Greinar laugardaginn 11. janúar 2020

Fréttir

11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

270 færri sækja til umboðsmanns

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umboðsmaður skuldara fékk færri umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda á nýliðnu ári en á árunum á undan. 1.127 umsóknir bárust á árinu, sem er 270 umsóknum færra en á árinu 2018. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 264 orð | 2 myndir

Afturkalla MSC-vottun

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vottunarstofur sem sjá um MSC-vottun á norsk-íslenskri hafa tilkynnt að verði ekki gripið til úrbóta hvað varðar stjórnun veiðanna verði vottun á síldinni afturkölluð í árslok. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Atvinnulóðir verða seldar á föstu verði

Á fundi borgarráðs í vikunni var samþykkt að auglýsa fjórar atvinnulóðir í Suður-Mjódd í Breiðholti til sölu á föstu verði. Umræddar lóðir eru Álfabakki 2A, 2B, 2C og 2D. Þær eru skammt frá Reykjanesbrautinni. Lóðirnar eru samtals 17.000 fermetrar. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Á gjörgæslu eftir slys í Kollafirði

Tveir voru fluttir á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys á Vesturlandsvegi á tólfta tímanum í gær þar sem stór ruslagámur losnaði aftan úr vöruflutningabifreið og lenti á vörubíl og lítilli fólksflutningabifreið. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Álagningarseðlar verða rafrænir

Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2020 verða aðeins birtir á vefsíðunum island.is og Rafrænni Reykjavík. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu borgarinnar. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Ávallt reiðubúin

Björgunarsveitarfólk er Vestlendingar ársins 2019 skv. vali sem Skessuhorn – fréttaveita Vesturlands stóð að nú í 21. skipti. Leitað var tilnefninga íbúa á Vesturlandi og var niðurstaðan afgerandi. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 158 orð

„Það er ekki heil brú í svona vinnubrögðum“

„Ég mun að sjálfsögðu taka málið upp í borgarstjórn enda er þarna verið að byrja á öfugum enda. Það er ekki heil brú í svona vinnubrögðum,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Blindir leggjast gegn breytingum

Blindrafélagið leggur til að allir rekstrarleyfishafar leigubíla verði skráðir á leigubifreiðastöð sem hefur starfsleyfi Samgöngustofu. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Brák skorar á þingmenn

Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi hélt fund í vikunni þar sem samþykkt var að skora á þingmenn Norðvesturkjördæmis að vinna ötullega að frumvarpi til laga um endurgreiðslur til félagasamtaka til almannaheilla vegna mannvirkjagerðar og annarra... Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 613 orð | 2 myndir

Byggingar rísa við Reykjanesbraut

Úr bæjarlífinu Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Ég vil byrja á því að óska lesendum gleðilegs nýs árs í þessum fyrsta bæjarlífspistli ársins. Það er engin nýlunda að áramót séu uppskeruhátíð en jafnframt boðun um betri tíma. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 181 orð

Efling stefnir í verkfall

Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áætlað er að hefjist í febrúar. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 151 orð

Engin gullöld uppi

„Auðvitað viljum við frekar leggja upp seríu og sækja svo ráðstöfunarféð í stað þess að laga seríu að ráðstöfunarfénu,“ segir Davíð Óskar Ólafsson hjá Mystery Productions í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins, en hann er einn... Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 768 orð | 2 myndir

Eykur lífsgæði í þróunarríkjum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sú þekking á sviði orkumála, sjávarútvegs, landgræðslu og jafnréttismála sem fulltrúar erlendra þjóða hafa fengið hér á Íslandi er mikilvæg og hefur aukið lífsgæði fólks í þróunarríkjum. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 306 orð | 2 myndir

Fiskverð í hæstu hæðum

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Verð á fiskmörkuðum hefur verið í hæstu hæðum fyrstu tíu daga ársins, enda hefur framboð verið lítið í þeirri brælutíð sem verið hefur frá áramótum. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 751 orð | 3 myndir

Gagnrýnir lóðaúthlutun í 102

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það eru margir lausir endar í þessu. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 479 orð | 1 mynd

Gestafjöldinn fari ekki yfir 20 þúsund

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt drög að samningi við Lifandi viðburði (LV) um tónleikahald í Laugardal í júní 2020, sólstöðuhátíðina Secret Solstice. LV skal tryggja að gestafjöldi fari ekki yfir 20 þúsund manns. Meira
11. janúar 2020 | Erlendar fréttir | 393 orð | 2 myndir

Hafna kenningu um flugskeyti

Teheran. AFP. | Írönsk flugmálayfirvöld höfnuðu því í gær að úkraínskri farþegaþotu, sem fórst skammt frá Teheran á miðvikudag, hefði verið grandað með flugskeyti. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 528 orð | 3 myndir

Hjónin munu ekki hverfa úr sviðsljósinu

Fréttaskýring Guðmundur Magnússon gudmundu@mbl. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 199 orð | 2 myndir

Innkalla súkkulaði

Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Jafnlaunavottun á Nesinu

Seltjarnarnesbær fékk nýverið staðfestingu á vottuðu jafnlaunakerfi hjá Jafnréttisstofu og tók við viðurkenningu þess efnis nú í byrjun janúar frá faggiltum vottunaraðila, iCert ehf. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Jón Atli áfram rektor HÍ til næstu fimm ára

Háskólaráð samþykkti á fundi sínum á föstudag að tilnefna Jón Atla Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, í embætti rektors Háskóla Íslands til næstu fimm ára, frá 1. júlí næstkomandi fram til 30. júní 2025. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Baráttan um brauðið Lífsbaráttan getur verið hörð fyrir smáfuglana þegar vetrarríkið er sem mest. Hver brauðmoli sem gefst er því eftirsóttur og margir sækjast eftir að fá að narta... Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 520 orð | 2 myndir

