Greinar þriðjudaginn 24. desember 2019

Fréttir

24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 90 orð

Áfram í varðhaldi

Gæsluvarðhald yfir einum þeirra manna sem liggja undir grun um að hafa flutt inn rúm 16 kg af kókaíni til landsins um Keflavíkurflugvöll í vor var framlengt sl. fimmtudag um fjórar vikur. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Á þriðja hundrað í jólamat

Gert er ráð fyrir að um 250 manns muni nýta sér aðstoð Hjálpræðishersins í dag og snæða jólahádegisverð í höfuðstöðvum samtakanna í Mjódd. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Bohuslav Woody Vasulka

Bohuslav Woody Vasulka eða Tímóteus Pétursson listamaður lést í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum 20. desember sl. Hann fæddist í Brno í Tékkóslóvakíu 20. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 450 orð | 1 mynd

Botnfiskur í jólamatinn

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fiskur er almennt sannkallaður herramannsmatur og til dæmis í Slóvakíu þykir þverskorinn vatnakarfi ómissandi á jólum. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 430 orð | 2 myndir

Drög þrengja að grásleppuveiðum

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er bara eiginlega verið að segja mönnum að hætta að stunda grásleppuveiðar, svo einfalt er það nú,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda (LS), í samtali við Morgunblaðið, og vísar í máli sínu til draga að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020 sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Meira
24. desember 2019 | Erlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd

Dæmdir til dauða fyrir morð á Khashoggi

Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Sádiarabískur dómstóll dæmdi í gær fimm til dauða fyrir að hafa myrt sádiarabíska blaðamanninn Jamal Khashoggi, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 46 orð

Eldsvoði í rannsókn

Vinnu lögreglu á vettvangi brunans í fjölbýlishúsi Vesturbergi í Breiðholti í Reykjavík fyrir helgina lauk í gær. Málið er enn óupplýst. Íkveikja er einn möguleikinn sem skoðaður er við rannsókn. Eldurinn kviknaði í geymslu í húsinu. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 694 orð | 1 mynd

Fagnaðarerindið er fyrir alla

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hin mikla von og kærleikur sem felst í fæðingu frelsarans gera þann atburð að tíðindum allra tíma. Boðskapur jólanna er fyrir alla. Enginn er undanskilinn, fagnaðarerindið stendur öllu mannkyni til boða,“ segir Jarþrúður Árnadóttir, prestur á Þórshöfn á Langanesi. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Fréttaþjónusta mbl.is um jólin

Morgunblaðið kemur næst út föstudaginn 27. desember. Að venju verður öflug fréttaþjónusta á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir jóladagana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfrett@mbl.is. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 148 orð | 9 myndir

Jólin færa okkur yl og birtu í hjarta

Gjarnan er sagt á hátíðisstundum að jólin séu hátíð barnanna. Það er ekki ofmælt því jólaböllin, jólasveinarnir, pakkarnir og annað sem fylgir hátíðinni hjálpast að við að skapa gleði og eftirvæntingu meðal yngstu kynslóðarinnar. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Koma til Íslands til að gifta sig

Teitur Gissurarson teitur@mbl. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 465 orð | 1 mynd

Lítið um jólastress á Þorláksmessu

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Þorláksmessa er einn stærsti dagur ársins hjá verslunum hvarvetna um landið og fylgir deginum oftast bæði jólastemning og stress. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 900 orð | 4 myndir

Lægri verðbólga styður samninga

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Forystumenn launþega og atvinnurekenda telja að markmið lífskjarasamninganna um kaupmátt muni ganga eftir á næsta ári. Minni verðbólga en spáð var hafi aukið líkur á kaupmáttarstyrkingu. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 200 orð | 3 myndir

Mannmergð en ekkert stress

Stillt var í veðri og margt um manninn á Þorláksmessu í miðbænum líkt og vant er á þessum degi. Meira
24. desember 2019 | Erlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Neita ásökunum um vinnuþrælkun

