Greinar laugardaginn 14. desember 2019

Fréttir

14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 319 orð

30 milljarða lækkun 2019

Skattkerfisbreytingar sem gerðar hafa verið frá árinu 2013 hafa lækkað skatta á heimili og má ætla að hækkun ráðstöfunartekna heimila vegna þeirra nemi nálægt 30 milljörðum kr. á árinu 2019. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd

Atvinnuleysi jókst um 9% milli mánaða

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Skráð atvinnuleysi var 4,1% í seinasta mánuði en það var til samanburðar 3,5% í september sl. og 2,5% í nóvember á seinasta ári. Er þetta hæsta hlutfall atvinnulausra sem mælt hefur verið frá í apríl árið 2014. Meira
14. desember 2019 | Erlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Ákærur afgreiddar úr nefndinni

Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í gær að afgreiða tillögu um ákæru til embættismissis á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta út úr nefndinni. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 289 orð

„Við þurfum Plan C“

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við vitum ekki til þess að skemmdir hafi orðið á fjarskiptamöstrum eða fjarskiptavirkjum,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 525 orð | 1 mynd

„Vissum ekkert hvað var að gerast“

Þorsteinn Ásgrímsson Melén thorsteinn@mbl.is Jón Þórarinsson og fjölskylda á Hnjúki innst í Skíðadal eru meðal þeirra sem hafa þurft að rýma heimili sitt vegna rafmagnsleysis í nágrenni Dalvíkur. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 483 orð | 4 myndir

Brexit gæti eflt ferðaþjónustuna

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Breska pundið styrktist þegar úrslit bresku þingkosninganna voru ljós. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 309 orð | 2 myndir

Bæjarstjórinn ósáttur við staðsetningu sambýlisins

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það lá fyrir tillaga sem bæjarstjórn var búin að samþykkja. Hún fór síðan til umhverfisnefndar sem lagði til færslu um átta metra og ég var ekki sátt við það. Ég vildi bara láta þá skoðun mína í ljós,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Dæmdur fyrir að slá barn á íþróttaleik

Karlmaður hefur verið dæmdur til 30 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og barnalögum með því að hafa veist að dreng í íþróttahúsi og slegið hann í höfuðið með flötum lófa með þeim afleiðingum að drengurinn... Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 211 orð

Dæmdur í 14 ára fangelsi

Landsréttur dæmdi í gær 54 ára gamlan karlmann, Vigfús Ólafsson, í 14 ára fangelsi fyrir íkveikju og manndráp. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Eggert

Brunagaddur Þau voru heldur kuldaleg á að líta, hrossin sem settu undir sig hausinn í norðvestanbálinu nýverið. Útlit er fyrir áframhaldandi frosthörkur á landinu öllu næstu... Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 845 orð | 2 myndir

Ekki sér til lands í undirbúningi

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt unnið hafi verið að undirbúningi Blöndulínu 3 í rúman áratug sér enn ekki til lands. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 714 orð | 5 myndir

Erindið við samtímann

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vinnustofa Braga heitins Ásgeirssonar listmálara og salarkynni þar sem ýmis af listaverkum hans má finna verða opnuð almenningi í dag. Hvorttveggja er á óvenjulegum stöðum; vinnustofa sem Bragi hafði eru salarkynni á 13. hæð fjölbýlishússins í Austurbrún 4 í Reykjavík. Þar hefur ekki verið hreyft við neinu frá því Bragi gekk þar um en hann lést vorið 2016. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Fljúga meðfram háspennulínum

Guðni Einarsson Þorsteinn Ásgrímsson Til stendur að þyrla Landhelgisgæslunnar fari nú í birtingu frá Akureyrarflugvelli og fljúgi meðfram nokkrum háspennulínum á Norðurlandi til fá endanlega yfirsýn yfir ástand þeirra. Helgi B. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 301 orð | 2 myndir

Framkvæmdahugur í Suðurnesjabæ

Úr Bæjarlífinu Reynir Sveinsson Sandgerði Á árinu 2018 hófust framkvæmdir við að reka niður nýtt stálþil við helming suðurbryggju. Töluverðar tafir voru á framkvæmdatímanum, nýja þilið er utan við gamla þilið sem var orðið illa farið af tæringu. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Fyrsti dagurinn í Bláfjöllum í dag

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Brekkurnar eru að vísu hálftómar en hér er nægur snjór til að við getum opnað,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Helgi Seljan, fyrrv. alþingismaður

Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður, lést á Landspítalanum í Fossvogi sl. þriðjudag, 10. desember, 85 ára að aldri. Helgi var fæddur á Eskifirði 15. janúar 1934, sonur þeirra Friðriks Árnasonar og Elínborgar Kristínar Þorláksdóttur konu hans. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 723 orð | 2 myndir

Loðnan í lægð í Barentshafi og við Ísland

Fréttaskýring Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stefnt er að auknu norrænu samstarfi í rannsóknum á loðnu og var slík samvinna Íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga rædd á fundi í Noregi nýlega. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að á liðnum árum hafi talsverð samskipti verið á milli þessara aðila og gjarnan fundað einu sinni á ári. Nú sé til umræðu að fara sameiginlega í ýmis verkefni. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 100 orð

Mesta atvinnuleysi frá því í apríl 2014

Atvinnuleysi á landinu jókst verulega í seinasta mánuði og um 9% frá mánuðinum á undan. Skráð atvinnuleysi var 4,1% í seinasta mánuði samkvæmt mánaðaryfirliti Vinnumálastofnunar, sem birt var í gær. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 783 orð | 6 myndir

