Endurvinnslan hf. endurgreiddi 2,5 milljarða króna fyrir drykkjarvöruumbúðir á liðnu ári. Alls var skilað 157 milljónum flaskna og dósa árið 2019 og eru áætluð skil um 85% af þeim umbúðum sem fóru á markað í fyrra.
Meira
75 fangar sluppu úr fangelsi í austurhluta Paragvæ nærri landamærum Brasilíu. Yfirvöld grunar að fangarnir hafi sloppið út um aðalinngang fangelsisins með aðstoð fangelsisvarða.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson Rósa Margrét Tryggvadóttir Innheimt gjald í ofanflóðasjóð á tímabilinu 1998-2019 á verðlagi í desember 2019 nemur alls um 43,4 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá umhverfisráðuneytinu.
Meira
Kammerkórinn Hljómeyki flytur Path of Miracles eftir breska tónskáldið Joby Talbot í Landakotskirkju í kvöld kl. 21. Verkið, sem er 17 radda og sungið á ýmsum tungumálum, er nokkurs konar ferðalag eftir Jakobsveginum.
Meira
„Við eigum að vera stolt af þessu og halda í þetta kerfi,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur um þá staðreynd að endurkoma fanga hefur ekki aukist frá því rafrænt eftirlit og aukin tækifæri til samfélagsþjónustu í stað fangavistar...
Meira
Reiknað er með því að Kínverjum sem heimsæki Ísland muni fjölga mikið á næstu árum en búist er við að 130 þúsund Kínverjar muni heimsækja Ísland á þessu ári. Fari svo taka þeir fram út Þjóðverjum sem þriðji stærsti ferðamannahópurinn.
Meira
„Okkur miðar hraðar áfram en áður og það er ánægjulegt. En það er ekki þannig að komin sé niðurstaða, eða að það sjái fyrir endann á þessu máli,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Meira
Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja, munu framvegis ekki bera konunglega titla sína og hætta að sinna opinberum konunglegum skyldum sínum í þágu konungsfjölskyldunnar.
Meira
„Vel gert“ gæti Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, verið að hugsa á þessari mynd sem tekin var í Malmö í gær ef mið er tekið af handahreyfingunni.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nói Síríus innkallaði um 150 þúsund Síríus súkkulaðiplötur vegna galla en aðeins er vitað um galla í fimm stykkjum. Innköllunin var gerð víðtækari í varúðarskyni.
Meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær sex manns í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi sem snýr að fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Fimm sæta varðhaldi til 31. janúar og einn til 27. janúar.
Meira
Margt má breytast til að frumvarp um hálendisþjóðgarð, sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra áformar að leggja fram á Alþingi, verði að lögum á vorþingi.
Meira
Baksvið Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Íranskir skákmenn hafa að undanförnu mjög látið að sér kveða á alþjóðavettvangi, einkum ungir skákmenn.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Vöxtur ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hefur verið mjög hraður og það hefur gerst þrátt fyrir að samgöngur, aðstaða á vinsælum áfangastöðum og fleira slíkt sé ekki í samræmi við þarfir og kröfur nútímans. Uppbygging innviða á Íslandi hefur ekki fylgt þeirri þróun að þjónusta við ferðafólk sé orðin sá atvinnuvegur sem skilar mestu í þjóðarbúið,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Meira
Kafarar komu á laugardag böndum á Eið, stærsta bátinn sem varð fyrir snjóflóðinu á Flateyri í síðustu viku. Er hann nú bundinn við bryggju, en ekki var hægt að koma honum á land í gær vegna veðurs.
Meira
Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Laun forstjóra í íslenskum fyrirtækjum hækkuðu hlutfallslega umfram laun annarra starfsmanna á tímabilinu 2002 til 2007 en lækkuðu á árum efnahagshrunsins 2008 og 2009.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Athafnamaðurinn Loo Eng Wah hefur fengið vilyrði fyrir tveimur atvinnulóðum á besta stað á Hellu þar sem hann hyggst halda áfram uppbyggingu ferðaþjónustu sinnar.
Meira
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ísland var með lægsta hlutfall fanga af íbúafjölda í Evrópu árið 2017 samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.
Meira
Tvö börn eru alvarlega slösuð og liggja enn á gjörgæslu eftir umferðarslys við Skeiðarársand á föstudag. Eitt vitni hefur gefið sig fram en lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir frekari vitnum að slysinu.
