvægustu lífæð kínverska hagkerfisins. Þegar öllu er á botninn hvolft er það öllum fyrir bestu ef frelsið fær að sigra. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 231 orð | 2 myndir

Heilbrigt jafnvægi í skuldahlutfallinu

Bjarni Benediktsosn segir að ríkið verði að vera virkt sem útgefandi á innlenda markaðnum. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 329 orð

Hver ber ábyrgð á sjálfum sér

Allt ætlaði um koll að keyra í sænska seðlabankanum í liðinni viku. Mikið þarf til að koma þeim sem þar ráða ríkjum úr jafnvægi enda bankinn sá elsti sinnar tegundar í heiminum og stofnanaminnið orðið langt og mikið. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 201 orð | 1 mynd

Icelandair hækkaði um 10%

Hlutabréfamarkaður Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 9,97% í 347 milljóna króna viðskiptum í gær í kauphöllinni. Stendur gengi félagsins nú í 7,83 kr. Gríðarlegt flökt hefur verið á hlutabréfum Icelandair Group á undanförnum mánuðum. Þann 21. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 792 orð | 2 myndir

Íslensk tækni greinir peningaþvætti

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Lucinity hefur farið hratt af stað og gæti orðið að alþjóðlegu fyrirtæki á skömmum tíma. Með gervigreind er hægt að koma auga á grunsamleg mynstur og læra jafnóðum á aðferðir þeirra sem vilja þvætta fé. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 151 orð | 1 mynd

Í toppform með sýndarveruleika

Græjan Lykillinn að því að verða stæltur og spengilegur er að hafa gaman af því að hreyfa sig. Það er ánægjan sem fær fólk til að mæta á æfingu aftur og aftur og þannig stækka vöðva og brenna fitu jafnt og þétt. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 217 orð | 1 mynd

Klassíkin endurvakin

Símtækið Sú var tíð að Motorola þótti framleiða allra fínustu snjallsímana og á árunum 2004 til 2007 var ekki hægt að finna töffaralegri síma en RAZR. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 17 orð | 1 mynd

Líflegri fasteignamarkaður

Gögn Þjóðskrár segja að fasteignaviðskipti í október á höfuðborgarsvæði hafi ekki verið fleiri síðan í júní... Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 228 orð | 1 mynd

Maðurinn sem umbylti verðbréfaviðskiptum

Bókin Jim Simons er stjarnfræðilega ríkur og situr ofar á milljarðamæringalista Forbes en flestir þeir jöfrar fjármálaheimsins sem reglulega rata á síður fjölmiðla. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 458 orð | 1 mynd

Matís stendur á krossgötum

Nýr maður er í brúnni hjá Matís. Oddur er vel að stöðuhækkuninni kominn enda þekkir hann reksturinn út og inn, hafandi starfað hjá félaginu í röskan áratug. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 28 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Eina sem ég fékk var þakíbúð í... Opnum í nóvember ef guð og... Benedikt hættir hjá Skeljungi Tugmilljóna kaup Arion toppa Svona er hægt að næla í... Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 616 orð | 1 mynd

Raunverulegir eigendur

...í lagatextanum segir að almenningur skuli hafa aðgang að þessum upplýsingum um raunverulega eigendur.“ Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 591 orð | 1 mynd

Ryðja úr vegi hindrunum fyrir verðbréfaviðskiptum

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Reglugerðarbreyting og sameining við verðbréfamiðstöð Nasdaq CSD mun valda straumhvörfum í verðbréfaviðskiptum hér á landi. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 483 orð | 2 myndir

Skattbyrði óvíða þyngri en á Íslandi

Einfaldur samanburður milli landa á heildarskatttekjum hins opinbera er ekki aðeins blekkjandi heldur rangur. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 217 orð

Skráum bankana á markað

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Það er löngu orðið tímabært að ríkið geti lagt raunverulegt mat á hvert virði fyrirtækja í opinberri eigu er. Er þá sérstaklega átt við bankana. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 3868 orð | 3 myndir

Verðum að halda vöku okkar

Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Fjármála- og efnahagsráðherra hefur í mörgu að snúast. Umræður um fjárlög standa yfir og nýverið lagði hann fram fjáraukalög fyrir árið 2019. Ljóst er að vindar hafa snúist nokkuð í íslensku efnahagslífi. Áætlanir voru um tugmilljarða afgang af rekstri ríkisins en nú stefnir í að halli verði á rekstri ríkissjóðs á þessu ári. Enginn mælir því mót að krefjandi tímar eru framundan. Bjarni Benediktsson er hins vegar hvergi banginn og segir íslenska ríkið vel í stakk búið til að mæta komandi áskorunum. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 162 orð | 1 mynd

Yfirsýn yfir allar hugmyndir og verkefni

Forritið Það getur verið erfitt fyrir fólk í skapandi störfum að henda reiður á öllu því sem koma þarf í verk, og halda góðu skipulagi á þeim hugmyndum sem kvikna á leiðinni. Meira
20. nóvember 2019 | Viðskiptablað | 260 orð | 1 mynd

Þurfa fleiri í raunvísindin

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Ísland hækkar um níu sæti milli ára í úttekt á stöðu vinnuaflsins. Þar segir m.a. að íslenskur vinnumarkaður sé ekki sérlega eftirsóttur kostur meðal erlendra sérfæðinga. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.