Óvissa um starfsfólk og tæki

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ræða við Icelandair um flug frá Helsinki

Kínverska flugfélagið Juneyao Air hefur boðað flug frá Sjanghæ til Manchester, Dublin og Keflavíkur með viðkomu í Helsinki, en hyggst ekki sinna fluginu milli Finnlands og áfangastaða í Evrópu sjálft heldur hefur félagið leitað að samstarfsaðilum, þar á... Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 525 orð | 1 mynd

Sérsveitin gefur tóninn

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sérsveitin, stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins í handbolta, er mætt til Malmö í Svíþjóð og gefur tóninn á leik Íslands og Danmerkur í Evrópukeppninni í dag. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 46 orð

Skákin og Gamma Ranglega var haft eftir Gunnari Björnssyni, forseta...

Skákin og Gamma Ranglega var haft eftir Gunnari Björnssyni, forseta Skáksambands Íslands, sl. mánudag að Reykjavíkurmótið í skák stæði ekki höllum fæti í kjölfar „falls“ Gamma. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Skjálfti upp á 3,9 fannst víða

Jarðskjálfti af stærðinni 3,9 reið yfir í Ölfusi á milli Hveragerðis og Selfoss klukkan 13.10 í gær. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 452 orð | 2 myndir

Tugir lentu í umferðarslysum

Rósa Margrét Tryggvadóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Afleiðingar vonskuveðurs í gær voru verulegar víða á landinu, en nokkuð var um slys og vegum víða lokað. Fjórar rútur lentu í slysum eða óhöppum í gær, þar af var eitt alvarlegt. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Undirbúa kaup á fjölda vararafstöðva

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Á sjötta tug bænda hefur sýnt áhuga á að taka þátt í samningum Búnaðarsambands Eyjafjarðar um kaup á vararafstöðvum. Eru þetta mest bændur í Eyjafirði og annars staðar á Norðurlandi en einnig einstaka bændur annars staðar. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Útför Guðrúnar Ögmundsdóttur

Guðrún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi, félagsráðgjafi og fyrrverandi alþingismaður, var jarðsungin frá Hallgrímskirkju í gær. Athöfnina annaðist sr. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 107 orð | 2 myndir

Útför Vilhjálms Einarssonar frá Hallgrímskirkju

Útför Vilhjálms Einarssonar, frjálsíþróttamanns og fyrrverandi skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum, var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Hann lést á Landspítalanum 28. desember, 85 ára að aldri. Meira
11. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Verð hlutabréfa í Arnarlaxi hefur tvöfaldast

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verð hlutabréfa fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréfin á NOTC-hlutabréfamarkaði kauphallarinnar í Osló um miðjan nóvember. Meira

Ritstjórnargreinar

11. janúar 2020 | Reykjavíkurbréf | 1474 orð | 1 mynd

Enn er drottning öflugasta spilið í stokknum

Það var ekki að undra að stærsta frétt fjölmiðla á föstudagsmorgni hefði víðast snúist um það mat leyniþjónustustofnana á Vesturlöndum að yfirgnæfandi líkur stæðu nú til þess að Íransher hefði grandað farþegavél frá Úkraínu með flugskeyti örskömmu eftir að hún tók á loft frá flugvellinum í Teheran. Meira
11. janúar 2020 | Staksteinar | 201 orð | 2 myndir

Farið offari á Rúv.

Andrés Magnússon ræðir í nýjasta fjölmiðlapistli sínum í Viðskiptablaðinu hættuna á að fjölmiðlar og einstakir fjölmiðlamenn fari út af sporinu í umfjöllun sinni. Nefnir hann sérstaklega dæmi um tvo starfsmenn Rúv. sem hafi gerst sekir um þetta. Meira
11. janúar 2020 | Leiðarar | 608 orð

Óveður og öryggi

Orðið mannskaðaveður er ekki í málinu að ástæðulausu Meira

Menning

11. janúar 2020 | Fólk í fréttum | 560 orð | 4 myndir

325 fá tímabundin starfslaun

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir ársins úr launasjóðum listamanna. Til úthlutunar voru 1.600 mánaðarlaun en alls var sótt um 11.167 mánuði. Fjórtán prósentum þeirra mánaða sem sótt er um er því úthlutað. Fjöldi umsækjenda var 1. Meira
11. janúar 2020 | Myndlist | 110 orð | 1 mynd

Einhvers konar samsláttur og samfélag

Myndlistarsýningin Samsláttur verður opnuð á hlöðulofti Korpúlfsstaða í dag, 11. janúar, kl. 14 og stendur til 26. janúar. Sýningin er framlag níu listamanna og óður þeirra til birtunnar í myrkum janúarmánuði, segir í tilkynningu. Meira
11. janúar 2020 | Fjölmiðlar | 203 orð | 1 mynd

Enn rammvillt í víddum geimsins

Týnd í geimnum (Lost in Space) nefndust sjónvarpsþættir sem sýndir voru í Kanasjónvarpinu á sjöunda áratugnum. Þeir fjölluðu um Robinson-fjölskylduna, sem var rammvillt í óravíddum alheimsins. Meira
11. janúar 2020 | Tónlist | 80 orð | 1 mynd

Fagnar útgáfu í Mengi

Mikael Lind heldur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Meira
11. janúar 2020 | Myndlist | 162 orð | 1 mynd

Flæði vatns, lita og myndefnis

Flæði er heiti samsýningar kvenna sem allar hafa tengingu við Borgarfjörð og verður opnuð kl. 13 í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Meira
11. janúar 2020 | Hönnun | 205 orð | 1 mynd