Meira
Kaupendur sem hafa beðið eftir Enox ES100-rafmagnshlaupahjóli frá versluninni Hópkaup frá því fyrir jól fá hjólin líklega afhent í vikunni en gámur með 930 hjólum sem kom til landsins á Þorláksmessu hefur verið í geymslu síðan.
Meira
Snjóþyngsli Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Allt var á kafi í snjó á Suðureyri við Súgandafjörð fyrir helgina en í gær var hvasst með skúradembum svo snjórinn sjatnaði...
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skipulagsnefnd Reykhólahrepps hefur sent drög að framkvæmdaleyfi til handa Vegagerðinni vegna lagningar Vestfjarðavegar eftir hinni svonefndu Teigsskógarleið til umsagnar hjá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun.
Meira
Fram kemur í skjölum sem hefur nú verið lekið að Isabel dos Santos, auðugasta kona Afríku, hafi eignast öll sín auðæfi með því að arðræna þjóð sína.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég hef alltaf lagt þunga áherslu á við stofnun hálendisþjóðgarðs að áhrif sveitarfélaga og heimafólks á hverjum stað verði tryggð og hagsmunir þeirra tryggð. Mótmælin nú úr þeim byggðum sem eiga land að hálendinu eru mjög skýr. Þau sjónarmið verðum við að hlusta á og mæta þeim,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og þingmaður Sunnlendinga.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Innheimt gjald í ofanflóðasjóð á tímabilinu 1998-2019 á verðlagi í desember 2019 nemur alls um 43,4 milljörðum. Gjaldið var fyrst lagt á árið 1998 og var heildarupphæðin það ár tæplega 1,5 milljarðar á núvirði.
Meira
Landlæknir leggur m.a. til að ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company verði fengið til að endurtaka úttekt á Landspítalanum líkt og gert var árið 2016 þegar svipaður ágreiningur um fjárþörf og rekstur spítalans var uppi og er nú.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á nýliðnu ári endurgreiddi Endurvinnslan hf. um 2,5 milljarða fyrir drykkjarvöruumbúðir til viðskiptavina, en skilagjaldið er 16 krónur á einingu.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Jólin eru að baki en sumir í stórfjölskyldu Óskars Jónssonar og vinir hans tala enn um bókina Limrulyng , sem hann gaf út fyrir hátíðina.
Meira
Þjóðminjasafn Íslands er í flokki tíu bestu safna í höfuðborgum Evrópu, samkvæmt nýlegri úttekt breska blaðsins The Guardian . Umfjöllun um þetta er birt á ferðamálasíðum fjölmiðilsins, bæði í blaðinu og á vefsetri þess.
Meira
Umhverfisráðherra fer nú um og kynnir áform um hálendisþjóðgarð. Segja má að sá þjóðgarður yrði veruleg útvíkkun á Vatnajökulsþjóðgarði en hann tæki einnig yfir einstök friðlýst svæði utan þess þjóðgarðs, svo sem Þjórsárver og Guðlaugs- og Álfgeirstungur, sem hafa þegar verið friðlýst.
Meira
Erlendar stofnanir reyna í vaxandi mæli að hafa áhrif hér á landi. Þetta er varhugaverð þróun en dapurlegt að fylgjast með einstaka Íslendingum sem styðja þetta og taka afstöðu með óeðlilegri íhlutun og afskiptum af innlendum málefnum.
Meira
Ofurhetjumyndin Avengers: Endgame skilaði 92 milljónum króna í miðasölu kvikmyndahúsa hér á landi í fyrra og er fyrir vikið fimmta tekjuhæsta mynd íslenskra kvikmyndahúsa á undanförnum tíu árum, að því er fram kemur í tilkynningu frá FRÍSK, Félagi...
Meira
Allar danskar þöglar myndir frá fyrri hluta síðustu aldar verða á næstu fjórum árum færðar á stafrænt form og gerðar aðgengilegar á streymisveitu almenningi að kostnaðarlausu.
Meira
Eftir Evu Joly: "Það er enginn vafi á samhenginu milli stöðu Assange í dag og afhjúpana hans. Hann er að deyja í fangelsi vegna þess að hann opinberaði sannanir um stríðsglæpi."
Meira
Eftir Ásu Dýradóttur: "Tilvist massa rafeinda í rými er háð því að þær rekist hver á aðra. Tilvist þín í rými er háð hita og árekstrum á þínu fagurferðalagi."