Kínversk yfirvöld hafa alfarið neitað ásökunum um vinnuþrælkun fanga. Tilefni þess er að skilaboð sem rituð voru í jólakort frá bresku verslunarkeðjunni Tesco séu frá erlendum föngum í Quinghu-fangelsinu, að því er fullyrt er í frétt Sunday Times. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 93 orð

Nú má heita Ormsvíkingur og Lambi en Arian og Bastian ekki leyfð sem eiginnöfn

Mannanafnanefnd samþykkti 11. desember sl. beiðni um karlmannsnafnið Ormsvíkingur og skal nafnið fært á mannanafnaskrá. Karlmannsnöfnin Sófús, Siggi, Lambi og Ramses voru einnig samþykkt sama dag. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 403 orð | 2 myndir

Opinber gjöld taka breytingum

Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Breytingar á hinum ýmsu opinberu gjöldum fylgja áramótunum næstu eins og mörgum hinum fyrri. Flest krónutölugjöld verða hækkuð um 2,5%, sem er minni hækkun en sem nemur verðlagshækkunum. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Ragnar með jólasögu

Í aðfangadagsblaði Morgunblaðsins í dag sýnir Ragnar Jónasson, lögfræðingur og spennusagnahöfundur, á sér nýja hlið í fallegri jólasögu. Titill sögunnar er Andartak við sjóinn og gerist hún á Siglufirði en þaðan er Ragnar einmitt ættaður. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Skatturinn tekur brátt til starfa

Ný ríkisstofnun, Skatturinn, tekur til starfa um næstu áramót. Þá sameinast embætti tollstjóra og ríkisskattstjóra. Snorri Olsen ríkisskattstjóri mun stýra stofnuninni. Hinn 11. desember sl. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Sumarbústaður brann

Eldur út frá rafmagni eða logandi kerti eru líklegar orsakir eldsvoða í sumarhúsi í Mýrarkotslandi við Kiðjabergsveg í Grímsnesi í fyrrakvöld. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 199 orð

Treystir samninga

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Formenn verkalýðsfélaga segja minni verðbólgu en spáð var auka líkur á að markmið lífskjarasamninganna náist. Sú óvenjulega staða er uppi á Íslandi að verðbólga mælist nú aðeins 2% í niðursveiflu. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 64 orð

UN Women sáu um að lýsa upp Hörpu Þau leiðu mistök urðu í viðtali við...

UN Women sáu um að lýsa upp Hörpu Þau leiðu mistök urðu í viðtali við Ingibjörgu Jónasdóttur, forseta Soroptimistasambandsins á Íslandi, í Morgunblaðinu 19. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Verðlaunamyndagáta Morgunblaðsins 2019

Þrenn bókaverðlaun verða veitt fyrir réttar lausnir. Lausnir þurfa að hafa borist Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, merktar Myndagáta, fyrir hádegi 10. janúar og verða birtar 11. janúar. Meira
24. desember 2019 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Vilja nú endurheimta mikilvæg svæði í Hítará

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Til skoðunar er að endurheimta mikilvæg hrygningarsvæði og góð veiðisvæði í Hítará í Borgarbyggð eftir að stórt berghlaup féll úr Fagraskógarfjalli vestan árinnar 7. júlí 2018. Bergfyllan fyllti farveg Hítarár á um 1,6 kílómetra kafla skammt ofan við Kattarfoss. Hefur Skipulagsstofnun nú komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og er framkvæmdin því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Meira

Ritstjórnargreinar

24. desember 2019 | Leiðarar | 675 orð

Gleðileg jól

Óveðrið sem lagðist svo þungt á hluta landsins okkar rétt fyrir miðjan desember minnti okkur í senn á íslenskan veruleika eins og hann var í meira en þúsund ár, en ekki síður á hitt hversu langt hefur miðað í hvers kyns framförum. Það er sama á hvað er horft. Samgöngur hafa gjörbreyst. Maður og hestur í þúsund ár lokaðir af torfærum og óbrúuðum ám og fljótum. Nú bifreiðar, sem verða sífellt öflugri og sérhæfðari, og flugvélar og þá ekki síst þyrlur sem gera kraftaverk flesta daga ársins. Sjúkrahús með sérhæfðu fólki sem stenst samanburð við það besta eru því núna á næstu grösum. Rafmagn, sem kemur alls staðar við sögu og heitt vatn úr „iðrum jarðar“ og endalaust má áfram telja. Meira
24. desember 2019 | Staksteinar | 211 orð | 2 myndir