Málstofa og leiðsagnir

Arkitektafélag Íslands og Hafnarborg standa fyrir málstofu um Guðjón Samúelsson arkitekt í Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, í dag frá kl. 11 til 13. Meira
11. janúar 2020 | Kvikmyndir | 176 orð | 1 mynd

Mynd sem „smýgur inn undir húðina“

„Lof mér að falla er virkilega flott og vel leikin mynd sem smýgur inn undir húðina,“ skrifar Thomas Brunstrøm kvikmyndagagnrýnandi BT og gefur Lof mér að falla , sem nýverið var frumsýnd í Danmörku, fimm stjörnur af sex mögulegum. Meira
11. janúar 2020 | Leiklist | 75 orð | 1 mynd

Nýtt ár og nýtt grín í Tjarnarbíói

Uppistandshóparnir VHS, Fyndnustu mínar og grínistinn Jakob Birgis koma saman í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20 og verða með uppistand. Munu uppistandararnir prufukeyra nýtt gamanefni á gestum. Meira
11. janúar 2020 | Myndlist | 87 orð | 1 mynd

Opnar sýningu í Hofi

Þórunn Bára Björnsdóttir opnar sýninguna Surtsey – Mávaból í Menningarhúsinu Hofi í dag. Meira
11. janúar 2020 | Kvikmyndir | 91 orð | 1 mynd

Ólögleg uppsögn í veikindaleyfi

Dómstóll í París hefur komist að þeirri niðurstöðu að kvikmyndaleikstjóranum Luc Besson hefði verið óheimilt að reka aðstoðarkonu sína meðan hún var í veikindaleyfi. Meira
11. janúar 2020 | Kvikmyndir | 117 orð | 1 mynd

Pääru Oja rísandi stjarna í Berlín

Tilkynnt hefur verið hvaða tíu leikarar eru valin rísandi stjörnur eða „Shooting Stars“ á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín í ár. Meira
11. janúar 2020 | Tónlist | 1264 orð | 2 myndir

Raunveruleikinn svolítið skrítinn

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarkonan K. Meira
11. janúar 2020 | Myndlist | 118 orð | 1 mynd

Segir frá ljósmyndum Ward

Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstjóri Ljósmyndasafns Íslands, veitir leiðsögn á morgun, sunnudag, kl. 14 um sýninguna Með Ísland í farteskinu. Ljósmyndir, úrklippur og munir úr fórum Pike Ward í Þjóðminjasafninu. Sýningunni lýkur jafnframt á morgun. Meira
11. janúar 2020 | Tónlist | 62 orð | 1 mynd

Síðdegisstund í tónum og tali

Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Ourania Menelaou píanóleikari flytja verk eftir Ludwig van Beethoven, Piotr Iljits Tsjækovskí, Petr Eben, Arthur Benjamin, Leoš Janácek og fleiri á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, sunnudag, kl.... Meira
11. janúar 2020 | Tónlist | 595 orð | 9 myndir

Staða íslensks rapps í dag

Seinni bylgja íslenska rappsins lemst enn utan í klappir. Hvenær fjarar bylgjan út, eða á slíkt kannski ekki við lengur? Meira
11. janúar 2020 | Myndlist | 96 orð | 1 mynd

Veitir leiðsögn um sýninguna úngl-úngl

Myndlistarkonan Ólöf Nordal veitir á morgun, sunnudag, leiðsögn um sýningu sína í Ásmundarsafni sem ber titilinn úngl-úngl . Leiðsögnin hefst kl. 15. Meira
11. janúar 2020 | Tónlist | 276 orð | 1 mynd

Von á tveimur plötum með Bowie í ár

Fjögur ár voru í gær liðin frá því breski tónlistarmaðurinn David Bowie lést aðeins 69 ára að aldri eftir stutta baráttu við lifrarkrabbamein. Meira

Umræðan

11. janúar 2020 | Pistlar | 334 orð

Adam Smith á Íslandi

Einokunarverslunin danska var í raun innheimtustofnun fyrir auðlindaskatt, eins og Gísli Gunnarsson prófessor hefur sýnt fram á: Fé var með ýmsum opinberum aðgerðum fært úr sjávarútvegi til landbúnaðar, en snarminnkaði auðvitað á leiðinni, eins og títt... Meira
11. janúar 2020 | Pistlar | 395 orð | 1 mynd

Ár hjúkrunar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tileinkar árið 2020 hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Ákvörðunin er meðal annars tekin til heiðurs minningu breska hjúkrunarfræðingsins Florence Nightingale en þann 12. maí 2020 eru 200 ár liðin frá fæðingu hennar. Meira
11. janúar 2020 | Aðsent efni | 752 orð | 2 myndir

Fimmtíu ára minning áhafnar Sæfara

Eftir Helga Hjálmtýsson: "Þetta sjóslys var áfall fyrir þjóðina. Bæði vegna þess hve ungir áhafnarmeðlimir Sæfara voru og vegna þess að þetta var áttunda skipið af Vestfjörðum sem fórst á sjö ára tímabili með þrjátíu og þremur mönnum." Meira
11. janúar 2020 | Pistlar | 466 orð | 2 myndir

Fjölmenning er ekki stefna

Loftslagsumræðan fer iðulega út um víðan völl þegar fólk segir „mér finnst það ekki“ frammi fyrir niðurstöðum vísinda. Meira
11. janúar 2020 | Aðsent efni | 408 orð | 1 mynd

Hálendisþjóðgarður til heilla

Eftir Tryggva Felixson: "Stjórn Landverndar styður stofnun hálendisþjóðgarðs sem framfaraskref fyrir þjóðina og náttúruvernd en telur að lagfæra þurfi framlagða tillögu." Meira
11. janúar 2020 | Pistlar | 767 orð | 1 mynd

Hvar eru málsvarar hinna vinnandi stétta?

Umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn Meira
11. janúar 2020 | Aðsent efni | 130 orð | 1 mynd

Lausn jólamyndagátu

Góð viðbrögð voru við myndagátu Morgunblaðsins og barst mikill fjöldi lausna. Rétt lausn er: „Loftslagshlýnun og hörmungar víða mannkyn plaga en æskan vekur í brjóstum von um bjarta og betri tíma. Meira
11. janúar 2020 | Velvakandi | 153 orð | 1 mynd

Traðarreitur eystri, Kópavogi

Í bók Arnaldar Indriðasonar Tregasteini staldraði ég við í byrjun 50. kafla, fannst hann tjá vel hugsanir mínar með þessum orðum: „Konráð asnaðist til þess að aka í gegnum miðbæinn... forðaðist miðbæinn í seinni tíð. Meira
11. janúar 2020 | Aðsent efni | 842 orð | 1 mynd

Örlagaglíma mannkyns á nýbyrjuðum áratug

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Úr grafalvarlegri stöðu sem mannkynið hefur komið sér í verður ekki leyst nema með gerbreyttri nálgun okkar gagnvart móður náttúru." Meira

Minningargreinar

11. janúar 2020 | Minningargreinar | 835 orð | 2 myndir

Angantýr Einarsson

Angantýr Einarsson fæddist 28. apríl 1938. Hann lést 24. desember 2019. Útför Angantýs var gerð 6. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargrein á mbl.is | 842 orð | 1 mynd | ókeypis

Auður Tryggvadóttir

Auður Tryggvadóttir fæddist 25. ágúst 1953. Hún lést 26. desember 2019.Foreldrar hennar eru Tryggvi Kristjánsson, f. 31. mars 1931, og Guðrún Bryndís Eggertsdóttir, f. 29. apríl 1932. Systkini Auðar eru Sigríður Tryggvadóttir, f. 26. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 3810 orð | 1 mynd

Auður Tryggvadóttir

Auður Tryggvadóttir fæddist 25. ágúst 1953. Hún lést 26. desember 2019. Foreldrar hennar eru Tryggvi Kristjánsson, f. 31. mars 1931, og Guðrún Bryndís Eggertsdóttir, f. 29. apríl 1932. Systkini Auðar eru Sigríður Tryggvadóttir, f. 26. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 1054 orð | 1 mynd

Ásgeir Magnús Sæmundsson

Ásgeir Magnús Sæmundsson fæddist 29. nóvember 1964. Hann andaðist 15. desember 2019. Útför hans fór fram 9. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 2077 orð | 1 mynd

Berglind Rósa Jósepsdóttir

Berglind Rósa Jósepsdóttir, Begga Jobba, fæddist 28. janúar 1986. Hún lést 30. desember 2019 á krabbameinsdeild Landspítalans, 33 ára að aldri. Foreldrar Berglindar eru Anna Guðrún Aðalsteinsdóttir matráður, f. 13. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 560 orð | 1 mynd

Bjarney Sigurðardóttir

Bjarney Sigurðardóttir fæddist 28. september 1926. Hún lést 19. desember 2019. Útför Bjarneyjar fór fram 10. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 848 orð | 1 mynd

Finnbogi Sigurður Jónsson

Finnbogi Sigurður Jónsson fæddist í Hörgshlíð í Reykjafjarðarhreppi, N-Ísafjarðarsýslu 26. október 1956. Hann lést á heimili sínu, Hörgshlíð, 30. desember 2019. Foreldrar hans voru Ásdís Sigrún Finnbogadóttir, f. 6.4. 1921, d. 3.7. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 2472 orð | 1 mynd

Guðrún Ögmundsdóttir

Guðrún Ögmundsdóttir fæddist 19. október 1950. Hún lést 31. desember 2019. Útför Guðrúnar fór fram 10. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 2237 orð | 1 mynd

Hrafnhildur Þórdís Pálmadóttir

Hrafnhildur Þórdís Pálmadóttir fæddist í Reykjavík 29. desember 1949. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 20. desember 2019. Foreldrar hennar voru Pálmi Guðmundsson, verzlunarmaður og heildsali, f. 7. desember 1921, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargrein á mbl.is | 1043 orð | 1 mynd | ókeypis

Hrafnhildur Þórdís Pálmadóttir

Hrafnhildur Þórdís Pálmadóttir fæddist í Reykjavík 29. desember 1949. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kóparvogi 20. desember 2019.Foreldrar hennar voru Pálmi Guðmundsson, verzlunarmaður og heildsali, f. 7. desember 1921, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 726 orð | 1 mynd

Jónas Sigurður Magnússon

Jónas Sigurður Magnússon fæddist 3. ágúst 1955. Hann andaðist 20. desember 2019. Útför hans fór fram 6. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 2495 orð | 1 mynd

Jón Freyr Þórarinsson

Jón Freyr Þórarinsson fæddist 5. apríl 1936. Hann lést 21. desember 2019. Útför Jóns Freys fór fram 7. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 1081 orð | 1 mynd

Kristinn Borgar Indriði Jónsson

Kristinn Borgar Indriði Jónsson fæddist 28. nóvember 1944. Hann lést 7. desember 2019. Útför Kristins fór fram 22. desember 2019. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 149 orð | 1 mynd

Kristinn Ólafur Ólafsson

Kristinn Ólafur Ólafsson fæddist 30. júlí 1959. Hann lést 22. desember 2019. Útför Kristins fór fram 8. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 568 orð | 1 mynd

Magnús Grétar Filippusson

Magnús Grétar Filippusson fæddist á Seyðisfirði 25. mars 1950. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Fossahlíð, Seyðisfirði, 31. desember 2019. Hann var sonur hjónanna Filippusar Sigurðssonar, f. 16.11. 1912, d. 17.11. 2002, og Ólínu Jónsdóttur, f. 6.6. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 777 orð | 1 mynd