Meira
Eftir Kristján Þór Júlíusson: "„Áætlunin er viðbragð við þeirri sjálfsögðu kröfu að opinberum störfum sé dreift með sem jöfnustum hætti um allt land.“"
Meira
Við erum öll mishæf þegar kemur að því að taka ákvarðanir. Ef þær ákvarðanir varða okkar eigið líf þá erum við almennt fullfær um að taka allar ákvarðanir og búa við afleiðingar sem af verða.
Meira
Eftir Þorgrím Sigmundsson: "Ekki aðeins svíkjum við þessa Íslendinga um mannsæmandi framfærslu á efri árum ... heldur döðrum við einnig við að einkavæða grunnþarfir þessa sama hóps."
Meira
Hörður Þórhallsson, fv. skipstjóri og útgerðarmaður, fæddist 6. mars 1942. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 4. janúar 2020. Foreldrar Harðar voru Þórhallur Karlsson, fv. útgerðarmaður og Hrefna Bjarnadóttir húsfrú Húsavík.
MeiraKaupa minningabók
Jón Björn Hjálmarsson fæddist á Dalvík 13. janúar 1956. Hann lést á líknardeild Landspítalans 9. janúar 2020. Foreldrar hans voru: Sólveig Eyfeld, f. 17. apríl 1924, d. 12. maí 1981, og Hjálmar B. Júlíusson, f. 16. september 1924, d. 26. apríl 2002.
MeiraKaupa minningabók
Kerstin Hiltrud Roloff fæddist í Forchheim í Oberfranken, Þýskalandi, 24. desember 1966. Hún lést 24. desember 2019. Foreldrar hennar eru jarðfræðingurinn dr. Achim Roloff, f. 1938, d. 2016, og Karin Roloff listakona, f. 1944.
MeiraKaupa minningabók
Kristín G. Lárusdóttir fæddist í Reykjavík 19. september 1943. Hún lést 8. janúar 2020. Útför Kristínar fór fram 17. janúar 2020.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Ólafía Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 30. desember 2019. Foreldrar hennar voru Guðmundur Gíslason sjómaður, f. 1900, d. 1952, og Guðbjörg Kristinsdóttir húsmóðir, f. 1904, d.
MeiraKaupa minningabók
Ósk Gabríella Bergþórsdóttir fæddist á Akranesi 1. september 1948. Hún lést eftir stutta baráttu við krabbamein á sjúkrahúsinu á Akranesi 11. janúar 2020. Foreldrar hennar voru Bergþór Guðjónsson, f. 18. mars 2013, skipstjóri á Akranesi, d. 26.
MeiraKaupa minningabók
Páll Geir Möller fæddist 27.10. 1940 á Akureyri, hann varð bráðkvaddur hinn 7.12. 2019. Palli eins og hann var ávallt kallaður var sonur hjónanna Alfreðs Möller, f. 30.12. 1909, og Friðnýjar S. Möller Baldvinsdóttur, f. 16.10. 1918.
MeiraKaupa minningabók
Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Reikna má með að komum kínverskra ferðamanna til Íslands muni fjölga mikið á næstu árum. Þetta þykja fjarska góðar fréttir fyrir íslenskt atvinnulíf enda Kínverjar þekktir fyrir að vera eyðsluglaðir á ferðalögum sínum.
Meira
Ósigur fyrir Ungverjum“ er kveikjan að þessari limru Guðmundar Arnfinnssonar á Boðnarmiði: Oft gengi í boltanum blandið er beiskju og núna kom strandið, því ungversku tröllin æddu' upp völlinn sem lægðirnar hér yfir landið.
Meira
60 ára Björn er Vestmannaeyingur, Hann er núna kennari við Grunnskóla Vestmanneyja er lærður kennari úr Kennaraháskólanum og var aðstoðarskólastjóri í Eyjum í 12 ár. Hann þjálfaði bæði í fótbolta og handbolta. Maki : Emilía María Hilmarsdóttir, f.
Meira
Dynskálar, Hellu Bríet Austmar Kristinsdóttir fæddist 18. febrúar 2019 kl. 20.29. Hún vó 3.820 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Rakel Óskarsdóttir og Kristinn Ingi Austmar Guðnason...
Meira
Leikur Íslands gegn Portúgal í gær blés okkur öllum von í brjóst. Ég er ekki mikill handboltaspekingur en ég þykist vita að við eigum enn möguleika á því að geta tekið hú-ið einu sinni enn – á Ólympíuleikunum 2020.
