Greinar þriðjudaginn 28. janúar 2020

Fréttir

28. janúar 2020 | Erlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

75 ár liðin frá frelsun Auschwitz

Þjóðarleiðtogar komu saman í Auschwitz í gær ásamt um 200 manns sem lifðu af helför nasista gegn gyðingum til að minnast þess að þá voru 75 ár liðin frá því að sovéskir hermenn frelsuðu fangana þar. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

8,4 milljarðar vantaldir í 113 málum

Alls voru 113 mál óafgreidd skattsvikamál í refsimeðferð hjá embætti héraðssaksóknara í maí á síðasta ári. Námu vantaldar tekjur í þessum málum nærri 8,4 milljörðum króna. Á sama tíma voru níu óafgreidd refsimál hjá yfirskattanefnd, allt vanskilamál. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 106 orð

Aukinn fjöldi útkalla hjá slökkviliðinu

Starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fóru í 33.436 útköll á liðnu ári, eða 377 fleiri útköll en 2018, þegar þau voru 33.059. Útköllin voru langflest í desember, samkvæmt frétt á heimasíðu SHS. Þá voru þau 3.059 eða 98 að meðaltali á sólarhring. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 642 orð | 2 myndir

Bundnir af samningum við aðrar þjóðir um loðnu

Fréttaskýring Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samningar eru í gildi á milli Íslendinga og annarra þjóða um veiðar á loðnu og ákvörðun um „lítinn loðnukvóta“ til að viðhalda mörkuðum yrði flóknari fyrir vikið. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, hefur mælst til þess að slíkur kvóti verði gefinn út til að viðhalda mörkuðum, t.d. fyrir hrogn og hrognaloðnu í Asíu, án þess að það feli í sér mikla áhættu fyrir lífríkið. Sigurgeir segist hafa tekið málið upp við sjávarútvegsráðherra. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 488 orð | 2 myndir

Byggja 500 manna fundarsal

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eigendur Stracta-hótelsins á Hellu eru að undirbúa byggingu fundar- og ráðstefnusalar fyrir 400-500 manns og bæta við gistingu í sérstæðum smáhýsum. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Bæjarstjóri hættir vegna ágreinings

Guðmundur Gunnarsson lét í gær af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Í sameiginlegri yfirlýsingu kemur fram að það sé vegna ólíkrar sýnar á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 889 orð | 3 myndir

Eldvirkt svæði í aldanna rás

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta kemur ekkert verulega á óvart en þetta landris er dálítið hratt og óvenjulegt,“ sagði Magnús Á. Sigurgeirsson, jarðfræðingur hjá ÍSOR – Íslenskum orkurannsóknum um atburðarásina við Þorbjörn undanfarið. Magnús og Kristján Sæmundsson jarðfræðingur skrifuðu ítarlegan kafla um Reykjanesskagann og eldvirkni þar í ritið Náttúruvá á Íslandi – Eldgos og jarðskjálftar (Reykjavík, 2013). Meira
28. janúar 2020 | Erlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Fyrsta dauðsfallið í Peking

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kínversk stjórnvöld staðfestu í gær að 82 væru látnir af völdum lungnabólgufaraldursins sem skekið hefur Kína undanfarnar vikur. Þar á meðal var fyrsta skrásetta andlátið af völdum veikinnar í höfuðborginni Peking. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 497 orð | 1 mynd

Gaman að gleðja aðra

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Starfsmaður á plani er ekki lengur á hverju strái en Ari Bragason hefur staðið vaktina hjá N1 á Bíldshöfða í um sex ár og tekur á móti öllum viðskiptamönnum með bros á vör. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Gunnar Birgisson stýrir Skaftárhreppi

Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi og síðast í Fjallabyggð, hefur verið ráðinn tímabundið sem sveitarstjóri í Skaftárhreppi. Hann mætir til starfa á Kirkjubæjarklaustri strax eftir næstu helgi og er ráðinn til starfa í tvo mánuði. Meira
28. janúar 2020 | Erlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Hafnar ásökunum Boltons

Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnaði í gær ásökunum þess efnis að hann hefði sagt við John Bolton, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, að hann vildi halda eftir fjármunum sem ætlaðir voru í hernaðaraðstoð til Úkraínumanna nema þarlend stjórnvöld... Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Helmingur skattsins í borgarsjóð

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikill meirihluti atvinnuhúsnæðis er skattlagður með lögbundnu hámarki álagningar, 1,65%. Munar þar mestu að Reykjavíkurborg hefur ekki hnikað frá lögbundnu hámarki í meira en áratug. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 128 orð

Íslenskt par í einangrun á Spáni vegna kórónaveiru

Íslenskt par hefur verið lagt inn á sjúkrahús í Torrevieja á Spáni vegna gruns um að annað þeirra sé sýkt af kórónaveirunni. Frá þessu var greint í spænska fjölmiðlinum Cadenaser í gærkvöld. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 1309 orð | 6 myndir

Nauðsyn að allir séu búnir undir eldgos

Arnar Þór Ingólfsson Sigurður Bogi Sævarsson Símar gullu og skjáir blikkuðu á miðjum íbúafundi í Grindavík síðdegis í gær, þar sem fólki voru kynntar líklegar sviðsmyndir og aðstæður hefjist eldgos í nágrenni bæjarins. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Óviðunandi bið hjá sýslumanninum

Umboðsmaður Alþingis óskaði í liðinni viku eftir upplýsingum frá dómsmálaráðherra um hvort ráðuneytið ætlaði eða hefði gripið til aðgerða til að bregðast við vanda í sambandi við meðferð fjölskyldumála hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 362 orð | 2 myndir

Óvissuástand í Grindavík

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vegna óvissuástands er nú verið að fjölga mælitækjum við fjallið Þorbjörn nærri Grindavík, gera áætlanir um hugsanlega rýmingu bæjarins og styrkja viðbragð lögreglu í bænum. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna kórónaveiru

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við mbl. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 455 orð | 2 myndir

Raforkan verður ekki nýtt í annað á meðan

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Raforkan sem Rio Tinto hefði keypt en gerir ekki verður ekki seld til annarra.“ Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, spurður út í þá stöðu sem upp er komin í kjölfar þess að Rio Tinto tilkynnti í liðinni viku að fyrirtækið hygðist aðeins nýta 85% af þeirri raforku sem fyrirtækið hafði samið um kaup á frá Landsvirkjun. Ástæðuna fyrir samdrættinum sagði upplýsingafulltrúi Rio Tinto í samtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag fyrst og fremst vera lágt heimsmarkaðsverð á áli. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Siglfirðingar fagna komu sólarinnar

Sigurður Ægisson Siglufirði Sólardagurinn á Siglufirði er í dag, 28. janúar. Sólin lét sig hverfa á bak við fjöllin í suðri 15. nóvember á síðasta ári en fer á ný að varpa geislum sínum yfir Ráðhústorgið í dag eftir 74 daga fjarveru. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Verkfallsboðun hjá borginni afhent

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, afhenti í gærmorgun Degi B. Eggertssyni borgarstjóra bréf um boðun vinnustöðvana Eflingar hjá borginni í febrúar. Meira
28. janúar 2020 | Innlendar fréttir | 118 orð

Önnur hver króna rennur í borgarsjóð

Áætlað er að fyrirtæki landsins muni greiða rúmlega 28 milljarða í fasteignaskatta í ár, næstum því 1% af landsframleiðslu. Meira

Ritstjórnargreinar

28. janúar 2020 | Leiðarar | 231 orð

Flugþjóð

Íslendingar eru háðari samgöngum í lofti og á legi en flestar aðrar þjóðir. Íslendingar hafa þess vegna frá upphafi verið miklir sæfarendur, en á liðinni öld urðu þeir einnig umsvifamiklir loftfarendur, ef svo má segja. Meira
28. janúar 2020 | Leiðarar | 430 orð

