Tölur um birgðir í yfirliti atvinnuvegaráðuneytisins um framleiðslu og sölu á kjöti sýna ekki raunverulegar birgðir af nautakjöti, alifuglakjöti, svínakjöti og hrossakjöti.
Meira
Josip Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, tilkynnti í gær að hann hefði boðið þeim ríkjum sem enn eiga aðild að kjarnorkusamkomulaginu við Íran til viðræðna í Brussel, í þeirri von að takast megi að bjarga því.
Meira
Óánægju gætir með að verkefnum búnaðarstofu, sem nýlega voru flutt frá Matvælastofnun til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, hafi verið dreift á deildir þess í stað þess að vista þau á skrifstofu landbúnaðar og matvæla eins og áformað var.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verkefni sem áður tilheyrðu búnaðarstofu Matvælastofnunar munu dreifast á að minnsta kosti tvær skrifstofur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Meira
Áhyggjum af stöðu dansara og danshöfunda er lýst í yfirlýsingu Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks sem haldinn var í vikunni. Þar segir að danslistin sé afskipt innan þeirra sviðslistastofnana sem hæstu fjárhæðirnar fái úr sameiginlegum sjóðum.
Meira
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stjórnendur Rio Tinto (RT) hafa ákveðið að verksmiðja fyrirtækisins í Straumsvík verði ekki keyrð á fullum afköstum í ár.
Meira
Veggjalist Vissara er fyrir vegfarendur í miðborginni að klæða sig vel í kuldanum. Þetta par geystist framhjá veggjalistaverki á Skólavörðustíg í vikunni og veitti litadýrðinni litla...
Meira
Helstu verkefnum hjá ríkissaksóknara hefur fjölgað mikið á undanförnum þremur árum, samkvæmt frétt á heimasíðu embættisins. Ríkissaksóknari fékk 173 kærumál 2017, 193 árið 2018 og 261 í fyrra.
Meira
Leki er kominn upp í Fossvogsskóla í Reykjavík, við þakglugga sem endurnýjaðir voru nú í haust. Nokkrar skemmdir hafa orðið en viðgerðir gengið erfiðlega vegna tíðarfars að undanförnu.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við hjá Isavia fylgjumst vel með þróun mála í tengslum við kórónaveiruna. Við erum í góðu sambandi við embætti sóttvarnalæknis og fáum upplýsingar um málið beint þaðan. Við höfum fylgst með nýjustu fréttum af gruni um smit í Finnlandi en á þessari stundu hefur ekki þótt ástæða til að virkja sérstakan viðbúnað vegna þessa. Komi til þess þá er sérstök viðbragðsáætlun vegna sóttvarna á Keflavíkurflugvelli til staðar og unnið yrði eftir henni,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eyþór Björnsson fiskistofustjóri hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
Meira
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hópur skuldabréfaeigenda, sem þátt tóku í skuldabréfaútboði WOW air í september 2018, hefur sent stjórn og forstjóra hins fallna félags kröfubréf.
Meira
Úr bæjarlífinu Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Nú stendur yfir sýningin ,,Ég get skapað“ í Hyrnutorgi á listaverkum litháískra leikskólabarna, en fréttaritari var á ferð í Litháen fyrir áramót og var beðinn um að koma verkunum á framfæri.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nokkrir aðilar hafa lýst yfir áhuga á fasteigninni Garðastræti 37, en fjármálafyrirtækið Gamma var þar með höfuðstöðvar. Húseignin er skráð í eigu Gamma Capital Management.
Meira
Nýlega uppgötvuðu starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, ásamt vísindamönnum við Náttúrugripasafnið í Lundúnum, áður óþekkta tegund rauðþörunga hér við land.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Veðrið hefur víða sett strik í reikninginn að undanförnu en það hefur ekki dregið úr verslun í Bjarnabúð í Bolungarvík.
Meira
Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, gagnrýndi í gær hæstarétt landsins fyrir að grafa undan réttarkerfi þess, en rétturinn úrskurðaði á fimmtudaginn að dómarar sem skipaðir hefðu verið af nýjum ríkisstofnunum væru ekki óháðir og því ekki...
Meira
Sænski umhverfissinninn Greta Thunberg tók þátt í mótmælum unga fólksins gegn loftslagsbreytingum í Davos í Sviss í gær. Hinni árlegu ráðstefnu þar um efnahagsmál var slitið í gær, en þetta var í fimmtugasta sinn sem hún var haldin.