Meira
50 ára Heiðar er Reykvíkingur en býr í Hafnarfirði. Hann er með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Tækniskólanum og BS í viðskiptafræði frá HA og MSc. frá Háskólanum í Árósum. Heiðar er eigandi Parketslípunar Íslands og á hlut í fasteignasölunni Nýtt heimili.
Meira
Sumum orðum er hætt við slysum af því að við skiljum þau ekki þótt við getum notað þau svo að skiljist. Hefðbundinn verður þá „hefbundinn“ en þýðir: bundinn af hefð . Víðfeðmur verður „víðfemur“ þótt faðmur sé á næstu grösum.
Meira
Fyrsta hliðarþáttarröð af Game of Thrones er komin með lauslega dagsetningu hvenær hún verður birt. Hliðarserían fjallar um Targaryen-fjölskylduna og líf hennar. Hús drekanna fær því alla athyglina í þessum þáttum.
Meira
Númi Snær Katrínarson er fæddur 20. janúar 1980 í Reykjavík en ólst upp á Stokkseyri. Hann stundaði mikið íþróttir, var í fótbolta, í júdói og samkvæmisdönsum og fór svo að æfa sund hjá Hrafnhildi Guðmundsdóttur í Þorlákshöfn.
Meira
Íslenska U20 ára landslið karla í íshokkí er komið upp um deild á HM eftir 4:1-sigur á Ástralíu í úrslitaleik 3. deildarinnar í Búlgaríu í gær. Ísland vann alla fimm leiki sína á mótinu og leikur í 2. deild B á næsta ári.
Meira
Sundkappinn Anton Sveinn McKee hafnaði vann tvívegis til silfurverðlauna á móti í Bandaríkjunum um helgina. Í gær varð Anton annar í 200 metra bringusundi á Tyr Pro Swim Series-mótinu sem fram fór í Knoxville í Tennessee-ríki.
Meira
England Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Lærisveinar Jürgen Klopp hjá Liverpool unnu sanngjarnan 2:0-sigur á Manchester United í 23. umferð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi.
Meira
Íslenska landsliðið er enn með í baráttunni um sæti í undankeppni Ólympíuleikanna. Í gær vann Ísland lið Portúgals 28:25 í milliriðli II á EM karla í handknattleik og náði í sín fyrstu stig í milliriðlinum eftir tvo tapleiki í röð.
Meira
England West Ham – Everton 1:1 • Gylfi Þór Sigurðsson lék ekki með Everton vegna meiðsla. Burnley – Leicester 2:1 • Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla.
Meira
Fram er með þriggja stiga forskot á toppi Olís-deildar kvenna í handknattleik eftir góðan útisigur á Stjörnunni, 32:25, á laugardag. Stjarnan er í 3. sætinu og er nú sjö stigum á eftir Fram. Íslands- og bikarmeistarar Vals eru í 2.
Meira
Hlaupakonan Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir jafnaði eigið aldursflokkamet í 200 metra hlaupi á Stórmóti ÍR í gær er hún hljóp á 24,05 sekúndum. Kom hún í mark tæplega sekúndu á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur sem varð önnur.
Meira
Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir setti nýtt Íslandsmet í greininni innanhúss þegar hún kastaði kúlunni 16,19 metra á háskólamóti í Houston í Bandaríkjunum um helgina.
Meira
*Knattspyrnumennirnir Ingvar Jónsson markvörður og Atli Barkarson eru gengnir til liðs við Víking í Reykjavík og gerðu báðir samning til þriggja ára. Ingvar, sem er þrítugur að aldri, var í EM-hópi Íslands árið 2016.
Meira
KR, Valur og Haukar tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Geysis-bikars kvenna í körfuknattleik. KR vann afar sannfærandi 82:60-sigur á Keflavík á útivelli í stórleik 8-liða úrslitanna.
Meira
Forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er nú 16 stig eftir leiki helgarinnar en Liverpool tók á móti grönnum sínum í Manchester United á Anfield í gær og vann verðskuldaðan 2:0-sigur.
Meira
EM 2020 Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska landsliðið hefur ekki sagt sitt síðasta orð á Evrópumóti karla í handknattleik. Í gær vann Ísland lið Portúgals 28:25 í milliriðli II og náði í sín fyrstu stig í milliriðlinum eftir tvo tapleiki í röð.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.