Milljarða sala á Kirkjusandinum

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrstu íbúðirnar í nýju hverfi á Kirkjusandi í Reykjavík koma til afhendingar með vorinu. Framkvæmdirnar hófust í maí í fyrra en á lóðinni voru höfuðstöðvar Strætó. Fyrstu þrjár byggingarnar heita Stuðlaborg, Sólborg og Sjávarborg. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 131 orð

Níu sækja um prestsembætti

Runninn er út umsóknarfrestur um tvö embætti sóknarpresta þjóðkirkjunnar, við Glerárprestakall á Akureyri og Þorlákshafnarprestakall. Um Glerárprestakall sóttu þrír: Sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir, sr. Sindri Geir Óskarsson og sr. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Ósammála um skiptingu

Allt útlit er fyrir að stjórnarfrumvarpið um lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði í tveimur áföngum verði að lögum fyrir jólaleyfi þingmanna. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Ráðherrar fóru norður og kynntu sér aðstæður

Þorsteinn Ásgrímsson Melén thorsteinn@mbl.is Fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar héldu til Norðurlands til að skoða aðstæður eftir ofsaveðrið í vikunni og afleiðingar þess, sérstaklega á raforku- og fjarskiptakerfi landsins. Meira
14. desember 2019 | Erlendar fréttir | 79 orð

Sendiherrann kallaður á teppið

Stjórnvöld í Tyrklandi kölluðu David Satterfield, sendiherra Bandaríkjanna, á sinn fund í gær eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í vikunni tillögu fulltrúadeildarinnar um að viðurkenna ofsóknir Ottómana gegn Armenum árið 1915 sem... Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 254 orð

Skapar ný tækifæri

Þóroddur Bjarnason Baldur Arnarson Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið, spurður út í jákvæð viðbrögð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við kosningasigri Íhaldsmanna í Bretlandi og mögulegan fríverslunarsamning Breta... Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Skilavegum verður ekki skilað í ár

Enn einu sinni frestast að Vegagerðin afhendi sveitarfélögum vegi, sem nefndir hafa verið skilavegir. Um er að ræða allt að 70 kílómetra af stofnvegum í og við þéttbýli, víða á landinu. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 451 orð | 1 mynd

Sleppir ekki skötunni

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Færeyingurinn Ásvald Simonsen er mikill Íslandsvinur og hefur selt gervigras á marga fótboltavelli á Íslandi undanfarin 30 ár. Hann á marga vini og kunningja hérlendis, er meðal annars félagi í Skötuklúbbi Emils eða Íslenska skötuklúbbnum, öðru nafni The Icelandic Skate Club, sem Emil Guðmundsson og Sigurður Magnússon stofnuðu 1971, og verður sem fyrr í skötuveislu félagsins, sem að þessu sinni verður á Akranesi í dag. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Teflt til heiðurs Friðriki

Friðriksmót Landsbankans, Íslandsmótið í hraðskák, fer fram í útibúi Landsbankans við Austurstræti í dag, laugardaginn 14. desember. Mótið hefst kl. 13 og stendur til 16:30-17:00. Áhorfendur eru velkomnir. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Tetra er ekki treystandi

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tetra-kerfið lá niðri í Skagafirði í hátt í sólarhring og var svo mjög óstöðugt, datt inn og út, á meðan ofsaveðrið geisaði fyrr í vikunni. Meira
14. desember 2019 | Erlendar fréttir | 597 orð | 2 myndir

Vatnaskil í Bretlandi

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Segja má að vatnaskil hafi orðið í breskum stjórnmálum eftir að Íhaldsflokkurinn vann þingkosningarnar í fyrrinótt með miklum yfirburðum. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Verpa eggjum með jólarokk í Mengi í kvöld

Aðrir tónleikar tónleikaraðarinnar Verpa eggjum verða haldnir í Mengi í kvöld. Þar koma fram Ásta Fanney Sigurðardóttir, Einar Torfi Einarsson, Hafdís Bjarnadóttir, Kristín Ómarsdóttir og Berglind María Tómasdóttir, sem er listrænn stjórnandi... Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Verslað með einingar kolefnis

Skógræktin hefur hrundið af stað verkefni sem kallast Skógarkolefni. Með því er ætlunin að koma á fót viðurkenndu ferli vottunar á bindingu kolefnis með nýskógrækt. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Vilja herða reglur á Svalbarða

Norsk stjórnvöld eru með til skoðunar að takmarka stærð skemmtiferðaskipa við Svalbarða og herða reglur um notkun svartolíu eða þungolíu þannig að þessi orkugjafi yrði með öllu bannaður þar um slóðir. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Það og Hvað í jólaskapi

Sviðslistahópurinn Flækja sýnir jólaleikrit fyrir börn á Borgarbókasafninu í Sólheimum í dag, laugardag, kl. 13. „Það og Hvað eru komin í sérlegt jólaskap, en skilja þó ekki út á hvað jólin ganga. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Þrír styrkir úr Rannsóknasjóði Ingibjargar

Þrír styrkir hafa verið veittir úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur til doktorsrannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Í rannsóknunum er m.a. Meira
14. desember 2019 | Innlendar fréttir | 213 orð | 4 myndir

Þyrla LHG fann lík piltsins í Núpá

Lík Leifs Magnúsar Grétarssonar Thisland fannst neðan við Fossgil þar sem það mætir Núpá í Sölvadal í Eyjafirði laust eftir hádegi í gær. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann hinn látna sem leitað hafði verið frá því á miðvikudagskvöld. Meira

Ritstjórnargreinar

14. desember 2019 | Staksteinar | 234 orð | 1 mynd

Hvað verður ofan á – ef nokkuð?

