Greinar miðvikudaginn 4. desember 2019

Fréttir

4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 1198 orð | 3 myndir

26% geta ekki lesið sér til gagns

Sviðsljós Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Stúlkur standa framar drengjum í öllum þeim námsgreinum sem prófað er úr í PISA-könnun Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 162 orð

Biskup leigir í Katrínartúni til sjö ára

Biskupsstofa verður í Katrínartúni 4 næstu sjö árin, að minnsta kosti. Gerður var leigusamningur til sjö ára þegar Biskupsstofa flutti þangað af Laugavegi fyrr í vetur. Pétur G. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 434 orð | 1 mynd

Eitt síðasta vígið fallið

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Með lögum skal land vort byggja, lög gilda um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og rótgróin karlavígi falla hvert af öðru. Eitt þeirra er Lögreglukór Reykjavíkur. Hann var stofnaður fyrir um 85 árum og var alfarið skipaður körlum þar til hann var endurvakinn í fyrra með jafnri þátttöku karla og kvenna og heitir síðan einfaldlega Lögreglukórinn. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 51 orð

Ekki vegna fortíðarvanda póstsins

Ekki eru tengsl á milli nýs gjalds sem Íslandspóstur leggur á póstsendingar frá útlöndum og fortíðarvanda í samkeppnisrekstri fyrirtækisins. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Ekki þarf nýtt umhverfismat

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áform Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Fjármögnun Þorpsins tryggð

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorpið vistfélag hefur í samstarfi við Arctica Finance og Landsbankann lokið fjármögnun smáíbúðahverfis í Gufunesi. Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri félagsins, segir áformað að hefja framkvæmdir í janúar. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Frábærasta forvörn sem fundin hefur verið upp

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er einhver frábærasta forvörn sem fundin hefur verið upp. Fólki gefst kostur á að koma með börnum sínum og allir hafa eitthvað við að vera. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Fundi samninganefnda SA og BÍ slitið hjá sáttasemjara

„Við sjáum hverju fram vindur í vikunni,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við mbl. Meira
4. desember 2019 | Erlendar fréttir | 555 orð | 2 myndir

Gagnrýnir ummæli Macrons

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi Emmanuel Macron, forseta Frakklands, harkalega í gær við upphaf 70 ára afmælisfundar Atlantshafsbandalagsins í Lundúnum vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við tímaritið The Economist í síðasta mánuði. Þar sagði Macron að bandalagið glímdi við „heiladauða“, meðal annars vegna viðbragða þess við sókn Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Góðgerðarmarkaður í Grafarvogi

Bakkelsi, taupokar og hálkusalt voru meðal þess sem kaupa mátti á góðgerðarmarkaði barna af frístundaheimilum í Grafarvogi í Reykjavík, sem haldinn var í Hlöðunni við Gufunesbæ í gær. Viðburður þessi er árlegur, þar sem börnin úr 3. og 4. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 161 orð

Grænt ljós á smáíbúðahverfi

Baldur Arnarson Stefán E. Stefánsson Þorpið vistfélag hefur í samstarfi við Arctica Finance og Landsbankann lokið fjármögnun smáíbúðahverfis í Gufunesi. Fá verkefni fá slíka fjármögnun um þessar mundir. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 464 orð | 4 myndir

Haraldur hættir og nýtt lögregluráð skipað

Arnar Þór Ingólfsson Erla María Markúsdóttir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, verður skipaður ríkislögreglustjóri til bráðabirgða er Haraldur Johannessen hættir störfum um áramót. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Haraldur konungur tók við sjötta bindi Flateyjarbókar

Því var fagnað í Noregi á mánudag að þá kom út á norsku sjötta og síðasta bindi Flateyjarbókar. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Hillir undir hálendisþjóðgarðinn

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þessar tillögur eru stór áfangi í náttúruvernd á Íslandi,“ segir Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Jóhann Eyfells

Jóhann Eyfells myndhöggvari lést í gær á hjúkrunarheimili í Fredericksburg í Texas í Bandaríkjunum. Jóhann var fæddur í Reykjavík 21. júní 1923 og ólst upp í Þingholtunum. Foreldrar hans voru Eyjólfur J. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Kennileiti Verk Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara af Ólafi Thors forsætisráðherra var í gær sem fyrr starsýnt á eitt þekktasta verk Guðjóns Samúelssonar og eitt helsta hótel... Meira
4. desember 2019 | Erlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Kundera fær ríkisborgararétt eftir fjörutíu ára bið