Lýðræðið fótum troðið

Kosið verður til íranska þingsins í næsta mánuði. Búið er að birta hverjir eru í framboði, en þó að íslamska lýðveldið vilji gjarnan skreyta sig með fjöðrum lýðræðisins er nú þegar búið að búa svo um hnútana að nær öruggt er að harðlínumenn muni vinna þar góðan sigur. Meira
28. janúar 2020 | Staksteinar | 230 orð | 1 mynd

Þorbjörn þenur sig

Land íss og elda hefur sannarlega minnt á sig að undanförnu. Ofsaveður í desember setti allt úr skorðum og í janúar hlupu snjóflóð fram með ógnarkrafti og eyðileggingu, þrátt fyrir varnargarða. Meira

Menning

28. janúar 2020 | Tónlist | 262 orð | 2 myndir

Eilish braut blað í sögu Grammy

Bandarísku tónlistarverðlaunin Grammy voru afhent í fyrrakvöld og braut bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish blað í sögu þeirra. Meira
28. janúar 2020 | Tónlist | 84 orð | 1 mynd

Gadus Morhua á Tíbrártónleikum

Tríóið Gadus Morhua flytur íslensk og erlend þjóðlög á Tíbrár-tónleikum í Salnum í kvöld kl. 19.30. Tríóið skipa söngvarar og langspilsleikararnir Eyjólfur Eyjólfsson og Björk Níelsdóttir en Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir leikur á barokkselló. Meira
28. janúar 2020 | Tónlist | 475 orð | 2 myndir

Gimsteinar og gauragangur

Anna Clyne: Masquerade. William Walton: Víólukonsert. Béla Bartók: Konsert fyrir hljómsveit. Nils Mönkemeyer víóla og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitarstjóri: Pietari Inkinen. Fimmtudaginn 23. janúar 2020 kl. 19.30. Meira
28. janúar 2020 | Tónlist | 126 orð | 1 mynd

Gunnlaugur Bjarnason „rödd ársins“

Úrslitakeppni söngkeppninnar Vox Domini var í Salnum á sunnudag en keppnin er haldin af Félagi íslenskra söngkennara og er fyrst og fremst hugsuð fyrir söngvara og nemendur í klassískum söng sem eru að stíga sín fyrstu skref á ferlinum. Meira
28. janúar 2020 | Myndlist | 65 orð | 1 mynd

Kristín Scheving mun stýra LÁ

Kristín Scheving hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Listasafns Árnesinga. Tekur hún við af Ingu Jónsdóttur sem hefur gegnt stöðunni í tólf ár. Meira
28. janúar 2020 | Tónlist | 53 orð | 1 mynd

Leikur með möguleika barokkhljóðfæris

Ítalski hljóðfæraleikarinn Marco Fusi kemur fram á tónleikum í Iðnó í kvöld kl. 20 og eru þeir á dagskrá Myrkra músíkdaga. Fusi er kunnur fiðlu- og víóluleikari en í kvöld mun hann rannsaka möguleika barokk-strengjahljóðfærisins viola d'amore. Meira
28. janúar 2020 | Kvikmyndir | 146 orð | 1 mynd

Mendes sá besti

Hver verðlaunahátíðin tekur nú við af annarri í upphafi árs og um helgina voru ekki aðeins veitt Grammy-verðlaun vestanhafs heldur einnig verðlaun samtaka leikstjóra, Directors' Guild Awards. Meira
28. janúar 2020 | Menningarlíf | 267 orð | 1 mynd