Í árslok 2016 skipaði þáverandi menntamálaráðherra nefnd til að undirbúa tillögur um aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla sem þá þegar var löngu orðið ljóst að væri óviðunandi. Á þeim þremur árum sem liðin eru hefur rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla versnað verulega, en á sama tíma hafa verið skrifaðar skýrslur og drög að frumvörpum og lagt fram frumvarp nú í haust. Engu að síður liggur nú fyrir að frumvarpið fæst ekki afgreitt fyrir áramót og óvíst um hver afdrif málsins verða. Meira
14. desember 2019 | Reykjavíkurbréf | 1804 orð | 1 mynd

Lágt borisið á Corbyn

Bréfritari hefur verið heimakær síðasta áratuginn og stoppað stutt utan lands nema helst þegar gos í Eyjafjallajökli framlengdi óumbeðið dvöl hans í nokkra daga. Þá dugði ekki að derra sig og segja út vil ek eins og meiri menn hefðu gert. Nútímamaðurinn hraðaði sér niður í móttöku hótelsins og bað um framlengingu á viðveru þar. Afgreiðslumaðurinn sagði að hver kytra væri pöntuð. Bréfritari sagðist viss um að þeir gestir myndu ekki láta sjá sig og það væri beggja hagur að hann fengi að halda herberginu í óákveðinn tíma. Afgreiðslumaðurinn starði á gestinn eins og naut á nývirki og kallaði til yfirmann sinn. Meira
14. desember 2019 | Leiðarar | 667 orð

Óviðunandi veikleikar

Rafmagnsleysi svo dögum skiptir og algert sambandsleysi vegna óveðursins í vikunni sýna að styrkja þarf innviði Meira

Menning

14. desember 2019 | Bókmenntir | 369 orð | 3 myndir

Fjórar frábærar gegn fúlum forseta

Eftir Árna Árnason. Bjartur, 2919. Innbundin, 256 bls. Meira
14. desember 2019 | Tónlist | 75 orð | 1 mynd

Flytja fallega jóla- og aðventutónlist

Jólatónleikar verða haldnir í Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð þriðjudaginn 17. desember kl. 20. Meira
14. desember 2019 | Kvikmyndir | 1404 orð | 3 myndir

Forréttindi að rýna í mannlegt eðli

Viðtal Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Trine Dyrholm virðist hafa sett sér það markmið að vera eins áberandi og mögulegt er. Meira
14. desember 2019 | Tónlist | 128 orð | 1 mynd

Hátíðarstemning í Eldborg

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir í Eldborg Hörpu í dag og á morgun, laugardag og sunnudag, kl. 14 og 16 báða dagana. Meira
14. desember 2019 | Tónlist | 61 orð | 1 mynd

Hugarró á aðventu

Hugarró á aðventu er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í dag kl. 16 í Glerárkirkju á Akureyri og á morgun í Árbæjarkirkju í Reykjavík. Margrét Árnadóttir söngkona mun flytja róleg og falleg bænalög úr ýmsum áttum í bland við hugljúf jólalög. Meira
14. desember 2019 | Bókmenntir | 1029 orð | 1 mynd

Leið til að viðhalda geðheilsunni

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi plata byrjaði að mótast um svipað leyti og ég var að vinna að síðustu plötu sem ég gaf út og nefnist Margt býr í þokunni ,“ segir Snorri Helgason um barnaplötuna Bland í poka sem komin er út. Meira
14. desember 2019 | Tónlist | 44 orð | 1 mynd

Ljúfar jólanótur

Síðustu tónleikar ársins í röðinni Á ljúfum nótum verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 11.30. Flutt verða gömul, bandarísk jólalög. Flytjendur verða söngkonurnar Ragnhildur Þórhallsdóttir, Lilja Eggertsdóttir og Ólöf G. Meira
14. desember 2019 | Bókmenntir | 255 orð | 3 myndir

Mannleg tilvera í líki fiska

Eftir Gísla Þór Ólafsson. gu/gí gefur út, 2019. Kilja, 57 bls. Meira
14. desember 2019 | Tónlist | 485 orð | 1 mynd

Norrænn jóladjass

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Platan var öll tekin upp á einum degi í september og fóru upptökur fram upp á gamla mátann. Þannig tóku allir upp á sama tíma í sama herbergi og því ekkert hægt að klippa eða bæta við. Meira
14. desember 2019 | Tónlist | 554 orð | 1 mynd

Rafmagnaður gítarbræðingur

Árni Matthíasson arnim@mbl.is Fyrir fjórum árum var Guðmundur Pétursson beðinn að koma fram á tónleikum með sinfóníuhljómsveit og flytja þar tvo konserta, annan fyrir klassískan gítar og hinn fyrir rafmagnsgítar. Meira
14. desember 2019 | Tónlist | 651 orð | 7 myndir

Robbie rokkar inn jólin

Á hverju ári koma út nýjar jólaplötur sem bætast við þennan undirfurðulega geira dægurtónlistarinnar. Höfundur rekur hér nokkra kostagripi. Meira
14. desember 2019 | Bókmenntir | 1002 orð | 3 myndir

Samherjamenn afla sér kvóta í Namibíu

Eftir Helga Seljan, Aðalstein Kjartansson og Stefán Aðalstein Drengsson. Vaka-Helgafell, 2019. Kilja, 356 bls. Meira
14. desember 2019 | Leiklist | 67 orð | 1 mynd