Meira
Fyrsti klasinn sem Íslenski sjávarklasinn stofnaði utan Íslands, The New England Ocean Cluster, opnar húsakynni fyrir frumkvöðla í sjávartengdum greinum í Portland-borg í Maine í Bandaríkjunum 18. mars nk.
Meira
Í gær var plastbáturinn Sjávarperlan hífður upp úr Flateyrarhöfn eftir að hafa lent í snjóflóðinu í síðustu viku. Með þessu eru fjórir bátar af sex komnir á land.
Meira
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari og einn fjögurra umsækjenda um laust embætti landsréttardómara, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra bréf þar sem fram kemur að hann áskilji sér allan rétt til þess að láta reyna á lögmæti umsókna...
Meira
Að minnsta kosti tveir létust snemma í gærmorgun þegar mikil sprenging varð í verksmiðju í borginni Houston í Texas-ríki. Sprengingin var feiknaöflug og heyrðist um mestalla borgina.
Meira
Veðurstofa Íslands tók í vikunni við flugveðurþjónustu á flugvellinum í Vogum í Færeyjum. Fram að þessu hefur Veðurstofan séð um að vara við ókyrrð og ísingu yfir Færeyjum, en danska veðurstofan, DMI, séð um spár fyrir flugvöllinn sjálfan.
Meira
Á læknadögum í Hörpu í vikunni hafa læknar fjallað um sjúkdóminn ME/CFS sem ekki hefur verið rannsakaður til hlítar. Einkenni hans eru helst síþreyta, minnisleysi, höfuðverkur, verkir í liðum og vöðvum, svefnvandamál og ofsaþreyta eftir áreynslu.
Meira
Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Allt kapp er lagt á að bjóða breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi út í sumar, eða um leið og hönnunarvinna, samningar við landeigendur, umhverfismat og framkvæmdaleyfi eru í höfn.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Isavia, sem rekur flugvöllinn í Keflavík, er með tilbúna viðbragðsáætlun vegna svonefndrar kórónaveiru í Kína sem breiðst hefur út til nokkurra landa á síðustu dögum.
Meira
Svangir menn tóku hraustlega til matar síns í Múlakaffi í Reykjavík, þar sem súrmeti og fleira gott var á borðum eins og hæfir á fyrsta degi þorra.
Meira
Stjórnvöld í Kína tilkynntu í gær að þau hefðu sett þrettán borgir í sóttkví í von um að þannig mætti takast að hemja kórónaveirufaraldurinn. 26 manns eru nú sagðir látnir af völdum lungnabólgunnar sem veiran veldur.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon Guðni Einarsson „Þetta er stór hópur fólks sem vinnur mjög hörðum höndum að því að finna lausn,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara.
Meira
Fáir staðir kalla fram jafn mikinn hrylling og óhugnað og Auschwitz þar sem nasistar settu upp gereyðingarbrúðir og myrtu rúmlega milljón manns í. Á mánudag verða 75 ár liðin frá því að Rauði herinn frelsaði fanga í Auschwitz. Þessi dagsetning, 27. janúar, hefur verið gerð að minningardegi um helför gyðinga og er nú minnst víða um heim. Ekki er vanþörf á. Þrátt fyrir óhugnað helfararinnar er andúð á gyðingum síður en svo úr sögunni.
Meira
Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær var sagt frá þróun launa hér og erlendis á nýliðnum árum. Fram kom að laun á almennum markaði hækkuðu um 41% frá janúar 2015 til október í fyrra.
Meira
Um helgina lýkur eftirtektarverðri sýningu Ólafar Nordal á Kjarvalsstöðum. Verk hennar eru vel þekkt, til að mynda Þúfan í gömlu höfninni sem hefur mikið aðdráttarafl eða Geirfuglinn í fjörunni við göngustíginn í Skerjafirði, en það listaverk er síbreytilegt því flóð og fjara spila snilldarlega með því.
Meira
17 útskriftarnemendur við myndlistardeild Listaháskóla Íslands opna samsýningu í Segul 67 á Siglufirði í dag en þeir hafa dvalið þar á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði sl. tvær vikur og starfað undir handleiðslu Aðalheiðar S.
Meira
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er 40 ára og af þeim sökum er dagskrá hátíðarinnar, sem hefst í dag, sérlega fjölbreytileg, með um tuttugu tónleikum og ýmsum öðrum uppákomum næstu átta dagana.