Menningarstyrkjum úthlutað í Kópavogi

Fjörutíu umsóknir bárust lista- og menningarráði Kópavogs í sjóð sem ráðið úthlutar úr árlega og hlutu þrettán styrk úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur yfir að ráða rúmum fimmtíu milljónum kr. Meira
28. janúar 2020 | Fjölmiðlar | 193 orð | 1 mynd

Siðblinda á Norðurlöndum

Siðferðisbrestur hjá nágrannaþjóðum okkar var þema helgarinnar. Fyrst tók ég mig til og leigði á voddinu hina stórgóðu en afar óþægilegu dönsku kvikmynd Dronningen. Meira
28. janúar 2020 | Tónlist | 64 orð | 1 mynd

Stýra Sumartónleikum í Skálholti

Stjórn Sumartónleika í Skálholti hefur ráðið Ásbjörgu Jónsdóttur og Birgit Djupedal listræna stjórnendur og framkvæmdastjóra Sumartónleika í Skálholti fyrir 2020 og 2021. Meira
28. janúar 2020 | Leiklist | 150 orð | 1 mynd

Tjarnarbíó fær aukinn stuðning

Tjarnarbíó, heimili sjálfstæðra sviðslista, fær aukinn stuðning frá Reykjavíkurborg. Samningur þar að lútandi hefur verið samþykktur í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og borgarráði, að því er fram kemur í tilkynningu. Meira

Umræðan

28. janúar 2020 | Aðsent efni | 842 orð | 1 mynd

Er einmanaleiki varhugaverður heilsu fólks?

Eftir Þórunni Sveinbjörnsdóttur: "Á undanförnum árum hefur æ oftar verið rætt og skrifað um einmanaleika og félagslega einangrun. Brettum nú upp ermar og vinnum gegn einmanaleika." Meira
28. janúar 2020 | Aðsent efni | 654 orð | 1 mynd

Jákvæð áhrif þjóðgarðs

Eftir Sæmund Helgason: "Hugmyndin og frumvarpið um Miðhálendisþjóðgarð byggist á sömu hugmyndafræði og Vatnajökulsþjóðgarður." Meira
28. janúar 2020 | Pistlar | 389 orð | 1 mynd

Jákvæð gáruáhrif í hagkerfinu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lækkað hagvaxtarspá sína lítilsháttar á heimsvísu árin 2020-2021 og spáir nú rúmlega 3% hagvexti. Lækkunin á einkum við um evrusvæðið en einnig hefur hægt á hagvexti í þróuðum hagkerfum í Asíu. Meira
28. janúar 2020 | Aðsent efni | 766 orð | 1 mynd

Sjálfbærni er nýtt viðmið í fjárfestingum og umhverfismálum

Eftir Albert Þór Jónsson: "Sjálfbærni í rekstri er verðmætasköpun til hluthafa og þjóðfélagsins í heild með jákvæðum hætti." Meira

Minningargreinar

28. janúar 2020 | Minningargreinar | 3038 orð | 1 mynd

Elisabeth Richter

Elisabeth Richter f. Pontoppidan fæddist 30. september 1920 í Nyköbing á Falstri í Danmörku. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum 14. janúar 2020. Foreldrar hennar voru Svend Pontoppidan, bóksali í Nyköbing, Falstri, f. 6.6. 1886, d. 15.1. Meira  Kaupa minningabók
28. janúar 2020 | Minningargreinar | 348 orð | 1 mynd

Haukur Hlíðar Þorgilsson

Haukur Hlíðar Þorgilsson fæddist 27. desember 1942. Hann lést 15. janúar 2020. Útför Hauks fór fram 22. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
28. janúar 2020 | Minningargreinar | 1036 orð | 1 mynd

Jón Geirmundur Kristinsson

Jón Geirmundur fæddist í Húsanesi í Breiðuvík á Snæfellsnesi 17. desember 1923. Hann lést 20. janúar 2020 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Guðjón Kristinn Guðjónsson, f. 1898, d. 1954, og Geirþrúður Geirmundsdóttir, f. 1898, d. 1981. Meira  Kaupa minningabók
28. janúar 2020 | Minningargreinar | 1476 orð | 1 mynd