Síðustu aukasýningar á Matthildi

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að bæta við fjórum aukasýningum á Matthildi á Stóra sviði Borgarleikhússins í janúar. „Söngleikurinn var frumsýndur í mars og hefur verið sýndur tæplega 80 sinnum. Meira
14. desember 2019 | Tónlist | 69 orð | 1 mynd

Vinjettutónleikar í Hannesarholti

Franski píanóleikarinn Yann Bertolin leikur verk sem heyrast sjaldan eftir J.S. Bach, L.V. Beethoven, F. Chopin, C. Debussy, I. Albeniz, O. Messian og E. Piaf kl. 12.15 á morgun í Hannesarholti. Meira
14. desember 2019 | Bókmenntir | 1142 orð | 1 mynd

Það þarf trúarstökk og töfra

Árni Matthíasson arnim@mbl.is Silva Saudade er í ástarsambandi sem virðist vera að leysast upp og gengur með bréf frá löngu látinni ömmu sinni við brjóst sér. Meira
14. desember 2019 | Bókmenntir | 236 orð | 3 myndir

Þetta verður allt í lagi

Eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Björt, 2019. 301 bls. Meira
14. desember 2019 | Bókmenntir | 841 orð | 4 myndir

Því okkur var skapað að skilja

Eftir Pétur Gunnarsson JPV forlag, 2019. Innb., 239 bls. Meira

Umræðan

14. desember 2019 | Pistlar | 442 orð | 2 myndir

„Voru mörg í Kringlunni?“

Dæmi um íslenska kímnigáfu í heita pottinum þar sem þekktur listamaður sagði upp úr eins manns hljóði: „Ég ætla að láta jarðsyngja mig á fimmtudegi.“ Pottmenn ráku upp stór augu og spurðu hvernig á því stæði. Meira
14. desember 2019 | Pistlar | 881 orð | 1 mynd

Biðin eftir plássi á hjúkrunarheimili...

...tekur á Meira
14. desember 2019 | Aðsent efni | 759 orð | 1 mynd

Fjármálabrask með himinskautum

Eftir Sigurð Sigurðsson: "Lagaumhverfi okkar virðist mjög götótt þegar kemur að öryggi og hagsmunum almennings vegna fjármálaáhættu" Meira
14. desember 2019 | Pistlar | 304 orð

Frá Varsjá

Dagana 23.-24. nóvember 2019 sat ég ráðstefnu um kapítalisma í Varsjá í Póllandi. Í erindi mínu gerði ég greinarmun á umhverfisvernd og umhverfistrú (ecofundamentalism). Meira
14. desember 2019 | Aðsent efni | 1912 orð | 1 mynd

Hvaða sjónarmið ráða för?

Eftir Sigurð Björnsson: "Flutningur leitarstarfsins er að mínu mati geðþóttaákvörðun, tekin án trúverðugs rökstuðnings og vandaðs undirbúnings, og ég velti því fyrir mér hvað raunverulega liggur að baki ákvörðun ráðherrans." Meira
14. desember 2019 | Aðsent efni | 431 orð | 1 mynd

Nokkur orð um fiskveiðistjórnun

Inga Sæland: "Mér bregður alltaf í brún þegar Íslendingar slá sér á brjóst og fullyrða að við búum við „besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi“. Mér þykir þetta lýsa ótrúlegum hroka í garð annarra þjóða." Meira
14. desember 2019 | Aðsent efni | 73 orð | 2 myndir

Trúmennska við land og þjóð

Váleg skekja veður þjóð, víða náttúruöflin bresta. Ef enn við bætist eldsins slóð, öryggi má ekki fresta. Leiðir færar um landið allt, í lofti, landi og á sjó, af trúmennsku þú tryggja skalt, traustar stoðir, fólksins ró. Meira
14. desember 2019 | Aðsent efni | 253 orð | 1 mynd

Þrír vitringar

Eftir Gunnar Björnsson: "Heródes gerði sér grein fyrir því, að kornabarnið hefði enn þá meiri völd en hann." Meira

Minningargreinar

14. desember 2019 | Minningargreinar | 948 orð | 1 mynd

Bjarndís Helgadóttir

Bjarndís Helgadóttir (Dídí) fæddist 14. desember 1934. Hún lést á Vífilsstöðum 3. desember 2019. Foreldrar hennar voru Ingveldur Margrét Bjarnadóttir frá Stokkseyri, f. 5.4. 1915, d. 19.12. 1986, og Helgi Steinþór Sigurlínus Elísersson frá Langanesi, f. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2019 | Minningargrein á mbl.is | 1175 orð | ókeypis

Bjarndís Helgadóttir

Bjarndís Helgadóttir (Dídí) fæddist 14. desember 1934. Foreldrar hennar voru Ingveldur Margrét Bjarnadóttir frá Stokkseyri, f. 5.4. 1915, d. 19.12. 1986, og Helgi Steinþór Sigurlínus Elísersson frá Langanesi, f. 27.4. 1910, d. 24.9. 1986. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2019 | Minningargrein á mbl.is | 1364 orð | 1 mynd | ókeypis

Eyþór Ólafsson

Eyþór Ólafsson fæddist 20. janúar 1936 á Skeiðflöt í Mýrdal. Hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík 3. desember 2019. Eyþór var yngri sonur hjónanna Sigurbjartar Sigríðar Jónsdóttur, f. 3. janúar 1894 í Reynisholti í Mýrdal, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2019 | Minningargreinar | 1635 orð | 1 mynd