Meira
Barítónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson og hljóðfæraleikarinn fjölhæfi Bjarni Frímann Bjarnason flytja ljóðasöngva Hugos Wolfs við texta Eduards Mörike á hádegistónleikum í Hannesarholti á morgun, sunnudag, kl. 12.15.
Meira
Er ekki oft sagt að lífið gangi í hringi? Það á í það minnsta við um takmarkað sjónvarpsgláp Ljósvaka þessa laugardags. Langt er síðan undirritaður gafst upp á því að reyna að fylgjast með öllum nýjustu og „heitustu“ þáttunum hverju sinni.
Meira
Á mánudaginn kemur, 27. janúar, verður haldið upp á fæðingardag tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozart, sem fæddist árið 1756, með árlegum afmælistónleikum á Kjarvalsstöðum.
Meira
Undanfarna áratugi hafa nokkrir listfræðingar með sérfræðiþekkingu á verkum hollenska meistarans Vincents van Gogh efast um að meint sjálfsmynd hans, sem Þjóðarlistasafn Noregs keypti árið 1910 og hefði þar með verið fyrsta sjálfsmynd hans í eigu...
Meira
Sýning á verkum fimm finnskra samtímalistamanna verður opnuð í galleríinu Kling og Bang í Marshallhúsinu í dag kl. 17 og ber hún yfirskriftina Elämän vesi eða Lífsins vatn . Titillinn getur vísað í margt, segir í tilkynningu, t.d.
Meira
Í frétt sem birt var í blaðinu í gær stóð að organistinn Kristján Hrannar Pálsson myndi frumflytja loftslagsverkið +2,0°C á Klais-orgel Hallgrímskirkju þá um kvöldið. Hið rétta er að verkið verður frumflutt föstudaginn 7.
Meira
Tónleikar í röðinni Sígildir sunnudagar verða haldnir á morgun kl. 16 í Norðurljósasal Hörpu. Yfirskrift þeirra er Vinsælir sígildir ljóðasöngvar og verða flytjendur þær Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópran og Arnhildur Valgarðsdóttir píanóleikari.
Meira
Íslenskt öfgarokk er við góða heilsu nú sem endranær. Ein af athyglisverðari útgáfunum úr þeim ranni var á vegum HUSH, dularfullt verkefni sem Húsvíkingurinn Eysteinn Orri stendur að.
Meira
Eftir Vilhelm G. Kristinsson: "Þessar trakteringar eru einnig bornar fram af íslenskum miðlum, sem gagnrýnislaust þýða boðskapinn, þ.m.t. fréttastofu Ríkisútvarpsins, sem lengi vel naut mikils trausts, en má nú muna sinn fífil fegri."
Meira
Þegar Vetur konungur minnti kröftuglega á sig fyrr í þessum mánuði fréttist af því að foreldrar skólabarna í Reykjavík hefðu fengið tölvupóst með tilkynningu um „virkjun á röskun á skólastarfi“.
Meira
Öll erum við hugsi yfir hinu svokallaða Samherjamáli. Ég hef verið að skoða Wikileaks-skjölin vegna þess. Þau eru öllum aðgengileg á netinu. Þar rakst ég m.a.
Meira
Eftir Erlu Dóris Halldórsdóttur: "Alþjóðadagur holdsveikinnar er á morgun. Á Íslandi fengu börn holdsveiki fyrr á öldum en sem betur fer er búið að útrýma veikinni hér á landi."
Meira
Eðlismunur var á byltingunni dýrlegu í Bretlandi 1688 og byltingunni í Frakklandi 1789, eins og breski stjórnskörungurinn Edmund Burke benti á í stórmerku riti, sem kom út þegar árið 1790.
Meira
Eftir Boga Nils Bogason: "Icelandair Group er eitt af fáum flugfélögum í heiminum sem eru með umhverfisvottun á nánast alla starfsemi sína. Við erum meðvituð um þessa ábyrgð, störfum markvisst samkvæmt henni."
Meira
Ásgerður Arnardóttir fæddist á Melum í Fljótsdal 9. september 1946. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði 19. janúar 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Örn Ingólfsson og Gróa Eyjólfsdóttir. Systkini Ásgerðar eru Ingólfur, f.
