Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Það er gaman að þessu og mikill heiður. Auðvitað er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður hefur lagt mikla vinnu í,“ segir Ásta Kristín Pjetursdóttir um gagnrýni sem birtist fyrir viku í Morgunblaðinu á fyrstu breiðskífu hennar, Sykurbað. Gagnrýnandi, Ragnheiður Eiríksdóttir, gaf plötunni fimm stjörnur af fimm mögulegum og skrifar m.a. að hún muni ekki hvenær hún hafi síðast orðið jafnuppnumin við að hlusta á frumraun íslensks listamanns. Komst platan einnig á Kraumslistann, lista yfir plötur tilnefndar til Kraumsverðlaunanna sem afhent voru í síðustu viku.
Meira