Rithöfundurinn Milan Kundera og Vera kona hans hafa fengið tékkneskan ríkisborgararétt á ný, fjörutíu árum eftir að kommúnistastjórnin svipti hjónin þeim rétti. Kundera flúði Tékkóslóvakíu árið 1975 og settist að í Frakklandi. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Landslag Kjarvals eftirsótt á uppboði Foldar

„Framboðið af málverkum er talsvert um þessar mundir og eftirspurnin meiri en oft áður,“ segir Jóhann Ágúst Hansen hjá Gallerí Fold. Tveggja daga uppboði fyrirtækisins lauk í gærkvöld og þar seldust um 190 myndir. Meira
4. desember 2019 | Erlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Lífga upp á Checkpoint Charlie

Borgaryfirvöld í Berlín samþykktu í gær umdeildar breytingar á skipulagi svæðisins í kringum Checkpoint Charlie, fyrrverandi eftirlitsstöð Bandaríkjahers á landamærum Austur- og Vestur-Berlínar á dögum kalda stríðsins. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 394 orð | 2 myndir

Misbrestur er enn á varðveislu tölvupósts

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þjóðskjalasafn Íslands hefur auglýst til umsagnar drög að reglum um meðferð, varðveislu og eyðingu á tölvupósti þeirra opinberu stofnana sem skylt er að afhenda safninu skjöl sín til varðveislu. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd

Nýja gjaldið ekki vegna fortíðarvanda

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl. Meira
4. desember 2019 | Erlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Opnar „hápunkt siðmenningarinnar“

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, klippti í gær á borða og opnaði formlega hinn nýuppgerða bæ Samjiyon en norðurkóreskir fjölmiðlar segja bæinn vera „hápunkt siðmenningarinnar“ og „útópíu“. Hinn nýi bær á að hýsa um 4. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Ríkið var sýknað af kröfum Ágústu Elínar skólameistara

Íslenska ríkið var í gær sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af öllum kröfum Ágústu Elínar Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, en Ágústa höfðaði málið vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um... Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Styrmir formaður félags um fullveldi

Félag sjálfstæðismanna um fullveldismál var stofnað í Valhöll í Reykjavík 1. desember síðastliðinn, á fullveldisdeginum. Stofnfundinn sóttu um 80 manns. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Unnið í samráði við samfélagið allt

Gripið verður til margvíslegra aðgerða til að bæta stöðu íslenskra nemenda í kjölfar niðurstöðu PISA-könnunar OECD sem kynnt var í gær. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Voldugur bænaturn reistur í Hlíðunum

„Mínarettan er táknræn, rétt eins og kross á kirkjum,“ segir Karim Askari, stjórnarformaður Stofnunar múslima á Íslandi. Stór og vegleg mínaretta, eða bænaturn, er risin við mosku félagsins í Skógarhlíð. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Vona að krakkarnir taki völdin

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Það var rosa partí hér á laugardaginn og krökkunum leist vel á,“ segir Guðrún Baldvinsdóttir, verkefnastjóri hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Þjóðverjar voru fjölmennastir

Rauntölur liggja nú fyrir um fjölda farþega sem komu með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur og Akraness síðastliðið sumar. Alls voru 190 skipakomur farþegaskipa til Faxaflóahafna með 188.630 farþega. Meira
4. desember 2019 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Þrettán metra bænaturn risinn

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við erum auðvitað mjög ánægðir með þetta og þakklátir fyrir að hafa fengið leyfi yfirvalda til þess að reisa mínarettuna,“ segir Karim Askari, stjórnarformaður Stofnunar múslima á Íslandi. Meira

Ritstjórnargreinar

4. desember 2019 | Staksteinar | 217 orð | 1 mynd

Hatursorðræða?