Nína Þórdís Þórisdóttir

Nína Þórdís Þórisdóttir fæddist 12. janúar 1936 í Reykjavík. Hún lést 15. desember 2019 á Vífilsstöðum. Foreldrar hennar voru Jón Þórir Tryggvason loftskeytamaður, fæddur 26. mars 1903 á Seyðisfirði, dáinn 6. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 781 orð | 1 mynd

Ólafur Ragnarsson

Ólafur Ragnarsson fæddist 29. ágúst 1938 í Keflavík. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum 19. desember 2019. Foreldrar Ólafs voru Egill Ragnar Ásmundsson, f. 24.6. 1918, d. 29.4. 1996, og Auður Ólafsdóttir. f. 5.9. 1917, d. 13.6. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 1860 orð | 1 mynd

Ólöf Einarsdóttir

Ólöf Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 21. september 1944. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. desember 2019. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 11. ágúst 1921, d. 2. mars 2010, og Einar J. Gíslason vörubílstjóri, f. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 3405 orð | 1 mynd

Ragnar Gunnlaugsson

Ragnar Gunnlaugsson fæddist 26. febrúar 1949. Hann lést 30. desember 2019. Útför Ragnars fór fram 10. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 1583 orð | 1 mynd

Sóley Magnúsdóttir

Sóley Magnúsdóttir viðskiptafræðingur fæddist á Akureyri 17. júní 1969. Hún lést á heimili sínu 26. desember 2019. Foreldrar hennar voru Margrét Halldóra Harðardóttir, húsmóðir og fiskvinnslukona frá Akureyri, f. 26. ágúst 1947, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 8074 orð

Vilhjálmur Einarsson

Vilhjálmur Einarsson fæddist 5. júní 1934. Hann lést 28. desember 2019. Útför Vilhjálms fór fram 10. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
11. janúar 2020 | Minningargreinar | 8074 orð | 1 mynd

Vilhjálmur Einarsson

Vilhjálmur Einarsson fæddist 5. júní 1934. Hann lést 28. desember 2019. Útför Vilhjálms fór fram 10. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. janúar 2020 | Viðskiptafréttir | 221 orð | 1 mynd

Fjöldinn aftur undir 2 milljónum

Brottförum erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli fækkaði um tæplega 330 þúsund á síðasta ári frá því sem var árið á undan. Fór fjöldinn úr 2,32 milljónum í 1,99 milljónir, en það er um 14,2% samdráttur. Meira
11. janúar 2020 | Viðskiptafréttir | 63 orð

ÍSAGA verður Linde

ÍSAGA, sem framleiðir og markaðssetur iðnaðargas og sérhæfðar gastegundir, mun skipta um nafn í mánuðinum. Verður fyrirtækið hér eftir undir nafninu Linde, eða því sama og móðurfélag þess ber. Meira
11. janúar 2020 | Viðskiptafréttir | 428 orð | 3 myndir

Juneyao ræðir við Icelandair

Baksvið Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Á miðvikudag tilkynnti kínverska flugfélagið Juneyao Air formlega að það myndi í marsmánuði hefja sölu til áfangastaða í Evrópu. Meira
11. janúar 2020 | Viðskiptafréttir | 225 orð | 1 mynd

Samið um vísindi

Samstarfssamningur Verkfræðingafélags Íslands ( VFÍ ) og Vísindasmiðju Háskóla Íslands hefur verið endurnýjaður. Í krafti hans verður á árinu unnið að tilraunaverkefni í samstarfi við félagsmiðstöðvar um þróun fræðsluverkefna á sviði vísinda og tækni. Meira
11. janúar 2020 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Spá lækkun vísitölu neysluverðs

Hagfræðideild Landsbanka Íslands spáir því í fréttabréfi sínu, Hagsjá, að vísitala neysluverðs lækki í janúar um 0,4% milli mánaða. Gangi spáin eftir helst verðbólgan óbreytt í tveimur prósentum. Hagstofan birtir janúarmælingu neysluverðs 30. janúar nk. Meira

Daglegt líf

11. janúar 2020 | Daglegt líf | 118 orð | 1 mynd

Afmælisfögnuður Andagiftar verður í dag

Vinkonurnar Tinna, Lára og Signý í Andagift Súkkulaðisetri í Reykjavík ætla að fagna tveggja ára tilveru setursins í dag laugardag. Þær boða til risa súkkulaði möntrupartís í Andagift frá klukkan 20.30 til 23. Meira
11. janúar 2020 | Daglegt líf | 1158 orð | 2 myndir

Ég er í ástarsambandi við Ísland

Við áramót velta margir fyrir sér hvað nýja árið beri í skauti sér. Þá getur verið gaman að fá vel kunnandi manneskju til að lesa í Tarot-spil. Listakonan og ljóðskáldið Angela Rawlings hefur búið á Íslandi undanfarinn áratug og er einkar flink í slíkum lestri. Meira
11. janúar 2020 | Daglegt líf | 235 orð | 1 mynd

Fuglar veita innblástur

Fuglar himinsins hafa sannarlega blásið mörgum skáldum andagift í brjóst, þau hafa ort um þessa vini okkar sem flögra um loftin blá og gleðja okkur með söng sínum. Meira
11. janúar 2020 | Daglegt líf | 145 orð | 1 mynd

Furður og ævintýr á Kjarvalsstöðum

Í tengslum við sýningu Ólafar Nordal, Úngl, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum, verður listasmiðja fyrir fjölskyldur í dag laugardag í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum. Listasmiðjan hefst kl. 13 og heitir Furður og ævintýr. Meira

Fastir þættir

11. janúar 2020 | Fastir þættir | 172 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. Bf4 e6 3. e3 c5 4. Rf3 b6 5. Rc3 a6 6. d5 d6 7. a4 e5 8...