Eyþór Ólafsson

Eyþór Ólafsson fæddist 20. janúar 1936 á Skeiðflöt í Mýrdal. Hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík 3. desember 2019. Eyþór var yngri sonur hjónanna Sigurbjartar Sigríðar Jónsdóttur, f. 3. janúar 1894 í Reynisholti í Mýrdal, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2019 | Minningargreinar | 2033 orð | 1 mynd

Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir

Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir fæddist á Grund í Stöðvarfirði 12. september 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 26. nóvember 2019. Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörn Stefánsson, f. 30.3. 1892, d. 1.9. 1973, og Jórunn Jónsdóttir, f. 3.8. 1878, d. 6.4. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2019 | Minningargreinar | 3781 orð | 1 mynd

Jón Bragi Gunnarsson

Jón Bragi Gunnarsson fæddist á Selalæk á Rangárvöllum 26. mars 1937. Hann lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu 26. nóvember 2019. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Jónsson, f. 12.3. 1904, d. 6.12. 1995 og Guðrún Jónsdóttir, f. 23.7. 1904, d. 15.7. 2006. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2019 | Minningargreinar | 1744 orð | 1 mynd

Kristinn Bjarnason

Kristinn Bjarnason fæddist í Reykjavík 9. október 1948 og lést á Landspítala Fossvogi gjörgæsludeild 26. nóvember 2019. Foreldrar hans voru Bjarni Henriksson málari og listmálari, f. 9. maí 1927 á Höfn Hornafirði, d. 29. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2019 | Minningargreinar | 888 orð | 1 mynd

Sigrún Kristbjörnsdóttir

Sigrún Kristbjörnsdóttir fæddist á Birnustöðum, Skeiðum 18. maí 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka 4. desember 2019. Foreldrar hennar voru Kristbjörn Hafliðason bóndi á Birnustöðum, f. 1881, d. Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2019 | Minningargreinar | 1436 orð | 1 mynd

Svava Þórdís Baldvinsdóttir

Svava Þórdís Baldvinsdóttir fæddist í Purkugerði, Vopnafirði, 19. mars 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 4. desember 2019. Foreldrar hennar voru Baldvin Þorsteinsson, f. 7.10. 1879, d. 30.9. 1950 og Oddný Þóra Þorsteinsdóttir, f.11.10. 1899, d.... Meira  Kaupa minningabók
14. desember 2019 | Minningargreinar | 520 orð | 1 mynd

Unnur Lára Jónasdóttir

Unnur Lára Jónasdóttir fæddist 30. mars 1935. Hún andaðist 30. nóvember 2019. Unnur Lára var jarðsungin 12. desember 2019. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. desember 2019 | Viðskiptafréttir | 283 orð | 1 mynd

20 milljóna tekjutap vegna veðurs

Rækjuvinnslan Kampi á Ísafirði hefur þurft að vinna að jafnaði á 55% framleiðslugetu frá því á þriðjudag vegna ofsaveðursins sem fór yfir landið í vikunni. Engin framleiðsla var hjá fyrirtækinu á miðvikudag. Meira
14. desember 2019 | Viðskiptafréttir | 178 orð

Icelandair Group lækkaði mest í Kauphöllinni

Hlutabréf Icelandair Group tóku að lækka hratt seinni partinn í gær og nam lækkunin 6,35% þegar dagurinn var gerður upp í Kauphöll. Meira
14. desember 2019 | Viðskiptafréttir | 507 orð | 2 myndir

Leggja mikla áherslu á fríverslun eins og Íslendingar

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að bæði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og forveri hans í embætti, Theresa May, hafi lagt mikla áherslu á fríverslun, og með svipuðum hætti og Ísland gerir. „ Það skaðar ekki fyrir fríverslunarþjóð eins og okkur Íslendinga að fimmta stærsta efnahagsveldi heims sé að leggja þetta mikla áherslu á fríverslunarmál,“ sagði Guðlaugur þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hans við stórsigri Íhaldsflokksins í bresku þingkosningunum á fimmtudaginn. Meira

Daglegt líf

14. desember 2019 | Daglegt líf | 722 orð | 2 myndir

Ég er gestur í eigin tungumáli

„Að verða mamma tengdi lífæð við formæður mínar, forfeður og fólk úti í bæ, eins og innstunga við heiminn,“ segir ljóðskáldið Ragnheiður Harpa. Meira

Fastir þættir

14. desember 2019 | Fastir þættir | 175 orð | 1 mynd

1. Rf3 Rf6 2. g3 d5 3. Bg2 c6 4. c4 e6 5. 0-0 Be7 6. b3 0-0 7. Bb2 a5 8...

1. Rf3 Rf6 2. g3 d5 3. Bg2 c6 4. c4 e6 5. 0-0 Be7 6. b3 0-0 7. Bb2 a5 8. Rc3 d4 9. Ra4 c5 10. e3 Rc6 11. exd4 cxd4 12. He1 He8 13. Hc1 Bf8 14. Re5 Rxe5 15. Hxe5 Ha7 16. Df1 b6 17. Hb5 e5 18. He1 Bd7 19. Hbxe5 Bxa4 20. bxa4 Hxe5 21. Hxe5 Bc5 22. Meira
14. desember 2019 | Árnað heilla | 775 orð | 3 myndir