Dóra Björt Guðjónsdóttir pírati er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs hjá Reykjavíkurborg. Eitt af því sem ráðið hefur áhuga á er að vinna gegn hatursorðræðu. Í fundargerð ráðsins frá miðjum nóvember má til dæmis sjá bókun þar sem ráðið fagnar átaki borgarinnar „gegn fordómum og hatursorðræðu í garð fólks af erlendum uppruna í borginni okkar“. Þar segir einnig að með þessu sé það „okkar ósk að skapa borg þar sem allir fá að lifa med reisn í sátt og samlyndi“. Meira
4. desember 2019 | Leiðarar | 550 orð

Vandamálin viðruð

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funda í Lundúnum en byrja brösuglega Meira

Menning

4. desember 2019 | Bókmenntir | 351 orð | 3 myndir

Minna en núll

Eftir Sigrúnu Pálsdóttur. JPV útgáfa, 2019. Innb. 180 bls. Meira
4. desember 2019 | Bókmenntir | 569 orð | 1 mynd

Níu bækur tilnefndar

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru kynntar í Borgarbókasafninu í gær. Meira
4. desember 2019 | Leiklist | 59 orð | 1 mynd

Ragnar með eintal á spunasýningu

Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson verður með eintal á sýningu spunahópsins Improv Ísland í kvöld kl. 20 í Þjóðleikhússkjallaranum. Meira
4. desember 2019 | Tónlist | 239 orð | 1 mynd

Tilnefndar til Kraumsverðlauna

Listi yfir þær plötur sem tilnefndar eru til Kraumsverðlaunanna í ár hefur verið birtur og er á þessa leið, nafn flytjanda fyrst og svo titill: Andavald - Undir skyggðahaldi , Ásta Pjetursdóttir - Sykurbað , Berglind María Tómasdóttir - Herberging ,... Meira
4. desember 2019 | Fjölmiðlar | 197 orð | 1 mynd

Það er ljótt að uppnefna saklaus dýr

Hvað myndu Íslendingar segja ef í erlendum fjölmiðlum væri talað um íslenska hestinn sem íslensku rottuna? Eða íslenska krókódílinn? Meira
4. desember 2019 | Bókmenntir | 1009 orð | 3 myndir

Öræfanna prýði

Eftir Unni Birnu Karlsdóttur. Sögufélag, 2019. Innbundin, 238 bls. Meira

Umræðan

4. desember 2019 | Pistlar | 448 orð | 1 mynd

Hið óþarfa leynifélag RÚV ohf.

Ríkisútvarpið (RÚV ohf.) hefur nú stigið nýtt skref í þá átt að líta á sig sem ríki í ríkinu. Það gerði það vitanlega með því að ákveða að leyna því hverjir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra yrðu og telja sig þannig ekki þurfa að fara að lögum. Meira
4. desember 2019 | Aðsent efni | 1098 orð | 1 mynd

Hvers vegna er loftslagsváin nú hvarvetna mál mála?

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Mannkynið er að gangast undir áður óþekkta prófraun, sem reyna mun á þolrif hvers þjóðríkis sem og heildarinnar." Meira
4. desember 2019 | Aðsent efni | 697 orð | 1 mynd

Kvabb eða tvískinnungur?

Eftir Steinar Berg Ísleifsson: "Þó að mannréttindahugsun Helgu Völu nái suður til Namibíu nær hún víst ekki upp í Borgarfjörð." Meira
4. desember 2019 | Aðsent efni | 757 orð | 1 mynd

Sænska „ímyndin“

Eftir Gústaf Adolf Skúlason: "Spurningin er hvar á skalanum „eðlileg sprengjumörk“ eru í landi Línu langsokks og Emils í Kattholti. Það er að segja hvorki fátíðar né fjölmargar." Meira
4. desember 2019 | Aðsent efni | 413 orð | 1 mynd

Vandasamt að skrifa einfaldar Krakkafréttir

Eftir Ísgerði Gunnarsdóttur: "Það gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir og lætur sig þær varða og ég þakka honum umræðuna, gagnrýnina, áhorfið og áhugann." Meira

Minningargreinar

4. desember 2019 | Minningargreinar | 1852 orð | 1 mynd

Áslaug Magnúsdóttir

Áslaug Magnúsdóttir fæddist í Hafnarfirði 20. nóvember 1924. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 25. nóvember 2019. Foreldrar hennar voru Magnús Böðvarsson, bakarameistari í Hafnarfirði, f. 13. júlí 1887, d. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2019 | Minningargreinar | 925 orð | 1 mynd