Jón Óskar Álfsson

Jón Óskar Álfsson fæddist í Reykjavík 8. júní árið 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. janúar 2020. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Magnúsdóttir og Álfur Arason. Meira  Kaupa minningabók
28. janúar 2020 | Minningargreinar | 1012 orð | 2 myndir

Smári Ragnarsson

Smári Ragnarsson fæddist í Reykjavík 1. júlí 1953. Hann lést á lungnadeild LSH 4. janúar 2020. Foreldrar hans voru Ragnar Björnsson, f. 1923, d. 2009, og Auður Jónsdóttir, f. 1924, d. 1992. Systkini hans eru Ingibjörg Fríða, f. 1947, og Baldur, f. 1960. Meira  Kaupa minningabók
28. janúar 2020 | Minningargreinar | 870 orð | 1 mynd

Tómas Biplab Mathiesen

Tómas Biplab Mathiesen fæddist 24. ágúst 2000. Hann lést 18. janúar 2020. Útför Tómasar fór fram 27. janúar 2020. Meira  Kaupa minningabók
28. janúar 2020 | Minningargreinar | 1682 orð | 1 mynd

Vilhjálmur Þór Pálsson

Vilhjálmur Þór Pálsson fæddist 18. mars 1944 á Kirkjulandi í Austur-Landeyjum. Hann andaðist 15. janúar 2020 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Foreldrar hans voru Páll Júlíus Pálsson, f. 6. júlí 1916, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
28. janúar 2020 | Minningargreinar | 1285 orð | 1 mynd

Þorbjörg Ó. Morthens

Þorbjörg Ólafsdóttir Morthens fæddist í Hafnarfirði 13. desember 1926 og bjó þar á Vesturbraut 23. Hún lést á Sóltúni 15. janúar 2020. Foreldrar hennar voru Pálína Magdalena Pálsdóttir frá Grindavík, f. 29. maí 1898, d. 3. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. janúar 2020 | Viðskiptafréttir | 155 orð | 1 mynd

Flest félögin lækkuðu í Kauphöll Íslands

Talsverður skjálfti fór um Kauphöll Íslands í gær líkt og flestar aðrar kauphallir heimsins. Hefur hröð útbreiðsla kórónaveirusýkingarinnar valdið titringi á mörkuðum um allan heim. Meira
28. janúar 2020 | Viðskiptafréttir | 215 orð | 1 mynd

Peningamarkaðssjóðir minnkuðu

Efnahagsreikningar peningamarkaðssjóða skruppu saman á árinu 2019. Þetta má lesa úr nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands. Þar kemur fram að eignir slíkra sjóða hafi numið tæpum 144 milljörðum króna í lok árs samanborið við 147 milljarða króna í árslok... Meira
28. janúar 2020 | Viðskiptafréttir | 690 orð | 2 myndir

Stöðugleikinn gæti birst í meira atvinnuleysi á Íslandi

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samtök atvinnulífsins telja vísbendingar um nýtt jafnvægisgengi og mögulega hærra náttúrulegt atvinnuleysi til frambúðar en áður. Meira

Fastir þættir

28. janúar 2020 | Árnað heilla | 775 orð | 3 myndir

Ennþá að sýsla með netin

Sigurður Ingi Ingólfsson fæddist 28. janúar 1945 í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Meira
28. janúar 2020 | Árnað heilla | 79 orð | 1 mynd

Gísli Konráð Björnsson

40 ára Gísli fæddist í Kaliforníu en fluttist 1989 til Íslands og býr í Reykjavík. Hann er með BS-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og er tölvunarfræðingur í Landsbankanum. Maki : Arna Arnardóttir, f. Meira
28. janúar 2020 | Árnað heilla | 81 orð | 1 mynd

