Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Æfingar ganga ljómandi vel og allt er að smella á lokametrunum,“ segir Hilmar Jónsson, leikstjóri jólasýningar Þjóðleikhússins í ár, en sýningin Meistarinn og Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov verður frumsýnd á Stóra sviðinu annan í jólum. Leikgerðina gerði Niklas Rådström fyrir Dramaten í Svíþjóð sem frumsýndi hana árið 2014 í leikstjórn Stefans Metz, sem er Íslendingum að góðu kunnur, en Hilmar þýddi leikgerðina sjálfur úr sænsku.
Meira