Erlingur Ólafsson

Erlingur Ólafsson fæddist í Reykjavík 23. desember 1942. Hann lést á heimili sínu 15. nóvember 2019. Foreldrar hans voru Ólafur Gunnlaugsson, f. 15. júlí 1904, d. 12. júlí 1966, og Ólafía Andrésdóttir, f. 21. júní 1912, d. 20. apríl 1974. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2019 | Minningargreinar | 1096 orð | 1 mynd

Haukur Pálmason

Haukur Pálmason fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1930. Hann lést á Droplaugarstöðum 24. nóvember 2019. Foreldrar hans voru Soffía Sigurhelga Sigurhjartardóttir, f. 23. apríl 1899, d. 19. ágúst 1990, og Pálmi Einarsson, f. 22. ágúst 1897, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2019 | Minningargreinar | 3614 orð | 1 mynd

Sigurlaug Svanhildur Zophoníasdóttir

Sigurlaug Svanhildur Zophoníasdóttir fæddist 4. október 1929 á Eyrarbakka. Hún lést á heimili sínu Kópavogsbraut 1a hinn 19. nóvember 2019. Foreldrar hennar voru Anna Theodórsdóttir húsmóðir, fædd 29.4. 1899, d. 18.2. Meira  Kaupa minningabók
4. desember 2019 | Minningargreinar | 4579 orð | 1 mynd

Vilborg Jónsdóttir

Vilborg Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 27. maí 1964. Hún lést á blóðlækningadeild Landspítalans 22. nóvember 2019 eftir árslanga baráttu við hvítblæði. Foreldrar hennar eru Jón Freyr Þórarinsson skólastjóri, f. 5. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

4. desember 2019 | Fastir þættir | 187 orð | 1 mynd

1. g3 Rf6 2. Bg2 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 0-0 5. d3 c5 6. Be3 d6 7. Dc1 Rc6...

1. g3 Rf6 2. Bg2 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 0-0 5. d3 c5 6. Be3 d6 7. Dc1 Rc6 8. Bh6 Bf5 9. Bxc6 bxc6 10. e4 Be6 11. h4 Bxh6 12. Dxh6 Rg4 13. Dd2 h5 14. f3 Re5 15. g4 Hb8 16. b3 Da5 17. gxh5 Hxb3 18. axb3 Dxa1+ 19. Kf2 Db2 20. Dxb2 Rxd3+ 21. Ke3 Rxb2 22. Meira
4. desember 2019 | Í dag | 271 orð

Af þrem skáldum og hálkuslysaumræðu

Davíð Hjálmar í Davíðshaga yrkir og kallar „hálkuslysaumræðu í borgarstjórn“: „Menn bramlast við brauðstrit og iðju og brotna á skönkum og miðju svo augljós,“ kvað Dagur, „er almannahagur að koma upp kjötmjölsverksmiðju. Meira
4. desember 2019 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

Akureyri Hjörvar Patrik fæddist 26. febrúar 2019 kl. 9.55 á Sjúkrahúsinu...

Akureyri Hjörvar Patrik fæddist 26. febrúar 2019 kl. 9.55 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann var 47 cm langur og vó 2.972 g. Foreldrar hans eru Alma Kristín Gísladóttir og Pálmar Magnússon... Meira
4. desember 2019 | Árnað heilla | 617 orð | 4 myndir

Efst íslenskra á heimslista kvenna

Valdís Þóra Jónsdóttir er fædd 4. desember 1989 á Akranesi og ólst þar upp. „Ég bjó eiginlega á 18. teig fyrstu árin en átti síðan heima í fimm mínútna fjarlægð frá golfvellinum. Ég fór fyrst að spila 8 ára en byrjaði að æfa 13 ára. Meira
4. desember 2019 | Árnað heilla | 74 orð | 1 mynd

Harpa Sigríður Steingrímsdóttir

40 ára Harpa er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti og býr þar. Hún er verkefnastjóri hjá Hæfi endurhæfingarstöð. Maki : Ólafur Karel Jónsson, f. 1963, sölumaður hjá Sláturfélagi Suðurlands. Börn : Arnar Óli, f. 2005, og Steinar Ingi, f. 2008. Meira
4. desember 2019 | Í dag | 52 orð

Málið

Fyrir kemur að einhver heyrist skammaður fyrir að segja tveim eða þrem í stað tveimur og þremur . En þetta er fullgilt, þótt vandlætararnir taki þeirri fullyrðingu líklega ekki tveim höndum . Meira
4. desember 2019 | Árnað heilla | 71 orð | 1 mynd

Sigurður Birkir Sigurðsson

50 ára Birkir fæddist í Reykjavík en býr á Akureyri. Hann rekur og er eigandi smurolíufyrirtækisins Motul á Íslandi. Maki : Sigrún Vésteinsdóttir, f. Meira
4. desember 2019 | Fastir þættir | 167 orð

Skrýtin íferð. N-Allir Norður &spade;G63 &heart;K64 ⋄Á1087...