Óvænt innlegg um frjáls viðskipti

Hér var fyrir skömmu vitnað til viðhorfa seðlabankastjóra til skattalækkunar á samdráttartímum og kom sjálfsagt engum að óvart að seðlabankastjóri hefði áhuga á hagfræðilegu álitaefni af því tagi. Meira

Menning

24. desember 2019 | Tónlist | 123 orð | 1 mynd

Árlegir jólatónleikar Fílharmóníu

Söngsveitin Fílharmónía heldur árlega jólatónleika sína í Langholtskirkju á föstudagskvöldið kemur, 27. desember, og hefjast tónleikarnir klukkan 20. Meira
24. desember 2019 | Tónlist | 705 orð | 1 mynd

„Fullkomlega ófullkomin“ tónlist

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég var búin að semja efni frá 2016 og var komin langleiðina með að fylla plötu. Þá ákvað ég að sækja um hljóðritunarstyrk hjá Rannís og fékk þar veglegan styrk. Þá gat ég ekki hætt við heldur bókaði stúdíó þremur mánuðum síðar og lét bara vaða,“ segir Marína Ósk Þórólfsdóttir um tilurð fyrstu sólóplötu sína sem nefnist Athvarf og út kom fyrr í vetur og nálgast má á tónlistarveitunni Spotify. Platan inniheldur ellefu lög sem öll eru samin og útsett af söngkonunni sjálfri. Meira
24. desember 2019 | Leiklist | 981 orð | 3 myndir

„Skrýtnir og hættulegir tímar“

Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Æfingar ganga ljómandi vel og allt er að smella á lokametrunum,“ segir Hilmar Jónsson, leikstjóri jólasýningar Þjóðleikhússins í ár, en sýningin Meistarinn og Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov verður frumsýnd á Stóra sviðinu annan í jólum. Leikgerðina gerði Niklas Rådström fyrir Dramaten í Svíþjóð sem frumsýndi hana árið 2014 í leikstjórn Stefans Metz, sem er Íslendingum að góðu kunnur, en Hilmar þýddi leikgerðina sjálfur úr sænsku. Meira
24. desember 2019 | Bókmenntir | 286 orð | 1 mynd

Forvitnilegar kynlífslýsingar

Lestrarfélagið Krummi hefur birt tilnefningar til Rauðu hrafnsfjaðrarinnar sem veitt er fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins 2019 í íslenskum bókmenntum. Meira
24. desember 2019 | Fjölmiðlar | 225 orð | 1 mynd

Hvar eru nýju jólamyndirnar?

Hluti af jólahaldinu á mörgum heimilum er að horfa á góðar jólamyndir, myndir sem eiga það sameiginlegt að fjalla um jól með einum eða öðrum hætti og ylja áhorfendum eða kæta. Meira
24. desember 2019 | Tónlist | 75 orð | 4 myndir

Jólatónleikar Fóstbræðra fóru fram í Langholtskirkju á föstudaginn og...

Jólatónleikar Fóstbræðra fóru fram í Langholtskirkju á föstudaginn og voru á efnisskrá bæði innlend og erlend kórverk, gömul sem ný, sem tengjast jólum og hinu eilífa ljósi. Meira
24. desember 2019 | Kvikmyndir | 53 orð | 1 mynd

Ný kvikmynd um Magnús Pálsson

Heimildakvikmyndin Á Skjön – Verk og dagar Magnúsar Pálssonar verður frumflutt í Bíó Paradís á fimmtudag, annan í jólum, kl. 19.15. Meira
24. desember 2019 | Tónlist | 46 orð | 1 mynd

Pallaball á Akranesi á annan í jólum

Stuðboltinn Páll Óskar Hjálmtýsson mun þeyta skífum og halda uppi fjöri á Pallaballi sem haldið verður annan í jólum í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Ballið hefst kl. 23. Meira
24. desember 2019 | Bókmenntir | 425 orð | 3 myndir