MeiraKaupa minningabók
Hilmar Þór Zophoníasson fæddist á Syðsta-Mói í Fljótum, Skagafirði, 22. nóvember 1959. Hann lést á heimili sínu 17. janúar 2020. Foreldrar hans voru hjónin Zophonías Frímannsson, f. 18. júlí 1933, d. 14. nóvember 2013, og Sigurbjörg Sveinsdóttir, f. 19.
MeiraKaupa minningabók
Hjalti Sigurjónsson fæddist 29. apríl 1931 í Raftholti í Holtum. Hann lést á heimili sínu 11. janúar 2020. Foreldrar hans voru Sigurjón Gísli Sigurðarson, f. 4.3. 1895 í Bjálmholti, d. 2.4. 1988, og Guðný Ágústa Ólafsdóttir, f. 26.5.
MeiraKaupa minningabók
Jón Pálsson var fæddur á Siglufirði 22. febrúar 1942. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 18. janúar 2020. Foreldrar hans eru Auður Magnea Jónsdóttir, húsmóðir og verslunarkona frá Sauðárkróki, f. 21.
MeiraKaupa minningabók
Pétur Jónsson fæddist á Þorvaldsstöðum í Breiðdal 9. apríl 1929. Pétur lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 7. janúar 2020. Foreldrar Péturs voru hjónin á Þorvaldsstöðum, Jón Björgólfsson, fæddur í Snæhvammi í Breiðdal 5. mars 1881, d. 10.
MeiraKaupa minningabók
Baksvið Freyr Bjarnason Stefán E. Stefánsson Líkurnar á því að Arion banka takist að selja kísilverksmiðjuna í Helguvík hafa minnkað að undanförnu. Þetta sagði Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, í samtali við mbl.is í gær.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Steinþór Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri Björnsbakarís, segir íslensk bakarí ekki geta staðið undir þeim miklu launahækkunum sem orðið hafi síðustu ár.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar verkefnisins 201 Smári hafa tekið tilboðum í 25 af 80 íbúðum sem þeir settu á markað suður af Smáralind um miðjan desember. Um er að ræða fjölbýlishúsin Sunnusmára 19-21, 23 og 25.
Meira
Íslenska fyrirtækið Luxwedding sérhæfir sig í að skipuleggja brúðkaup fyrir erlenda gesti og er aðdráttaraflið fyrst og fremst brúðkaupsmyndataka í íslenskri náttúru.
Meira
Akranes Marín Björg Allansdóttir fæddist 4. apríl 2019 kl. 19.26. Hún vó 3.788 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigurbjörg Eyþórsdóttir og Allan Freyr Vilhjálmsson...
Meira
Bill Murray hefur nú staðfest að hann muni leika í Ghostbusters: Afterlife. Það sem flestir hafa velt fyrir sér varðandi gerð myndarinnar er hversu margir af upprunalega leikaraliðinu muni vera með í framhaldinu.
Meira
Eftir átta umferðir af þrettán í A-flokki stórmótsins í Wijk aan Zee í Hollandi hafði hinn 16 ára gamli Írani Alireza Firouzsja, sem nú um stundir teflir undir fána FIDE, náð forystu ásamt Fabiano Caruana og var þá heilum vinningi á undan...
Meira
Bjarni Benediktsson er fæddur 26. janúar 1970 í Reykjavík og verður því fimmtugur á morgun. Hann ólst upp á Flötunum í Garðabæ og er fluttur þangað aftur.
Meira
Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Allvel nefið nærir sá. Nota undir klinkið má. Óþekkur skal á hann fá. Orðið stundum haft um krá. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Úr tóbaksbauk menn taka í nefið. Tína klink í baukinn má.
Meira
Guðmunda Elíasdóttir fæddist 23. janúar 1920 í Bolungarvík. Foreldrar hennar voru hjónin Elías Þórarinn Magnússon, f. 1878, d. 1923, formaður í Bolungarvík, og Sigríður Jensdóttir, f. 1881, d. 1968.
Meira
Örvona . Orðið er fallegt en lýsir hörmulegu ástandi: örvilnaður, vonlaus; úrkula vonar. Sögnin að örvænta þýðir að örvilnast, gefa upp alla von og örvæntingarfullur maður er örvilnaður.
Meira
40 ára Nicola er frá Montebelluna í sveitarfélaginu Treviso í héraðinu Veneto á Ítalíu. Hann lærði fiðluleik við Tónlistarháskólann í Vín og var fiðluleikari við Vínarfílharmóníuna 2000-2010.