Skrýtin íferð. N-Allir Norður &spade;G63 &heart;K64 ⋄Á1087 &klubs;Á73 Vestur Austur &spade;97 &spade;85 &heart;G1085 &heart;9732 ⋄G643 ⋄K52 &klubs;D94 &klubs;K1062 Suður &spade;ÁKD1042 &heart;ÁD ⋄D9 &klubs;G85 Suður spilar 6&spade;. Meira
4. desember 2019 | Í dag | 77 orð | 1 mynd

Söngleikur út frá pallíettuhanska Michaels Jackson

Og þá er að bætast við enn einn söngleikurinn um Michael Jackson og verður hann sýndur á næsta ári. Leikarinn Johnny Depp ætlar að vinda sér í verkefnið sem verður söngleikur unninn út frá pallíettuhanskanum víðfræga. Meira

Íþróttir

4. desember 2019 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

Að mínu mati hefur Lionel Messi borið höfuð og herðar yfir aðra...

Að mínu mati hefur Lionel Messi borið höfuð og herðar yfir aðra fótboltamenn á jarðarkringlunni í rúman áratug. Sjötti Gullboltinn sem féll honum í skaut frá France Football í fyrrakvöld ber því glöggt vitni. Meira
4. desember 2019 | Íþróttir | 291 orð | 1 mynd

Átta Íslendingar eru mættir á EM

Átta Íslendingar með ólympíufarann Anton Svein McKee fremstan í flokki eru mættir til Glasgow í Skotlandi þar sem keppni á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug hefst í dag. Meira
4. desember 2019 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

England Burnley – Manchester City 1:4 • Jóhann Berg...

England Burnley – Manchester City 1:4 • Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Crystal Palace – Bournemouth 1:0 Staðan: Liverpool 14131032:1240 Manch. Meira
4. desember 2019 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Færri greinar á Demantamótum

Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur ákveðið að fækka greinum á Demantamótum. Er gert ráð fyrir tólf greinum í hverju móti en um er að ræða fimmtán Demantamót. Greinarnar fjórar eru 200 metra hlaup, 3 þúsund metra hindrunarhlaup, kringlukast og... Meira
4. desember 2019 | Íþróttir | 254 orð | 1 mynd

Gríðarsterkur milliriðill bíður

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, hélt áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramótinu í Japan í gær og lagði Serba að velli, 28:25, í hörkuleik í Kumamoto. Meira
4. desember 2019 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Hallgrímur og Pétur aðstoða Óla

Tveir nýir aðstoðarþjálfarar eru komnir til liðs við karlalið KA í knattspyrnu og verða Óla Stefáni Flóventssyni, þjálfara liðsins, til halds og trausts. Meira
4. desember 2019 | Íþróttir | 199 orð | 1 mynd

HM kvenna í Japan A-RIÐILL: Holland – Kúba 51:23 Slóvenía &ndash...

HM kvenna í Japan A-RIÐILL: Holland – Kúba 51:23 Slóvenía – Angóla 24:33 Noregur – Serbía 28:25 *Noregur 6, Holland 4, Serbía 4, Angóla 2, Slóvenía 2, Kúba 0. Meira
4. desember 2019 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Í liði umferðar enn eitt skiptið

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, heldur áfram að spila afar vel með CSKA Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni. Hann er í úrvalsliði 18. Meira
4. desember 2019 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: DHL-höllin: KR...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: DHL-höllin: KR – Skallagrímur 19.15 Blue-höllin: Keflavík – Valur 19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Grindavík 19.15 Smárinn: Breiðablik – Haukar 19.15 1. Meira
4. desember 2019 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Meistararnir miklu sterkari í Burnley

Manchester City stökk upp fyrir Leicester og upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 4:1-útisigri á Burnley í gærkvöldi. City var mikið sterkari aðilinn allan leikinn og var með boltann tæplega 80 prósent af leiknum. Meira
4. desember 2019 | Íþróttir | 190 orð