Aðstoðar fyrirtæki á tímamótum

Gunnar Karl Guðmundsson fæddist 14. desember 1959 í Reykjavík og ólst þar til sjö ára aldurs og fluttist svo til Neskaupstaðar ásamt fjölskyldu sinni. Meira
14. desember 2019 | Árnað heilla | 66 orð | 1 mynd

Arnrún Sveinsdóttir

40 ára Arnrún er Húsvíkingur en býr í Reykjavík. Hún er félagsráðgjafi að mennt frá Háskóla Íslands og vinnur sem slíkur hjá Reykjavíkurborg. Maki : Aðalbjörg Birna Jónsdóttir, f. 1983, leikskólakennari á Laufásborg. Börn : Unnar Steinn, f. Meira
14. desember 2019 | Í dag | 79 orð | 1 mynd

Caroll Spinney eða Big Bird er látin

Hann bjó stundum í ruslatunnu og var stundum yfir tveggja metra hár hann Caroll Spinney, maðurinn sem lék Big Bird og Oscar the Grouch í marga áratugi. En Spinney lést í síðustu viku á heimili sínu í Woodstock, Connecticut, 85 ára að aldri. Meira
14. desember 2019 | Fastir þættir | 579 orð | 4 myndir

Hrund sigraði á U-2000-mótinu

Taflfélag Reykjavíkur hefur undanfarin ár staðið fyrir móti þar sem teflt er einu sinni í viku og er opið skákmönnum undir 2000 elo-stigum. Meira
14. desember 2019 | Í dag | 267 orð

Líka bítur sú tíkin sem undir liggur

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Húsbóndanum trú og trygg. Talin seint mun kona dygg. Stundum er við stjórnmál kennd. Stundum milli bæja send. Meira
14. desember 2019 | Árnað heilla | 73 orð | 1 mynd

María Gunnarsdóttir

70 ára María ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur en býr í Garðabæ. Hún er leikskólakennari að mennt frá 1970 og vann síðustu árin hjá Hjallastefnunni. Maki : Sævar Jónsson, f. 1950, viðskiptafræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Loftorku. Meira
14. desember 2019 | Í dag | 55 orð

Málið

„Svo sá hún Stjána, / það vakti þrána, / hann kom á Grána / út yfir ána“ segir í gömlum og gríðarvinsælum söngtexta. Meira
14. desember 2019 | Í dag | 1437 orð | 1 mynd

Messur

ORÐ DAGSINS: Orðsending Jóhannesar Meira
14. desember 2019 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Reykjavík Arney Sunna Aðalbjargar Arnrúnardóttir fæddist 15. febrúar...

Reykjavík Arney Sunna Aðalbjargar Arnrúnardóttir fæddist 15. febrúar 2018 á LSH. Hún vó 3.682 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Arnrún Sveinsdóttir og Aðalbjörg Birna Jónsdóttir... Meira
14. desember 2019 | Árnað heilla | 154 orð | 1 mynd

Sigurgeir Sigurðsson

Sigurgeir Sigurðsson fæddist 14. desember 1934 á Sauðárkróki og ólst þar upp. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður P. Jónsson, f. 1910, d. 1972, kaupmaður og Ingibjörg Eiríksdóttir, f. 1908, d. 1979. Meira
14. desember 2019 | Í dag | 217 orð | 1 mynd

Upphaf heimsendis

Fréttamenn RÚV hafa staðið sína plikt með prýði í því að færa landsmönnum tíðindi af óveðrinu norðanlands og afleiðingum þess. Meira

Íþróttir

14. desember 2019 | Íþróttir | 383 orð | 1 mynd

Arnór Ingvi orðinn einn fimm leikjahæstu Íslendinganna

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er annað árið í röð kominn í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar með Malmö frá Svíþjóð eins og fjallað var um í blaðinu í gær. Meira
14. desember 2019 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Breiðablik sterkari í toppslagnum

Breiðablik fór upp í toppsæti 1. deildar karla í körfubolta með 125:101-sigri á Hamri á útivelli í toppslag deildarinnar í gærkvöldi. Breiðablik er með 20 stig, eins og Höttur, tveimur stigum á undan Hamri sem er í 3. sæti. Meira
14. desember 2019 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Danmörk Aalborg – Aarhus 28:26 • Janus Daði Smárason skoraði...

Danmörk Aalborg – Aarhus 28:26 • Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon er frá vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Meira
14. desember 2019 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Haukar – Stjarnan 86:106 Grindavík – Þór...

Dominos-deild karla Haukar – Stjarnan 86:106 Grindavík – Þór Ak 100:94 Þór Þ. Meira
14. desember 2019 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Guðmundur í Mosfellsbæinn

Afturelding hefur ráðið Guðmund Helga Pálsson sem þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta. Guðmundur tekur við af Haraldi Þorvarðarsyni sem var sagt upp störfum á dögunum. Meira
14. desember 2019 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Framhús: Fram &ndash...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Framhús: Fram – Afturelding L16 Kórinn: HK – ÍR L16 Kaplakriki: FH – ÍBV S16 TM-höllin: Stjarnan – Haukar S16 KA-heimilið: KA – Fjölnir S17 Hleðsluhöllin: Selfoss –... Meira
14. desember 2019 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Ísland sígur niður um eitt sæti

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fellur um eitt sæti á heimslista FIFA sem gefinn var út í gærmorgun. Ísland var í 17. sæti á síðasta lista í september en sígur niður í 18. sætið. Meira
14. desember 2019 | Íþróttir | 281 orð | 1 mynd

Í vikunni sá ég síðari hálfleik hjá Ajax og Valencia í Meistaradeild...