1. d4 Rf6 2. Bf4 e6 3. e3 c5 4. Rf3 b6 5. Rc3 a6 6. d5 d6 7. a4 e5 8. Bg5 Rbd7 9. e4 Be7 10. Rd2 0-0 11. Rc4 Re8 12. Be3 Bg5 13. Be2 Bxe3 14. Rxe3 g6 15. 0-0 Rg7 16. Hb1 Dg5 17. Rc4 De7 18. b4 f5 19. bxc5 bxc5 20. Dd2 Ha7 21. Ra5 De8 22. Rc6 Hc7 23. Meira
11. janúar 2020 | Fastir þættir | 525 orð | 4 myndir

Alpha Zero aftur í sviðsljósinu

Eigi alls fyrir löngu sat greinarhöfundur að spjalli með nokkrum þekktum meisturum þar sem rædd var sú ályktun sem einn varpaði fram að tölvuforritið fræga, Alpha Zero, hlyti að hafa hjálpað Magnúsi Carlsen að vinna heimsmeistaratitlana í hraðskák og... Meira
11. janúar 2020 | Árnað heilla | 90 orð | 1 mynd

Anna Hera Björnsdóttir

40 ára Anna Hera er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti en býr í Einholti. Hún er með BS-gráðu í stærðfræði frá HÍ og MS-gráðu í hagnýtri stærðfræði frá DTU í Kaupmannahöfn. Meira
11. janúar 2020 | Árnað heilla | 82 orð | 1 mynd

Emilía Ingadóttir

60 ára Emilía ólst upp í Reykjavík en býr í Borgarnesi. Hún er verslunarstjóri ÁTVR í Borgarnesi. Maki : Gregor Junge, f. 1966, múrari hjá Steypustöðinni. Börn : Sigurður Aðalsteinn Jónsson, f. 1980, Ingi Páll Jónsson, f. 1982, Ívar Erlendsson, f. Meira
11. janúar 2020 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Grindavík 10 Ósk Matthíasdóttir fæddist 16. apríl 2019 kl. 10.48. Hún vó...

Grindavík 10 Ósk Matthíasdóttir fæddist 16. apríl 2019 kl. 10.48. Hún vó 3.080 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Gerður Rún Ólafsdóttir og Matthías Örn Friðriksson... Meira
11. janúar 2020 | Árnað heilla | 129 orð | 1 mynd

Guðjón Ingimundarson

Guðjón Ingimundarson fæddist 12. janúar 1915 á Svanshóli í Kaldrananeshreppi, Strand. Foreldrar hans voru hjónin Ingimundur Jónsson, bóndi þar, og Ólöf Ingimundardóttir. Meira
11. janúar 2020 | Í dag | 239 orð

Kálfur hefur hver kýr verið

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Finna má í fjósi þann. Flón má kalla þennan mann. Aftan í bílnum hangir hann. Húsviðbygging vera kann. Meira
11. janúar 2020 | Fastir þættir | 175 orð

Lukkuleg lending. N-NS Norður &spade;8 &heart;3 ⋄D973...

Lukkuleg lending. N-NS Norður &spade;8 &heart;3 ⋄D973 &klubs;ÁKDG832 Vestur Austur &spade;G109752 &spade;KD4 &heart;52 &heart;DG108 ⋄652 ⋄K108 &klubs;54 &klubs;1076 Suður &spade;Á63 &heart;ÁK9764 ⋄ÁG4 &klubs;9 Suður spilar 7G. Meira
11. janúar 2020 | Í dag | 58 orð

Málið

Um grjótkast eru heiðarleg dæmi í fornritum, þegar verjast þurfti fjendum. Menn söfnuðu að sér grjóti – enda er grjót safnheiti – tóku sér eitt stykki í hönd í einu og grýttu því – og kallast það þá steinn , ekki „grjót“. Meira
11. janúar 2020 | Í dag | 1348 orð | 1 mynd

Messur

Orð dagsins: Þegar Jesús var tólf ára. Meira
11. janúar 2020 | Árnað heilla | 1008 orð | 3 myndir

Minningar sem gleymast seint

Örn Steinsen er fæddur 11. janúar 1940, vestast í Vesturbænum á Sólvallagötu 55, sem áður hét Sellandsstígur 5. Hann ólst þar upp til 21 árs aldurs. „Í minningunni eru þetta gjöful og yndisleg ár og margs að minnast frá þeim tíma. Meira
11. janúar 2020 | Í dag | 75 orð | 1 mynd

The A-Team snýr aftur

Disney og 20th Century Fox tryggðu sér framleiðsluréttinn á kvikmyndinni A-Team. Meira

Íþróttir

11. janúar 2020 | Íþróttir | 747 orð | 1 mynd

„Höllin verður ansi rauð“

EM 2020 Kristján Jónsson kris@mbl.is Björgvin Páll Gústavsson undirbýr sig nú fyrir sitt þrettánda stórmót með íslenska landsliðinu í handknattleik. Markvörðurinn litríki kom inn í landsliðið, nokkuð óvænt, fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Meira
11. janúar 2020 | Íþróttir | 86 orð

Björn á leiðinni til APOEL á Kýpur

APOEL frá Nikósíu, sigursælasta knattspyrnufélag Kýpur, greindi frá því á Twitter í gær að félagið hefði komist að samkomulagi við Rostov í Rússlandi um að fá til sín íslenska framherjann Björn Bergmann Sigurðarson. Meira
11. janúar 2020 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Fjölnir – Þór Ak 93:94 Tindastóll &ndash...