Strákarnir fara í milliriðil EM á Ítalíu

Íslenska U19 ára landsliðið í knattspyrnu karla fer til Ítalíu í lok mars til að spila í milliriðli Evrópukeppninnar í þessum aldursflokki. Meira
4. desember 2019 | Íþróttir | 783 orð | 2 myndir

Ungir menn njóta trausts á Skaganum

Akranes Kristján Jónsson kris@mbl.is Á undanförnum vikum hafa fjórir leikmenn sagt skilið við úrvalsdeildarlið ÍA í knattspyrnu. Einar Logi Einarsson tekur sér frí frá íþróttinni, Arnór Snær Guðmundsson leggur skóna á hilluna og verður aðstoðarþjálfari ásamt Ingimar Elí Hlynssyni, Albert Hafsteinsson gekk í raðir Fram á dögunum og Gonzalo Zamorano rær einnig á önnur mið. Morgunblaðið hafði samband við Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfara ÍA, og spurði hann út í leikmannamálin fyrir næsta tímabil. Meira
4. desember 2019 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Æfir með Val í algjörri óvissu

„Ég er farinn frá HB og nú er algjör óvissa,“ sagði knattspyrnumaðurinn Brynjar Hlöðversson í samtali við Morgunblaðið í gær. Brynjar hefur yfirgefið HB í Færeyjum eftir tvö ár hjá félaginu. Meira

Viðskiptablað

4. desember 2019 | Viðskiptablað | 1052 orð | 1 mynd

Að bjarga jörðinni er ekki ókeypis

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Istanbúl ai@mbl.is Umræðan um loftslagsmál er á suðupunkti og valdamikið fólk vill leggja sitt af mörkum. Fáir treysta sér samt til að reikna út hvað aðgerðirnar muni kosta og hvort þær borgi sig. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 130 orð | 2 myndir

Aðeins helmingur úr íslenskri lögsögu

Heildarafli íslenskra skipa á makrílvertíðinni sem lauk nýverið var 128 þúsund tonn sem er minna en á vertíðinni í fyrra þegar veiddust 136 þúsund tonn, að því er fram kemur á vef Fiskistofu. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 336 orð

Best að stökkva þegar að læknum er komið

Áður en stokkið er yfir læk er mikilvægt að meta hversu fetin eru mörg milli bakka. Eftir því sem lengdin verður meiri þar á milli skiptir meira máli en ella að síðasta skrefið áður en stokkið er sé sem næst bakka. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 235 orð | 1 mynd

Brim keypti félög sem hafa verið í taprekstri

Aflaheimildir Þó nokkurt tap virðist vera á tveimur félögum, Fiskvinnslunni Kambi ehf. og Grábrók ehf., sem Brim hf. festi kaup á í október fyrir um þrjá milljarða króna, þar af 2,3 milljarða fyrir Kamb og 772 milljónir fyrir Grábrók. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 16 orð | 1 mynd

Coripharma semur við STADA

Hið íslenska Coripharma hefur samið við STADA um að pakka 700 milljón töflum af lyfjum... Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 216 orð | 2 myndir

Flytja ferskan fisk til Bandaríkjanna

Forstjóri Eimskips segir að bætt kælitækni feli í sér ný tækifæri fyrir fyrirtækið í flutningi á fiski. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 268 orð | 1 mynd

Frumkvöðlar vilja tugi milljóna

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Forsvarsmenn Þorpsins vistfélags sem fengið hafa lóðir úthlutaðar hjá Reykjavíkurborg gera ráð fyrir að hagnast um tugi milljóna fyrir framtakið. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 2988 orð | 1 mynd

Gera meira af því sem gengur vel

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Vilhelm Þorsteinsson tók við keflinu sem nýr forstjóri flutningafélagsins Eimskips í byrjun þessa árs. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 123 orð | 1 mynd

Kukl úr Krókhálsi í Gufunes

Kvikmyndir Kukl ehf., sem sérhæfir sig í útleigu á búnaði fyrir kvikmyndaiðnaðinn hér á landi, hyggst flytja í nýtt húsnæði í kvikmyndaþorpinu svokallaða í Gufunesi í byrjun næsta árs. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 242 orð | 1 mynd