Meira
60 ára Pétur er Akureyringur, fæddur þar og uppalinn. Hann er tæknifræðingur að mennt frá Odense Teknikum og er viðskiptastjóri hjá útibúi Sjóvár á Akureyri. Pétur er formaður Golfklúbbsins Lundar í Fnjóskadal. Maki : Sigríður Þórólfsdóttir, f.
Meira
EM karla 2020 Undanúrslit í Stokkhólmi: Noregur – Króatía (frl.) 28:29 Spánn – Slóvenía 34:32 Leikir í dag: 15.00 Þýskaland – Portúgal um 5.sæti 17.30 Slóvenía – Noregur um 3. sæti Úrslitaleikur á morgun: 15.
Meira
Frjálsar Kristján Jónsson kris@mbl.is Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, er að jafna sig eftir veikindi og meiðsli sem settu svip sinn á síðasta keppnistímabil. Eins og fram kom í viðtali við Guðna í Morgunblaðinu 19.
Meira
Ítalía Brescia – AC Milan 0:1 • Birkir Bjarnason var ónotaður varamaður hjá Brescia. Belgía Standard Liege – Oostende 2:1 • Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Oostende.
Meira
Birkir Bjarnason var ónotaður varamaður hjá ítalska knattspyrnufélaginu Brescia þegar liðið fékk AC Milan í heimsókn í ítölsku A-deildinni í gærkvöldi. Ante Rebic skoraði sigurmark leiksins á 71. mínútu en leiknum lauk með 1:0-sigri AC Milan.
Meira
Elvar Már Friðriksson lét lítið fyrir sér fara þegar lið hans Borås styrkti stöðu sína á toppi efstu deildar Svíþjóðar í körfuknattleik með tólf stiga sigri gegn Luleå á heimavelli í gær.
Meira
Badmintonspilarinn Kári Gunnarsson er á meðal fyrstu Íslendinganna sem keppa á Reykjavíkurleikunum þetta árið. Badmintonið var ein þeirra greina sem fóru af stað fyrir helgina en fyrri hluti leikanna verður í fullum gangi í dag og á morgun.
Meira
Körfubolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Deildarmeistartitillinn er á leið í Garðabæ eftir sex stiga sigur Stjörnunnar gegn Keflavík í toppslag úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í Blue-höllinni í Keflavík í gær.
Meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í harðri baráttu um sæti á Evrópumótaröð kvenna í golfi 2020 eftir að hafa leikið þriðja hring úrtökumótsins á La Manga á Spáni í gær á þremur höggum yfir pari, 74 höggum. Hún er nú í 14.-19.
Meira
Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti verið að ganga til liðs við tyrkneska úrvalsdeildarfélagið Yeni Malatyaspor en það var vefmiðillinn 433.is sem greindi frá þessu í gær.
Meira
Það vekur jafnan furðu mína af hverju stærsta og fjölmennasta íþróttahreyfing landsins getur ekki verið með einföld mál á hreinu eins og að skila inn leikskýrslum eftir leiki á vegum sambandsins.
Meira
Trymblun Það virðist vera tíska hjá gamalgrónum málmböndum að úthýsa trymblum sínum þegar mest við liggur, en í vikunni stefndi Joey Kramer félögum sínum í Aerosmith fyrir að leyfa sér ekki að spila með þeim á Grammy-hátíðinni um helgina.
Meira
Hvar ertu staddur? Ég er í vinnunni hér í keilusal í Höganäs í Svíþjóð þar sem ég bý og æfi. Hvernig er lífið í Höganäs? Það er ósköp rólegt, þetta er lítill bær í Suður-Svíþjóð. Það er lítið annað en keilan sem kemst að.
Meira
27. janúar verða 75 ár liðin frá því að Rauði herinn frelsaði fanga í gereyðingarbúðum nasista í Auschwitz. Tilraunar nasista til að útrýma gyðingum í Evrópu er minnst af því tilefni um leið og varað er við hættum samtímans.
Meira
Veturinn er mættur með öllum sínum éljum og kulda. Hvað er þá betra en að ylja sér við heitan, orkumikinn og hollan mat! Morgunblaðið leitaði að uppskriftum sem henta vel á köldum kvöldum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
Kvikmynd Universal Pictures um Dr. Dolittle með Robert Downey Jr. í aðalhlutverki sem frumsýnd var á föstudaginn fyrir rúmri viku virðist ekki ganga allt of vel í áhorfendur ef eitthvað er að marka spár um andvirði miðasölu.