Högni Friðrik Högnason

50 ára Högni er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi og býr þar. Hann vinnur við smíðar og fleira hjá Skipavík. Högni er formaður Hesteigendafélags Stykkishólms. Maki : Íris Huld Sigurbjörnsdóttir, f. 1972, fjármálastjóri hjá Marz sjávarafurðum. Meira
28. janúar 2020 | Í dag | 49 orð

Málið

Birgðasali og heildsali eru þau samheiti sem í boði eru óttist maður að rangbeygja hið stutta og laggóða nýyrði birgir. Meira
28. janúar 2020 | Fastir þættir | 174 orð

Nerðir. S-Allir Norður &spade;ÁG5 &heart;Á8542 ⋄Á8 &klubs;ÁG3...

Nerðir. S-Allir Norður &spade;ÁG5 &heart;Á8542 ⋄Á8 &klubs;ÁG3 Vestur Austur &spade;10876 &spade;D9 &heart;93 &heart;106 ⋄DG96 ⋄105432 &klubs;1074 &klubs;D962 Suður &spade;K432 &heart;KDG7 ⋄K7 &klubs;K85 Suður spilar 6&heart;. Meira
28. janúar 2020 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

Reykjavík Salka Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík kl. 2.54 hinn 25...

Reykjavík Salka Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík kl. 2.54 hinn 25. mars 2019. Hún vó 3.580 g og var 50 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Ragnheiður Hjartardóttir og Sigurður Hreiðarsson... Meira
28. janúar 2020 | Fastir þættir | 129 orð | 1 mynd

Staðan kom upp í A-flokki MótX-skákhátíðarinnar sem stendur yfir þessa...

Staðan kom upp í A-flokki MótX-skákhátíðarinnar sem stendur yfir þessa dagana í Stúkunni við Kópavogsvöll. Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2.586) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Guðmundi Kjartanssyni (2.453) . 27. Hxe6! Meira
28. janúar 2020 | Í dag | 77 orð | 1 mynd

Úr Harry Potter yfir í Pirates of the Caribbean

2018 var greint frá því að leikarinn Johnny Depp myndi ekki vera með í fleiri kvikmyndum um sjóræningja Karíbahafsins og að framleiðendur væru að leita að nýrri leikkonu í aðalhlutverk næstu myndar. Meira
28. janúar 2020 | Í dag | 287 orð

Vitrar kisur kunna að yrkja

Á föstudaginn skrifaði kötturinn Jósefína Meulengracht Dietrich á fésbókarsíðu sína: „Það er óheyrilega ill vísa í sjálfu Morgunblaðinu. Væri ekki nær að birta það sem vitrar kisur kveða og það sem satt er? Meira

Íþróttir

28. janúar 2020 | Íþróttir | 1002 orð | 2 myndir

Allt er þegar þrennt er

Golf Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, 25 ára, er fjórða íslenska konan til þess að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi, þeirri næststerkustu í heimi á eftir þeirri bandarísku. Meira
28. janúar 2020 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Andrea Mist komin til Ítalíu

Andrea Mist Pálsdóttir, knattspyrnukona úr Þór/KA, er gengin til liðs við ítalska félagið Orobica og leikur með því út þetta tímabil. Hún er 21 árs og hefur skorað 14 mörk í 97 leikjum Þórs/KA í efstu deild og spilað þrjá A-landsleiki. Meira
28. janúar 2020 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Þór Ak. – KR 102:100 Staðan: Stjarnan...

Dominos-deild karla Þór Ak. – KR 102:100 Staðan: Stjarnan 151321371:121826 Keflavík 151141329:122522 Tindastóll 15961307:125018 Njarðvík 15961280:115018 KR 15961267:124918 Haukar 15961338:128018 ÍR 15871259:131616 Þór Þ. Meira
28. janúar 2020 | Íþróttir | 353 orð | 1 mynd

Dýrkeypt flugferð í erfiðum aðstæðum

Alls létust níu manns í flugslysinu hörmulega í Calabasas í útjaðri Los Angeles á sunnudagskvöld. Þeirra á meðal voru Kobe Bryant, ein skærasta körfuboltastjarna veraldar, og Gianna, þrettán ára dóttir hans. Meira
28. janúar 2020 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

England Bikarkeppnin, 4. umferð: Bournemouth – Arsenal 1:2...