Dominos-deild karla Fjölnir – Þór Ak 93:94 Tindastóll – Njarðvík 91:80 Staðan: Stjarnan 131121215:107522 Keflavík 131031155:105720 Tindastóll 13941152:108618 Njarðvík 13851094:97816 KR 1275995:99014 Haukar 13761156:112414 ÍR 13671054:112812... Meira
11. janúar 2020 | Íþróttir | 425 orð | 2 myndir

Ein óvæntustu úrslit í áraraðir

EM 2020 Bjarni Helgason bjarnih@mbl. Meira
11. janúar 2020 | Íþróttir | 113 orð | 1 mynd

EM karla 2020 B-RIÐILL, Vín: Tékkland – Austurríki 29:32...

EM karla 2020 B-RIÐILL, Vín: Tékkland – Austurríki 29:32 Norður-Makedónía – Úkraína 26:25 Staðan: Austurríki 110032:292 N-Makedónía 110026:252 Úkraína 100125:260 Tékkland 100129:320 D-RIÐILL, Þrándheimi: Frakkland – Portúgal 25:28... Meira
11. janúar 2020 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

England Sheffield United – West Ham 1:0 Staða efstu liða...

England Sheffield United – West Ham 1:0 Staða efstu liða: Liverpool 20191049:1458 Leicester 21143446:1945 Manch.City 21142556:2444 Chelsea 21113736:2936 Sheffield Utd 2288624:2132 Manch. Meira
11. janúar 2020 | Íþróttir | 275 orð | 1 mynd

Enn einu sinni mætast Íslendingar og Danir á stórmóti karlalandsliða í...

Enn einu sinni mætast Íslendingar og Danir á stórmóti karlalandsliða í handbolta þegar flautað verður til leiks í Malmö í dag klukkan 17.15 að íslenskum tíma. Meira
11. janúar 2020 | Íþróttir | 301 orð | 1 mynd

Háspenna í nýliðaslagnum

Terrence Motley reyndist hetja Þórs frá Akureyri þegar liðið vann afar dramatískan eins stigs sigur gegn Fjölni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Dalhúsum í Grafarvogi í þrettándu umferð í gær. Meira
11. janúar 2020 | Íþróttir | 81 orð

Í landsliðið í fyrsta sinn

Bjarni Mark Antonsson, miðjumaður Brage í Svíþjóð, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands í knattspyrnu fyrir vináttuleikina gegn Kanada og El Salvador 15. og 19. janúar. Meira
11. janúar 2020 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Stykkishólmur...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Stykkishólmur: Snæfell – Keflavík L17 1. deild kvenna: Mustad-höll: Grindavík b – Hamar L16 Blue-höllin: Keflavík b – Tindastóll L16 Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – ÍR S16 1. Meira
11. janúar 2020 | Íþróttir | 464 orð | 2 myndir

Margt hefur breyst á fimm árum

EM 2020 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fimm ár eru liðin síðan Íslendingar og Danir hafa mæst á stórmóti karla í handknattleik. Það var í Doha í Katar í janúarmánuði 2015 þegar liðin áttust við í sextán liða úrslitum og Danir höfðu betur, 30:25. Meira
11. janúar 2020 | Íþróttir | 92 orð

Stigahæstur í átta stiga sigri

Elvar Már Friðriksson heldur áfram að fara á kostum með Borås í efstu deild Svíþjóðar í körfuknattleik, en hann átti enn einn stórleikinn þegar liðið vann 100:92-útisigur gegn Wetterbygden Stars í gær. Meira
11. janúar 2020 | Íþróttir | 81 orð

Sveinn hvílir gegn Dönum

Sveinn Jóhannsson mun hvíla þegar íslenska karlandsliðið í handknattleik mætir Danmörku í Malmö í dag í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Austurríki, Noregi og Svíþjóð. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem HSÍ sendi frá sér í gærkvöld. Meira

Sunnudagsblað

11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 354 orð | 1 mynd

Á undan viðtali kemur fæðing

Ég hef aldrei fyrr hitt á viðmælanda sem kominn er á steypirinn og á þráðbeinni leið á fæðingardeildina. Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 487 orð | 2 myndir

„Á mikla framtíð fyrir sér“

Berlín. AFP. | Mikail Akar lætur sér ekki bregða við kliðinn frá ljósmyndavélum allt í kringum sig. Akar er undrabarn í listum, fæddur í Þýskalandi 2012 og hefur hálfa ævina verið í sviðsljósinu. Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 8 orð | 1 mynd

Bjarki Tómas Leifsson Ég horfi bara á fótbolta...

Bjarki Tómas Leifsson Ég horfi bara á... Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 100 orð | 1 mynd

Cox í Modern Family

Sjónvarp Courteney Cox, sem frægust er fyrir að hafa leikið Monicu í hinum ástsæla gamanþætti Vinum, mun bregða fyrir í lokaseríunni af Modern Family, öðrum vinsælum bandarískum gamanþætti sem mun renna sitt skeið á enda á árinu sem er nýhafið. Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 1494 orð | 4 myndir

Dansinn það skemmtilegasta

Hin tæplega þrítuga Sandra Björg Helgadóttir hefur komið víða við þegar heilsan er annars vegar. Dans, spinning, crossfit, jóga, líkamsrækt og andleg heilsa er efst á blaði. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 22 orð | 1 mynd

Davíð Ísar Einarsson Ég held þeir komist upp úr riðlinum með heppni. En...

Davíð Ísar Einarsson Ég held þeir komist upp úr riðlinum með heppni. En ég held við töpum í fyrstu umferð eftir... Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 13 orð | 1 mynd

Erna Sif Smáradóttir Já, ég held þeim eigi eftir að ganga rosa vel...