Æsispennandi ævintýraveröld

Eftir Hilmar Örn Óskarsson. Björt, 2019. Innb., 308 bls. Meira
24. desember 2019 | Tónlist | 103 orð | 1 mynd

Ævisaga Jóns Leifs ein sú besta

Alex Ross, tónlistargagnrýnandi tímaritsins The New Yorker , nefnir ævisögu Jóns Leifs eftir Árna Heimi Ingólfsson sem eina af átta áhugaverðustu tónlistarbókum ársins 2019 á vefsíðu sinni, therestisnoise.com. Meira

Umræðan

24. desember 2019 | Aðsent efni | 1926 orð | 1 mynd

Andartak við sjóinn

Hann gat ekki lengur séð sjóinn, en hann fann þó sjávarlyktina. Sterkari en nokkru sinni fyrr. Meira
24. desember 2019 | Aðsent efni | 180 orð | 2 myndir

Á helgri stund

Á helgri stund er hátíð nær og fjær, heimur gleðst í birtu ljóss og vonar. Það er sem Guð sé öllum aðeins nær, í Orði því er boðar komu sonar. Er ljósið skæra heimi birtu ber, bærist von og gleði í frómu hjarta. Meira
24. desember 2019 | Aðsent efni | 756 orð | 1 mynd

Gjörningaveðrin

Eftir Halldór Gunnar Ólafsson: "Í grunninn held ég að andstaða smærri sveitarfélaga snúi að trausti eða skorti á trausti, einmitt í ljósi þess hvernig hið opinbera hefur með beinum og óbeinum hætti veikt innviði og dregið úr slagkrafti byggða landsins." Meira
24. desember 2019 | Aðsent efni | 366 orð | 1 mynd

Hálendisþjóðgarður

Eftir Kristján Baldursson: "Þeim fjölgar stöðugt sem vilja fara aðrar leiðir en fórna náttúruvíðernum fyrir raforku." Meira

Minningargreinar

24. desember 2019 | Minningargreinar | 657 orð | 1 mynd

Álfheiður Jónsdóttir

Kristín Álfheiður Jónsdóttir (Lilla) fæddist á Seyðisfirði 7. október 1924. Hún lést á Grund 1. desember 2019. Foreldrar hennar voru Jón Finnbogason, f. 12.3. 1884, d. 26.1. 1931, og Oddný Friðrika Jóhannesdóttir, f. 5.6. 1896, d. 26.7. 1974. Meira  Kaupa minningabók
24. desember 2019 | Minningargreinar | 524 orð | 1 mynd

Ingibjörg Steindórsdóttir

Ingibjörg Steindórsdóttir fæddist 28. janúar 1923. Hún lést 14. desember 2019. Útför Ingibjargar fór fram 19. desember 2019. Meira  Kaupa minningabók
24. desember 2019 | Minningargreinar | 240 orð | 1 mynd

Karitas Óskarsdóttir

Karitas Óskarsdóttir fæddist 26. desember 1939. Hún lést á 14. apríl 2018. Útför Karitasar fór fram 26. apríl 2018. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. desember 2019 | Viðskiptafréttir | 166 orð | 1 mynd

7,6% færri um Keflavíkurflugvöll á árinu 2020

Gert er ráð fyrir því að farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári verði tæplega 6,7 milljónir og fækki því um 7,6% frá árinu 2019. Þetta kemur fram í farþegaspá Isavia fyrir árið 2020. Meira
24. desember 2019 | Viðskiptafréttir | 77 orð | 1 mynd

Benedikt Stefánsson

40 ára Benedikt ólst upp á Siglufirði en býr í Mosfellsbæ. Hann er með MS-gráðu í verkfræði frá Háskólanum í Árósum og er jarðtækniverkfræðingur hjá Mannviti. Áhugamál Benedikts eru golf og veiði. Börn : Kamilla Mist, f. 2004, Ísold Anna, f. Meira
24. desember 2019 | Viðskiptafréttir | 207 orð | 1 mynd