England Bikarkeppnin, 4. umferð: Bournemouth – Arsenal 1:2 *Arsenal mætir Portsmouth á útivelli í sextán liða úrslitum. Meira
28. janúar 2020 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Grill 66 deild kvenna Fram U – Stjarnan U 36:25 ÍBV U &ndash...

Grill 66 deild kvenna Fram U – Stjarnan U 36:25 ÍBV U – Fjölnir 31:27 Valur U – Grótta 29:34 Fylkir – Selfoss 19:23 Staðan: Fram U 141400470:32628 FH 141112395:30823 Selfoss 141022332:29322 Grótta 14914355:33519 ÍR 14815371:34817... Meira
28. janúar 2020 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Grindavík styrkir sig

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn Seth LeDay. Kemur hann í stað Jamal Olasewere, sem var sendur heim á dögunum. LeDay er 24 ára og 201 sentímetri. Hann kemur frá East Carolina úr bandaríska háskólaboltanum. Meira
28. janúar 2020 | Íþróttir | 54 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin. Austurberg: ÍR &ndash...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin. Austurberg: ÍR – KA 18.30 Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur 18.30 Kórinn: HK – Selfoss 19.30 Dalhús: Fjölnir – Stjarnan 19.30 Ásvellir: Haukar – Fram 19. Meira
28. janúar 2020 | Íþróttir | 250 orð | 1 mynd

Kobe Bryant hefur alla tíð verið einn af uppáhaldsíþróttamönnum mínum...

Kobe Bryant hefur alla tíð verið einn af uppáhaldsíþróttamönnum mínum. Ég byrjaði ungur að halda með Los Angeles Lakers og fylgdist með þegar Kobe og Shaq voru óstöðvandi tvíeyki. Meira
28. janúar 2020 | Íþróttir | 164 orð | 1 mynd

Sigursælasta liðið áfram í bikarnum

Arsenal, sigursælasta félagið í sögu ensku bikarkeppninnar í fótbolta, er komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar eftir 2:1-sigur á Bournemouth á útivelli í gærkvöld. Ungir strákar sáu um að skora mörk Arsenal í leiknum. Meira
28. janúar 2020 | Íþróttir | 322 orð | 2 myndir

Svart og hvítt hjá KR-ingum

Á Akureyri Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Þór og KR spiluðu margfrestaðan leik sinn úr 11. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöld. KR-ingar mættu fáliðaðir, einungis með átta menn á leikskýrslu. Meira
28. janúar 2020 | Íþróttir | 207 orð | 1 mynd

Viðar sjötti í tyrknesku deildinni

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Viðar Örn Kjartansson verður sjötti Íslendingurinn sem spilar í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Yeni Malatyaspor fékk hann í gær lánaðan frá Rostov í Rússlandi út þetta keppnistímabil. Meira
28. janúar 2020 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Þjálfararnir fá nýja samninga

Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samninga Snorra Steins Guðjónssonar og Ágústs Jóhannssonar til þriggja ára, en þeir þjálfa meistaraflokka félagsins. Komu þeir báðir til Vals árið 2017. Meira
28. janúar 2020 | Íþróttir | 174 orð

Þrír landsleikir á Spáni í mars

Fyrstu leikir kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu á árinu 2020 liggja nú fyrir en liðið tekur þátt í fjögurra þjóða alþjóðlegu móti á Spáni, Pinatar-bikarnum, dagana 4. til 10. mars. Þar mætir liðið Norður-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.