Í vikunni sá ég síðari hálfleik hjá Ajax og Valencia í Meistaradeild UEFA. Valencia vann 1:0 og Ajax komst ekki áfram þótt liðið hefði safnað saman 10 stigum í nokkuð erfiðum riðli. Ajax nægði jafntefli til að komast áfram. Meira
14. desember 2019 | Íþróttir | 96 orð | 1 mynd

Klopp í Liverpool næstu ár

Enska knattspyrnufélagið Liverpool tilkynnti í gærmorgun að Jürgen Klopp knattspyrnustjóri hefði skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2024, eða í hálft fimmta ár. Meira
14. desember 2019 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Með fjórar tvennur í sjö leikjum

Góð frammistaða Elvars Más Friðrikssonar með sænska körfuboltaliðinu Borås hélt áfram í gærkvöldi. Elvar skoraði 19 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók eitt frákast er liðið vann Luleå í toppslag, 98:88. Meira
14. desember 2019 | Íþróttir | 473 orð | 2 myndir

Stjarnan skín ein á toppnum

Körfubolti Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Stjarnan vann sinn sjötta sigur í röð er liðið vann sannfærandi 106:86-sigur á Haukum á útivelli í 10. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í gær. Meira
14. desember 2019 | Íþróttir | 305 orð | 2 myndir

Sögulegur úrslitaleikur í Japan

HM kvenna Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Flestir virtust reikna með því að Noregur og Rússland myndu leika til úrslita um heimsmeistaratitil kvenna í Japan á morgun. Meira
14. desember 2019 | Íþróttir | 303 orð | 1 mynd

Ungt landslið virðist á réttri leið

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí leikur á morgun úrslitaleik gegn Rúmeníu um að komast áfram á næsta stig undankeppninnar fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking árið 2022. Meira
14. desember 2019 | Íþróttir | 103 orð | 1 mynd

Þýskaland Hoffenheim – Augsburg 2:4 • Alfreð Finnbogason hjá...

Þýskaland Hoffenheim – Augsburg 2:4 • Alfreð Finnbogason hjá Augsburg er frá keppni vegna meiðsla. Staðan: Mönchengladb. Meira

Sunnudagsblað

14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 400 orð | 4 myndir

61 hillusentimetri af Íslendingasögum

Í augnablikinu er ég að lesa Sólarhringl eftir Huldar Breiðfjörð. Strax á fyrstu síðu grípur bókin mann. Skemmtilegt en um leið allt að því þjáningarfullt að lesa hugleiðingar hans um það þegar skammdegið hvolfist yfir. Svona er að vera Íslendingur. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 631 orð | 5 myndir

„Þetta er hræðilegur veruleiki“

Allan Sigurðsson fór með UN Women til Malaví í fyrra og myndaði ungar stúlkur sem höfðu verið þvingaðar í hjónaband. UN Women selur nú jólastjörnu og mun ágóðinn nýtast í menntun stúlkna sem hafa verið leystar úr þvinguðum barnahjónaböndum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 1034 orð | 2 myndir

Besti vinskapur í heimi

Skálmöld, hobbíbandið sem varð að skrímsli, kveður aðdáendur sína í bili á þrennum tónleikum í Gamla bíói í næstu viku en sexmenningarnir eru á leið í kærkomið frí. Allt bendir þó til þess að Skálmöld eigi afturkvæmt að því loknu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 691 orð | 1 mynd

Bókstaflega svartir dagar

Eftir stendur hins vegar að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Það er lykilatriði. Við eigum að einhenda okkur í að útrýma þeim. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 1434 orð | 1 mynd

Eins og önd í skotfæri

Fríða Ísberg hefur fengið glimrandi dóma fyrir aðra ljóðabók sína, Leðurjakkaveður, þar sem þau vega salt, töffarinn og berskjöldunin. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 16 orð | 1 mynd

Fjóla Guðrún Viðarsdóttir Ég er með mjög stuttan lista og vantar lítið...

Fjóla Guðrún Viðarsdóttir Ég er með mjög stuttan lista og vantar lítið. Kannski gallabuxur og... Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 2058 orð | 2 myndir

Fólk á að vera filterslaust

Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson fellir grímuna í bók sinni Án filters. Bókin hefur breytt lífi hans til hins betra og markar upphaf að öðruvísi framtíð. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 141 orð | 2 myndir

Gáfu kirkjunni smákökur

Nemendur í fjórða bekk Klébergsskóla færðu kirkjunni smákökur fyrir jólin. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 166 orð | 1 mynd

Gólfteppi stolið

Víkverji var í uppnámi í pistli sínum um miðjan desember fyrir sjötíu árum. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 209 orð | 1 mynd

Hálfmánar

500 g hveiti 200 g sykur 1 tsk lyftiduft 1 tsk hjartarsalt ½ tsk kanill ½ tsk kardimommuduft 200 g smjör 2 egg 150 g mjólk sveskjusulta Blandið þurrefnunum saman á borði og myljið svo smjörið út í. Bleytið með öðru egginu og mjólkinni. Hnoðið vel. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 2401 orð | 4 myndir

Hef aldrei lært að mjólka kú

Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Þórður Tómasson í Skógum hefur sent frá sér bókina Auðhumlu, þar sem hann fjallar um kýr og nautahald fyrri tíma. Hann verður 99 ára í vor en gengur ennþá hress og kátur til sinna verka dag hvern, 71 ári eftir að fyrsta bók hans leit dagsins ljós og er þakklátur fyrir að hafa alla tíð getað unnið við sitt helsta áhugamál, gamla búmenningu, og notið til þess ríks stuðnings. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 105 orð | 1 mynd

Heit, klár, fáguð – og partíljón

Attitjúd „Þú ert ýmist heit eða klár, fáguð eða partíljón. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 7 orð | 1 mynd

Helgi Ármannsson Góð föt. Mig vantar skó...