Heimilin tekin að flýja fasta vexti

Íslensk heimili eru tekin að losa sig við fasteignalán á föstum vöxtum. Um þetta vitna nýjar tölur sem Seðlabankinn hefur gefið út yfir útlán í bankakerfinu. Meira
24. desember 2019 | Viðskiptafréttir | 633 orð | 3 myndir

Í forystu verkafólks í áratugi

Guðmundur Þ Jónsson er fæddur 25. desember 1939 á Gjögri í Árneshreppi, Strandasýslu og ólst þar upp til 13 ára aldurs. Guðmundur gekk í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi og lauk þaðan grunnskólaprófi 1953. Hann var við nám í Sovétríkjunum 1963-1965 og í ensku við Bournemouth International School 1989. Meira
24. desember 2019 | Viðskiptafréttir | 90 orð | 1 mynd

Tómas Kristjánsson

50 ára Tómas ólst upp á Eyrarbakka en býr í Reykjavík. Hann er framreiðslumaður frá Hótel- og veitingaskóla Íslands og rekur veitingastaðina Nauthól, Málið og Braggann. Maki : Sigrún Guðmundsdóttir, f. 1967, framreiðslumaður og veitingakona. Meira
24. desember 2019 | Viðskiptafréttir | 633 orð | 2 myndir

Ýmis tækifæri sem felast í vörumerkinu Dr. Football

Baksvið Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Um 30 þúsund manns hlusta að jafnaði á hlaðvarpsþáttinn Dr. Football sem sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason fór fyrst með í loftið í júnímánuði árið 2018. Þá var heimsmeistaramótið í fótbolta haldið í Rússlandi og sá Hjörvar þar ákveðið sóknarfæri í umræðu um knattspyrnu. „Mér fannst vanta umræðu um fótbolta án þess að það þyrfti að stoppa á þriggja mínútna fresti til þess að setja eitthvert lag á sem fólk getur alveg eins hlustað á á Spotify. Og svo var svo mikið af fréttum sem rúlluðu í gegn sem enginn var að ræða,“ segir Hjörvar í samtali við Morgunblaðið. Meira

Fastir þættir

24. desember 2019 | Fastir þættir | 165 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 c5 4. e3 d5 5. Rc3 a6 6. cxd5 exd5 7. g3 Rc6...

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 c5 4. e3 d5 5. Rc3 a6 6. cxd5 exd5 7. g3 Rc6 8. Bg2 c4 9. Re5 Bb4 10. 0-0 0-0 11. Bd2 He8 12. Rxc6 bxc6 13. b3 a5 14. Dc2 Ba6 15. Hfd1 Hb8 16. bxc4 Bxc4 17. Ra4 Re4 18. Bxe4 Hxe4 19. Bxb4 axb4 20. Rb2 Bb5 21. Rd3 Ha8 22. Meira
24. desember 2019 | Í dag | 66 orð | 1 mynd

Chrissy Teigen framleiðir þátt um franskar kartöflur

Chrissy Teigen er að skella sér í framleiðslu á heimildarmynd sem heitir „Fries! The Movie“ en samkvæmt fréttatilkynningu mun myndin fjalla um ástæðu þess að franskar kartöflur eru eins elskaðar um allan heim og þær eru. Meira
24. desember 2019 | Í dag | 88 orð | 1 mynd

Eddy Murphy átti upprunalega að leika í Ghostbusters

Draugabanarnir frá 1984 voru leiknir af þeim Dan Aykroyd og Harold Ramis. Meira
24. desember 2019 | Fastir þættir | 177 orð

Einn og átta. S-NS Norður &spade;ÁD3 &heart;Á4 ⋄97532 &klubs;DG4...