Meira
Kosið var til bæjarstjórnar í Reykjavík (eins og það kallaðist þá) í lok janúar árið 1950 og hraus Víkverja í Morgunblaðinu hugur við niðurstöðum, næði Sjálfstæðisflokkurinn ekki hreinum meirihluta.
Meira
Ég er nýbyrjuð að lesa Dietland eftir Sarai Walker. Vinkonur mínar mæltu með bókinni í bak og fyrir og ég er því búin að hlakka mikið til lestursins. Bókinni hefur verið lýst sem femínískri ádeilu (jafnvel herkvaðningu) í skvísubókmenntastíl.
Meira
Ég hef skrifað um það áður hér að útgjaldavöxtur er ekki mælikvarði á árangur. Gagnrýni af þessu tagi truflar mig ekki af því að það er skýrt markmið að hafa hemil á útgjaldavexti ríkissjóðs.
Meira
Þegar Kristján „Hringfari“ Gíslason fór í ferðalag sitt umhverfis hnöttinn á mótorhjóli geymdi hann Afríku til betri tíma. Vorið 2018 lagði hann upp í þá ferð sem lauk í Suður-Afríku 34.089 km og 36 löndum síðar núna á Þorláksmessu.
Meira
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 112 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 26.
Meira
Það eru margir að missa lífsviljann meðan lægðir og gular og appelsínugular viðvaranir mokast yfir landið. Þegar veðrið er leiðinlegt þarf maðurinn eða konan að finna sér eitthvað til dundurs annað en að kvarta yfir því hvað þetta sé allt ömurlegt. Marta María mm@mbl.is
Meira
Þóra Hilmarsdóttir leikstýrir tveimur næstu þáttum af glæpaseríunni Broti sem sýndir verða á RÚV. Hún kann vel við sig í dimmum heimi og vill jöfnum höndum gera kvikmyndir og þætti. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Meira
Rimini. AFP. | Í ítalska ferðamannabænum Rimini var þess minnst á mánudag að 100 ár eru liðin frá fæðingu kvikmyndaleikstjórans Federicos Fellinis, sem með draumkenndum sviðsetningum sínum bylti kvikmyndagerð á hálfrar aldar ferli.
Meira
Endurkoma Þrassgoðin í Megadeth tróðu upp í fyrsta skipti í fimmtán mánuði í byrjun vikunnar en Dave Mustaine, söngvari og gítarleikari sveitarinnar, greindist með krabbamein í hálsi síðasta sumar.
Meira
ME-sjúkdómurinn, stundum nefndur ME/CFS, er flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur, en enn í dag er í raun sáralítið vitað um orsakir hans. Talið er að sjúkdómurinn herji á um 17 milljónir manns á heimsvísu og alla vega þúsund Íslendinga.
Meira
Hér vorum við Íslendingar með okkar þriðjung úr milljón að gera okkur vonir, og jafnvel kröfu, um sigra gegn þjóðum þar sem samtals búa tæplega 190 milljónir manna. Er það bara alveg eðlilegt?
Meira
Sorg „Þetta var það besta sem ég gat gert í stöðunni; ég fékk svo mikið út úr þessu giggi,“ segir breska söngkonan Ella Eyre í samtali við The Independent, en hún steig á svið eftir langt hlé daginn eftir að hún missti föður sinn árið 2017.
Meira
„Ég hugsaði mig aðeins um hvort ég vildi taka að mér þetta verkefni en svo mundi ég eftir nokkrum málum sem ég var spenntur að skoða betur og fjalla um,“ segir Sigursteinn Másson sem gert hefur nýja þætti í röðinni Sönn íslensk sakamál fyrir...
Meira
Brasilíski táningurinn og tófusprengurinn Gabriel Martinelli hefur verið ljósið í myrkrinu hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi vetri.
Meira
Aldís Gísladóttir arkitekt rekur arkitektastofuna Studio Heima ásamt eiginmanni sínum, Casper Berntsen. Stofan er í Kaupmannahöfn en eftir að hafa lært innanhússhönnun á Ítalíu fór hún yfir til Kaupmannahafnar þar sem hún lærði arkitektúr.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.