Erna Sif Smáradóttir Já, ég held þeim eigi eftir að ganga rosa... Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 48 orð | 1 mynd

Hákarlinn snýr aftur

Hákarlinn snýr aftur og Steven Spielberg ætlar hugsanlega að taka að sér að leikstýra verkefninu. Back to the Future Part II spáði því að þegar árið 2015 gengi í garð yrðu JAWS-myndirnar orðnar 19 talsins. Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 7 orð | 1 mynd

Helga Björnsdóttir Ég spái þeim áttunda sætinu...

Helga Björnsdóttir Ég spái þeim áttunda... Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 255 orð | 1 mynd

Hugrekki til að þora

Nú ert þú að fara að tala um hamingju og árangur í Hörpu. Hvað ætlar þú að fjalla um? Ég ætla að segja frá vegferð minni síðustu átta ár. Ég hef unnið sem ævintýrakona og því fylgja bæði sorgir og sigrar. Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 52 orð | 1 mynd

Hver er kirkjustaðurinn?

Kirkjustaður þessi er á Suðurlandi; og setja húsin sterkan svip á staðinn. Um aldir hefur þarna verið prestssetur og í þekktri þjóðsögu greinir frá presti einum sem var gefinn fyrir skemmtanir og gleðskap. Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 171 orð | 1 mynd

Kóngafólk í klemmu

Breska konungsfjölskyldan var milli tannanna á fólki fyrir réttum aldarfjórðungi, líkt og nú. Þá beindust spjótin að Karli Bretaprins en í frétt Morgunblaðsins 12. Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 71 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 112 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 12. Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 827 orð | 4 myndir

Leikhús eða tónleikar – nokkur atriði sem gott er að hafa í huga

Það er gaman að bregða sér í leikhús, tónleika, í bíó og annað slíkt. Hins vegar eru nokkur atriði sem við þurfum að hafa í huga. Við verðum ekki ósýnileg á þessum stöðum, ekki frekar en í bílnum á rauðu ljósi borandi í nefið. Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 185 orð | 1 mynd

Mikið er mein, Kane

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham varð fyrir miklu áfalli á dögunum þegar í ljós kom að Harry Kane verður lengi frá æfingum og keppni. Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 973 orð | 10 myndir

Mikið lagt upp úr hönnun og upplifun

Elín Þorsteinsdóttir innanhússarkitekt fékk það verkefni að hanna hótelið Skálakot sem er við Hvolsvöll. Gamaldags stíll ræður ríkjum á hótelinu og er hlýleikinn í forgrunni. Marta María mm@mbl.is Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 555 orð | 2 myndir

PISA 2018 – vinnum með réttu hlutina

Þetta er grafalvarleg staða og við verðum að taka okkur verulega á ef við eigum að geta snúið vörn í sókn. Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 358 orð | 6 myndir

Skáld knúði dyra

Um daginn bankaði upp á heima hjá mér ungur maður, Ægir Þór. Hann sagðist vera farandskáld og seldi mér nýjustu ljóðabókina sína, Bullið . Hún er smellin. Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 87 orð | 1 mynd

Stewart þykir góð sem Jean Seberg

Kvikmyndir Kristen Stewart fær glimrandi góða dóma í breska blaðinu The Guardian fyrir túlkun sína á stallsystur sinni Jean Seberg í kvikmynd um líf þeirrar síðarnefndu sem kallast einfaldlega Seberg. Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 313 orð | 12 myndir

Töfrar byrja baksviðs

Borgarleikhúsið frumsýnir nú meistaraverkið Vanja frænda eftir Anton Tsjékhov í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur. Ljósmyndari fékk að vera fluga á vegg í vikunni og fylgdist með undirbúningi og rennsli. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 652 orð | 1 mynd

Um íhald og gyllta hnetti

Samvinna íhaldssamra og frjálslyndra afla um framgang borgaralegra gilda hefur skipt sköpum fyrir samfélagsþróunina á Íslandi. Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 3762 orð | 4 myndir

Umræðan var afskaplega grimm

Heimurinn var um margt svarthvítur á tímum kalda stríðsins, við og þeir, frjálshyggja og sósíalismi, en þrjátíu ár eru nú liðin frá lokum þess. Við blasir ný og flóknari heimsmynd. Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 75 orð | 1 mynd

Vekur athygli á skógareldunum

Góðgerð Dee gamli Snider, söngvari glysmálmbandsins Twisted Sister, skellti sér í búninginn fræga sem hann klæddist á albúmi plötunnar Stay Hungry, sem kom út árið 1984, til að vekja athygli á skógareldunum í Ástralíu. Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 1045 orð | 2 myndir

Viljum hafa fyrir hlutunum

Davíð Óskar Ólafsson, sem leikstýrir tveimur þáttum af Broti og er einn af framleiðendum seríunnar, hefur tröllatrú á verkefninu og vonar að viðtökur erlendis verði til þess fallnar að opna fleiri dyr fyrir vandað íslenskt sjónvarpsefni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 115 orð | 1 mynd

Vorkennir Thunberg

Loftslagsmál Heitar umræður hafa spunnist á samfélagsmiðlum eftir að gamla rokktröllið Meat Loaf, eða Kjöthleifur, greindi frá því í samtali við breska blaðið Daily Mail á dögunum að hann fyndi til með loftslagsfrömuðinum Gretu Thunberg vegna þess að... Meira
11. janúar 2020 | Sunnudagsblað | 488 orð | 1 mynd

Þóttist vera sextán ára piltur

Gemma Watts, 21 árs gömul kona frá Lundúnum, sem þóttist vera sextán ára piltur og áreitti ungar stúlkur kynferðislega, á yfir höfði sér fangavist í Bretlandi eftir að upp komst um hana. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.