Kynslóðaskipti hjá Eignamiðlun

Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Kjartan Hallgeirsson og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson hafa fest kaup á öllu hlutafé í fasteignasölunni Eignamiðlun. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 241 orð | 1 mynd

Lykillinn að góðri menningu á vinnustað

Bókin Ben Horowitz hefur betri innsýn en flestir í rekstur margra merkilegustu sprotafyrirtækja Kísildals. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 545 orð | 2 myndir

Mesti samdráttur í bílasölu á heimsvísu frá hruni

Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Sala á bílum virðist ætla að dragast verulega saman á heimsvísu. Samdráttur í bílasölu hér á landi nemur 36,3% það sem af er ári. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 25 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Einn nýr áfangastaður í Evrópu Hætta móttöku á 500 evru seðlum Miðinn til Kína á 68 þúsund Liv nýr stjórnarformaður Keahótela Framkvæmdastjórar hætta hjá... Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 552 orð | 1 mynd

Mögulega fyrstur með hugmyndina

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ný tegund skemmtistaða hefur verið að ryðja sér til rúms bæði hér á landi og annars staðar. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 519 orð | 1 mynd

Nokkur orð um túlkun skattalaga

Á vissum réttarsviðum er ríkari tilhneiging til þess að skýra lagaákvæði þrengjandi, sem felur það í sér að efni lagaákvæðis fær eftir atvikum þrengra inntak en ætla mætti samkvæmt almennri málvenju. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 681 orð | 1 mynd

Ný lög um endurgreiðslu gjörbreyta rekstrarumhverfinu

Ekki ætti að koma á óvart að Egill Örn er önnum kafinn í miðju jólabókaflóðinu. Forlagið gefur út um 200 bækur á þessu ári og spennan er mikil á þessu aðaluppskerutímabili fyrirtækisins. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 726 orð | 3 myndir

Risastór tækifæri í sjónmáli

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sjávarklasinn spáir því að bláa hagkerfið haldi áfram að stækka ört. Gæta þarf að því að ungt fólk hafi áhuga á að mennta sig í sjávarútvegstengdum fögum og eins verður að huga að áhrifum hitastigsbreytinga og plastmengunar. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 744 orð | 1 mynd

Storebrand á undan sinni samtíð

Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Norska fjármálafyrirtækið Storebrand forðast áhættu og kemur auga á góðar fjárfestingar með sjálfbærni að leiðarljósi. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 130 orð | 2 myndir

Til að hlusta þráðlaust í flugi

Vinnuferðalagið Það er meira en lítið spælandi að hafa lagt út fyrir agalega vönduðum og dýrum þráðlausum heyrnartólum og geta svo ekki notað þau til að hlusta á afþreyingarefni flugfélaganna á leiðinni milli landa. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 144 orð | 2 myndir

Valdsmannslegasta valdabindið

Vinnufötin Bindi geta sent mjög skýr skilaboð, og með réttu litunum og mynstrinu má ýmist skína eins og neyðarblys á morgunfundinum eða hverfa inn í bakgrunninn og renna saman við veggfóðrið. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 483 orð | 3 myndir

Verðmæti aflans stöðugt meira

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Útflutningstekjur af sjávarútvegi hafa vaxið mun meira en útflutt magn á síðustu tveimur áratugum. Skýrist það meðal annars af auknum gæðum afurðanna. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 227 orð | 1 mynd

Verkefnunum safnað á lista á augabragði

Forritið Önnum kafið og hugmyndaríkt fólk veit hversu erfitt það getur verið að halda utan um verkefni og hugmyndir í dagsins amstri. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 214 orð

Vínið úr búðunum

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í rúma tvo áratugi hafa Íslendingar getað keypt áfengi á erlendum vefsíðum sem bjóða slíka vöru, fengið hana senda heim til sín, að dyrastafnum, og dreypt á að vild. Meira
4. desember 2019 | Viðskiptablað | 514 orð | 2 myndir

Þurfum við að hlaupa hraðar?

Breytt vinnuskipulag og innleiðing lean-vinnukerfis geta verið gagnlegar leiðir við styttingu vinnuvikunnar. Lean-aðferðir eru notaðar til að breyta vinnulagi þannig að teymi, frekar en einstaklingar, geti unnið hraðar og betur úr erindum viðskiptavina með skýr markmið fyrir hvern vinnudag. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.