Helgi Ármannsson Góð föt. Mig vantar... Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 45 orð | 1 mynd

Hvar er Kjarvalströð?

Svartmáluð húsin á þessari mynd fanga auga og athygli, en þau eru við stíg sem heitir Kjarvalströð. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 64 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 112 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 15. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 262 orð | 1 mynd

Kúpla sig út úr jólastressinu

Hvernig jólatónleikar verða þetta? Við ætlum að hafa þetta lágstemmda jólatónleika með ljúfum jólalögum sem allir þekkja. Ég syng mikið um jólin, til dæmis með kór Lindakirkju, en þetta eru fyrstu jólatónleikarnir sem ég stend fyrir sjálf. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 85 orð | 1 mynd

Logandi geislasverð á kókflöskum vegna Star Wars

Kvikmyndin Star Wars: The Rise of Skywalker er leiðinni og stórfyrirtæki ætla svo sannarlega að notfæra sér það með alls konar vörum og sniðugum hlutum til að græða á. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 666 orð | 6 myndir

Mesta jólabarn heimsins

Theodóra Mjöll S. Jack, vöruhönnuður og hárgreiðslukona, lagði fallega á hátíðarborð fyrir Morgunblaðið. Hún segir litasamsetningu skipta mestu máli þegar skreyta á borð. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 120 orð | 1 mynd

Ozzy heitir fundarlaunum

Þjófnaður Gamla brýnið Ozzy Osbourne hefur heitið verðlaunafé, þremur milljónum króna, fyrir upplýsingar sem leitt geta til þess að munum sem voru í eigu gítarleikarans Randys heitins Rhoads verði skilað en þeim var stolið af safni honum til heiðurs í... Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 24 orð | 1 mynd

Ómissandi á aðventunni

Fátt er betra á köldu desemberkvöldi en nýbakaðar jólasmákökur. Takið fram kökukeflið og svuntuna og spreytið ykkur á þessum vinsælu uppskriftum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
14. desember 2019 | Sunnudagspistlar | 563 orð | 1 mynd

Óþarfa frelsi

Þurfa alltaf að vera til bláber og avókadó? Breskur cheddar-ostur og spænsk skinka? Rauðvín og búbblur? Er ekki bara í lagi að banna eitthvað af þessu? Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 49 orð | 1 mynd

Piparlakkrístoppar

3 eggjahvítur 200 g púðursykur 150 g piparlakkrískurl (1 poki) 150 g rjómasúkkulaðidropar Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Þeytið vel og lengi til að fá marensinn mjúkan og seigan. Blandið lakkrískurli og súkkulaði varlega saman við. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 14 orð | 1 mynd

Sigurbjörn Guðmundsson Góða hugsun og fína kveðju. Ég á allt og þarf...

Sigurbjörn Guðmundsson Góða hugsun og fína kveðju. Ég á allt og þarf engan... Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 82 orð | 1 mynd

Snýst um að næra sálina

Áhrif Breska leikkonan Gugu Mbatha-Raw lítur á það sem skyldu leikarans að efna til samtals og hreyfa við menningunni. Þetta kemur fram í nýlegu samtali við hana í breska blaðinu The Guardian. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 12 orð | 1 mynd

Steinunn Anna Óskarsdóttir Góða heilsu og að hafa börnin mín hjá mér...

Steinunn Anna Óskarsdóttir Góða heilsu og að hafa börnin mín hjá... Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 318 orð | 1 mynd

Sýgur blóð úr öllum, konum og körlum

Hann er bí-morðhneigður, sem er ekki það sama. Hann er að myrða fólk en ekki slá sér upp með því,“ segir Steven Moffat, annar handritshöfunda nýrra þátta um Drakúla greifa, sem frumsýndir verða í breska ríkissjónvarpinu, BBC, á nýársdag. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 208 orð | 1 mynd

Sörur

200 g möndlur 180 g flórsykur 3 eggjahvítur salt á hnífsoddi Hitið ofninn í 180°C. Malið möndlurnar fínt í matvinnsluvél og blandið flórsykrinum saman við. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 367 orð | 1 mynd

Typpið kemur sterkt inn

Hann var sem kunnugt er ástríðufullur áhugamaður um typpi og myndaði þau í bak og fyrir. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 554 orð | 2 myndir

Þekking – kenningar sem tengjast þróun og námi

Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að stórmeistarar í skák eru góðir í skák en ekki stærðfræði nema þeir hafi þjálfað sig á því sviði líka. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 377 orð | 3 myndir

Þú finnur alltaf réttu leiðina

Þú ert að fara inn í mest spennandi tímabil lífs þíns. Það verður alls ekki auðvelt en af auðveldu verður ekkert. Meira
14. desember 2019 | Sunnudagsblað | 89 orð | 1 mynd

Þögnin rofin

Bíó Stórstjörnurnar Charlize Theron, Nicole Kidman og Margot Robbie fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd, Bombshell, sem frumsýnd verður vestra í vikunni, og byggð er á sögu kvennanna sem risu upp gegn kynferðislegri áreitni af hálfu Rogers Ailes,... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.