Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mig langaði í þessari mynd að gera Kjarval meira lifandi og fjalla um persónuna Jóhannes Kjarval frekar en verkin. Mig langaði að segja sögu hans hér, því hann tengdist fólkinu í sveitinni sterkum böndum,“ segir Ásgeir Hvítaskáld, leikstjóri nýrrar íslenskrar heimildarmyndar sem nefnist Kjarval og Dyrfjöllin og frumsýnd verður í Bíó Paradís annað kvöld kl. 20 og í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á laugardag. Myndin, sem er rétt tæpar 50 mínútur, verður í framhaldinu sýnd næstu vikuna í Bíó Paradís.
Meira