Einn og átta. S-NS Norður &spade;ÁD3 &heart;Á4 ⋄97532 &klubs;DG4 Vestur Austur &spade;10876 &spade;G9 &heart;DG1083 &heart;9752 ⋄KG ⋄86 &klubs;105 &klubs;Á9872 Suður &spade;K542 &heart;K6 ⋄ÁD104 &klubs;K63 Suður spilar 3G. Meira
24. desember 2019 | Í dag | 292 orð

Jólin eru hátíð friðar

Á aðfangadagskvöld fer ég ævinlega með Jólavísu Jóns Þorsteinssonar á Arnarvatni: Nei, hér er þá dálítil hjörð á beit og hjarðsveinn á aldri vænum. Meira
24. desember 2019 | Í dag | 51 orð

Málið

„Þetta voru einhverjar 5 milljónir; það komu einhverjir 30 manns; samtals urðu þetta einhver 13 ár; þetta voru einhverjir tugir tonna.“ Áhrif frá enskunni: some . Í rauninni eru þetta einar 5 milljónir, einir 30 manns, ein 13 ár – þ.e. Meira

Íþróttir

24. desember 2019 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Aron Elís fer beint í Íslendingaslag

Aron Elís Þrándarson samdi í gær við danska knattspyrnufélagið OB til hálfs fjórða árs og þar með leika sjö Íslendingar í dönsku úrvalsdeildinni um þessar mundir. Meira
24. desember 2019 | Íþróttir | 1597 orð | 4 myndir

„Skemmtilegasta starfið“

Uppbygging Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Ég veit að fólk gerir sér ekki grein fyrir því hve umfangsmikið starf þjálfara yngri landsliðanna er. Ég var sem dæmi um eða yfir 100 daga erlendis á þessu ári vegna verkefna landsliðanna, sá 120-130 leiki og þannig var þetta með okkur alla sem þjálfum yngri liðin,“ sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari U19 og U18 ára landsliða karla við Morgunblaðið. Meira
24. desember 2019 | Íþróttir | 49 orð | 1 mynd

Enski boltinn á Síminn Sport Leikir á öðrum degi jóla: Tottenham &ndash...

Enski boltinn á Síminn Sport Leikir á öðrum degi jóla: Tottenham – Brighton 12.30 Bournemouth – Arsenal 15 Aston Villa – Norwich 15 Chelsea – Southampton 15 Crystal Palace – West Ham (mbl. Meira
24. desember 2019 | Íþróttir | 95 orð | 1 mynd

Grikkland PAOK – Atromitos 5:1 • Sverrir Ingi Ingason lék...

Grikkland PAOK – Atromitos 5:1 • Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK og skoraði tvö mörk. *Efstu lið: PAOK 40, Olympiacos 38, AEK Aþena 28, OFI Krít 23, Larissa 22, Aris Saloniki 22, Panathinaikos 22. Meira
24. desember 2019 | Íþróttir | 97 orð | 1 mynd

NBA-deildin Toronto – Dallas 110:107 Boston – Charlotte...

NBA-deildin Toronto – Dallas 110:107 Boston – Charlotte 119:93 Milwaukee – Indiana 117:89 Oklahoma City – LA Clippers 118:112 LA Lakers – Denver 104:128 Staðan í Austurdeild: Milwaukee 27/4, Boston 20/7, Miami 21/8, Toronto... Meira
24. desember 2019 | Íþróttir | 397 orð | 3 myndir

* Ragnar Sigurðsson , landsliðsmaður í fótbolta, er án félags en hann...

* Ragnar Sigurðsson , landsliðsmaður í fótbolta, er án félags en hann komst að samkomulagi við Rostov í Rússlandi um riftun á samningi. Ragnar gekk í raðir Rostov frá Fulham árið 2018 og lék yfir 50 leiki með liðinu og var fyrirliði þess um tíma. Meira
24. desember 2019 | Íþróttir | 1024 orð | 3 myndir

Samstarf við skólana stórt skref fyrir yngri landsliðin

Uppbygging Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Yngri landslið Íslands í fótbolta léku 61 leik á árinu 2019 og af þeim voru 54 spilaðir erlendis en sjö á heimavelli. Meira
24. desember 2019 | Íþróttir | 320 orð | 1 mynd

Yngri landslið Íslands 2019

*U19 ára landslið karla lék sjö landsleiki á árinu 2019 og alla erlendis. Tvo í Lettlandi (U18 ára lið), tvo í Finnlandi og þrjá í Belgíu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.